Dagur - 29.03.1979, Blaðsíða 7

Dagur - 29.03.1979, Blaðsíða 7
: Sjálfstætt j fólk |||§ ; sýning föstudag, laugar- ; dag og sunnudag kl. ■ 20.30. Bleik kort gilda á Z föstudagssýninguna. Z Aðgöngumiðasalan er S opin daglega frá kl. 17-19 S og til 20.30 sýningardag- S ana ; Leikfélag Akureyrar - sími 24073 — Leikhúsbréf . (Framhald af bls. 4). megi finna hliðstæðu hér á landi! Klaustursystumar, Paule og Denise, eru sendar út í heiminn skv. nýjum sáttmála á kirkjuþing- um. Þær ætla að eyða verðmætum í minningu öreiganna í heiminum og gera slag í því. Þær eru leiknar af Soffíu Jakobsdóttur og Valgerði Dan. Báður fjölhæfar og dansatriði þeirra og Þorsteins, gerðu „lukku“ og vöktu hlátur, í öllu Travoltaæð- inu. Hinsvegar vantar eiginlega skýr- ingu á því hversvegna þær ætla að gerast fatafellur og eru klæddar hræðilega svörtum sokkaböndum og tilheyrandi, innundir nunnu- feldi. Ég er ekki viss um að hér séu réttar „týpur" í hlutverkum. Hefði ekki verið meira absúrd að hafa nunnumar „algjörar hlussur" eða þá hreinlega yngri leikkonur með danslist sem aukafag? Karl Guðmundsson leikur rektor og var dálítið líkur persónum sem hann hefur áður skapað, en fynd- inn er Karl, en um of í öllu æði. Steindór Hjörleifsson leikur vís- indamanninn sem er á góðri leið að finna upp allra meina bót. Allir sjá að það gengur ekki í dag. Hvað verður þá um læknana sem lifa af því að skrifa lyfseðla á hægðalyf? eða valíum? Hvað með alla fræð- ingana sem eru í tengslum við spít- ala og sjúkdómafarganið? Hvað með alla læknaritarana spyr ég nú, hjúkrunarfræðingana og hvað með Sókn og þvottakonur hennar? Kerfið er sjálfu sér líkt; það kemur og hirðir tæki læknisins og heiður hans og framavonir, hann hefur ekki einu sinni peninga til að stofna til friðarverðlauna, eins og Nobels kallinn eftir að hann var búinn að finna upp sterkari og sterkari sprengiefni. Þá var líka kominn tími til að verðlauna friðinn. Leikmyndin sem slík þ.e. tækin var hugmyndaríkum höfundi til sóma, en ég hefði samt kosið að þau væru ekki öll á einum stað og tækju nær allt pláss á sviðinu. Steinþór Sigurðsson er mikill lista- maður. Og tæknideild leikhússins stóð fyrir sínu, þeir Gissur Pálsson og Daníel Williamsson útfærðu leiksviðsgræjurnar af hagleik og nákvæmni. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir og stjómaði hér sinni fyrstu sýningu hjá LR. Þórhildur er sér- hæfð í sviðshreyfingum og fer það ekki framhjá neinum hér. Ég er ekki sammála öllu sem hún sýnir og þótt oft sé samgróningur hjá farsa og fjarsæðu, væri alveg óvit- laust að skilja á milli tvíbura í þetta sinn og láta annan hfa. Ég fór út í frosthart kvöldið með það á tilfinningunni að hér hefði verið keyrt með nokkru offorsi og áhorfendur við það, víða misst af góðum texta. Vigdís Finnboga- dóttir þýðir nefnilega vel þetta leikrit og á köflum af miklum hag- leik, tekst að yfirfæra franska hugsun til sængur með aðstæðum, þekktum hér heima. Ég held að þið, norðanmenn, ættuð að gefa ykkur tíma að sjá þetta, frumsýning er oft versta sýning. Bestu kveðjur. Jónas Jónasson. Aðalskoðun bifreiða á Akureyri, Dalvík 1979 fer fram, sem hér segir 2. aprfl A-1—A-200 20. 3. aprfl A-201—A-400 23. 4. apríl A-401—A-600 24. 5. aprfl A-601—A-800 25. 6. apríl A-801—A-1000 26. 9. aprfl A-1001—A-1200 27. 10. apríl A-1201—A-1400 30. 11. apríl A-1401—A-1600 2. 17. aprfl A-1601—A-1800 3. 18. aprfl A-1801—A-2000 4. og í Eyjafjarðarsýslu apríl A-2001—A-2200 apríl A-2201 —A-2400 aprfl A-2401—A-2600 apríl A-2601—A-2800 aprfl A-2801 —A-3000 apríl A-3001 —A-3200 apríl A-3201—A-3400 maí A-3401—A-3600 maí A-3601—A-3800 maí A-3800—A-4000 Skoðun fer fram við skrifstofu bifreiðaeftirlitsins við Þórunnarstræti kl. 08 til 16 daglega. Festivagnar og tengivagnar skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini, skilríki fyrir því að bif- reiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í lagi. Skoðun bifreiða á Dalvík og nágrenni fer fram 7-10 maí. Skoðunarstaður verður auglýstur síðar. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar verður hann látinn sæta sektum skv. umferðarlög- um og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu 27. mars 1979. Óskum að ráða frískar stúlkur í bónusvinnu viö snyrtingu og pökk- un í frystihúsi. Mötuneyti á staðnum. Mikil vinna. Upplýsingar í síma 94-6105 og 94-6182 Fiskiðjan Freyja Suðureyri Blaðburðarbarn óskast í Þórunnarstræti, Ásveg, Þingvallastræti og Hamarstíg. Dagur Tryggvabraut 12, símar 24167, 24166 og 23207 INNHVERF ÍHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION Kynningarfyrirlestur, sem öllum er opinn, veröur haldinn í stofu 2 aö Möðruvöllum (MA) fimmtu- daginn 29. mars kl. 20.30. fslenska fhugunarfélagið AÐ HRÍSALUNDI 5 MÁNUDAGINN 2. APRÍL UNDIR NAFNINU Frá sama tíma lokar Kjörmarkaðurinn við Glerárgötu 29. Leggið leið ykkar í Hrísalund 5 og gerið góð kaup. NÆG BÍLASTÆÐi vmm.i)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.