Dagur - 25.10.1979, Blaðsíða 8
DAGUR
Akureyri, fimmtudagurinn 25. október 7
Leikskóli á
Hvammstanga
ÞAÐ TELST til nýjunga að á
Hvammstanga starfar leikskóli,
og sér Þórveig Hjartardóttir um
hann.
Geta mæður nú haft börn sín
þama hluta og hluta úr degi, og er
það vinsælt eins og víða annars
staðar þar sem slíkt þekkist. Barn-
eignir á staðnum eru líka með
meira móti, og hefði hér fyrr meir
slíkt t.d. tengst ísaárum eða ein-
hverju álíka, en sennilega setur
olíukreppan strik í reikninginn að
þessu sinni.
Aðalfundur
Framsóknar-
félags Eyja-
fjarðar
NÝLEGA var haldinn aðal-
fundur Framsóknarfélags Ey-
firðinga. Margir komu á fund-
inn og var Ijóst að menn voru
ákveðnir að berjast fyrir næstu
kosningar.
í stjórn félagsins voru kjörnir:
Stefán Valgeirsson Auðbrekku,
formaður, Helgi Jónsson Dalvík,
varaformaður, Snorri Kristjánsson
Krossum, ritari og meðstjórnendur
þeir Stefán Halldórsson Hlöðum
og Sigurður Jósepsson Torfufelli.
Varamenn: Guðlaugur Halldórs-
son Merkigili, Árni Hermannsson
Bægisá, Ármann Þórðarson Ólafs-
firði og Jóhann Ólafsson Hvarfi
Svarfaðardal.
*
Ekki í Ljósa-
vatnsskarði
1 „Smátt og stórt" í síðasta blaði var
sagt frá hálku á vegi í Ljósavatns-
skarði. Þetta var ekki alveg rétt, því
hálkan, sem átti rætur sínar að
rekja í kúamykju var í Fnjóskadal.
*
Bókauppboð
í Varðborg
ÞRIÐJA bókauppboð Jóhannesar
Óla Sæmundssonar fornbókasala
verður í Hótel Varðborg laugar-
dagirrn 3. nóvember n.k. og hefst kl.
15.30. Þar verða á boðstólunr um
150 bækur og rit. Nefna má: Arsril
Frœðifélagsins I-XI, Bóndinn ú
heiðinni. Búalög I-i, Búfrœðingur-
inn, Dvöl l-XV, Einvaldsklærnar i
Hornafirði, Faguri er I Fjörðum,
Forlagaspár Kirós, Fornar grafir og
frœðimenn, Forordning um garða-
og þúfnasléllun, Haruldur Björns-
son 1915-1945, Heima og erlendis
(Guðm. Magn.), Horfnir góðhestar
1-11, Iðunn '-XX.Jónsbók liin forna,
Jörð I-IX, Komandi úr I- VI,
Kristrún i Hamravík, Kvœði Jóns
Tlioroddsen (1871), Laxamýrarœtt-
in, Minningar og skoðanir E.J.,
Viðeyjar-Njála (1844), Saga Skag-
strendinga og Skagamanna, Sagnir
og þjóðhættir (O.O.), Sterkir stofn-
ar, Yoga, Þingeysk Ijóð, Skútu-
staðaætt. Bækurnar eru til sýnis í
fornsölunni Fögruhlíð kl. 16-18
virka daga.
Menntaskólanemi að viða að sér efni í ritgerð. Mynd: G.M.
ÞANN 13. október síðastliðinn
var haldinn í Amtsbókasafninu
á Akureyri fundur bókavarða úr
Eyjafjarðarhéraði, að tilhlutan
bókafulltrúa ríkisins og Amts-
bókasafnsins. Voru þar mættir
bókaverðir og stjórnarmenn
bókasafna frá Ólafsfirði, Dal-
vík, Hrísey, Skriðuhreppi,
Öxnadal og Þelamörk, einnig
bókavörður Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri og bóka-
verðir Amtsbókasafnsins svo og
bókafulltrúi ríkisins Kristín H.
Pétursdóttir.
Gafst fundarmönnum þarna
tækifæri til að ræða við bókafull-
trúa, greina frá sínum vandamálum
og leita ráða og upplýsinga. Kristín
H. Pétursdóttir greindi frá hvert
væri hlutverk bókafulltrúa og
ræddi tengsl hans við almennings-
bókasöfnin í landinu. Lagði hún
mikla áherslu á gott og náið sam-
band við bókasöfnin og nauðsyn
þess að söfnin stæðu ætíð skil á
ársskýrslum sínum til bókafulltrúa,
því skýrslur þessar eru mikilvægur
liður í því að skapa þá heildarmynd
af bókasafnsstarfseminni í landinu
sem nauðsynleg væri við gerð
framtíðaráætlana í bókasafnsmál-
um. Bókafulltrúi greindi einnig frá
því að í ráði er að koma af stað
námsskeiði í bréfaskólaformi fyrir
bókaverði og kynnti einnig starf-
semi Þjónustumiðstöðvar bóka-
safna sem væntanlega mun nú taka
að sér útgáfu og dreifingu á skrá-
ningarspjöldum, auk þess sem hún
hefur á boðstólum ýmsar vörur til
bókasafna, eða annast útvegun
þeirra.
Á síðastliðnu ári gekk í gildi ný
reglugerð um almenningsbóka-
söfn. Samkvæmt henni skal land-
inu skipt í bókasafnsumdæmi og í
hverju umdæmi skal vera eitt mið-
safn. Akureyri og Eyjafjarðarsýsla
er eitt umdæmi, með Amtsbóka-
safnið á Akureyri sem miðsafn.
Ólafsfjörður og Dalvík eru sérstök
umdæmi.
Hlutverk miðsafna gagnvart
öðrum bókasöfnum í umdæminu
er meðal annars að „veita hrepps-
söfnum, skólasöfnum og stofnana-
söfnum í umdæminu aðstoð og
þjónustu og efla samvinnu þeirra,"
eins og segir í áðurnefndri reglu-
gerð.
Dagblöðin lesin á Amtsbókasafninu.
„MIÐSAFN“
SÝSLUNNAR
Til þessa hefur nokkuð skort á að
samband væri á milli hinna ein-
stöku bókasafna í héraðinu og var
því, í samráði við bókafulltrúa rík-
isins, brugðið á það ráð að boða til
þessa fundar. Verður hann vænt-
anlega til þess að efla samstarf og
auka kynni milli bókasafnanna hér
um slóðir.
Daginn eftir fór bókafulltrúi
ásamt tveim bókavörðum Amts-
bókasafnsins til Ólafsfjarðar til
skrafs og ráðagerða við forráða-
menn bókasafnsins þar og bæjar-
fulltrúa kaupstaðarins.
Bókasafn Ólafsfjarðar hefur um
skeið verið í nokkrum öldudal, en
heimamenn hafa fullan hug á að
ráða þar bót á og reyna að efla
safnið og bæta í framtíðinni.
Myndhópurinn:
ÓSKAR EFTIR
LISTAVERKUM
FYRSTA samsýning sem
Myndhópurinn á Akureyri
stendur fyrir, síðan hann var
formlega stofnaður í janúar
sl., verður haldin í félagsheim-
ilinu Hlíðarbæ, dagana 17. til
25. nóvember nk.
Sú nýbreytni verður upp tekin,
að öllu norðlensku myndlistar-
fólki er boðið að senda verk til
sýningarnefndar Myndhópsins,
en hún sker úr um það, hvort verk
verður tekið til sýningar eða ekki.
Engin takmörkun er á fjölda inn-
sendra verka, en sýningarnefnd
er að sjálfsögðu bundin stærð
sýningarsalar.
Senda má hverskonar gerðir
myndverka, t.a.m. málverk,
teikningar, höggmyndir, grafík,
vefnað, textil, keramik og ljós-
myndir.
Verkum skal skila í Hlíðarbæ,
fimmtudaginn 15. nóvember nk.
kl. 17 til 19. Þátttökugjald skal þá
greiðast um leið, en það er kr.
5000 fyrir utanfélagsmenn, en kr.
7000 fyrir félagsmenn.
Það er ósk sýningarnefndar
Myndhópsins, að sem flestir
norðlenskir myndlistarmenn taki
þátt í þessari sýningu, en þátttak-
an mun að sjálfsögðu skera úr um
það, hvort framhald verður á
sýningum sem þessum.
Nánari upplýsingar um sýn-
inguna gefur sýningarnefndin, en
hana skipa Guðmundur Ármann,
símar 24895 og 22196, Jón Bjarni,
sími 21704 og Ragnar Lár, sími
23688.
Amtsbókasafnið á Akureyri:
SlMI 9622700