Dagur - 04.10.1979, Page 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Tryggvabraut 12. Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON
Blaöamaóur: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf
Harðindin og
Bjargráðasjóður
Nú er liðið eitt kaldasta sumar sem
yfir land okkar hefur gengið. Áhrifin af
því eru að koma í Ijós. Fallþungi dilk-
anna, mun víða vera um 20% minni en
í meðalári. Það þýðir að bændur
missa á þessum eina lið um eða yfir
40% af árslaunum sínum. Vanhöld á
búfé hafa orðið mikil. Kartöfluupp-
skeran hefur alveg brugðist, þar er
um að ræða tug milljónatjón fyrir ýmis
býli. Grasspretta á túnum hér norð-
anlands var víðast 20-30% minni en í
meðalári — það spratt seint og víðast
var ekki hægt að slá fyrr en í ágúst-
mánuði. Síðan sláttur hófst hefur tíð
verið með eindæmum vætusöm hér
norðanlands, þó mest á Norðaustur-
landi austanverðu með þeim afleið-
ingum að í byrjun október eru margir
bændur sem lítil eða engin hey hafa
fengið í hlöður. Við þetta bætist að
fóðurkostnaður var geysimikill á síð-
asta vori hjá bændum um allt land
enda mun vorið hafa verið það harð-
asta sem sögur fara af.
Það var því með meiriháttar afrek-
um að bændastéttin skyldi komast
fram úr þeim harðindum án meiri-
háttar áfalla. Þar sem áföllin hafa
orðið mest standa bændur nú uppi
tekjulitlir — jafnvel tekjulausir —
með lélegt og lítið fóður og vetur að
ganga í garð.
Fyrirsjáanlegt er að um verulegan
niðurskurð verður að ræða og við
þetta bætist að engin trygging er fyrir
því að bændur fái fullt grundvallar-
verð fyrir afurðir sínar í haust eða frá
síðasta ári, vegna vöntunar á útflutn-
ingsbótum.
Samkvæmt lögum Bjargráðasjóðs
er það hlutverk hans m.a. að tryggja
bændur fyrir áföllum af völdum nátt-
úruhamfara. Er þetta nánar skilgreint
í níundu grein laganna og fer þar
ekkert á milli mála að átt er við tjón af
því tagi sem hér um ræðir. Enda
greiða bændur iðgjöld til sjóðsins —
tiltekna prósentutölu af framleiðsl-
unni. Nú liggur fyrir að Bjargráða-
sjóður hefur ekki fjármagn til þess að
aðstoða bændur á þann hátt sem
lögin mæla fyrir um og gert hefur ver-
ið þegar meiriháttar áföll hafa átt sér
stað — t.d. þegar óþurrkarnir urðu á
Suðurlandi og uppskerubrestur varð
á kartöflum í Djúpahreppi fyrir nokkr-
um árum. Þá var útvegað fjármagn
sem til þurfti af stjórnvöldum. Einn
þriðji af aðstoðinni sem bændur
fengu þá var styrkur, en 2/3 hlutar —
vaxtalaust lán til 5 ára.
Þegar Vestmannaeyjagosið varð
1974 og snjóflóðið féll í Neskaups-
stað 1975 varð þjóðin í heild skattlögð
til að bæta tjónin eins og sjálfsagt var.
Hvað verður gert nú? Hér er um að
ræða meiriháttar náttúruhamfarir,
sem á að bæta á svipaðan hátt. Vegna
harðindanna á síðasta vori var bænd-
um gefinn kostur á lánum úr Bjarg-
ráðasjóðí, vaxtalausum en með fullrl
verðtryggingu. Bændur kalla slíkt
ekki bjargráð, heldur launráð og telja
að sjóðurinn standi ekki undlr nafni ef
aðstoðin nú verður ekki með svipuð-
um hætti og verið hefur hingað til.
Nemendur
kennarar,
góðir gestir.
Hundraðasta starfsár Mennta-
skólans á Akureyri er að hefjast. I
dag, fyrsta október, eru liðin rétt
99 ár síðan Stefán sýslumaður
Thorarensen setti skólann á
Möðruvöllum, þar sem þá voru
35 lærisveinar. Skólastjórn var í
höndum Jóns A. Hjaltalíns
skólameistara, sem þá var ný-
kominn frá Edínaborg, en hann
hafði dvalist erlendis hálfan ann-
an áratug við kennslu og fræði-
störf en lengst af verið bókavörð-
ur í Skotlandi. Hart var í ári á
íslandi þegar Möðruvallaskólinn
tók til starfa og næstu ár var hafís
og grasleysi og sum árin fór klaki
ekki úr jörðu allt sumarið. í þess-
um þrengingum hlaut hinn nýi
norðlenski skóli eldskím sína og
hann óx og efldist fyrir trú manna
og eljusemi. og þá þörf sem fyrir
hendi var á aukinni menntun.
Alla tíð síðan hefur skólinn notið
virðingar og trausts, enda hefur
hann haft á að skipa dugandi
mönnum og hæfileikafólki. Þegar
ég lít um öxl á þessum tímamót-
um finn ég á herðum okkar hvíla
þunga byrði vegna fordæmis fyr-
irrennara okkar, nemenda skól-
ans og kennara hans. Það yrði
langur lestur ef minnast ætti alls
þessa fólks nú.
Ég vil aðeins leyfa mér að
nefna nöfn fyrirrennara minna,
hins kyrrláta og hógværa val-
mennis Jón A. Hjaltalíns, glæsi-
mennisins, lærdómsmannsins og
stórhugans Stefáns skólameistara
Stefánsson, hugsuðarins og upp-
alandans Sigurðar Guðmunds-
sonar skólameistara, sem lengst
allra þjónaði þessum skóla, ljúf-
lingsins og gáfumannsins með
barnssálina, meistara míns Þór-
arins skólameistara Bjömssonar
og síðast forvera míns í starfi,
karlmennisins og fræðimannsins
Steindórs Steindórssonar frá
Hlöðum, sem tók við stjóm þessa
skóla á erfiðum tímum þegar öllu
gömlu skyldi kastað á glæ og
taumleysi hins agalausa frelsis
átti að taka við. Sú hræring átti
sér að vísu sínar orsakir eins og
allir hlutir og af þeim umbrotum
má draga margan lærdóm, en
ekki höfðu þar allir erindi sem
erfiði. Enn hefur nýr tími raunar
ekki gengið í garð. Okkar, sem
hér störfum nú, bíður það hlut-
verk að finna áttir að nýju, brjóta
nýjar brautir að hollri menntun
og sannri. Með þessari þjóð býr
nú meiri glæsileiki en nokkru
sinni áður, en dýrð heimsins og
hið ytra prjál, skart og glaumur
mega þó ekki verða eina vega-
nesti okkar og viðmiðun. Allt
hefur að vísu sinn tíma, en
keppikefli okkar og takmark
verður þó að vera æðra en
glaumur og ytra prjál, sókn okkar
skal ekki vera eftir vindi, og hé-
góminn má ekki blinda augu
okkar. Minnug skulum við vera
þess að allt starf, sem vel er unnið,
er gott. Enginn munur er á holl-
um störfum manna annar en sá,
hvernig starfið er unnið. Eftir
þessu skulum við keppa í
Menntaskólanum á Akureyri: að
vinna holl störf okkar vel. Hollt
starf er það starf sem veitir full-
nægingu fleirum en sjálfum okk-
ur og þessi störf skulum við vinna
í birtunni af þeirri fullvissu að
meira virði sé að sigrast á sjálfum
sér en öðrum. Jafnræði skal ríkja
meðal fólks og sannleikurinn skal
gera okkur frjáls. Hugsun, þekk-
ing og starf á að vera leiðarljós
þeirra sem hingað sækja og hinna
sem hér starfa. Þetta eru mér al-
vöruorð á hátíðarstund en alvar-
Hundraðasta
starfsár
.A. er hafið
an er hin mesta gleðin, sem
nokkrum getur hlotnast.
Gott er að geta minnst liðinna
daga og draga lærdóm af. Þegar
við, nemendur og kennarar, hefj-
um starf okkar nú á þessum degi,
skulum við minnast þess sem lið-
ið er, draga lærdóm þar af og
styrkja hug okkar til meiri átaka
og betra starfs.
í vor verður haldið hátíðlegt
100 ára afmæli skólans. Þá er
ætlunin að út komi saga norð-
lenska skólans í þremur bindum.
Ritstjóri þess verks er Gísli Jóns-
son yfirkennari en auk hans skrifa
söguna Steindór Steindórsson frá
Hlöðum, Þórhallur Bragason
safnvörður, sem sér um stúdenta-
tal, og gangfræðinga, ásamt
kennaratali, og auk þeirra mun-
um við Tómas Ingi Olrich kon-
rektor leggja málinu lið. í fyrsta
bindi verður saga skólans til 1930,
í öðru bindi verður saga skólans
til 1980 en í þriðja bindi verða töl
og ættvísi. Verkið allt verður um
1200 síður, þar af um 300
myndasíður. Þegar líður á vetur
verður safnað áskrifendum að
sögunni, sem ráðgert er að kosti
um 40 þúsund krónur. Formáls-
orð að sögu norðlenska skólans
ritar gamall nemandi skólans,
kennari hans og prófdómari, dr.
Kristján Eldjárn forseti íslands.
Búast má við að margt gesta
komi að afmælishátíðinni og
skólaslitum á vori komanda.
Vona ég að hátíðin verði ekki að-
eins minningarhátíð heldur
marki hún einnig upphaf nýrrar
sóknar í skóla- og menntamálum
Norðlendinga.
í vetur eru skráðir 580 nem-
endur í skólann, þar af 80 í öld-
ungadeild, sem nú hefur fimmta
starfsár sitt undir stjórn Magnús-
ar Kristinssonar kennslustjóra.
Þótt nokkru færri nemendur sitji
nú í öldungadeild, en áætlað var í
upphafi, hefur hún ótvírætt
sannað tilverurétt sinn, og með
aukinni fullorðinsfræðslu og
auknum skilningi á símenntun
fólks trúi ég að öldungadeild
Menntaskólans á Akureyri eigi
eftir að vaxa að mun, þótt enn sé
hún að vísu aðeins, eins og meðal
fjölbrautarskóli úti á landi.
Nýnemar í skólanum eru taldir
202, 141 í þriðja bekk, 21 í fjórða,
3 í fimmta bekk, og 30 í öldunga-
deild.
f efsta bekk skólans sitja nú 120
nemendur og eiga að vori að
brautsk-rást frá skólanum á
hundrað ára afmæli hans 34
nemendur sitja í máladeild, 21 í
fílagsfræðideild, 42 náttúru-
fræðideild, 11 í eðlisfræðideild,
11 í viðskiptadeild, og einn nem-
andi stundar nám á síðasta ári á
tónlistarkjörsviði. Til ykkar,
efstubekkingar, er litið sem fyrir-
myndar. Margt í starfi skólans
ræðst af viðhorfum ykkar. Vona
ég að þið setjið góðan svip á
skólann síðasta ár ykkar, svo að
ykkar verði minnst með virðingu.
Ég býð ykkur velkomin til starfa,
sjöttubekkingar. Sérstaklega vil
ég bjóða velkomna nemendur í
viðskiptadeild, 11 nemendur sem
stundað hafa nám sitt hingað til
við Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Þið eruð að vísu sem eins konar
fósturbörn eða tökubörn hér í
skóla. Ekki skal þó farið með
ykkur eins og neina niðursetn-
inga. Allir eru nemendur skólans
fósturbörn hans og tökubörn og
ég vona að þið fáið notið ykkar
hér á nýjum stað og reynt verður
að veita ykkur gott fóstur og hollt
vegamesti til frekara náms.
f fimmta bekk eru skráðir 109
nemendur, og er þetta fámennasti
bekkur skólans. í þennan bekk
hafa frá upphafi sest 164 nem-
endur. 55 hafa helst úr lestinni á
tveimur árum, eða þriðjungur.
Þetta er mikið mannfall og vissu-
lega tilfinnanlegt. Þó ber þess að
gæta að allmargt nemenda kemur
hingað óráðið og leggur lítið af
mörkum sjálft við nám sitt. Skól-
inn vill koma öllum nemendum
sínum til þroska en árangur af
Menntaskólinn á Akureyri.
námi nemenda er að mestu kom-
inn undir áhuga þeirra og elju-
semi. Um þetta gildir hin gamla
saga: Leitt get ég hest minn að
vatninu en ekki látið hann
drekka. Það gerir hann þegar
hann þyrstir.
f fjórða bekk er skráður 131
nemandi. f þeim hópi eru 107
nemendur sem sátu í þriðja bekk
síðast liðinn vetur. 67 nemendur
af þeim 174, sem í fyrrahaust
hófu nám í þriðja bekk, hafa
horfið úr þessum hópi, 10 hættu
námi og 57 stóðust ekki próf og er
það rétt um þriðjungur þeirra
sem hófu nám. En alls heltust úr
lestinni 38,51% nemenda í þriðja
bekk síðast liðinn vetur.
f þriðja bekk er nú skráður 141
Úr setningar-
ræðu Tryggva
Gíslasonar,
skólameistara
Menntaskól-
ansá
Akureyri
nemandi og er það þrjátíu og
þremur færra en í fyrrahaust en
þá voru nemendur í þriðja bekk
fleiri en nokkru sinni. Engu að
síður eru nemendur færri jí þriðja
bekk en gert var ráð fyrir pg gera
mátti ráð fyrir. Skýringin er að
vísu að hluta til fólgin í /þ'ví, að
öllum umsækjendum, seni höfðu
einkunina D í einni grein eða
fleirum, var nú neitað um skóla-
vist, eins og í fyrra, Önnur skýring
á því að hingað sækja færri nem-
endur en áður, er fólgirid því'áð
fæðingarárgangar eftir 1962 fara
minnkandi. í þriðja lagi hefur
það áhrif að nýir skólaii eru
stofnaðir, á ísafirði, Egilsstöðum
og nú síðast á Sauðárkróki, auk
þess sem framhaldsdeildum
grunnskóla fjölgar. með ári
hverju.
Á margan hátt er það til bóta
að fjölga skólum og stofna til
kennslu á framhaldsskólastigi.
Vegur þar þyngst að ungt fólk
getur lengur dvalist í heimahús-
um og hlotið styrk af heimili sínu.
Auk þess sparar það fé að geta
búið heima og munar það orðið
miklu þegar leggja þarf út um
hálfa milljón króna fyrir hvern
nemanda sem að heiman fer um-
fram það sem væri, þegar dvalist
er á heimili sínu. Að vísu gleymist
þá að taka með í reikninginn að
það kostar líka að halda heimili,
og sé sá kostnaður tekinn með,
þegar upp er gert verður munur-
inn auðvitað minni. Og vel mætti
fólk, bæði foreldrar og börn, hafa
þetta í huga þegar um fæðissölu
og mötuneytisrekstur er rætt. Vil
ég þá rifja upp, og minna á, að
fullt fæði pilta í mötuneyti
Menntaskólans á Akureyri kost-
aði síðast liðinn vetur 51 þúsund
krónur á mánuði tæpar og 45
þúsund fyrir stúlkur og varð fæð-
ið hvergi ódýrara í sambærilegu
mötuneyti. Á hinn nýi bryti skól-
ans, Sigmundur Rafn Einarsson,
miklar þakkir skilið fyrir hagsýni
og dugnað. Vona ég að nemendur
kunni áfram að meta starf hans
og taki sjálfir þátt í rekstri mötu-
neytis síns, því að mötuneyti
skólans er sjálfseignarstofnun,
sem selur fæði á kostnaðarverði.
Mötuneytið er með öðrum orðum
eign mötuneytisfélaga og rekstur
þess er meðal annars undir því
kominn að mötuneytisfélagar
sýni sjálfir hagsýni og sparsemi,
gangi vel um mat sinn og eignir
og ræki skyldur sínar að öðru
leyti. Mörgum er nú að verða það
ljóst að efla þarf einstaklings-
ábyrgð með fólki, okkur sem lif-
um í þessu stóra tryggingarfélagi
sem samfélag okkar er. Að vísu
má enn margt betur fara, en
meira hefur verið talað um rétt-
indi okkar undanfarin ár og ára-
tugi, en skyldur okkar. Nú er líka
svo komið að enginn þykist hafa
skyldur við annan, jafnvel ekki
böm sín og alls ekki samfélagið
og það er því von að maðurinn
spyrði:
„Samfélagið, hvaða skepna er
það?“
Að okkar tali á Menntaskólinn
á Akureyri rætur að rekja til elstu
skólastofnunar á landinu, hins
forna Hólaskóla, sem stofnaður
var um 1106. Þessi kenning eða
trú okkar er ekki aðeins steigur-
læti, og því síður gamanmál,
heldur viljum við, geta litið með
virðingu til glæstrar fortíðar, svo
að unnt megi vera að takast á við
nýjan og síbreytilegan vanda.
Mikil breyting hefur orðið á
skólahaldi á Norðurlandi síðan á
12tu öld. Hólaskóli var stofnaður
af brýnni þörf og hann gegndi
mikilsverðu hlutverki sínu, sem
lærður skóli og prestaskóli, nær
sex aldir. Enn hefur mikil breyt-
ing orðið á, þá öld tæpa sem liðin
er síðan Möðruvallaskóli tók til
starfa. Upphaflega var ætlunin að
stofna á Möðruvöllum bænda-
skóla. Ýmsir góðir menn, þar á
meðal séra Arnljótur Ólafsson á
Bægisá og Grímur Thomsen
skáld á Bessastöðum, vildu að á
Möðruvöllum risi lærður skóli
eða stúdentaskóli með sama sniði
og Reykjavíkurskóli. Endirinn
varð í það skiptið sá, að á
Möðruvöllum reis tveggja ára
skóli gagnlegra fræða, gagn-
fræðaskóli. Leikur engin vafi á að
Gagnfræðaskólinn á Möðruvöll-
um og Ganfræðaskólinn á Akur-
eyri gegndu vel menntunarhlut-
verki sínu. Og enn hefur margt
breyst síðan ný lög um Mennta-
skólann á Akureyri voru sam-
þykkt fyrir tæpri hálfri öld. Þá
voru til að mynda 111 nemendur í
menntadeild skólans og braut-
skráðir stúdentar voru 15. Leið
þessara nemenda lá til náms í
embættismannadeildum Háskóla
íslands. Þar voru þá 155 nem-
endur við nám og fastir kennarar
11 talsins. Nú eru í Háskóla ís-
lands liðlega þrjú þúsund nem-
endur. Fastir kennarar eru nær
300, eða nær helmingi fleiri en
allir nemendur Háskólans fyrir 50
árum. Deildir eru fleiri, og náms-
brautir og skorir fjölmargar.
Menntun hefur aukist og kröfur
hafa vaxið. Það er því ekki furða
þótt breytingar hafi orðið á
framhaldsskólunum. Og enn er
breytinga að vænta. Vonir standa
til að frumvarp til laga um fram-
haldsskóla, sem nú hefur þrívegis
verið lagt fyrir alþingi, verði að
lögum á næsta þingi. Mikla
nauðsyn ber til, að meiri festa fá-
ist í skipan framhaldsskólanna í
landinu. Þótt mikið starf hafi
þegar verið unnið er enn mikið
ógert. Hlutur Menntaskólans á
Akureyri verður mikill í þessu
starfi. Skólinn verður miðstöð
framhaldsmenntunar á Norður-
landi og undir hið nýja mennt-
unarhlutverk sitt verður hann að
búa sig. Góður skóli á að gefa
öllum nemendum sínum tækifæri
til menntunar, hann á að koma
öllum þegnum sínum til nokkurs
þroska, eins og hinir fyrri menn
orðuðu þetta. Nám í skólanum
verður á næstu árum fjölþættara
og fjölbreyttara. Tekin verður
upp kennsla í fleiri greinum og
reynt verður að nýta allt það sem
að gagni má koma í hverri grein.
Ytra svipmót skólans á því hugs-
anlega eftir að breytast. Hitt vil ég
taka fram til að fyrirbyggja mis-
skilning, að þótt þessi breyting
verði á Menntaskólanum á Ak-
ureyri jafngildir það ekki því, að
minni kröfur verði gerðar til
nemenda og léttara verði að
stunda hér nám. Slík tilslökun
yrði heldur ekki nemendum til
góðs. Þeim yrði fengið veganesti
sem að lokum yrði engin mennt-
un, þótt seldist sem menntun.
Fyrir mitt leyti held ég að
breyta þurfi framhaldsskólunum
frá því sem verið hefur. Auka
verður jöfnuð með nemendum
eftir því sem frekast er kostur,
meðal annars til að vinna gegn
félagslegu misrétti í samfélaginu.
Gefa verður nemendum kost á
námi við hæfi og taka tillit til
þarfa samfélagsins fyrir menntun
og kunnátttu og starfsþjálfun,
þótt skólinn eigi ekki að lúta
sömu lögmálum og atvinnuveg-
irnir. Námsval á að aukast, en
varast verður eins og heitan eld-
inn er gera skólann svo marg-
slungið völundarhús að þar rati
enginn um nema nokkrir náms-
ráðgjafar, sviðsstjórar og senu-
menn. Og framar öllu má skólinn
ekki verða til að sýnast. Skipulag
verður að vera og það verður að
vera einfalt, og skynsamlegur agi
verður að vera í námi, og með
kennslu skal veitt aðhald því það
er trú mín, að agi og aðhald þurfi
að vera, enda þótt slíkt megi
heldur ekki ganga of langt, og er
þá enginn að tala um neins konar
yfirgang og því síður ofbeldi.
í sumar hafa starfað tvær
nefndir, sem menntamálaráð-
herra skipaði, til að vinna að
skólaskipan á Norðurlandi og til
að gera samræmda námsskrá fyr-
ir nám á framhaldsstigi á Norð-
urlandi. Um það verður einnig
leitað samstarfs við skóla fyrir
sunnan og austan. Ætlunin er að
báðar nefndir hafi lokið störfum
sínum fyrir áramót og unnt verði
að hefja starf í skólum á Norður-
landi eftir hinni nýju skipan á
næsta hausti.
í Menntaskólanum á Akureyri
er einnig starfandi námsskipun-
arnefnd — eða áfanganefnd eins
og hún hefur verið kölluð. Verk-
efni nefndarinnar er að kanna
með hvaða hætti skólinn geti
þjónað sem best hlutverki sínu
sem miðstöð framhaldsmenntun-
ar á Norðurlandi. Meðal annars
verður tekin afstaða til þess hvort
taka skuli upp við skólann ein-
inga og áfangakerfi og fjölga hér
námsbrautum. Mikið starf bíður
því og hugsanlegt er, að á þessum
vetri verði mörkuð ný stefna í
málefnum og reksti skólans. En
allt tal um að Menntskólinn á
Akureyri verði lagður niður, er úr
lausu lofti gripið, og að því mun
ég ekki standa. En skólinn skal
semja sig að breyttum aðstæðum
og hann á að þjóna hlutverki sínu
og koma öllum nemendum til
nokkurs þroska. Að öðrum kosti
verður hann að safngrip. Hver og
einn verður að þekkja sinn
vitjunartima og nú er stundin
runnin upp og mikið starf bíður.
Miklar endurbætur standa nú
yfir í eldhúsi skólans og mötu-
neyti og verður þeim ekki lokið
fyrr en nokkuð er liðið á þennan
mánuð. Þótt enn sé margt ógert,
þegar þessari viðgerð er lokið
hefur mikið áunnist og lagfær-
ingar í eldhúsi eru mjög til bóta.
í lóð skólans hefur verið plant-
að allmiklu af trjám og verður því
verki haldið áfram á næsta ári.
Umhverfi skólans er hið fegursta
og hefur lengi verið til þess tekið
hversu fagurt hefur hér verið og
snyrtilegt. Heiti ég á alla að ganga
vel um lóð og hús skólans.
Nokkrar lagfærivír hafa verið
gerðar í kennarastofu og lokið
hefur verið að ganga frá nýjum
kjallaragluggum í gamla skóla
ásamt smálegum lagfæringum.
Sífellt reynist erfiðara að vinna
að viðgerðum sem nauðsynlegar
mega teljast. Hús skólans og
munir eru nú metin á um það bil
eitt þúsund milljónir eða einn
milljarð króna. Á þessu ári fást 14
milljónir i viðhald úr ríkissjóði.
Er það um fjórðungur þess sem
þyrfti til að sæmilegt mætti kall-
ast. Ekki þykir mér skynsamlega
að fara með fé það sem fæst til
skólahúsnæðis þessi ár. Fyrir um
það vil 10 árum var hafist handa
við smíði Menntaskólans Þá var
Menntaskólinn við Hamrahlíð
hálfkaraður og húsnæðismál
Menntaskólans í Reykjavík í
miklum ólestri. Nú er verið að
hefjast handa um smíði skólahúss
fyrir Menntaskólann á ísafirði.
Eiga í því húsi að rúmast 300
nemendur eða helmingi fleiri en
þeir hafa nokkurn tíma orðið. Á
Egilsstöðum er verið að reisa
skólahús, og heimavistarhús er
fullgert að hluta. Þar verða í vetur
um 100 nemendur og gætu orðið
liðlega 200 þegar skólinn er full-
búinn. En áður en skólinn á Eg-
ilsstöðum er fullbúinn og á með-
an verið er að reisa húsið á Isa-
firði og um leið og verið er að
vinna að húsnæðismálum
menntaskólanna á Reykjavíkur-
svæðinu, sem margir búa við
þröngan kost, er ráðist í að stofna
Fjölbrautarskóla á Sauðárkróki
með 90 nemendum. Þar er nú
senn lokið verknámshúsi, sem
kosta mun fullbúið um 300
milljónir. Nemendur við hinn
nýja fjölbrautarskóla geta ekki
orðið fleiri en 220, ef öll kurl
koma til grafar. Það getur ekki
þótt stór skóli og naumast getur
hann boðið nám nema á fáum
námsbrautum. Skynsamlegra
hefði mér þótt að ljúka því sem
byrjað hafði verið á og búa þær
skólastofnanir nauðsynlegum
búnaði áður en hafist var handa
um að byggja frá grunni nýja
skóla. Fái Þingeyingar næsta
menntamálaráðherra má búast
við að fjölbrautarskóli rísi á
Húsavík, enda veit ég þá ekki
hvers Þingeyingar eiga að gjalda.
En ekki þýðir að sakast um
orðinn hlut, og vörn þeirra
manna sem „eskapistar" hafa
verið kallaðir er að semja sig að
þeim aðstæðum sem eru, og það
verður þá að vera vöm okkar um
sinn. Hins vegar er það von mín
að innan tíðar verði horfið frá
þessari dreifbýlisstefnu í skóla-
málum. Rétt er að búa mönnum
sem jafnastan kost en einhvers
staðar hljóta skynsamleg mörk þó
að liggja. Framhaldsskólar geta
ekki orðið þeir skólar sem eru
litlir og vanmáttugir heldur verð-
ur við fullgildan skóla að vera
nægilegt fjölmenni til að skapa
fjölbreytni og þann anda sem
nærast má af í lærdómi og hugs-
un.
Kæru nýnemar.
I gamalli bók stendur: „Betri er
fátækur unglingur, sé hann vitur,
heldur en gamall konungur, sé
hann heimskur og þýðist eigi
framar viðvaranir." Ungu fólki
fylgir mikil óvissa og óvissan er
að sönnu heillandi. En ég vona að
þið, unga fólk, þýðist viðvaranir.
„Ég sá alla lifandi menn, þá er
gengu undir sólinni, vera á bandi
unglingsins .. . þess er koma átti i
hins stað." Nýnemar í Mennta-
skólanum á Akureyri koma í stað
hinna sem hverfa á braut. í þeim
sem hverfa á burt er mikil eftirsjá
og stundum hefur mér þótt það
óbærilegt að sjá á eftir mörgu
þessu fólki. En heillandi óvissu
ykkar, sem hingað komið nú, er
bundin mikil von, bæði von ykkar
sjálfra og hinna sem vilja treysta
ykkur. Þess vildi ég óska að þið
brygðust ekki þessari von. Árin
sem nú fara í hönd eru góð ár.
Hér búast ykkur mörg tækifæri.
Ég treysti ykkur til þess að nota
þau til hollra starfa og vinna verk
ykkar vel, nýtið þau tækifæri sem
hér gefast til hollra starfa og
hugsið til þess að gott mannorð er
gulli betra. lllt er þeim er skeyta
hvorki um skömm né heiður.
Varðveitið því heiður ykkar og
mannorð.
Nemendum öllum, kennurum
og starfsfólki óska ég velfarnaðar
á nýju starfsári skólans. Megi ár-
angur verða af starfi okkar hér
sem færi þá umbun sem vel unnið
starf eitt getur veitt. „Og svo sem
hver sáir mun hann uppskera."
Menntaskólinn á Akureyri er
settur í eitt hundraðasta sinn.
*
Tvíburamir Garðar og Gylfi Gíslasynir veróa gamans má geta þess að þeir keppa fyrir sitthvert
meðal keppenda á lyftingarmótinu, en þeir hafa æft Akureyrarfélagið, þ.e.a.s. annar er í KA en hinn í
vel undanfarið og ætla sér mikið á þessu móti. Til Þór.
Stórmót í lyftingum
Á LAUGARDAGINN
verður haldið í íþróttahúsinu
í Glerárhverfi úrtökumót
fyrir Norðurlandamót ung-
linga í lyftingum. Keppt
verður í tvíþraut og verða
keppendur frá Akureyri og
Reykjavík. Búast má við
mjög góðum árangri og ef-
laust verða sett mörg íslands-
og héraðsmet. Lyftingamenn
frá Akureyri hafa æft mjög
vel fyrir þetta mót, og ætla
sér að ná niörgum sætum í
landsliðinu sem keppir á
Norðurlandameistaramót-
inu fyrir unglinga. Mótið
hefst ki. 14.00 eru áhorfend-
ur velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
4.DAGUR
DAGUR.5