Dagur - 24.04.1979, Blaðsíða 5
úlgefandi'. ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Tryggvabraut 12. Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Simi auglýsinga og afgreiöslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVlÐSSON
Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr : JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf
Söngurinn breytist
Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar
ákvað að berjast gegn verðbólg-
unni og þrýsta henni niður fyrir
30%, miðað við ár. Efnahags-
málafrumvarp forsætisráðherra
var m.a. við þetta miðað. Um af-
greiðslu þess fór svo sem kunnugt
er, að samstarfsflokkarnir í ríkis-
stjórninni vildu ekki ganga eins
langt í þeim aðgerðum, sem frum-
varpið gerði ráð fyrir og sérstak-
lega var beint gegn verðbógunni.
Ágreiningurinn sem varð innan
ríkisstjórnarinnar, snérist um það,
hvort standa ætti við stóru orðin
um að koma verðbólgunni niður
fyrir30%. Alþýðubandalagið, sem
bjó sér til kenningu um, að kosn-
ingar ættu fljótlega að fara fram,
taldi sig standa betur að vígi í
kosningabaráttu, að hafa ekki
samþykkt óvinsæiar stjórnarað-
gerðir. Afstaða þessa flokks hefur
hvorki mótast af ábyrgðartilfinn-
ingu né hugrekki.
Fyrir alþingiskosningarnar í vor
tóku tveir fiokkar höndum saman í
áróðrinum gegn þáverandi ríkis-
stjórn og stefnu hennar í kaup-
gjalds- og efnahagsmálum. Það
voru Alþýðubandalagið og Al-
þýðuflokkurinn. Þeir mynduðu kór
og sungu hin kunnu stef:
Samningana í gildi. Enga lög-
bindingu í kjaramálum. Aldrei
gengisfeilingu og Alþýðubanda-
lagið bætti við einskonar ein-
söngs-hendingu, sem hljóðaði
svo: Engan samdrátt í búvöru-
framleiðslu.
Söngurinn sá arna fékk hinar
bestu viðtökur hjá kjósendum í
landinu, svo góðar, að þessir
flokkar tvöfölduðu þingmannatölu
sína í þessum einu kosningum. Að
kosningum loknum reyndu þessir
sigurvegarar að koma sér saman
um nýja ríkisstjórn, en það tókst
ekki og kom það í hiut Ólafs Jó-
hannessonar að mynda stjórnina
og veita henni forystu. Og í okkar
ágætu ríkisstjórn hafa sigurveg-
arar kosninganna, ráðherrar
vinstri flokkanna fellt gengið, sett
kjaralög og gert ráðstafanir til að
draga úr landbúnaðarframleiðsi-
unni.
Efnahagsmálafrumvarp Ólafs
Jóhannessonar er nú orðið að
iögum og þrátt fyrir veikari tök á
verðbólguvandanum eftir sam-
komulagsbreytingar á frumvarp-
inu, markar það spor í viðnámi
gegn honum. Ákvæði verðbóta-
kafla efnahagsmálafrumvarpsins
fela í sér minni krónutöluhækkun
en án frumvarpsins hefði orðið, en
þau ákvæði draga jafnframt úr ör-
um víxilhækkunum, sem allir ættu
að hafa fengið sig fullsadda af. En
fyrst og síðast miðast frumvarpið
við það, að halda verðbólgunni í
skefjum og tryggja fulla atvinnu í
landinu.
Óttinn við geðsjúkdóma
fer stöðugt minnkandi
m
i
i
Á liðnum árum hafa ýmsir þeir
hópar landsmanna, sem erfitt
eiga að hrinda fram sinum
hagsmunamálum, eignast sér
skelegga málsvara er hafa
unnið mikið og þakkarvert
starf. Má i því sambandi nefna
yngstu þjóðfélagsþegnana,
aldraða og síðast en ekki síst
þá er eiga við geðræn vanda-
mál að etja, en nú eru starfandi
í landinu mörg félög áhuga-
manna sem hafa málefni þess-
ara og fleiri hópa á sinni
könnu. Hvað geðsjúklingum
viðvíkur þá hafa þeir smám
saman verið að ná rétti sínum
þó enn vanti mikið á að þeim sé
liösinnt sem skyldi. Heilbrigð-
isyfirvöld hafa yfirleitt látið
máletni þeirra sitja á hakan-
um, en sem betur fer er sá tími
liðinn þegar geðsjúklingum
var hent út á gaddinn og al-
menningur skopaðist að þeim.
M.ö.o. hefur fólk æ betur skil-
ið að til eru fleiri sjúkdómar en
þeir sem hægt er að greina með
berum augum.
Hálfdán Hjaltason
F. 10. maí 1918 — D. 29. jan. 1979
Vinarkveðja
Það minnir stundum á morgun skin
og mildi, sem gróandinn vekur,
að mæta á vegferð þeim vinar hug,
sem vonleysi í burtu hrekur.
Og bendir frá sorta í sólarátt
til sigurs á nýjum degi.
Þú áttir þá gjöf og gafst hana þeim,
sem gengu með þér um vegi.
Við kveðjum þig vinur, okkar leið var ei löng,
en ljúf er hver stund sem við minnumst.
Og framtíðin bíður með ljóð sitt og lag
á landinu þar sem við finnumst.
Því allt, sem að lifir frá liðinni tíð
er ljósbrot þess góða og sanna.
Það er sumar angan og söngva þeyr
í sólfari minninganna.
Valdimar Hólm Hallstað.
Afstaða almennings
hefur.breyst
Geðvemdarfélag Akureyrar er
eitt þeirra félaga sem hefur helg-
að geðsjúkum krafta sína. Félagið
var stofnað í desembermánuði
1974 og í dag eru meðlimir hátt á
annað hundrað, en starfsvett-
vangur félagsins er Akureyri og
næsta nágrenni. Af verkefnum
ber hæst fræðsla um geðsjúk-
dóma og gefur félagið út öðru
hvoru tvíblöðung sem ber nafnið
Geðfræðsla. Auk þess aðstoðar
félagið beint og óbeint aðstand-
endur geðsjúkra.
— Við höfum mætt góðum
skilningi hjá ýmsum ráðamönn-
um á Akureyri, en sérstaklega
vildi ég nefna skólastjóra Barna-
skóla Akureyrar, því í þeim skóla
höfum við fengið afnot af hús-
næði og hist vikulega —, sagði
Brynjólfur Ingvarsson, geðlækn-
ir, sem er formaður félagsins.
— Sem betur fer hefur afstaða
almennings til málefna geðsjúkra
breyst mjög til batnaðar. For-
dómar eru mun minni en hér áð-
ur fyrr. Óttinn við geðsjúkdóma
fer líka stöðugt minnkandi og
skilningur á því að til eru fleiri
sjúkdómar en hægt er að staðfesta
með t.d. blóðprufum og mæling-
um. Ef við skoðum opinbera að-
I
I
I
I
ila sem heild verður að segjast að í
þeir eru jákvæðir í afstöðu sinniH
en heilbrigðisyfirvöld hafa til- ■
hneigingu til að láta verkefni sem I
heyra undir geðvemdarmál sitja á jS
hakanum. 9
Skemmtun á laugar- I
dagskvöld
Næstkomandi laugardag mun S
Geðvemdarfélagið standa fyrir |
skemmtun fyrir almenning í ■
Dynheimum og koma þar fram 9
ýmsir kunnir skemmtikraftar. 9
Brynjólfur sagði að þeir myndu S
allir gefa vinnu sína á skemmt- j|
uninni hvers tilgangur er að afla
félaginu fjár. Meðal skemmti-
krafta eru: ítalski söngvarinn —
Reinard Geiflon, Örn Arnarson 9
gítarleikari, fslandsmeistarinn í ■
diskódansi og trúðar koma í 9
heimsókn
— Ágóðinn rennur í hús- J
kaupasjóð. Hinn stóri draumur ■
félagsins er að kaupa húsnæði
fyrir ráðgjafamiðstöð og skrif-
stofu. Hitt er svo annað mál að
draumurinn er enn langt frá því |
að rætast. Því má skjóta hér inn í S
að Geðverndarfélag fslands í |
Reykjavík hefur slíka aðstöðu, en ■
hún auðveldar til muna alla 9
starfsemi félags af þessu tagi.
I
I
Að lokum fáein orð um „Litla-
Klepps“ deild F.S.A. Þessi deild sýnir
okkur í dag sorgleg dæmi um sjúkl-
inga og sjúkdóma, sem læknuðust ekki.
A einhverju tímabili á ævi þessa
ólánsama fólks hefði e.t.v. verið hægt að
fyrirbyggja framþróun og framvindu
geðsjúkdóms hjá því, en í dag er það of
seint. Látum vitneskjuna um tilvist
þeirra vera okkur dagleg áminning og
hvatning til allra um að leita stöðugt
nýrra leiða til að fyrirbyggja geðsjúk-
dóma, jafnvel þótt afkomendur okkar
njóti góðs af erfiðinu en ekki við sjálf.
Gleymum því aldrei, að geðsjúklingar,
sem eru orðnir grónir eða mosavaxnir í
langdvalarstofnunum og hættir að
kvarta, hættir að fmna til, hættir að láta í
ljós vanlíðan, hafa þar áður nær
undantekningarlaust tekið út á
sjálfum sér þann hámarksskammt
andlegra þjáninga, sem mannlegur
máttur fær afborið.
Sýnishorn úr riti félagsins.
Leikfélag Húsavíkur
Fiðlarinn á
þakinu:
Söngleikur byggður
á sögum eftir
Cholom Aleichem.
Leikstjóri:
Einar Þorbergsson.
Söngstjóri:
ingimundur Jónsson.
Leikmynd:
Slgurður Hallmarsson.
Á Húsavík er verið að leika Fið-
larann á þakinu. Leikhúsgestum
er birtur heimur fallegra söngva
og dansa svo og harmur bágra
lífskjara Tevyes mjólkurpósts,
Goldu konu hans og fimm dætra
þeirra. Veröld þeirra er samfélag
Gyðinga í rússnesku þorpi árið
1905. Þá sem löngum fyrr og síðar
var erfitt að vera Gyðingur i ver-
öldinni. Umkomuleysi þeirra í
hinu rússneska þorpi svo og fá-
tækt þeirra, var sorg þeirra. 1 lok
leiksins eru Gyðingarnir flæmdir
i burt úr þorpi sínu. Höfundur
sagnanna um Tevye, mjólkurpóst
mun hafa þekkt þennan heim.
Rússneskur Gyðingur að nafni
Marc Chagall stundaði málaralist
í París. í leikskrá segir á þá leið,
að hann hafi á síðari árum starfs-
æfi sinnar fléttað æskuminningar
frá fæðingarþorpi sínu inn í mál-
verk sín. I ævintýri æskuminn-
inganna birtist fiðla á þaki í mál-
verkunum. I þá tvo brunna: sög-
umar um Tevye og málverkin
með fiðluna er sótt efnið í söng-
Ieikinn, Fiðlarann á þakinu.
Nema hvað, að í þeim harmræna
heimi, er ástin salt jarðar og til
sögur, söngvar og dansar. Til að
sýna þetta allt stefnir Leikfélag
Húsavíkur 40 manns fram á svið-
ið, leikurum, söngvurum, döns-
urum og hljóðfæraleikurum og
gerir með því stóra hluti í litlu
húsi. Húsið er svo lítið, að það eitt
er aðdáunarvert hversu vel hefur
tekizt að koma þar fyrir svo fjöl-
mennri sýningu. Sýningin með
söngvum sínum, hljóðfæraleik og
dönsum er með þeim ágætum, að
ég trúi vart öðru, en að hún verði
nokkurt yndi hverjum þeim, sem
hana sækir.
Sigurður Hallmarsson leikur
aðalhlutverkið, Tevye mjólkur-
póst, og dylst engum, er sér, hve
góður leikur hans er. Sigurður er
kunnur leikari og með Tevye
hefur hann unnið einn leiksigur
sinn af mörgum. Hrefna Jóns-
dóttir leikur Goldu konu Tevyes.
Hún hefur ekki leikið áður og
kemur því skemmtilega á óvart
hve vel hún skilar hlutverki sínu.
Víða blundar í mannssál geta til
listrænnar tjáningar, sem kemur
ekki fram fyrir annara sjónir
nema sérstakir atburðir verði til
þess.
Dætur Tevyes leika: Anna
Ragnarsdóttir og Sigrún Harðar-
dóttir. Leikur þeirra er góður.
Tzeitel í meðferð önnu Ragnars-
dóttur er vel gerð fallega ástfang-
in ung stúlka. Hodel, eina af fjór-
um systrum hennar, leikur Sigrún
Harðardóttir. í leik hennar kemur
fram beiskja þeirrar ungu konu,
er skinjar meint ranglæti í tilver-
unni og á að líkindum að vera
þar.
Einar Njálsson, Kristján Elís
Jónasson og Bjami Sigurjónsson
leika allir biðla dætra Tevyes.
Þeir eru sviðsvanir á Húsavík og
er leikur þeirra áferðargóður.
Sá sem aðeins hefur séð eina
sýningu og hefur ekki fylgst með
æfingum, veit ekki til fulls hver
hefur gert hvað af þeim sem
(Framhald á bls. 3).
4.DAGUR
Askrifendagetraun Dags:
Dregið verður
úr nöfnum áskrifenda þann 1. maí
Þetta eru staðirnir sem sá
heppni getur valið um:
□ Kanaríeyjar
Kanaríeyjar hafa frá alda öðli verið sveipaðar töfraljóma sakir gróð-
ursældar og veðurblíðu og stærst Kanaríeyja er Las Palmas, en þá eyju
sem er stjómarsetur Kanaríeyja, prýðir 3. km. löng baðströnd og er hún
á svipaðri breiddargráðu og Kairó og Havana. Las Palmas prýðir flest
það sem best fer á svona hvíldar og afþreyingarstað og allt er gert til
þess að sem best fari um þá sem gista eyjarnar. Leiksvæði, diskótek,
hótel, baðstrendur, matsölur og hinir ýmsu skemmtistaðir eru allt
fyrsta flokks.
Allir hlutir og öll aðstaða um að gera dvölina sem ánægjulegasta. Til
Kanaríeyja teljast einnig eyjamar Tenerife og Puertorico, sem þarf
ekki að fjölyrða um, svo margfrægar sem þær eru.
□ Costadelsol
Bestu meðmæli sem hægt er að gefa Costa del sol er að ferðin þangað er
árviss viðburður í lífi margra Islendinga og róma þeirmjög alla aðstöðu
bæði á hótelum og baðströnd. Costa del sol er markaður fyrir sölu-
vaming sem er á himsmælikvarða, listmunir þaðan prýða heimili fjöl-
margra Islendinga. Og þess utan er aðstaða fyrir ýmsa afþreyingu sem
er af fjölbreytilegum toga spunnin; sem sagt enginn lætur sér leiðast í
ferð til Costa del sol.
□ Grikkland
Vagga Iýðræðis og fagurra lista, heillandi hetjuljóða og harmleikja. Ef
minnst er á hina frægu ferðamannaparadís Grikklands dettur mönnum
helst í hug gullaldarmenjar eins og t.d. Aþena, Ólympíufjall, Akro-
pólíshæð og Maraþon. En Grikkland á sér líka nútíma sem lýstur er
með suðrænni sól og einkennist af sól og sjóböðum, hótelum sem eru
fræg fyrir þjónustu sína og næturlíf sem er geysilega fjölbreytt. Þar
nægir að nefna diskótek, matsölustaði, leiksvæði, skemmtibátahöfn,
sauna, keilubrautir o.s.frv. Og ef fólk vill slappa af eru hótelherbergin
hin vönduðustu, vel búin húsgögnum með góðri loftkælingu. Sími og
útvarp er í hverri íbúð, og sagt er að þeir sem þangað fara til að eyða
orlofinu fái „kokkteil" af fortíð og nútíð, sem hvergi er göfugri.
□ Costa brava
Þeir íslendingar sem farið hafa til Costa brava hafa nefnt staðinn
„Homstrendur Spánar" ekki vegna þess að þar sé eitthvert Hombjarg
heldur vegna þess að landslag er þar svo margbreytilegt, því þar skipt-
ast á sæbrött fjöll jafnvel strandberg og skjólsælar víkur og vogar, sem
eru úrvals sjó og sólbaðsstaðir. Costa brava er táknræn fyrir unað
baðstrandalífsins sem þar er í hámarki sem á svipuðum ferðamanna-
stöðum. Eitt af því sem laðar ferðamenn að Costa brava eru skelfisk-
réttir heimamanna og allir veitingastaðir bjóða upp á „langosta a la
catalana“ en það er humar að katalónskum sið. Á Costa brava eða
skammt þaðan eru ýmsar stærstu borgir á Spáni, þar á meðal Barce-
lona, en þar er m.a. stærsti nautaatsleikvangur Spánar og þar leika listir
hvem sunnudag frægustu nautabanar landsins. Náttúrufegurð staðar-
ins er mjög rómuð og baðstrendur og þar er skemmtanalíf fyrir alla
fjölskylduna.
□ Mallorca
Eyjan Mallorca er stærst Baleareyja um 3.640 km2 að stærð, en Baler-
eyjar er eyjaklasi undan austurströnd Spánar, aðeins sunnar en borgin
Valencia. Vegna staðsetningar sinnar er veðursæld mikil á Mallorca en
það er sá segull sem dregur til sín ferðamenn hvaðanæfa að og oft frá
norðlægum löndum. Á eyjunni er mikil náttúrufegurð og úrvals bað-
strendur og þar liggur landinn sólar sig og slappar af og ef tími er
afgangs frá sól og sjóböðunum geta menn gengið um bæinn, verslað,
farið í hinn fræga Safari dýragarð eða á einhvem skemmtistaðinn, sem
úir og grúir af, eða einfaldlega í skógarferð því skógar eru talsverðir á
Mallorca. Meðal varnings sem einkennir Mallorca má nefna litríka
leirmuni handgerða, knipplinga og blúndur, útskurð í ólífuvið, leður
og skinnvaming og margt margt fleira.
Bikarkeppni KRA hafin:
Markvörðurinn maga-
lenti í forarpolli
Nú er hafin bikarkeppni
knattspymuráðs Akureyrar,
og að þessu sinni er keppt um
veglegan bikar sem gefin er af
Kjörbúð Bjarna. Bikar þessi
vinnst til eignar sé hann unn-
inn þrisvar í röð eða fimm
sinnum alls. Þrjú lið taka þátt í
þessari keppni og eru það ann-
arrar deildar lið Þórs og
Magna frá Grenivík og fyrstu
deildar lið KA.
Á sumardaginn fyrsta var fyrsti
leikur mótsins og þá mættust KA
og Magni. Leikurinn fór fram á
Sanavellinum sem var mjög
gljúpur og forugur, og nánast
ókeppnishæfur. KA byrjaði af
7 ára drengir
1. Vilhelm Þorsteinsson
2. Sverrir Ragnarsson
3. Sævar Guðmundsson
7 ára stúlkur
1. María Magnúsdóttir
2. Rakel Reynisdóttir
8 ára drengir
1. Jón Ámason
2. Jón Harðarson
3. Ámi Þ. Ámason
8 ára stúlkur
1. Þorgerður Magnúsdóttir
2. Sólveig Gísladóttir
3. Björg Erlingsdóttir
KA vann
Magna
en Þór tapaði
fullum krafti og náði fljótt yfir-
burðastöðu en KA menn voru
iðnir við að skora í fyrri hálfleik,
þrátt fyrir stóran forarpoll fram-
an við markið. Eftir að mark-
vörður Magna hafði hent sér
tvisvar eða þrisvar í pollinn var
ekki þurr þráður í fötum hans og
kalsaveður þannig að hann var
ekki öfundsverður af hlutverki
sínu.
í hálfleik var staðan 6 mörk
gegn engu fyrir KA, en í þeim
síðari stóðu Magna menn sig eins
11 ára stúlkur
1. Guðrún Magnúsdóttir
2. Guðrún Kristjánsdóttir
3. Anna Kristjánsdóttir
12 ára drengir
1-2. Tryggvi Haraldsson
1-2. Jón Bjömsson
3. Helgi Bergs
12 ára stúlkur
1. Berghildur Þóroddsdóttir
2. Signe Viðarsdóttir
3. Anna María Malmqist
og hetjur og Ömar gerði fallegt
mark fyrir þá eftir góða fyrirgjöf
utan af kanti. KA bætti einu
marki við og urðu því lokatölur 7
mörk gegn 1. Mörk KA gerðu
Gunnar Blöndal og Óskar þrjú
hver og Elmar gerði eitt og jafn-
framt sitt fyrsta mark fyrir KA.
Á laugardaginn léku síðan Þór
og Magni, og var það jafn leikur.
Þorsteinn Þorsteinsson kom
Magna yfir með laglegu marki og
þannig var staðan í hálfleik. I
þeim síðari bætti Jón Illugason
öðru marki við fyrir Magna Og
þannig urðu lokatölur leiksins,
tvö mörk gegn engu. Á síðustu
mínútum fengu Þórsarar gullið
tækifæri að minnka muninn er
þeir fengu dæmda vítaspyrnu.
Nói Björnsson skaut hins vegar
beint á markvörðinn þannig að í
netið komst boltinn ekki.
Þrátt fyrir að Þórsurum gengi
erfiðlega að koma boltanum í
netið áttu þeir nokkur góð tæki-
færi, sem þó nýttust ekki til
marks. Hringur Hreinsson gerði
mikinn usla í vörn Þórs og komst
nokkrum sinnum í gott færi en
náði ekki að skora. Þetta eru
fyrstu alvöruleikir Magna eftir að
þeir komust í aðra deildina og
verður að segja að þeir hafi staðið
sig með prýði.
Þröstur
Guðjónsson
hjá Feyenord
Fyrir skömmu fór Þröstur
Guðjónsson íþróttakennari til
Hollands, til að kynna sér
þjálfun hjá hinu heimsþekkta
knattspyrnufélagi Feyenord.
Þröstur hefur undanfarin ár
annast þjálfun yngri flokka Þórs,
og unnið á því sviði mjög mikið
starf. Þá hefur hann um árabil
leikið körfubolta með úrvalsliði
Þórs og verið fyrirliði þess liðs.
Þröstur hefur einnig þjálfað aðrar
greinar íþrótta svo sem séð um
þrekæfingar skíðamanna, og
þjálfað hjá frjálsíþróttafólki. Er
ánægjulegt til þess að vita að
þjálfarar eigi þess kost að fara
utan og auka þekkingu sína, en
Þröstur er þriðji þjálfarinn sem
fer erlendis héðan frá Akureyri á
þessu ári.
Aka til Akureyrar á æfingar
Leikmenn Magna frá Grenivík leggja mikið á sig til að æfa
íþrótt sína. Þeir hafa undanfarnar vikur æft fjórum sinnum
í viku hér á Akureyri, og þurfa því að aka í hvert sinn til
Akureyrar, en sú vegalengd fram og til baka er tæpir 100
kílómetrar. Að sögn Magnúsar Jónatanssonar, þjálfara
Magna, mæta 15-18 á hverja æfingu og er liðið að mestu
skipað Grenvíkingum, en aðeins tveir búa hér á Akureyri.
Fyrsti leikur Magna í annarri deild er gegn Austra hér
heima þann 12. maí.
Þrír Akureyringar í landslið
Nú fyrir skömmu var valið í landslið karla í lyftingum. Þar í
hópi eru þrír Akureyringar þeir Freyr Aðalsteinsson, Kári
Elisson og Kristján Falsson. Þeir munu keppa á Norður-
landameistaramótinu sem fram fer í Danmörku um helg-
ina.
Úrslit í páskamóti í stór-
svigl barna
9 ára drengir
1. Jón Halldórsson
2. Jón H. Ingvason
3. Jón M. Ragnarsson
9 ára stúlkur
1. Kristín Hilmarsdóttir
2. Þóra Víkingsdóttir
3. Kristín Jóhannsdóttir
10 ára drengir
1. Hilmir Valsson
2. Guðmundur Pálmason
3. Vignir Bjartsson
10 ára stúlkur
1. Gréta Bjömsdóttir
2-3. Erla Bjömsdóttir
2-3. Ama Ivarsdóttir
11 ára drengir
1. Guðmundur Sigurjónsson
2. Smári Kristinsson
3. Ólafur Frímannsson
Happdrætti KA
Þann 28. mars var dregið hjá Bæjarfógeta í KA happdrætt-
inu. Vinningshafar geta vitjað vinninganna til form. KA
Haraldar Sigurðssonar.
Mmiði no.
1. Rómarferð 3275
2. Kvikmyndavél 76
3. Mínútugrill 258
4. Veiðistöng 52
5. Miði á knattspyrnuleiki KA 2908
6. — — — — 2085
7. Miði á allar frjálsíþr. keppnir. 2860
8. — — — — — — 960
9. — — — — — — 2938
10. — — — — — — 1128
(Birt án ábyrgðar.)
DAGUR.5