Dagur - 08.11.1979, Blaðsíða 8

Dagur - 08.11.1979, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, fimmtudagur 8. nóvember 1979 5mMis VÉLAHITARAR Klofið íhald ÍHALDIÐ í Norðurlandskjördæmi eystra bíður fram tvo lista eins og kunnugt er. Alþýðublaðið sagði frá þessu fyrir skömmu og sagði m.a. að íhaldið biði fram „klofið" í þessu kjördæmi. Margar vísur hafa sprottið fram af þessu tilefni og hér er ein þeirra: Sýnir íhald stna nekt — og siðalögmál rofið. Nú án allrar feimni frekt —fram það býður klofið. * NN. Raðhúsí Grímsey „HÉR ER verið að byggja rað- hús,“ sagði Guðmundur Jóns- son, er við höfðum samband við hann í síðustu viku. Hann sagði að þetta væri 3ja íbúða raðhús og fær skóiastjórinn eina íbúð- ina en aðrir eyjarskeggjar hinar. Fleira er byggt í Grímsey þess dagana. Það hefur áður verið sagt frá grunni sem búið er að steypa fyrir díselrafstöð. „Og nú eru út- veggjagrindurnar komnar og ekk- ert eftir annað en að reisa þær,“ sagði Guðmundur. * Áfram unnið í Strýtu FYRIR skömmu fór íþróttaráð fram á aukafjárveitingu til þess að ljúka við gerð húss Strýtu í Hlíðarfjalli fyrir veitinga- og snyrtiaðstöðu. Nú hefur bæjarráð Akureyrar heimilað að haldið verði áfram framkvæmdum við Strýtu þannig að koma megi húsinu í nothæft ástand í vetur og verði til þess varið allt að 5 milljónum króna — um- fram þá upphæð, sem ákveðin var á fjárhagsáætlun fyrir árið 1979. * Á „tanga“ þær skulu enda BYGGINGARNEFND hefur lagt til að bæjarstjórn staðfesti eftirtalin götunöfn: 1. Nausta- tangi, gata norðan dráttar- brautar. 2. Skipatangi, gata í framhaldi Tryggvabrautar. 3. Fiskitangi, gata að Togara- bryggju. 4. Silfurtangi, gata norðan Tollvörugeymslu. Mál- ið kemur til umfjöllunar á bæj- arstjómarfundi í dag. * Grafik í Innbænum Á VEGUM GuðmundarÁrmanns, listmálara og Gallery Háhóls er komin út mappa 10 grafikmynda úr Innbænum á Akureyri. 100 möppur eru gefnar út allar tölu- settar svo og myndirnar í henni. Verð möppurnnar er kr. 60.000,- arni Pétursson, Fosshóli: Bjarni Pétursson. Nýr vegur yf ir Fljótsheiði er bráðnauðsynlegur „ÞAÐ ERU nokkur ár síðan hafist var handa við byggingu nýs vegar við Fosshól — frá brúnni og í vesturátt. Lengi vel voru aðeins litlir áfangar teknir fyrir í einu þar til nú í sumar að kraftur var settur í framkvæmd- irnar. Vegurinn frá brúnni og að Krossmel er nær allur endur- byggður. Á Krossmel skiptist vegurinn úr Ljósavatnsskarði út í Kinn og austur yfir Fljóts- heiði.“ Það er Bjarni Pétursson á Foss- hóli sem hefur orðið, en tíðinda- maður Dags bankaði hjá Bjama á dögunum og ræddi m.a. um vega- framkvæmdir í Ljósavatnshreppi. „Þetta er byrjunin á vegi hér austur yfir Fljótsheiði, en það er orðin brýn nauðsyn á að endurbyggja þann veg. Það er staðreynd að á sumrin er aðalumferðin austur á land yfir Fljótsheiði, en ekki austur og upp Kísilveginn. Vegurinn yfir Fljótsheiði er aðeins 8 kílómetrar. Ef við höldum okkur við síðustu framkvæmdir þá verður að segjast eins og er að þær eru mikil bót. Til dæmis munu mjólkurflutningar bænda í Bárðardal verða auðveld- ari á veturna.“ Ingi Ragnar Sigurbjömsson stjórnaði verkinu fyrir vegagerðina og þegar blaðam. ræddi við Bjarna um mánaðamótin hafði flokkur Inga verið að í þrjár vikur. Bjarni sagði að það ætti að vinna fyrir 24 milljónir króna í umræddum spotta, en eftir er smáspotti við Krossmelinn og verður spottinn sjálfsagt byggður upp næsta sumar. „Ég hef líka tölur um vegagerð í Kinninni og samkvæmt þeim var unnið hjá Hóli suður að Ysta-Felli fyrir 44 milljónir. I sýsluvegum hefur verið unnið fyrir 6 milljónir króna. Það er með meira móti sem hefur verið unnið í sumar og það má segja að t.d. Kinnin sé komin í gott lag. Aðalfarartálminn eftir að þessi vegur er kominn er Kvíslarbrúin, sem er vestan við sjónvarpsnetið. Þar á að koma ný brú og hún er á áætlun næsta sumar. Hræddur er ég um að Fljótsheiðin sé ekki á áætlun, en það er verk sem þarf að vinna sem fýrst." sagði Bjarni Pét- ursson símstjóri og fréttaritari Dags að lokum. — á.þ. Þessa mynd tók á.þ. af vörubifreiðinni Þ 1630 þegar ökumaður hennar var að losa slitlagsefni á veginn, en til að dreifa því jafnt yfir varð hann að aka allhratt. Jeppinn Þ 591 beið á meðan. Inni í honum voru nokkur böm — sjálfsagt á leið til skólans á Stóru- Tjörnum. Faðmur íhaldsins er næsta ótryggur — segir Pétur Már, bæjarstjóri, Ólafsfirði — MÉR finnst þessi faðmur sem íhaldið er að bj'óða okkur næsta ótryggur og barátta þeirra er að miklu leyti byggð á innantómum slagorðum, sagði Pétur Már Jónsson, bæjar- stjóri á Ólafsfirði í viðtali við Dag á kjördæmisþingi Fram- sóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra. — Hvað þýðir til dæmis slag- orð þeirra um lækkaða skatta? Til þess að lækka skatta þarf að skera niður útgjöld og þeir hafa ekki gert okkur grein fyrir því hvort þeir vilji lækka ellilífeyrinn eða eitthvað annað. Það er enginn sparnaður í því fólginn að selja ríkisfyrirtæki sem ekki hafa verið rekin með ríkisframlögum. Við þessum og mörgum fleiri spurn- ingum verða kjósendur í komandi kosningum að fá svör. Við Fram- sóknarmenn erum sammála því að margt megi bæta í ríkisrekstr- inum, en þeir sem heimta báknið burt og lækkaða skatta og þar með minni þjónustu við lands- menn verða að gera grein fyrir þvi hvað þeir meina. Báknið burt er innantómt slagorð ef ekki fást skýringar um það hvort það séu heilsugæslustöðvar og skólar sem séu að setja þjóðina á hausinn og þar eigi að skera niður, eða ein- hvers staðar annarsstaðar. Talað er um óarðbærar fjárfestingar, en þessum mönnum dettur helst ekkert í hug í þeim efnum annað en Krafla. Kjósendur vilja fá að vita hvort það séu heilsugæslu- stöðvarnar og skólarnir sem séu svona óarðbærar fjárfestingar, eða eitthvað annað. — Hvernig líst þér á ef þjóðin kýs yfir sig íhaldsstjórn eða við- reisnarstjórn? — Við sem búum úti á lands- bygginni vitum hvernig ástandið var hér á sjöunda áratugnum. Lítið sem ekkert var þá gert til að styrkja atvinnulífið úti á iandi. Á áttunda áratugnum hefur hins vegar verið stórkostleg atvinnu- uppbygging um allt land. Fram- sóknarflokkurinn þarf svo sann- arlega ekki að skammast sín fyrir að vera kenndur við þennan ára- tug. Gjörbreyting til hins betra hefur orðið á landsbyggðinni og við verðum að halda þeirri þróun áfram. Sveitarfélögin eiga enn eftir að leysa mörg verkefni svo þau geti veitt ibúunum frum- þjónustu. Ef draga á úr fjárfest- ingum verður að taka tillit til að- stæðna á hverjum stað. Pétur Már Jónsson. Mynd: á.þ. — Hvernig er Framsóknar- flokkurinn í stakk búinn til að ganga til kosninga? — Ég tel að við höfum farið of seint af stað og við þurfum því að vinna ákaflega vel. Þó að okkur finnist Framsóknarflokkurinn nú hafa byr og málefnastaða hans vera góð er það ekki nóg. Allir verða að leggjast á eitt og vinna vel. Norðlendingar sem vilja sín- um byggðarlögum vel eiga að flykkja sér um Framsóknarflokk- inn því hann getur best annast málefni okkar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.