Dagur - 23.10.1979, Síða 4

Dagur - 23.10.1979, Síða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Mikilvægi launþega- hreyfingar Ekki fer milli mála að launþega- hreyfingin á ómetanlegan þátt í þróun þjóðfélagsins í átt til mann- úðar og réttlætis. Það er ekki síst henni að þakka að ísienska þjóð- félagið er sýnu minna stéttskipt en gerist í ýmsum öðrum löndum, sem þó telja sig máttarstólpa lýð- ræðisins. Ihalds- og auðdrottnun- aröflin í íslensku þjóðfélagi hafa orðið að taka tillit til hagsmuna- samtaka fólksins. Þau eru viður- kennd sem áhrifaaðili í þjóðfélag- inu og fram hjá þeim er ekki hægt að ganga. Hitt er annað mál að launþega- hreyfingin hefur þróast þannig innbyrðis að ekki er til fyrirmyndar að öllu leyti. Innan launþega- hreyfingarinnar eru orðnar slíkar hagsmunaandstæður að naumast getur verið um að ræða sameigin- legan málefnagrundvöll hjá öllum, sem teljast til hreyfingarinnar. Dæmin um það efni eru deginum Ijósari, þótt ekki sé rúm til að rekja þau hér. Ekki dugir að neita þeirri staðreynd að einstrengingsleg viðhorf í launþegahreyfingunni hafa orðið til þess að auka launa- mun milli starfshópa og ýta undir tilhneigingu til sérréttinda í ýms- um starfsgreinum. Þetta er hið mesta alvörumál, sem margir for- ystumenn verkalýðshreyfingar- innar gera sér grein fyrir eins og hin þjóðkunnu ummæli Jóns Helgasonar, formanns Einingar, bera með sér, en hann tók svo til orða: „í launþegahreyfingunni gilda lögmál frumskógarins.“ Það er öllum skylt að leiða hug- ann að slíkum ummælum, þó að þau kunni að vera nokkuð stóryrt. Jón Helgason er eigi að síður að benda mönnum á ástand í laun- þegahreyfingunni, sem er gagn- rýnisvert og nauðsynlegt er að bæta úr. Launþegahreyfingin á fyrst og fremst að standa vörð um hagsmuni láglaunafólks meðal almennra verkamanna, iðnverka- fólks, verslunar- og skrifstofu- fólks, kennara og iðnaðarmanna og annarra sem líkt eru settir. Launþegahreyfingin á að sporna gegn því að sérréttindaöfl festi rætur í hreyfingunni. Hún á að varast að verða svo umfangamikil og „öllumgóð" að hún lendi að lokum í klónum á sérhagsmuna- öflunum. Bjarni Sveinbjörnsson leik- maður með 3 fl. hjá Þór var markakóngur Akureyrar árið 1979. Hann skoraði að með- altali 2,5 mörk í leik, í þeim leikjum á vegum KRA sem notaður voru til útreiknings á markakóngstitlsnum. Hann hiaut tii varðveislu farand- bikar sem er gefin af Bíla- leigu Akureyrar. Á laugardaginn boðaði KRA alla knattspyrnu- og áhugamenn, um þá iþrótt, til verðlaunaaf- hendingar í Borgarbíói. Þar var sýnd knatt- spyrnumynd, og Geir Guðsteinsson formaður KRA lýsti helstu úrslit- um í mótum sumarsins. í yngri flokkum voru Þórsarar með langflesta titla, en KA hafði betur í meistara- og öðrum flokki. Allir Akureyrar- meistarar fengu verð- launapeninga og fyrir- liðar liðanna farandbik- ara. Þór varð Akureyr- armeistari í 6., 5., 4. og 3. flokki, en KA í öðrum og meistaraflokki. Þá urðu Þórsarar Akureyrar- meistarar í kvenna- flokki. Sérstaka viður- kenningu KRA fyrir góðan stuðning fengu Bjarni Bjarnason kaup- maður, Bílaleiga Akur- eyrar og Rafn Hjaltalín. Elmar Geirsson var kjörinn knattspyrnumaður Akureyr- ar fyrir árið 1979. Hlaut hann 23 stig af 25 mögulegum í atkvæðagreiðslu KRA. Næstur honum að stigum var Einar Þórhallsson með 21 stig. Þá kom Árni Stefánsson með 16 sitg, Haraldur Har- aldsson fékk 9 og Eiríkur Eiríksson 4. — Hver eru fyrstu sporin, Bjarni? Ég er fæddur í Gránufélags- götu í húsi sem er á vesturhomi Laxárgötu, en ég man fyrst eftir mér í svokölluðu Þórhallshúsi sem er beint á móti endanum á Hamarstíg, en við Oddeyrargötu. En við strákarnir kölluðum þá götu ekki Oddeyrargötu, heldur Kúagötu. Það var vegna þess að af Eyrinni kom alla daga á sumrin gömul kona neðan götuna og hún tók með sér kýrnar, t.d. frá Tryggva Helgasyni föður Halla Tryggva, afa Þorsteins Hallsson- ar. Hún rak þær upp í sveit, sem þá var, en núna er Lundahverfið og Pálmholt. Fyrir neðan húsið okkar allt niður að núverandi Útvegsbanka voru garðar og tún, en sunnan við húsið var lítill lækur sem nú er horfinn eins og annað. Úr Oddeyrargötu fluttum við niður í Brekkugötu í lítið timburhús, sem lengi var í eigu fósturforeldra Jóns G. Sólnes. Það varð að víkja fyrir öðru, en það hús átti þá, Jónas faðir Gúst- afs rafvirkja hér í bæ en hann var einn minn aðalfélagi og vinur, mín fyrstu uppvaxtarár. Ég man eftir því að við vorum einu sinni sendir til myndasmiðs, til þess að láta taka af okkur myndir. En áður en það tókst þá var búið að ganga á ýmsu. Ég var þá svo lítill og vitlaus, að Gústa tókst fyrst í stað ekki að hemja mig, og mér tókst að komast í moldarbarð eða skurð áður en myndatakan hófst þannig að það varð að taka mig til gagngerðrar hreingerningar. Svo þegar við loksins komust til ljós- myndarans, þá var ennþá erfitt að hemja mig og tóku þeir það þá til bragðs að segja mér það, að út úr myndavélarauganu kæmi lítill fugl. Þegar myndin kom var hún lengi í minnum höfð, og var það ég veit, til allt fram á þennan dag, þar sem ég glápi stóreygður út úr myndinni. Systir Gústa var Emilía Jónasdóttir leikkona, sem þá var orðin fullorðin stúlka og var trúlofuð Þorsteini nokkrum sem var rafvirki og vélstjóri. Hann hafði farið um borð í varð- skipið Fillu, sem hér var, og fékk þar gefins hvolp sem var kallaður Dáti og varð, á meðan ég var þarna, minn aðalleikfélagi. Ann- ars var það þannig að við fjöl- skyldan fórum alltaf út í Ólafs- fjörð á vorin og þar gerði pabbi út með bróður sínum, en svo þegar við komum aftur til Akureyrar á haustin, þá áttum við heima fyrstu árin, hér og þar í bænum. En að lokum eignuðumst við fastari samastað en þetta, og það var í Glerárgötu 10, og mér finnst alltaf að Glerárgatan sé gatan mín síðan þá. Ef við tökum til við að lýsa þeirri götu, þá var á vest- urhorninu hús Kidda Þorvaldar, og í kjallaranum austast var skó- smiður er Sigurður hét. Hann flutti seinna til Ólafsfjarðar. Hinu megin við götuna var söðlasmið- urinn Halldór í kjallaranum á því húsi, ásamt Jónatan skósmið, og þessum mönnum er munað eftir. Já, ég man eftir Halldóri „söðla“ og skósmiðnum. Á hæðinni fyrir ofan bjó Gísli Magnússon, sem var skrifstofumaður hjá Jakobi Karlssyni, Skipaafgreiðslu Jakobs Karlssonar. Hann er faðir Magnúsar Gíslasonar, sem er núna útibússtjóri Landsbankans á Akureyri. Þetta var alveg hörkuduglegur maður, gekk allt- af með gleraugun uppi á enninu. I þann tíma áttu dætur hans þar heima þ.e. Rósa sem er gift Gunnlaugi Jóhannssyni trésmið, og Sigríður sem er gift Júlíusi Jónssyni þeim er vinnur í Út- vegsbankanum. Þeir Magnús og Finnbogi voru miklu yngri. Á efri hæðinni í þessu húsi bjó svo GLERÁRGATA er gatan mín Halldór og hans kona ásamt Bubba Halldórs (Stefán Hall- dórsson) og systrum hans, sú eldri mun hafa giftst Magnúsi Bjarna- syni. skipaeftirlitsmanni. Norðan við hús Kidda Þor- valdar er gult bárujárnshús með kvisti framan á. Þarna átti heima Kristján bóksali, og hann hafði þama bókabúð, en gengið var inn í þá búð að sunnan; þarna keypti ég mér fyrstu skólabækurnar. Norðan við þetta hús bjuggu skemmtilegir menn svo sem þeir Jón járnsmiður afi Bolla Gústafssonar prests, og þarna var járnsmiðja í þann tíð en seinna keypti Sveinn Tómasson og Hall- ur Helgason þessa smiðju af Jóni. Þama var líka Georg Jónsson „Búlli" og hann var í norðurend- anum. Hann byggði bílskúr, og í þeim bílskúr var geymt eitt aðal tryllitækið á þeim tíma, en það var Ford, vörubíll, (blæjubíll) og þótti afskaplega fínn á þeim tíma. Sunnan í því húsi átti heima Snæbjörn, sá er seinna varð bif- reiðaeftirlitsmaður á Akureyri, faðir séra Birgis, og Þorvaldar Snæbjörnssonar, sem er hjá Raf- veitunni. Og ég man eftir því að, þegar ég var um tíu ára keypti Snæbjörn sér geysilega fallegan bíl líklega af Pontiac gerð. Þessi bíll var með trépilum í hjólunum og fleira glæsilegt við hann. En uppáhaldið var þessi Ford, sem ég gat um, í honum fengum við að sitja, og þá ók honum Gísli Ólafsson núverandi yfirlögreglu- þjónn. En um bílinn mátti segja að hann var sérkennileg skepna, því það var aldrei hægt að hreyfa hann öðruvísi en að syði á hon- um, og þegar hann var t.d. í vinnu inni á bryggju þá þýddi ekkert að vera að setja lokið á vatnskassann því þar stóð alltaf strókurinn upp af. Éinkennilegur bíll. Dag nokkurn var kominn á blettinn fullorðinn maður, og það var hætt að setja Fordinn inn, því þessi maður fór að byggja bát í innkeyrslunni. Ég var fljótur að kynnast þessum manni, sem var Jón Þórðarson, faðir Sveinbjörns Jónssonar, Ágústar Jónssonar og þeirra bræðra. Þessi bátur var ca. IV2 tonn og í hann var sett vél, og síðan var báturinn dreginn suður í sjó. Nú, sonurinn Sveinbjörn er nærri því sér kapítuli útaf fyrir sig, því hann byggði bæði KEA þ.e.a.s. stóra húsið inni á horninu, Knarraberg o.fl. og hann stofn- setti fyrirtæki svo sem Ofna- smiðjuna í Rvík Iðju amboða- verksmiðjuna, Rafha í Hafnar- firði o.fl., o.fl. Austan við götuna bjó þá Stef- án járnsntiður, en þá var ekki svona umhorfs þar, eins og þar er nú, því Stefán átti þá heima í litla húsinu sem er á bak við hús Hjálpræðishersins. Þangað kom ég oft með mömmu, og mér er það minnisstætt hvað þar var lágt til lofts. Þar fyrir norðan bjósvo alveg dýrðlegur maður. Þannig var, að þessi maður virtist vera tveir menn, hann hét Árni og er Valmundur vélvirkjameistari tengdasonur hans. Árni þessi hafði sértrúarsöfnuð, sem í var aðeins einn maður og það var hann sjálfur. Hann var afskap- lega hæglátur maður, en stundum kom hann gangandi með kaskeitið sitt, og Biblíuna í hend- I I I I „Gatan mín“ er að þessu sinni Glerárgata og sá sem segir frá er Bjarni Jóhannesson, en hann er fæddur á Akureyri árið 1921 og býr nú í Skarðshlíð 34e. Bjarni er kvæntur Öldu Jóns- dóttur, frá Brekku í Kaupvangssveit. Bjarni segir hér frá götunni og íbúum hennar, en e.t.v. fáum við hann síðar til að greina frá ýmsum | minnisstæðum atburðum. I I | I Bjami Jóhannesson. Mynd: h.j. inni og þá vissum við hvað til stóð og eltum hann upp í bæ. Norðan við Lyngdalshúsið var lítið timb- urhús með smá palli við dyrnar, og þar staðnæmdist Árni, tók af sér kaskeitið sitt og sagði síðan vegfarendum til syndanna og dró ekki af sér. Flestir áttu vísan samastað sem við var talað, og það var ekki endilega sá betri. Þegar hann hafði lokið sér af, þá setti hann jafnrólegur upp kaskeitið og það var ekki hægt að sjá á þessum manni að hann hefði sagt nokkurn skapaðan hlut, því svo prúður gekk hann burt. Ég man aldrei eftir því að nokkur andmælti honum. Hjá þeim Árna og hans konu man ég eftir tveim stúlkum, og önnur þeirra var Eva Hjálmarsdóttir, sem seinna giftist Gísla Ólafssyni yfirlögregluþjóni, sem áður er getið. f porti, sem var beint á móti húsi Árna voru tvö trésmíðaverk- stæði, og í öðru var líka útgerðar- stöð sem Bjarni gamli bátasmiður átti. Hitt verkstæðið átti Eggert Stefánsson, faðir Einars Eggerts- sonar, og hann átti heima í húsinu sem er nú norðan við Iðnaðar- bankann. Ég man líka þegar Jón Sigurjónsson., sem núna er með trésmíðaverkstæði þarna, byrjaði að læra sitt fag á þessu verkstæði. Þar sem Sjálfstæðishúsið er núna, þar var uppáhalds rófugarðurinn okkar. Hann átti ísleifur sem bjó í húsi sem oftast var kallað fsleifs- hús og stóð þar sem Iðnaðar- bankinn er núna. Sonur þessa fs- leifs var Bárður ísleifsson arkitekt og seinna húsameistari Ríkisins. Þetta var mjög fallegt hús með bogum yfir gluggunum, þó gluggarnir væru svona venjulégir ferkantaðir. Við smápollarnir vorum ekki sérstaklega hrifnir af rófum dags daglega, en upp úr garðinum hans ísleifs komu rófúr serri ékki voru neitt venjulegar, kannski af því að við fengum þær stundum með vafasömum hættí í þá daga. Og oft held ég að rófuuppskeran hafi verið rýrari en efni stóðu til hjá ísleifi. Þar sem þessar rófur voru svo sérstaklega góðar, þá hef ég aldrei verið sérstaklega sáttur við þá ráðstöfun að byggja þarna brennivínshús þ.e. Sjálfstæðis- húsið, í þessum rófugarði. Ég hef áður minnst á húsið sem er norðan við Iðnaðarbankann, ' þar sem Eggert Stefánsson átti heima, í vesturendanum á því húsi áttu þá heima, sæmdarhjón með stóran barnahóp. Það var Árni Stefánsson og Jónína, for- :ldrar Ingólfs rafveitustjóra, Itefáns, og Friðfinns o.fl. en þeir ’oru á þessu svæði helstu leikfé- agar mínir. I þetta hús var alltaf ;aman að koma og það var eins >g að koma heim til sín, enda nikill samgangur. Vestan við lúsið var fallegur garður með itlu rimlahúsi sem virtist vera rinverskt hús með rimlaverki og 'afningsviði, og uppi á mæninum 'oru útskorin drekahöfuð. Út- >ygging sem var norðan við húsið lýsti kúna í kjallaranum, hænsn- n og kalkúna. Og við Ingólfur, og Itebbi dáleiddum þessa kalkúna í gamla daga, og settum þá í kola- kassa og fengum skammir fyrir. Seinna byggði Árni verkstæði þar sem Ignis er núna með versl- un. En næst fyrir norðan það kom hús númer 9, og þar bjó Haraldur Guðmundsson, sem hafði verið skipstjóri og stýrimaður, áður en þetta var, en stundaði helst síld- arsöltun o.þv.l. um þetta leiti. Hann átti son sem var á svipuðu reki og ég er Kjartan hét, en hann er farinn til Noregs. (Er blaða- maður fór fyrst út á vinnumark- aðinn var það einmitt, þessi Kjartan sem réð hann í vinnu í •einu utibúa KEA á Akureyri). Á suðurhorni Gránufélagsgötu bjó Jónatan skósmiður og hann átti eina dóttur, sem er Hulda kona Jóns M. Jónssonar, JMJ. Norðan við Jónatan bjó svo Jón Bæring ■sem ók mönnum í vögnum á sumrin, en í „könum“ á veturna: Þessir „kanar“ voru mjög skraut- legir sleðar. Uppi á lofti hjá Bæering bjó um tíma Lilja, föð- ursystir mín en hún var móðir Egils Sigurbjörnssonar, sem á I þessu húsi leit Bjarni fyrst dagsins ljós í september 1921. heima í Norðurgötu 37, og Baldvins bróður hans. Húsið fyrir norðan átti Konráð faðir Óla Konn, en þeir voru báðir neta- gerðarmenn og stofnuðu nótastöð hér á Akureyri. Dóttir þeirra hjóna, Konráðs og Guðlaugar, var Svava Hjaltalín kona Friðriks Hjaltalín, en þau eru foreldrar Rafns Hjaltalín bæjargjaldkera. En Óli og Kristín, sem bjuggu á neðri hæðinni, áttu dóttur sem heitir Bella og hún var lengi með verslunina Skemmuna. Hún gift- ist jnúrara og mun vera flutt suð- ur. Næst fyrir norðan þessi hús kemur Glerárgata 10 þar sem við áttum heima, lengst af uppvexti mínum, eða þangað til ég fór að búa sjálfur. Þetta hús byggði Tryggvi Jónatansson og hafði verkstæði niðri, en innréttaði herbergi þar líka, og þar vorum við í nokkur ár. Seinna flutti Tryggvi með verkstæðið annað og þá fengum við stærra húsnæði. Tvö hús til viðbótar tilheyrðu Glerárgötunni, en það var húsið sem er næst norðan við bæjar- skrifstofurnar, þar átti heima Ólafur Sumarliðason, skipstjóri, faðir Garðars, sem er á lagernum hjá Rafveitu Akureyrar. Einnig bjó þar um þetta leiti Sigurjón faðir Gísla Sigurjónssonar leigu- bílstjóra. í nyrsta húsinu sem er þá ysta húsið við Glerárgötu bjuggu tveir Stefánar. Annar af þeim var faðir Hreiðars, en hann er helmingurinn af Jennu og Hreiðari sem eru vel þekkt. Hinn Stefáninn átti 3 börn, son sem hét Lúther, og tvær dætur sem hétu Ragnheiður og Hulda. Hulda þessi giftist Þóri Björnssyni sem vann lengi á Gefjun, en Ragn- heiður giftist Guðmundi Val- grímssyni vélstjóra í Reykjavík. I geymsluhúsi norðan við Glerárgötu 10, en aðeins austar voru geymdir aflóga þúfnabanar, sem voru búnir að véra, þannig að hlutirnir úr þeim voru þarna á víð og dreif. Þetta var einn af okkar aðalleikvöllum strákanna, og þarna smíðuðum við skip úr þessum afgöngum, með stjórn- palli, þilfari og öllu tilheyrandi. Eitt skorti þó á, okkur vantaði reykháf á dallinn, og það rámaði einhvern í það að niðri á Tanga væri gamall aflóga reykháfur af línuveiðara. Við fórum af stað og fundum reykháfinn, en hann var það mikill um sig, að við urðum að flytja hann í þremur áföngum uppeftir, yfir mýrar, tún, og girð- ingar. Ekki dugði okkur þetta, því við urðum að hafa reyk úr þess- um reykháf. Og það var safnað saman öllum þeim pappír sem til náðist og honum troðið í reyk- háfinn, og síðan var kveikt í, þannig að þarna gaus upp mikill reykur og neistaflug þannig að fólk í nágrenninu varð skelkað og klagaði okkur fyrir lögregluþjón- inum, sem þá bjó í Lundi, þar sem nú er Lundargata 15. Þessi lög- regluþjónn hét Axel Ásgeirsson, bróðir Halldórs Ásgeirssonar. Hann kom og var nú ekki upp- næmur, heldur ræddi í rólegheit- um við okkur, og af þessu urðu engin eftirköst. Af mörgum fé- lögum mínum sem tóku þátt í þessu, man ég helst eftir Lýð Sig- tryggssyni, sirkusstjóra í Noregi, Kjartani Haraidssyni sem var ómissandi í öllu svona löguðu, Árnasynirnir slatti af þeim, Stef- án Aðalsteinsson fræðimaður, Bolli Eggertsson, Snorri Sigfús- son, Sigurður Baldursson o.fl. o.fl. Þannig urðu mörg ævintýr til þarna á Eyrinni, í þá daga. Á þeim stað þar sem nú er Eiðs- völlurinn voru ræktaðar kartöfl- ur, og mér er minnisstætt að á stríðsárunum þá átti sinn kart- (Framhald á bls. 7). Akureyrarmeistarar Þórs f 5. flokki. Akureyrarmeistarar Þórs í 6. flokki. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.