Dagur - 08.11.1979, Blaðsíða 6

Dagur - 08.11.1979, Blaðsíða 6
AlllUUIj) Kvenfélagið Baldursbrá heldur köku- og munabasar að Laxárgötu 5, sunnudaginn 11. nóvember kl. 3. Stjórnin. Basar. Kvenfélagið Voröld verður með köku- og muna- basar að Freyvangi sunnu- daginn 18. nóvember kl. 3 e.h. Margt góðra muna til jólagjafa. Kaffisala. Nefnd- in. Félag frímcrkjasafnara á Akur- eyri vill vekja athygli áhugafólks um frímerkja- söfnun á sýningu sem haldin er í Amtbókasafninu í tilefni „Dags frímerkisins“ sem er 6. þ.m. Sýningin verður opin næstu daga. Minjasafnið á Akureyri er opið á sunnudögum frá kl. 13.30-15,30. Samkomulag getur verið um aðra tíma ef óskað er. Sími safnsins er 24162 og safnvarðar 24272. Sálarrannsóknarfélag Akureyr- ar. Skrifstofa félagsins er opin í Amarohúsinu alla þriðjudaga frá kl. 17-19. Gjörið svo vel og lítið inn. Stjórnin. Kristniboðshúsið Zíon. Sam- komur á hverju kvöldi dag- ana 4.-11. nóv. Ræðumenn Gunnar Sigurjónsson cand theol. Benedikt Arnkelsson cand theol og Ólafur Jóhannsson stud. theol. Auk þess taka heimamenn þátt í samkomunum í tali og tón- um. Stúlkur úr Reykjavík syngja tvísöng. Mikill al- mennur söngur. Litskugga- myndir og frásöguþættir. Allar samkomurnar hefjast kl. 8.30. Allir velkomnir. Hálsprestakall. Æskulýðsfund- ur n.k. laugardag kl. 13.30 á Hálsi. Rætt um Stórutjarn- armótið. Sóknarprestur. Minjasafnið á Akureyri er opið á sunnudögum frá kl. 1.30- 3.30 e.h. Samkomulag getur verið um aðra tíma ef óskað er. Sími safnsins er 24162. Sími safnvarðar er 24272. /OJffiOflgSÍNS ISÍMI^U®§® ' “ " " ■■ Innilegar þakkir til œttingja og vina fyrir heim- sóknir, gjafir blóm og heillaóskaskeyti á áttatíu ára afmœli mínu 2. nóv. sl. Sérstakar þakkir til barna minna, tengdabarna og barnabarna fyrir þeirra stóra þátt í að gera mér daginn ógleymanlegan. Ég biðykkur öllum blessunar guðs. Lifið heil. LAUFEY SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Norðurgötu 31, Akureyri. Fréttir frá Skákfélagi Akureyrar Startmót Skákfélags Akureyrar var haldið 14. október síðastliðinn. Keppendur voru 25 í eldri flokki og þar sigraði Jakob Krístinsson, ann- ar varð Gunnlaugur Guðmundsson og þriðji Þór Valtýsson. í unglingaflokki voru keppendur 11. Þar sigraði Uggi Jónsson, annar varð Jón Krístjánsson og þriðji Magnús Sigurólason. Haustmót félagsins hófst 17. október, og eru keppendur alls 20. Átta eru í A flokki, átta í B flokki og 4 í unglingaflokki, en þar er tefld tvöföld umferð. Að loknum 4 umferðum eru efstir og jafnir í A flokki þeir Áskell Örn Kárason og Kári Elísson með 3 vinninga, en þess ber að geta að Áskell hefur aðeins teflt 3 skákir. í B flokki hefur Guðmundur Svav- arsson forystu með 4 vinninga og í unglingaflokki er efstur Jón Garð- ar Viðarsson með 4 vinninga. 15 mínútna mót var haldið 29. október. Keppendur voru 15. urslit urðu þau að Kári Elísson bar sigur úr bítum með 6 vinninga, annar varð Jónas Þorbjörnsson með 5,5 vinninga og þriðji varð Þór Valtýs- son með 5 vinninga. Tefldar voru 7 umferðir. Nýlega er lokið unglingameist- aramóti Islands í skák. Fulltrúar Akureyrar voru þeir Pálmi Péturs- son sem fékk 4 vinninga og Jakob Kristjánsson sem fékk 3 vinninga. Umferðir voru alls 7. Þessa dagana eru félagar úr Skákfélagi Akureyrar að vinna að gerð auglýsinga- og fréttablaðs sem koma mun út fyrir jólin, og vænt- anlega munu félög og einstaklingar taka erindum skákfélagsmanna vel þar sem útgáfa slíks blaðs hefur undanfarin ár borið að verulegu leyti uppi fjárhagslega starfsemi þess. I Látum skyn- semina m ráða! i i i Við síðustu alþingis- kosningar var þjóðinni sundrað með æsifréttum í síðdegisblöðunum og fjöl- miðlum. Hvernig gafst svo þetta? Þessir æsingamenn reyndust óábyrgir og leystu engan vanda. Þeir sprengdu vinstri stjórnina í haust og efndu til vetrar- kosninga. Einn gamall þingmaður segir, að fyrr hafi ekki verið bjánar á al- þingi. Einn var sá stjórnmála- flokkur sem beitti sér sér- staklega fyrir að leysa vandamálin. Það var Framsóknarflokkurinn undir forustu hins þekkta þjóðarleiðtoga Ólafs Jóhannessonar og við hlið hans stóð fast formaður flokksins Steingrímur Her- mannsson. En þó að olíu- vandamálið væri slæmt var þó upplausnarliðið í krata- Draupnir skrifar: flokknum verra og reið stjórninni að fullu, áður en reynt hafði á hvort sam- staða næðist um lausn mála. Nú eru alþingiskosning- ar fyrir dyrum. Telja má víst að margir þeir sem dáðust að tilraunum Ólafs Jóhannessonar til að bjarga þjóðinni úr margskonar erfiðleikum muni nú kjósa Framsóknarflokkinn, þó að þeir hafi eigi gert það áður. B Nú er það líklegasta leiðin I til að leysa vandamál þjóð- I arinnar, því að ekki munu | úreltar samkeppniskenn- | ingar um lögmál frum- ! skógarins leysa neinn | vanda. I Komið hefur í ljós við I skoðanakönnun að Ólafur | Jóhannesson hefur mest I traust allra stjórnmála- ■ manna sem þjóðarleiðtogi. I Styðjum hann í hönd far- | tandi kosningum svo að ■ honum gefist kostur á að J leysa hin margvíslegu ■ vandamál þjóðarinnar. Það I er hægt að með því að ■ stuðla að því að Fram- J sóknarflokkurinn fái fleiri | þingmenn en han hafði á ■ síðasta þingi. Kjósendur! Látið enga 1 æsingamenn hafa áhrif á | ykkur en lofið skynseminni ■ að ráða. Draupnir. 6.DAGUR Þökkum innilega fyrir samúðarkveðjur og vinarhug við andlát og útför ÁGÚSTAR BERG Þórunnarstræti 83, Akureyrl. Friðbjörg Friðbjörnsdóttir og fjölskylda. JÓHANNA VILHJÁLMSDÓTTIR Ránargötu 1, Akureyri, sem lést sunnudaginn 4. nóvember verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 13.30. Steingrímur Eggertsson og börnin. Olíustyrkur Greiðsla olíustyrks fyrir mánuðina júlí-sept. 1979 hefst á bæjarskrifstofunni mánudaginn 12. nóv- ember og lýkur föstudaginn 16. nóvember næst- komandi. Bæjarskrifstofan er opin frá kl. 10.00 til 15.00 dag- lega frá mánudegi til föstudags. Akureyri, 6. nóvember 1979 Bæjarritari. Kristniboðs- og æskulýðsvika UM SÍÐUSTU helgi var haldið unglingamót KFUM og K að Hólavatni í Eyjafirði. Alls sóttu 30 manns mótið, sem stóð í 2 daga. Mótið var upphaf kristniboðs- og æsku- lýðsviku sem stendur til 11. nóvember. Samkomur verða á hverju kvöldi í Kristniboðshúsinu Zion kl. 20.30. Ræðumenn eru Bene- dikt Amkelsson cand. theol og Gunnar Sigurjónsson cand. theol. Auk þess mun Ólafur Jóhannes- son guðfræðinemi úr Reykjavík tala á samkomunum. Sýndar verða litskyggnur frá starfinu í Eþíópíu og Kenýa og að sjálf- sögðu verður mikið sungið. Þátttakendumir í unglingamótinu að Hólavatni. Kristniboðshúsiö Zion við Hólabraut. Myndir: Jón Oddgeir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.