Dagur


Dagur - 30.10.1979, Qupperneq 1

Dagur - 30.10.1979, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDOIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXII. árg. Akureyri, þriðjudagurinn 30. október 1979 72. tölublað Jón G. Sólnes býður sig fram Jón G. Sólnes hefur ákveðið að bjóða sig fram við næstu alþingis- kosningar. Jón verður á lista sem er borinn fram af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Fimm næstu sæti listans skipa: Sturla Kristjáns- son fræðslustjóri á Ak- ureyri, Viktor A. Guð- laugsson skólastjóri á Stóru-Tjörnum, Pétur Antonsson fram- kvæmdastjóri Krossa- nesverksmiðjunnar, Friðrik Þorvaldsson framkvæmdastjóri Norðlenskrar Trygging- ar og Áslaug Magnús- dóttir, skrifstofustjóri. Sjötugur Eggert Ólafsson í Laxár- dal í Þistilfirði varð sjötugur 28. október. Hann hefur lengi verið gildur bóndi í Laxárdal og jafnan ótrauður til fjölþættra félagsmála- starfa. Dagur árnar af- mælisbaminu allra heilla á þessum tíma- mótum og þakkar löng og ágæt kynni. HÚSAVIK: FELLDU NIÐUR OPINBER m m GJOLD og verðid á kögglunum lækkaði verulega ÞAR SEM heyfóðurskortur er fyrirsjáanlegur í Þingeyjarsýsl- um fór Kaupfélag Þingeyinga þess á leit við bæjarráð Húsa- vikur að felit yrði niður að- stöðugjald af heykögglum, sem fyrirtækið hyggst flytja inn í héraðið. Er hér um að ræða 600 tonn af heykögglum, og er talið að aðstöðugjald af þessum flutningum muni nema um 1 millj. króna. Bæjarráð Húsavík- ur samþykkti að vísa þessu er- indi til bæjarstjórnar, er sam- þykkti það, enda kæmi þessi niðurfelling bændum til góða í lægra graskögglaverði. Við höfðum samband við Finn Kristjánsson kaupfélagsstjóra K.Þ., og spurðum hann um af- greiðslu þessa máls. Hann lýsti ánægju sinni með þær undirtektir er félagið fékk, því þar að auki hefði verið samþykkt að fella niður hafnargjöld í sambandi við þessa flutninga. Einnig að þeir hefðu komist að hagstæðum samningum við Ríkisskip á flutningi hey- kögglanna, sem hefðu verið seldir með lítilli álagningu. Bændur pöntuðu fyrirfram og tóku talsvert af vörunni við skipshlið, þannig að það var reynt á alla lund að spara til við þessa flutninga. Finnur sagði að fyrrgreindar ráðstafanir myndu hafa lækkað verðið um 1.3 millj- ónir króna. Hrossa- kjötá norskan markað FYRIR HELGINA var á Sauð- árkróki verið að lóga hrossum, en 10 smálestir af frystu hrossa- kjöti eiga að fara á norskan markað til reynslu eftir helgina. Það fréttist að Norðmenn keyptu hrossakjöt vestan um haf og þætti gott. Skagfirðingar eru í litlum vafa um, að kjöt af þeirra stóði sé langt um betra. Væntanlega reynist það svo því mikil þörf er á markaði vegna mikils framboðs á þessari vöru nú í haust. Sauðfjárslátrun er lokið. Lógað var 65.500 fjár og meðalþungi dilka var 1,8 kg minni en í fyrra, sem þá var 14,432 kg. Þetta er skaði, sem nemur á þriðja hundrað millj. króna. En auk þessa urðu mikil vanhöld á sauðfé í vor, bæði á full- orðnu fé og lömbum. Ljóst er, að nú er fækkað á fóðrum á sauðfjár- búum, því mörgu fullorðnu var lógað og nær ekkert af lömbum sett á í vetur. Á nokkrum bæjum, fram til dala og í Fljótum, er unnið við heyskap síðustu blíðviðrisdaga. (Samkv. viðtali við Þorkel Guðbrandsson fulltrúa kaupfé- lagsstjóra á Sauðárkróki). Jón Konráðsson, skfðamaður á Ólafsfirði, æfir fyrir veturinn. Til þess að ná árangrí verða menn að renna sér á „hjólaskfðum" á sumrin og haustin á meðan snjó festir ekki. Myndina tók Jón Klemensson. Fyrsta öngstræti til hægri Frumsýnt á föstudaginn LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýnir 2. nóvember nýtt íslenskt leikrit, Fyrsta öngstrœti til hœgri eftir Örn Bjarnason. Örn er ungur höfundur, fæddur á Akur- eyri 1948. Áður hefur verið flutt leikrit eftir hann, Biðstöð 13, í útvarpinu (1977). í Fyrsta öngstræti til hægri er komið inn á brýnt samfélags- vandamál — þar greinir frá stúlku sem hrekst til höfuðborgarinnar, þar sem hún kemst í sálufélag við eldri og „reyndari" kynsystur sína, sem lent hefur utan garðs í „vel- megunarsamfélagi" okkar. Þetta er fyrsta leikrit Arnar sem flutt er á leiksviði. Leikstjóri er Þórunn Sig- urðardóttir, en Sigurjón Júhanns- son gerir leikmyndina. Hlutverk eru nítján og leikendur tíu. Með aðalhlutverk fara Svanhildur Jóhannesdóttir (María) og Sunna Borg (Anna), en hún er nýráðin til leikfélagsins. Frumsýningin verður föstudaginn 2. nóvember. Leikfélagi Akureyrar hefur verið boðið til Svíþjóðar með þessa sýn- ingu á norrænt mót landshlutaleik- húsa (region teater), sem haldið verður í Örebro 3.-8. desember. Er hér um að ræða atvinnu leikhús utan höfuðborganna. Sýningarytra verða tvær. Byrjað verður að æfa næsta verkefni hjá L..A að lokinni frum- sýningu á Öngstrætinu, en það er Púntila og Matti eftir Bertolt Brecht. Leikstjóri er Hallmar Sig- urðsson. Vegna utanfara L.A. getur frumsýning ekki orðið fyrr en í janúar. Barnaleikritið Galdrakarlinn í Oz er nú sýnt fyrir fullu húsi, hefur verið uppselt á allar sýningar fram að þessu. Páll Pétursson. „Meiri áhugi“ „ÞAÐ ER miklu meiri áhugi f mönnum en hefur verið áður þegar ég hef tekið þátt í kosn- ingum,“ sagði Páll Pétursson, fyrrverandi alþingismaður á Höllustöðum í Húnavatns- sýslu, en hann skipar fyrsta sæti framboðslista framsóknar- manna vegna Alþingiskosning- anna. „Hér gengur a|ft eins og best verður á kosið og ég held að menn séu bjartsýnir.“ Sjá framboðslista í opnu. Svanhildur og Sigurveig i hlutverkum sfnum. Ljósm.st. Páls.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.