Dagur - 08.11.1979, Blaðsíða 1

Dagur - 08.11.1979, Blaðsíða 1
DAGUR LXII. árg. Akureyri, fimmtudagur 8. nóvember 1979 75. tölublað Hús á hóflegu verði NÚ ER unnið að smíði tveggja íbúðarhúsa á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði. Vonast er til að þau verði bæði fokheld á þessu ári. Að sögn Bjama Péturssonar, fréttaritara Dags, eru húsin byggð sem leigu- og söluíbúðir. Búið er að selja annað húsið. Bjarni sagði að byggingar- húsanna samkvæmt byggingarvísi- kostnaður húsanna væri mjög hóf- legur, en áætlað er að hver íbúð kosti um 22,5 milljónir fullfrá- gengin. Að vísu ber að hafa það í huga að eftir er að endurskoða verð tölu og hækka þau eflaust við það Kennarar eru að byggja bílskúra á Stóru-Tjörnum og er mannlíf sagt þar með ágætum. Fallbyssuskot FYRIR frumsýningu á leikritinu Fyrsta öngstræti til hægri i síð- ustu viku var hleypt af þremur fallbyssuskotum. Þarna voru að verki Jón Amþórsson fram- kvæmdastjóri og Steindór Stein- dórsson jámsmiður og voru þeir að endurvekja gamlan og góðan sið, en fallbyssan var m.a. notuð til að boða bæjarbúa tii sýninga á Skugga-Sveini fyrir röskum 100 árum. Fallbyssan var eign Höepfnersverslunar og var skotið af henni er fagnað var skipakom- um og einnig í kveðjuskyni við brottför. Til er og frásögn um það að byssan hafi verið notuð til að gefa til kynna að síld hafi veiðst á Pollinum og komu þá bændur úr nágrannasveitunum til síldar- kaupa. Ekkert er vitað um hver urðu örlög þessarar byssu, en fyrir nokkrum árum fannst í rusli hjá Vélsmiðju Steindórs hlaup lítillar fallbyssu og kom útlitið vel him og saman við lýsingar manna f byssu Höepfnersverslunar. Stein- dór hafði veg og vanda af endur- nýjun byssunnar, en Jón hafði mikinn áhuga á að endurvekja þann sið að boða til leiksýninga með fallbyssuskoti. Jón og Steindór ern hér að gera fallbyssuna klára fyrir næsta skot. í hleðsluna voru notuð málgögn fhaldsins og eins og að likum lætur voru skotin máttlaus. Mynd: á.þ. TALSVERT bar á þvf í haust, að byggingarefni hyrfi af bygg- ingarstöðum í bænum og skipti tjón það, sem kært var til lög- reglunnar hundruðum þúsunda á einstökum stöðum þar sem mest var ef ekki milljónum. Nú, um hálfs mánaðar skeið, hafa þjófnaðir af þessu tagi ekki verið kærðir, enda lögreglan búin að upplýsa nokkra þjófnaðina og hafa hendur í hári þeirra manna, er þar áttu hlut að máli. Ekki er ástæða til að ætla, að um samtök séu að ræða. Þegar þjófnaðarmál eru á döfinni myndast hinar marg- víslegustu sögusagnir og jafnvel bent á menn, sem hvergi hafa nærri komið. Við þessum leiða Margir plánkar eins og þessi hafa horfið í sumar og haust. Mynd: á.þ. fylgikviila þjófnaðarmála virð- ist fátt til varnaðar, á meðan nöfn hinna seku eru ekki birt opinberlega. (Uppl. frá rannsóknarlögreglu). Dilka- og hrossa kjöt til Noregs Flutt hafa verið til Noregs frá Kaupfélagi Húnvetninga og Sölufé- lagi A-Húnvetninga 197 tonn af dilkakjöti. Von- ast er eftir sölu á hrossa- kjöti til Noregs og verið er að vinna að sölu á folaldakjöti til útlanda líka. Allt folaldakjöt frá síðasta ári er nú selt. Tekist hefur að selja töluvert magn af naut- gripakjöti innanlands. * Slátrun lauk viku fyrr en áætlað var Sauðfjárslátrun á Blönduósi lauk 26. okt- óber. Slátrað var 68.566 kindum. Þar af 61.654 dilkum. Meðalþungi dilka er 12,78 kg sem er 1,9 kg minni en ’78. Slátrað var um 98% af áætlaðri tölu. Dilka- kjötsmagn minnkaði um 7% eða 58 tonn, þrátt fyrir 7% fjölgun inn- lagðra dilka. Heildar- kjötmagn varð 920 tonn á móti 946 tonnum í fyrra. Slátrun gekk mjög vel og lauk nær viku fyrr en áætlað var. Stjórnmáia- fundir Fyrirhugaðir eru sex sameiginlegir fundir stjórnmálaflokkanna í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir komandi Al- þingiskosningar. Fund- irnir verða á eftirtöldum stöðum: Raufarhöfn sunnudaginn 11. nóv. kl. 15.00 Þórshöfn mánudaginn 12. nóv. kl. 21.00 Húsavík föstudaginn 23. nóv. kl. 21.00 Ólafsfirði laugardaginn 24. nóv. kl. 15.00 Dalvík sunnudaginn 25. nóv. kl. 15.00 Akureyri fimmtudaginn 29. nóv. kl. 21.00 Fluttar verða fram- söguræður og hefur hver flokkur til umráða 35 mín., sem skiptist í þrjár umferðir. Milli 1. og 2. umferðar er fundargest- um heimilt að bera fram skriflegar fyrirspurnir til ræðumanna. Skal af- henda þær fundarstjóra sem les þær upp fyrir fundinn. „Við verðum að vinna mikið starf til að ná 3ja sætinu aftur“. — Viðtal við Guðmund Bjarnason í opnu TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI Náttúruverndarnefnd UMGENGNI VfDA AFAR SLÆM „Steypustöðvarnar kaun á landslaginu“ Sýningarsalur í heimahúsi ÖRN INGI listmálari er að taka upp þá nýbreytni að opna sýningaraðstöðu að heimili sínu Klettagerði 6, á Akureyri og er þetta í sam- bandi við vinnustofu hans. Er þessi aðstaða opin alla virka daga frá kl. 16-18.00, en í til- efni opnunarinnar mun örn Ingi hafa opið um næstu helgi á laugardag og sunnudag frá kl. 15-22.00. Hugmyndin er að þarna verði stöðug hreyfing á því sem er til sýningar. Aðgangur er ókeypis, en þeir sem vildu leita nánari upplýs- inga geta haft samband við örn Inga í síma 22644. „STEYPUSTÖÐVARNAR eru kaun á landslaginu við Glerá. Einkum er umgengnin við Malar & steypustöðina með þeim end- emum að skilyrðislaust ætti að loka stöðinni verði ekki gert þar stórátak. Pokahrúgur og steypuafgangar eru í gilbakkan- um og umhverfi stöðvanna að öðru leyti hið ömurlegasta“. Þetta kemur fram í bókun Nátt- úruvemdamefndar, en nefndar- menn fóru í skoðunarferð um bæ- inn í lok síðasta mánaðar. í bókuninni segir ennfremur að umgengni í bæjarlandinu sé víða afarslæm. „Sumt er þar ævagamalt og hefur staðið óbreytt eða sigið á ógæfuhliðina á undangengnum ár- um.“ Sem dæmi um góða um- gengni nefna nefndarmenn að vel sé sléttað yfir gamla losunarstaði á sorphaugunum og sáning þar virð- ist ætla að takast vel. Hvatt er til varúðar í malarnám- um bæjarins á Glerárdal og bent á að það þurfi að setja einhver mörk um hve langt inn eftir dalnum má fara. Sama gildi um landið norðan Glerár. Ekki er nefndin hrifin af bílakirkjugarði við Lónsbrú eða af ruslinu á Krossanesklöppum. Einnig er bent á að vestan við Lund er ört vaxandi ruslahaugur. „Mannvirki gömlu rafstöðvar- innar í Glerárgili eru í hinni mestu niðurníðslu og aðstandendum sín- um til skammar. Þar verður annað hvort að lagfæra eða fjarlægja en þá verður að gæta mikillar varúðar svo hlutunum sé ekki rutt í gilið. Gilið og barmar þess gætu á þess- um stað orðið æskilegt útivistar- svæði inni í miðjum bæ,“ segir í bókun nefndarmanna. Mörg mál hafa verið upplýst

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.