Dagur - 22.11.1979, Side 1
DAGTJR
BLAÐII - -----
Rösklega 200 þúsund
hafa sótf um far!
216 komast í Auga vindsins, skip Drake leiðangursins
Ung akureyrsk stúlka tekur þátt í leiðangrinum
Bjargey, sem lauk stúdentsprófi frá M.A. sl. vor, starfar nú sem erindreki
Landssambands íslenskra skáta. I starfi sinu verður hún að ferðast vítt og breitt
um landið. Mynd: á.þ.
skemmtiferð — þvert á móti.
Briggskipið Auga vindsins á siglingu.
Skíp DRAKE leiðangursins er
150 tonna briggskip og heitir
„The Eye of the Wind“, eða
Auga vindsins, en leiðangur
þessi hefur verið nefndur
Operation Drake eins og áður
hefur komið fram. Skipið lagði
af stað í október á s.l. ári og
lýkur ferðinni í október 1980.
Ferð skipsins er skipt niður í
níu áfanga sem hver um sig
tekur þrjá mánuði. Tveir ís-
lendingar hafa þegar farið, en
þrír bíða — Bjargey mun fara
20. júlí 1980 og kemur heim í
október.
Um borð í skipinu er hópur
vísindamanna og félagsfræðinga,
auk þess sem 24 ungmenni eru
um borð í hverjum áfanga. Þeim
gefst kostur á að taka þátt í ýmis-
konar rannsóknarstörfum og má
án efa segja að þessi ævintýraferð
verði flestum þeirra ógleymanleg.
I upphafi hvers hluta ferðar-
innar fer nýr hópur ungmenna
um borð í skipið, þannig að hver
hópur fyrir sig er í þrjá mánuði
um borð. Einnig verður skipt um
leiðsögumenn í hverjum áfanga,
þannig að leiðsögumennirnir
verða sérhæfðir í þeim áfanga
sem þeir fara.
En hvert er búið að fara og
hvert verðu farið? Þegar skipið
lagði af stað í nóvember á síðasta
ári fór það frá Bretlandi til Pan-
ama, þaðan var haldið til Galap-
agos-eyja og endað á Fiji-eyjum.
Mánuðina júlí til október fór
skipið frá Fiji til Nýju-Gíneu og
ef við erum ekki þeim mun verr
að okkur í landafræðinni — þá er
skipið nú norðan við Ástralíu, á
leið til Sulawesi. En það er ekki
fyrr en skipið fer að nálgast Af-
ríku að Bjargey mun stíga um
borð — nefnist sá áfangi „Phase
8a“.
Vísindastarfinu um borð er
stjórnað af sérfræðingum á
hverju sviði, sem vinna með ung-
mennunum að rannsóknum og
öðru slíku. Ungt fólk frá þeim
stöðum, sem heimsóttir eru,
munu fá tækifæri til að vinna
með leiðangrinum, meðan á
heimsókninni stendur á viðkom-
andi stað. Um borð í skipinu er
einföld rannsóknarstofa, sem
aðallega er ætluð til rannsóknar-
starfa á hafi úti.
Segja má að markmiðið með
þessari ferð sé að gera ungu fólki
kleift að fylgjast með og vinna við
ýmiss konar rannsóknir og sýna
hvað í því býr. Þau atriði sem
mest áhersla hefur verið lögð á að
rannsaka eru jurta- og 'dýralíf í
regnskógum hitabeltisins, ýmsar
fomminjar og líffræðileg atriði.
Verndari ferðarinnar er Karl
Bretaprins.
BJARGEY Ingólfsdóttir, tví-
tug Akureyrarmær af Brekk-
unni, ætlar utan næsta sumar i
dálítið óvenjulegt ferðalag.
Hún mun taka þátt i ieiðangri
sem nefnist „OPERATION
DRAKE“ á ensku máli, en
leiðangur þessi er kenndur við
Sir Francis Drake sem sigldi
umhverfis hnöttinn sællar
minningar fyrir 400 árum.
Þessi leiðangur hófst í október
á síðasta ári og líkur næsta
haust. Ferðinni er skipt niður i
níu áfanga, sem hver um sig
tekur þrjá mánuði. Frá því að
ferð þessi var auglýst á siðasta
ári hafa rösklega 200 þúsund
ungmenni víðsvegar að úr
heiminum sótt um að fá að
vera með, en aðeins 216 kom-
ast um borð í skútuna sem
þátttakendur er siglir nú i
kjölfar Sir Franeis. Þess má
geta að fsland er eina Skandi-
naviska landið sem hefur átt
þess kost að senda fulltrúa í
leiðangurinn.
Fékk hugmyndina
í flugvél
Hún Bjargey kom í heimsókn
til okkar á ritstjórn Dags og auð-
vitað var hún fyrst spurð að því
hvenær hún hefði fengið þá hug-
mynd að fara með leiðangrinum.
„Ég sat í flugvéi á leið til Ak-
ureyrar. Þetta var í ágúst á s.l. ári
og ákvað ég að sækja um strax.
Annars hef ég haft mikinn áhuga
á seglskipum síðan ég skoðaði
Gorch Foch, þýska seglskipið,
sem kom til Akureyrar fyrir ein-
um tíu árum síðan. Við vorum
sextíu sem sóttum um að vera
fulltrúar íslands, og vorum próf-
uð á ýmsan hátt, en að lokum
voru 13 valin til lokaprófs í sumar
sem leið. Það fólst m.a. í sundi,
skyndihjálp og ýmiskonar útilífi.
Vegna þessa komu breskir full-
trúar frá DRAKE leiðangrinum
og af íslenskum prófdómurum
má n.a. nefna Hannes Hafstein
og Jón Oddgeir. Einnig voru við-
staddir prófið þeir Hinrik
Bjarnason og Sturla Friðriksson,
en þeir eiga sæti í nefnd er hefur
með þennan leiðangur að gera.
Þórólfur Bjamason á einnig sæti í
nefndinni.“
Og hvernig gekk?
„Strax og prófinu lauk var
ákveðið að piltur frá Húsavik og
stúlka úr Garðabæ fengju að fara
með leiðangrinum. Stúlkan er
núna úti. En af því að hópurinn
sem heild hafði staðið sig vel var
ákveðið að tvö til viðbótar fengju
að fara. Ég var svo heppin að fá
jákvætt svar svo og strákur úr
Vestmannaeyjum.
Ferðin er
strangt nám
Þú sagðir mér áðan að ísland
fengi eitt Norðurlandanna að
senda fulltrúa um borð í skútuna.
Hvernig stendur á þvi?
„Þannig stendur á því að
breskur maður, Jim Edwards, er
giftur íslenskri konu og búa þau
hjónin í Nepal. Edwards á sæti í
nefnd þeirri er ferðina skipulagði.
Sjálfsagt hefur það ráðið úrslitum
að Island fékk að senda fulltrúa
að Edwards er kvæntur íslenskri
konu. Annars eru þetta einungis
lönd innan Breska samveldisins
sem geta sent unglinga og ungt
fólk um borð í skútuna.
Þá þrjá mánuði sem ég verð um
borð er ég í hópi 24 ungmenna frá
ýmsum löndum. Þetta er því
kjörið tækifæri til að kynnast
öðrum þjóðum og fá að taka þátt í
störfum leiðangursins. Ég mun
líka fá tækifæri til að kynnast
lifnaðarháttum þeirra þjóða sem
við heimsækjum, en ég vil í því
sambandi taka það fram að þetta
er ekki hugsað sem einber
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem ég hef fengið er þetta strangt
nám.
Hljóta að hafa
metnað
Ungmennin sem fara, hvort
sem það eru íslendingar eða
Bretar, eru að mestu leyti styrkt til
fararinnar og í Bretlandi þykir
fyrirtækjum og félögum það hinn
mesti heiður að komast í bækur
leiðangursins, en þeirra fyrirtæki
sem aðstoða ungmennin er sér-
staklega getið í bæklingum, sem
dreift er um allan heim.
Hinrik Bjamason, þáverandi
æskulýðsfulltrúi Reykjavíkur-
borgar komst svo að orði s.l.
sumar þegar Garðbæingurinn og
Húsvíkingurinn voru valdir í
leiðangurinn: „Bæjarfélög og
fyrirtæki hljóta að hafa metnað
fyrir hönd síns æskulýðs til að
styrkja hann og styðja til ein-
stæðrar farar, sem býðst aðeins
örfáum einstaklingum í heimin-
um.1
Ungmennin taka þátt f margvfslegum vfsindastörfum f leiðangrum.
DAGUR.9