Dagur - 03.01.1980, Síða 1

Dagur - 03.01.1980, Síða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGXJR LXIII. árgangur Akureyri fimmtudagur 3. janúar 1980 1. tölublað Bærinn styrkir Bjargeyju Bæjarráð lagði til á fundi fyrir jól að Bjargeyju Ingólfsdóttur yrði veitt- ur styrkur vegna þátt- töku hennar í næstsíð- asta áfanga „Drake“ leiðangursins „Um- hverfis jörðina“. Bjargey verður ein af fimm fslendingum sem gefst kostur á að fara með „Drake“ leið- angrinum. Tugir þús- unda ungmenna hafa sótt um að taka þátt í leiðangrinum, en örfá- um gefst kostur á að fara með skútunni „Auga vindsins.“ Hækkað verð Vegna hækkana á rekst- urskostnaði blaðanna hækkar verð Akureyrar- blaðanna og auglýsingar frá og með 1. janúar. Áskriftarverð Dags verður nú kr. 1.200 pr. mánuð og í lausasölu kr. 230 eintakið. Grunnverð auglýsinga verður kr. 2.200,- fyrir hvern dálksentimetra. Milljónir í gas- og súrmiðstöð Framkvæmdadeild inn- kaupastofnunar ríkisins lagði til við bæjaryfir- völd að tekið væri tilboði frá Aðalgeir og Viðar h/f í gas- og súrmiðstöð við F.S.A. Tilboð fyrir- tækisins hljóðaði upp á tæpar 56 milljónir sem er 99,5% af kostnaðaráætl- un hönnuða. Bæjarráð samþykkti tillöguna. Starfsmanna- breytingar Ragnar Ragnarsson, sem stjórnað hefur Hótel KEA í tæp 16 ár, lætur af þeim störfum þann 30. janúar n.k. Við störfum hótelstjóra tekur Gunn- ar Karlsson, sem undan- farin ár hefur verið önn- ur hönd Ragnars við hótelreksturinn. Bjarni Jóhannesson tók fyrr á þessu ári við starfi fulltrúa kaupfé- lagsstjóra á sjávarút- vegssviði, en Bjarni hef- ur um árabil verið fram- kvæmdarstjóri Útgerð- arfélags KEA h.f. og mun einnig gegna því starfi áfram. Ritstjóraskipti hjá Degi e Erlingur Davíðsson lætur af störfum UM ÁRAMÓTIN lét Erlingur Davíðsson af starfi sem rit- stjóri Dags, en Hermann Sveinbjörnsson varð ritstjóri frá sama tíma. Erlingur Davíðsson hefur verið ritstjóri Dags um árabil — var áður afgreiðslumaður blaðsins. Hermann Sveinbjörnsson hef- ur starfað sem fréttamaður ríkisútvarpsins í Reykjavík síðan í maí 1977. Hann er lög- fræðingur að mennt. Erlingur tók við ritstjórn Dags frá ársbyrjun 1956 af Hauki Snorrasyni sem gerðist ritstjóri Tímans. Miklar breytingar hafa átt sér stað á ritstjóraferli Erlings — m.a. hefur blaðið keypt offset- prentvél, flutt í nýtt eigið húsnæði að Tryggvabraut 12 og aukið verulega við fjölda áskrifenda. Dagur hefur undir stjórn Er- lings og annarra ritstjóra verið málgagn Norðlendinga og ef vel gengur verður Dagur væntanlega fyrsta norðlenska dagblaðið. Ef það tekst verður framlag Erlings Davíðssonar mikilvægt spor í þá átt. Sjá opnu Skúlagarður: Kveikti í fangaklefa Eiga togararnir að afla fyrir erlenda fisksala? MÁLEFNI Þórshafnarbúa hafa verið nokkuð í sviðsljósinu að undanförnu, en þeir hafa m.a. stungið upp á því að fá breskan togara til að fiska fyrir frysti- húsið þar sem íslenskir togarar fáist ekki til þess. Togarinn Fontur var seldur til Siglufjarð- ar, og útgerðarfyrirtækið Tog- skip h/f á Siglufirði seldi Dag- nýju SI til Hafnarfjarðar. Dagný landaði öðru hvoru á Þórshöfn — mun sjaldnar en samningar kváðu um, segja heimamenn, sem sjá fram á at- vinnuleysi ef ekki rætist úr hráefnismálum. Ástandið á Þórshöfn kom til umræðu á Alþingi fyrir jól er Stef- án Valgeirsson bar fram eftirfar- andi fyrirspurnir til sjávarútvegs- ráðherra um sölu á Dagnýju. Ráð- herra hefur ekki svarað spurning- um Stefáns, en mun væntanlega gera það er þing kemur samaa „1. Telur ráðherra eðlilegt að heimila sölu á togskipinu Dagnýju SI 70, sem hafði togveiðiheimild til þorskveiða fyrir Þórshöfn, stað- bundið og skilyrt við það byggðar- lag, til Hafnarfjarðar, staðar sem þegar hefur nóg hráefni og gerir nú út a.m.k. tvo skuttogara til sölu á ísfiski eingöngu erlendis, án þess að bjóða áðurgreindu byggðarlagi forkaupsrétt á skipinu? 2. Telur ráðherra það ekki sann- gimismál, að byggðarlag, sem fékk togveiðiheimild á þorskveiðar fyrir b/v Dagnýju vegna ótryggs at- vinnuástands, haldi heimildinni, geti það nýtt sér hana? Væri í framhaldi af því ekki eðlilegt, að sú togveiðiheimild, sem b/v Dagný SKÖMMU FYRIR áramót hélt Ungmennafélagið Leifur heppni dansleik í Skúlagarði. Dans- leiknum var aflýst laust eftir miðnætti, en þá fylltist húsið af reyk og rafmagn fór af. f ljós kom að ungur maður í fanga- klefa í kjallara hafði kveikt í dýnu og pappakössum í efri koju og vildi það honum til happs að eldurinn fór í rafmagnsleiðslu. Sturla Sigtryggsson dyravörður frá Keldunesi fór niður í reykjarkófið og bjargaði piltin- um. Var það mál manna að Sturla hefði sýnt mikið áræði, því engar reykgrimur er að hafa í Skúlagarði. Eldurinn var slökktur án aðstoðar slökkviliðs. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins var pilturinn settur í fangaklefa vegna ölvunar og að venju leitaði lögreglan á honum, en sást yfir eldspýtnabréf. Pilturinn kveikti í dýnunni þegar lögreglan hafði brugðið sér upp í danssalinn. hefur haft vegna Þórshafnar til þorskveiða, falli ella niður? 3. Telur ráðherra það samrýmast hagsmunum þjóðarinnar að stuðla að kaupum á togaranum til veiða fyrir fisksölur erlendis, fremur en til vinnslu hér innanlands, eins og gert er með sölunni á Dagnýju til Hafnarfjarðar? Eða ætlar ráðherr- ann að beita sér fyrir því, að Hrað- frystihús Þórshafnar fái leyfi til að kaupa nýjan eða notaðan togara erlendis frá, eitt sér eða í samvinnu við aðra, til að tryggja rekstur hraðfrystihússins þar og koma í veg fyrir atvinnuleysi á staðnum? 4. Mun ráðherrann beita sér fyrir því, að togarar og önnur togskip fái því aðeins fiskvieðileyfi, að þeir landi afla sínum hér innanlands, ef fiskvinnslustöð eða stöðvar vantar fisk til vinnslu og óska að fá afla þeirra keyptan? Hljómsveitin hafði spilað 5-6 lög, búið var að spila bingó í dá- góða stund og dansinn átti að duna á ný þegar rafmagnið fór og húsið fylltist af reyk. Þess má geta að spilað var um ferð til Reykjavíkur — gárungarnir sögðu að það væri aðeins önnur leiðin — vinninginn hlaut Ólöf Sveinsdóttir Krossdal. Norðurpóllinn við Gránufélagsgötu í haust. Mynd: á.þ. Ætla að kveikja í Norður- pólnum HIÐ NAFNTOGAÐA HÚS „Norðurpóllinn“ hvarf af sjónarsviðinu sl. föstudag. Kaupfélag Eyfirðinga hafði gefið íþróttafélaginu Þór húsið með þeim skilmálum að það yrði rifið. Spýtna- brakið var flutt á íþrótta- svæði Þórs, en þar verður álfabrenna og dans n.k. sunnudag klukkan 17. Hilmar Gíslason, yfirverk- stjóri hjá Akureyrarbæ, hafði umsjón með niðurrifinu. Hann sagði í samtali við Dag að verk- ið hefði hafist á föstudags- morgni og því lauk um nónbil á laugardag. „Þetta var miklu léttara en ég reiknaði með. Það tóku 10 menn þátt í verkinu — mest sannfærðir Þórsarar," sagði Hilmar. „Hins vegar er ekki nóg að brenna Norður- pólnum — við eigum eftir að fá okkur meira í brennuna.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.