Dagur - 23.10.1979, Blaðsíða 2

Dagur - 23.10.1979, Blaðsíða 2
mSmáauqlvsinúar Ignis frystikistur og frystiskáp- ar. Einnig margar stærðir af kæliskápum. Raftækni, Óseyri 6, og Geisla- götu 1, sími 24223. Svefnbekkir, e, svefnsófar til sölu. Hagkvæmt verð. Sendum út á land. Uppl. í Öldugötu 33, Reykjavík sími 91-19407 Sófasett. Til sölu er 1-2-3 setu sófasett. Uppl. íLönguhlíð 3d, eftirkl. 19 á kvöldin. Plastbátur til sölu frá Mótun í Hafnarfirði, með öllum sigl- ingabúnaði, ásamt dýptar- mæli, vökvaspili og línurennu. Lofotlínageturfylgt. Uppl. í símum 22580 eða 23545. Hjónarúm og tvíbreiður svefnbekkur til sölu. Uppl. í síma 23412 frá kl. 5-7 e.h. Vél, gírkassi og fleira úr Opel 1964. Uppl. í síma 22314 eftir kl. 7 á kvöldin. Ég mun eiga eftir ólofað um 50 tonn af góðu heyi í vel uppsett- um heyjum. Varin með striga og neti. Einn viðsemjandi æski- legur. Valtýr Jóhannesson, Ytra-Holti, sími um Dalvík. Húsnæói íbúð óskast til ieigu sem fyrst. Uppl. í símum 21213 og 24335. Ungt par með eitt barn óskar eftir íbúð á leigu sem fyrst. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 23392. Herbergi óskast á leigu, um næstu mánaðarmót. Helst í Lundunum. Uppl. í síma 21338 (Emma Ing- ólfsdóttir). Einstæð móðir með tvær telpur (2ja og 6 ára) óskar eftir 2ja-3ja herbergja íbúð sem fyrst. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 22597 eftir kl. 5 á daginn. Ný tveggja herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Reglu- samt fólk kemur einungis til greina. Tilboð leggist inn á af- greiðslu DAGS fyrir 1. nóv- ember merkt 1980. íbúð til leigu. Til leigu er tveggja herbergja íbúö í blokk. Reglusemi áskilin. Uppl. í síma 25950 eftir kl. 19 á kvöldin. Þriggja herbergja íbúð til leigu. Upplýsingar í síma 25095 eftir kl. 8 á kvöldin. Bifreióir Citroen Ami árgerð 1974 til sölu, ekinn 56 þúsund kíló- metra. Bíllinn er í góðu ástandi. Vetrardekk fylgja. Einn eigandi. Verð 1-1,2 milljónir. Uppl. í símum 24510 og 25338. Mazda 929 árg. 1977 til sölu. Lítið keyrður. Uppl. í síma 33147 eftir kl. 5 á daginn. Landrover dísel árg. 1971 til sölu, 12 sæta. ( mjög góðu standi. Ekin 140.000 km. Með þremur miðstöðvum. Upptekin vél og kassi. Ýmsir varahlutir fylgja svo sem framhásing með drifi, startari og fleira. Uppl. í síma 25688. Mazda 929 stadion árg. 1977 til sölu. Bifreiðin er ekin 22 þús. km. Mjög góður bíll. Uppl. eru veittar í síma 23355 rnilli kl. 20-22. Þiónusta Vantar mússík í veisluna? Borðmúsík, dansmúsík, gömludansarnir og rómantísku melódíurnar frá árunum 1930-1960. Látið fagmenn vinna verkið. Uppl. daglega í síma 25724. Kaup______________ Vil kaupa lítinn vel með farinn ísskáp. Tilboð leggist inn á af- greiðslu Dags merkt F.R.J. fyrir 30 október n.k. wBarnagæslam Vantar stelpur til að passa tveggja ára strák tvo tíma nokkra morgna í viku. Upplýs- ingar í síma 24897. Óska eftir rafmagnskatli með hitatúbu 5-7 kw. Sveinbjörn Jóhannesson, Hauganesi, sími 63116. Óskum eftir að kaupa raf- magnshitadunk fyrir neyslu- vatn 200-300 Itr. Stærð hita- túpu 2,5-5 kw. Vinsamlegast hringið í síma 24013 (Sveinn). Húsnæói Farfuglaheimilið. Herbergi til leigu í styttri og lengri tíma. Verð frá kr. 1.000 á sólarhring. Uppl. í síma 23657. Vill ekki einhver góð kona taka að sér að gæta 6 mán. barns 2-3 daga vikunnar frá kl. 8-16.30. Uppl. í síma 25754 eftir kl. 17. l'-iiar hú notai fMillann f> rir ■ knhakka. liltu pá aO rt> hi ili halfinii i i-kuhakkann1 Til leigu er þriggja til fjögurra herbergja íbúð í blokk. Hús- gögn geta fylgt að einhverju leiti ef óskað er. Leigist til vors. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dags merkt ,,íbúð í vetur”. iSkemmtaniri Eldridansaklúbburinn heldur dansleik í Alþýöuhúsinu laug- ardaginn 27. október. (Fyrsta vetrardag). Miðasala við inn- ganginn. Húsið opnað kl. 21. Miðaverð kr. 3.000. Stjórnin. M ig dreymir i h verri einustu ndtt að ég geti ekki sofið. Ingvar Gíslason alþm.: ALÞINGISBRÉF TIL DAGS 20. okl. Þegar Alþingi var rofið um kvöldmatarleytið sl. þriðjudag 16. okt. eftir að hafa setið 5 daga, lauk stysta reglulegu þingi, sem háð hefur verið frá upphafi að ætla má. Dæmi finnast um skemmri setu svonefndra auka- þinga. T.a.m. stóð aukaþingið 1941, sem fjallaði um hervernd Bandaríkjamanna, aðeins 2 daga. Það vakti athygli að forseti sameinaðs þings vék út af fastri venju og flutti enga skýrslu um þingstörfin. Var honum það vor- kunnarmál, því að ekkert það gerðist á þinginu, sem slík yfir- litsskýrsla gæti tekið til, þingið samþykkti engin lög og gerði engar ályktanir. Annmarkar þingrofs í upp- hafi þings Þingrof í upphafi þings er um margt alvarlegur hlutur frá sjón- armiði löggjafar og lagafram- kvæmdar. Á það ekki síst við um gildi bráðabirgðalaga, sem kunna að hafa verið sett milli þinga. Bráðabirgðalög ber að leggja fyrir „næsta Alþingi" eftir að þau eru gefin út eins og segir í stjórnar- skránni. Bráðabirgðalög sem sett voru sl. sumar voru ekki afgreidd að þessu sinni, og ættu því að vera úr gildi fallin, ef 28. gr. stjórnar- skrár er skilin bókstaflega sem eðlilegast er. . Þá er það ekki síður alvörumál að Alþingi gafst ekki timi til að fjalla um fraumvarp til fjárlaga fyrir árið 1980. Með þingrofi nú er brotin sú metnaðarhefð Al- þingis, ef svo má segja, að af- greiða fjárlög næsta árs fyrir ára- mót. Hér skal ekki eytt löngu rúmi til þess að rökstyðja mikil- vægi þess að fjárlagaafgreiðsla dragist ekki fram eftir fjárlagaár- inu. I því efni má þó vísa til reynslunnar. Fyrr á árum bar oft svo við að Alþingi var að bjástra við fjárlagagerð fram á vor. Það reyndist ekki góður kostur og því verri sem árin hafa liðið. Er það álit færustu manna úr öllum stjórnmálaflokkum að mikilvægt skilyrði fyrir góðri fjármálastjórn og skynsamlegri stefnu í opinber- um framkvæmdum sé að fjárlög séu fullbúin í upphafi hvers árs. Sama gildir einnig um lánsfjár- áætlun ríkisins. Ég held að allir séu sammála um að æskilegt sé að um þessi mál sé fjallað samtímis og að þau liggi fyrir í ársbyrjun hverju sinni. Tengsl f járlaga og fjármála sveitarfélaga Nauðsyn þess að afgreiða fjár- lög fyrir áramót ræðst m.a. af þörfum sveitarfélaganna, þeirri staðreynd að margar fjárfrekustu og umfangsmestu framkvæmdir á vegum hins opinbera er sameig- inlegt verkefni ríkis og sveitarfé- laga. Ég nefni í því sambandi hafnargerð og skólamannavirki. En margt annað kemur þar einnig til greina, s.s. fjárveitingar vegna atvinnuveganna og framlög til frjálsrar félags- og menningar- starfsemi. Þótt fjárlögin séu að vísu engin afþreyingarlestur þá fer ekki milli mála að þau eru mikilvægasta viðfangsefni Al- þingis hverju sinni og tengdari þjóðlífinu heldur en nokkurt annað þingskjal. Ef hugsanlegt er yfirleitt að finna æðaslátt þjóð- lífsins í prentuðum blöðum þá myndi það vera í fjárlögunum. Svona eru þau nú skáldleg og rómantísk. Fjárlögin eru gefin út sérprentuð, allgild bók að vöxt- um. 1 því flóði misgóðra bóka sem flýtur yfir landið frá haust- dögum til jóla eru fjárlögin með því skárra sem út er gefið. Að þessu sinni verða landsmenn sviknir á fjárlagabókinni. Er það illa farið. Undirstraumur pólitískra átaka Sem ljóst má vera urðu um- ræður allar fyrirferðarlitlar á Al- þingi að þessu sinni. Ein brýna var þó tekin. Fór fram sérstök umræða um þingrof og nýjar kosningar. Var meginhluta þeirra útvarpað síðasta þingdaginn milli kl. 14 og 18. Ekki verða þessar umræður raktar hér í stuttu bréfi. Þó var 1 þeim talsverður þungi og undirstraumur pólitískra átaka sem ætla má að komi upp á yfir- borðið í væntanlegri kosninga- baráttu. Má með miklum rétti halda því fram að kosninga- baráttan milli flokkanna hafi byrjað í þessum eldhúsdagsum- ræðum. Hafi menn hlustað vandlega á umræðurnar átti að vera auðvelt að gera sér ljósan grundvallarmismun flokkanna og stefnumála þeirra. A.m.k. mátti ráða af þessum umræðum hvernig flokkarnir ætla að haga málflutningi sínum í stórum dráttum. Fyrir skynsama og hugsandi kjósendur hefðu þessar umræður mátt verða til- efni til þess að átta sig á megin- línum í islenskum stjórnmálum og hverjir séu þeir pólitísku straumar sem helst ber á í þjóð- félaginu um þessar mundir. Þess er brýn þörf að fólk geri sér nú fremur en oftast áður fulla grein fyrir slíkum meginstraumum og átti sig á hvert flokkarnir — hver um sig — vilja beina þróun þjóð- félagsins. Eru allir flokkar eins? Því er stundum haldið fram að lítill eða enginn munur sé á flokkum. En það er mikill mis- skilningur að allir flokkar séu eins. Það er líka misskilningur að „allt“ velti á einstökum mönnum. Flokksforingjar hér á landi eru engir alræðismenn í stöðum sín- um, hvað þá að þeir geti einir fundið ráð við öllum vanda eða sagt fyrir um stefnumál flokka sinna án samráða. Flokksfor- menn á íslandi eru aðeins fremstir meðal jafningja og ber að meta þá sem slíka. Persónu- dýrkun í lýðræðislandi á engan rétt á sér. Skynsamt fólk gerir sér grein fyrir stefnumálum og meg- instraumum, notar „yfirlitsgáfu“ sína (eins og Jónas frá Hriflu orðaði það) áður en það myndar sér pólitíska skoðun. Hitt er að sjálfsögðu rétt að menn standa á bak við pólitíska strauma og stefnur. Og það þarf menn til að halda þeim fram og skýra þær, berjast fyrir þeim eða gegn þeim. Þá reynir á hver maðurinn er. Að því leyti er vandi að velja for- ystumenn og þá er ljóst að ekki gildir einu hvaða maður er á hverjum stað. En nóg um það. Þrátt fyrir allan mannamun þá er það skynsamra manna háttur að mynda sér skoðun 1 samræmi við meginstefnur flokka og við- horf gagnvart pólitískum straum- um samtímans en ekki með oftrú á einstakar persónur. Menn eiga að spyrja: Hvert stefnir þjóðfé- lagið? Og einnig: Hvert er æski- legt að það stefni? Og í þriðja lagi eiga menn að spyrja: Hvert stefna flokkarnir hver um sig? Nú læt ég bréfi þessu lokið. Ég vona að menn hugleiði orð mtn í góðu tómi. En Degi og lesendum öllum færi ég bestu óskir um far- sæla framtíð. 2.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.