Dagur


Dagur - 06.11.1979, Qupperneq 3

Dagur - 06.11.1979, Qupperneq 3
Eyjafjarðarprófastsdæmi: Skírð voru 355 börn á síðasta ári Héraðsfundur Eyjafjarðarpró- fastsdæmis var haldinn á Akur- eyri sunnudaginn 28. okt. Fund- urinn hófst með guðsþjónustu í Akureyrarkirkju kl. 11 f.h. Séra Birgir Snæbjörnsson messaði. f veikindaforföllum séra Stefáns Snævars prófasts á Dalvík setti séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup fundinn og stjórnaði honum. Sunginn var héraðsfundarsálmur Valdimars V. Snævars: „Vér lyft- um hjörtum hátt frá jörð.“ Undir- leik annaðist Jakob Tryggvason organisti. Minnzt var kirkjunnar manna í leikmannastétt, er látizt höfðu: Kristjáns E. Kristjánssonar fyrrv. bónda og hreppstjóra Hellu Árskógsströnd, Daníels Júlíussonar bónda Syðra-Garðshorni Svarfað- ardal, Jóns J. Þorsteinssonar fyrrv. bamakennara Akureyri og Finn- boga S. Jónassonar forstöðumanns Kristneshælis. Fundarmenn risu úr sætum í þökk og virðingu við minningu hinna látnu. í prófastsdæminu er 21 kirkju- sókn og tvær kirkjur í tveimur þeirra. Viðgerðir og endurbætur fara fram um þessar mundir á nokkrum kirkjum prófastsdæmis- ins. Safnaðarfulltrúar rita prófasti fréttabréf um gang mála heima í héraði, og kemur þar fram að margir einstaklingar gefa kirkju sinni fagrar gjafir og vinna fórnfús störf í söfnuðunum. Akureyrar- kirkja er daglega opinn yfir sumar- tímann, og er þar kirkjuvarzla fjór- ar stundir á dag. Margt manna kemur í kirkjuna á þessum tíma, eins og gestabókin sýnir, og fólk á þá sínar helgistundir. Öskað eftir götulýs- ingu BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur farið þess á leit við Vegagerð ríkisins að sett verði upp hið fyrsta götulýsing á Hörgár- braut, norðan Hlíðarbrautar norður fyrir byggð, sem nú er að rísa í Síðuhverfi. komin frá starfsháttanefnd er gerði ítarlegar tillögur um nýja starfs- hætti kirkjunnar. Framsögumaður þessa máls var séra Þórhallur Á liðnu ári voru fluttar í pró- fastsdæminu 395 guðsþjónustur (404). Innan sviga er samanburður frá árinu 1977. Skírð voru 355 böm (351) fermd 409 (414) hjónavígslur 146 (103) jarðarfarir 130 (110) og altarisgestir 1708 (1303). Aðalmál héraðsfundarins var um skipulagsmál prófastsdæma, stjóm þeirra, embætta, fjárreiður og fleira. Hér er um að ræða þrjú frumvörp frá síðasta kirkjuþingi, er milliþinganefnd var falið að kanna og leita álits kirkjulegra aðila. Frumvörp þessi eru upphaflega Bjargaðist úr Mý- vatni (Framhald af bls. 1). upp í bátinn, en árangurslaust þar sem borðstokkarnir eru háir. Ákvað hann því að reyna að halda í bandið og freista á þann hátt að ná landi. Eftir hátt í tvær klukkustundir var hann kominn svo nálægt áðurnefndum dælu- pramma að hann freistaði þess að reyna að komast upp sem honum tókst, en var þá orðinn mjög þrekaðursem að líkum lætur. Gat hann hlýjað sér við heitan blást- urinn frá kæliviftu diselvélarinn- ar. Hefur þetta án efa bjargað lífi Finns. Verður þessi raun að teljast með ólíkindum. Mikið kraparek var í Mývatni og hefur hitastig þess því verið við frostmark. Þess má geta að ummræddur verkstjóri, Bóas Gunnarsson, er einn af flokksforingjum í björg- unarsveitinni Stefáni og hefur hann verið einstaklega heppinn í leitum og fundið fleiri manns heila á húfi. Þá má einnig bæta því við að alvarleg slys hafa aldrei orðið í sambandi við Kísiliðjuna — hvorki viðbyggingu verk- smiðjunnar eða rekstur og hefur stundum verið haft á orði að því væri líkast að þar kæmi til ein- hver hulinn verndarkraftur. J.I. Höskuldsson Möðruvöllum en hann er einn þeirra manna, er sæti áttu í starfsháttanefnd. Frumvörp þessi gera ráð fyrir því, að prófastsdæmin verði sjálfstæðari starfseiningar en nú er og héraðs- fundur vettvangur stjórnunar og skipulags, en ekki eingöngu starfs- skila. Stefnt er að því að starfs- kraftar prestanna nýtist sem bezt og þar komi hver öðrum til hjálpar eftir því sem aðstæður leyfa. Ætlazt er til þess að starfsemi leikmanna verði elfd til muna. Um frumvörpin urðu allmiklar umræður. Menn létu í ljós athuga- semdir sínar, en voru þó á einu máli um, að hér væri í heild um athygl- isverðar nýjungar að ræða. Sam- þykkt var að kjósa þriggja manna nefnd til þess að vinna úr umræð- unum á fundinum og skila milli- þinganefnd fyrir 1. mars á næsta ári. Sömuleiðis er nefndinni ætlað að vinna úr athugasemdum sókn- arnefnda, og óskað eftir að þær berist nefndinni fyrir 1. febr. n.k. í nefndina voru kosnir: Séra Vigfús Þór Árnáson Siglufirði Magnús Stefánsson bóndi Fagraskógi og Jón Hjálmarsson bóndi Villinga- dal. Gestir fundarins voru Guð- mundur Einarsson framkvæmda- stjóri hjálparstofnunar kirkjunnar og Oddur Albertsson aðstoðar- æskulýðsfulltrúi: Fluttu þeir ávörp á fundinum. í nefnd til að gera til- lögur um bætt útlit og hirðingu kirkjugarða voru kosnir: Séra Þór- hallur Höskuldsson Möðruvöllum Kristján Vigfússon bóndi Litla-Ár- skógi og Kristinn G. Jóhannsson skólastjóri Ólafsfirði. — Minnt var á það böl, sem áfeng- issjúklingar eiga við að stríða. Samþykkt var að óska eindregið eftir því við heilbrigðisráðherra, að stofnuð verði hjálparstöð fyrir drykkjusjúka í Kristneshæli í Eyja- firði. Fundarmenn þágu hádegisverð og síðdegiskaffi í boði kirkjunnar, beggja sóknarnefndanna á Akur- eyri, svo og bræðrafélags og kven- félags Akureyrarkirkju. Fundirnir voru uppi í kirkjunni, en veiting- arnar í kapellu (safnaðarsal) kirkjunnar. Héraðsfundurinn var afar vel sóttur, enda hið bezta ferðaveður um Eyjafjörð. Fulltrúar komu frá öllum sóknum prófasts- dæmisins að tveimur undanskild- um. Fundinum var slitið með ritn- ingarlestri, bæn og sálminum: Son Guðs ertu með sanni. Samsöngur hjá Geysi KARLAKÓRINN Geysir heldur sam- söngva á Akureyri nú í vikunni. Verður sungið í Borgarbíói n.k. fimmtu- dag og föstudag kl. 19.00 og laugardag kl. 17.00. Tónleikar kórsins eru nú á nokkuð öðrum tíma en venja hefur verið en þessi tími ætti ekki að vera síðri en hinir hefð- bundnu vortónleikar. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókval og einnig við innganginn. Að loknum þessum sam- söngvum tekur nýr söngstjóri Bjarni Jóna- tansson kennari við Tónlistarskólann við kórnum. Einnig er fyrir- hugað að fá til starfa með kórnum um tíma raddþjálfara. JJ) lk Vgrum að takaupp^ /^~i^iýja sendingui ]IITTA gjafavörum frá Finnlandi.\ MIKIÐ ÚRVAL AF ilmkertum frá Flórida NÝJAR LEIRVÖRUR FRÁ Steinbœ og Helga Björgvinssyni\ MUNIÐ OKKAR^f^ VÖNDUÐU Ipostulínsvöru fráTýfr -Bing & Gröndal \ Blómabúðin' LAUFAS Hafnarstræti 96, sími 24Í Nýtt: Dömusloppar, Náttkjólar, Náttföt Dömufatnaður: Prjónafatnaður 4 gerðir Pils í úrvali Leðurhanskar Nýtt: Partnerbuxur, tilboðsverð Barnakjólar Barnablússur Utigallar barna Barnapeysur Sokkabuxur Ergee Þtmr pennmar erumeira vnðií KJÖRMARKYÐ*<^M COOP Jarðarberjasulta 454 g kr. 733 COOP bl. sulta 454 g kr. 537 COOP aprikosusulta 454 g kr. 963 COOP marmilaði 454 g kr. 810 HRISALUNDI 5 DAGUR.3

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.