Dagur - 15.03.1979, Page 8
DAGUR
Akureyri, fimmtudagur 15. mars 1979
RAFGEYMAR
í BÍUNN, bátinn, vinnuvélina
VELJIÐ RÉTT
MERKI
Þelamerkurskóli í Hörgárdal. Mynd: á.þ.
Leggur Vegagerðin nýjan
veg við hjið fjölmenns
BPI IM M ^ I #| ^ Skólanefnd Þelamerkurskóla mót-
Ml II IwlmwlCI ■ mælir fyrirhuguðum framkvæmdum
Á næstu árum verður væntan-
lega hafist handa við gerð nýs
vegar fram Þelamörk í Hörg-
árdal og mun Vegagerð ríkis-
ins hafa um það ákveðnar
skoðanir hvernig best verði
staðið að framkvæmdinni.
M.a. er ætlunin að leggja hinn
fyrirhugaða veg spottakorn frá
grunnskólanum á Þelamörk; á
því sem næst sama stað og nú-
verandi vegarstæði er, en
skólanefnd Þelamerkurskóla
hefur, munnlega, mótmælt
lagningu nýs vegar svo nálægt
skólanum og skólanefndar-
menn bent á hættuna sem sé
því samfara að hafa hraðbraut
við hliðina á fjölmennum
barnaskóla.
Stefán Halldórsson, formaður
skólanefndar, sagði í viðtali við
Dag, að forráðamenn Vegagerðar
ríkisins hefðu látið þau orð falla
að búið hefði verið að ákveða nýtt
vegarstæði áður en endanlegt
skipulag Þelamerkurskóla hefði
legið fyrir og teldi stofnunin sig
ekki bundna af því.
„Skólanefndin hefur mikinn
áhuga á að færa veginn frá skól-
anum, bæði með tilliti til um-
ferðarhættu og ryks frá veginum.
Einnig viljum við að Vegagerðin
taki mið af því, að land neðan
núverandi vegar er mjög tak-
markað og eigi börnin að hafa
aðstöðu til útivistar á vetuma
verður vegurinn að færast upp í
hlíðina," sagði Stefán Halldórs-
son.
Þess má geta að Skógræktarfé-
lag Eyfirðinga hefur farið fram á
það við skólayfirvöld að félagið
fái um 100 hektara svæði á leigu
ofan við skólann. Enn hefur ekki
verið tekin afstaða til beiðnar
félagsins.
„Ráðamenn Vegagerðar ríkis-
ins telja vegarstæði sem lægi 50 til
70 metrum ofar ekki eins heppi-
legt og það gamla, því þá muni
myndast brekka sunnan við skól-
ann,“ sagði Stefán," Hugmyndin
er sú að vegurinn verði nálægt
ánni fram Þelamörk, en sú stað-
setning er engu að síður umdeil-
anleg. Við höfum enn ekki haft
skriflegt samband við Vegagerð-
armenn, en innan tíðar er ætlunin
að rita vegamálastjóra bréf, þar
sem við skýrum sjónarmið okk-
ar.“
Hagkaupi h.f. bent á
lóð við Geislagötu
Samkvæmt bókum skipulags-
nefndar frá 2. mars sl. kemur fram,
að formaður skipulagsnefndar hef-
ur átt viðræður við forsvarsmenn
Hagkaups hf, vegna umsóknar fyr-
irtækisins um verslunarrekstur í
húsi Baugs við Norðurgötu. Skipu-
lagsnefnd felur formanni, Tryggva
Gíslasyni, að skrifa Hagkaup hf og
gera grein fyrir hugmyndum um
deiliskipulag reitsins sunnan Sjálf-
stæðishúss, milli Glerárgötu og
Geislagötu og leita eftir afstöðu
fyrirtækisins til að reisa verslunar-
hús á því svæði.
Sjálfstætt fólk
í næstu viku
£ Sérkennileg
stjórnmála-
umræða
íslensk stjórnmálaumræða
hefur undanfarna mánuði
snúist um það öðrum þræði,
hvort stjórnin lifi til næstu
viku eða jafnvel til næsta
dags. Þetta er þó ekki sökum
harðrar stjórnarandstöðu,
sem fyrirfinnst engin, heldur
vegna ósamlyndis þeirra
tveggja stjórnarflokka, sem
ríkisstjórn Ólafs Jóhannes-
sonar styðst við.
Undantekning frá drunga
stjórnarandstöðunnar á Al-
þingi var þó tillaga Sjálf-
stæðisflokksins um þingrof
og nýjar kosnlngar, með til-
heyrandi útvarpsumræðum
og síðan atkvæðagreiðslu.
Atkvæðagreiðsla þessarar
tillögu varð sú, að hún var
feld með 39:19 atkvæðum.
Má e.t.v. segja, að stjórnar-
andstaðan hefi risið upp til
þess eins að falla.
0 ísfyrir
Noröurlandi
ís er nú fyrir öllu Norðurlandi,
allt austur fyrir Langanes.
Hvergi er hann landfastur en
jakar eru á siglingu og neta-
bátar hafa þurft að taka upp
net sín á veiðislóðum. Á all-
breiðu belti er þó aðeins ís-
hrafl, en meginfsinn er mun
norðar. í þrálátri norðanátt
hefur ísinn færst nær landi og
hann teygir sig venjufremur
langt austur.
v—aJ V—/ U v_;uu U
0 Nýtt Helgafell
Sklpadeild Sambandsins
keypti tvö þrjú þúsund tonna
systurskip, smiðuð í Dan-
mörku og kom hið fyrra
landsins í janúar og heitir
Arnarfell. Hið síðara er ný-
komið, heitir Helgafell og
kom með timburfarm á Aust-
fjarðahafnir, í sinni fyrstu Is-
landsferð.
Q Þorsteinn
Jónatansson
kvaddi
Á aðalfundl Einingar voru
skiptar skoðanir um brott-
vfkningu Sævars Frímanns-
sonar úr samtökunum. Lauk
því máli svo, að brottvikning-
in var ómerk gerð, en hins
vegar sagði Þorsteinn Jóna-
tansson sig úr samtökunum,
en hann hefur ötullega í þeim
unnið um fjölda ára.
9 Neytenda-
samtökin og
starf þeirra
Á síðari árum hafa íslenskir
stjórnmálaflokkar f æ rfkari
mæli skilið nauðsyn þess að
réttur neytendans væri
tryggður. I stefnuskrá flokk-
anna hefur mátt sjá greinar er
fjalla sérstaklega um neyt-
endamál, en í verki hafa
flokkarnir ekki stutt við bakið
á þeim samtökum sem beita
sér fyrlr umbótum á þessu
sviði
Fiðlarinn á þakinu
í æfingu á Húsavík
Um miðjan janúar hóf Leikfélag Húsavíkur æfingar á hinu vinsæla
leikriti —Fiðlarinn á þakinu. Leikstjóri er Einar Þorbergsson.
Þetta er eitt viðamesta leikritið, sem Leikfélag Húsavíkur hefur
tekið til meðferðar, en talið er að heildarkostnaður vegna uppsetn-
ingar sé tæpar 3 milljónir króna.
„Við ætlum að reyna að frum-
sýna leikritið í lok mars. Þetta er
annað leikritið í vetur, sem Leik-
félagið tekur til sýninga. Hið fyrra
var Heiðursborgarar,“ sagði Einar
Njálsson á Húsavík. „Alls taka um
36 til 40 manns þátt í leikritinu og
þá tek ég eingöngu með þá sem
leika eða syngja eða dansa á sen-
unni. í aðalhlutverkum eru þau
Sigurður Hallmarsson og Hrefna
Jónsdóttir."
Einar sagði, að hluti búninga
yrði væntanlega fenginn að láni hjá
Þjóðleikhúsinu, en þar var leikritið
sýnt við miklar vinsældir.
Akureyrardeild Neytendasamtakanna:
Stofnfundur
á laugardaginn
Leikfélag Akureyrar hefur æft
Sjálfstætt fólk eftir Halldór
Laxnes á annan mánuð og
hyggst hafa frumsýninguna 23.
mars. Leikstjóri er hinn kunni
leikari og leikstjóri, Baldvin
Halldórsson og leiktjaldamálari
er Gunnar Bjarnason. Ræddu
þeir, ásamt Oddi Björnssyni,
leikhússtjóra, við blaðamenn í
gær.
Skáldsagan Sjálfstætt fólk vakti
ákafar umræður þegar hún kom út,
enda fundust Bjartur í sumarhús-
um og sveitungar hans í næstum
hverri sveit á íslandi!
Leikritað Sjálfstætt fólk var
frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á 70 ára
afmæli höfundar, 1972. Hér er það
flutt endurskoðað og eitthvað stytt
og um leið var hlutverkum fækkað,
svo eftir eru 20. Forráðamenn leik-
hússins sögðu, að vonir stæðu til, að
höfundur gæfi sér tíma til að koma
hingað norður og verða viðstaddur
frumsýninguna.
Með aðalhlutverkið, Bjart í
Sumarhúsum, fer Þráinn Karlsson
og Ástu Sóllilju leikur Svanhildur
Jóhannesdóttir. Jóhann Ögmunds-
son leikur séra Guðmund og Sig-
ríður Schiöt leikur Rauðsmýrar-
madömuna en Sigurveig Jónsdóttir
leikur Hallberu í Urðarseli. Heimir
Ingimarsson leikur Jón hrepp-
stjóra.
Sjálfstætt fólk er fjórða verkefni
LA á þessu leikári og eru sýningar-
gestir með flesta móti það sem af
er.
Laugardaginn 17. mars verður
haldinn stofnfundur Akureyrar-
deildar Neytendasamtakanna
að Hótel Varðborg. Fundurinn
hefst kl. 14. Markmiðið með
stofnun þessarar deildar er að
gæta hagsmuna neytenda á Ak-
ureyri og nágrenni og mun
deildin veita félagsmönnum
leiðbeiningar og fyrirgreiðslu, ef
þeir verða fyrir tjóni vegna
kaupa á vörum eða þjónustu.
Einnig mun deildin reka útgáfu
og fræðslustarfsemi.
Á fundinn munu mæta stjórnar-
menn og starfsmaður Neytenda-
samtakanna í Reykjavík. Það er
ástæða til að hvetja fóík til þess að
mæta vel og stundvíslega á fund-
inn, því það er hagsmunamál allra
að hér í bæ sé starfandi öflugt félag
neytenda. Ekki er síður ástæða til
að benda íbúum kaupstaða og
kauptúna á Norðurlandi á það að
stofna sínar eigin deildir.