Dagur - 03.01.1980, Qupperneq 7
Skræpótti fuglinn
Skáldsaga eftir Jerzy Kosinsky,
íslenskuð af Gissuri Ó. Erlingssyni
Margt bóka hefur komið á mark-
aðinn síðasta mánuðinn, svo sem
venja er á þessum árstíma. Að
venju er þar að finna margt góðra
verka, en fleiri þó af lakari gerð,
bækur sem ekki er ætlað langt líf
en geta þó kannski selst vel í
jólaösinni og fært þeim, sem að
útgáfu standa einhverjar krónur í
vasa.
Einkennilega fátt þýddra önd-
vegisrita kemur á markaðinn að
þessu sinni. Þýddu bækurnar eru
yfirleitt væmnar ástarsögur eða
reyfarar í viðhafnarútgáfu, svo að
nota megi til jólagjafa.
örfáar undantekningar er þó
að finna. Ein þeirra er Skræpótti
fuglinn, eftir Bandaríkjamann af
pólskum ættum, að ég hygg. Ekki
hafði ég áður heyrt hans getið, en
þetta verk, sem mun vera fyrsta
skáldsaga hans (fleiri hafa komið
út síðar), er svo eftirtektarvert, vel
skrifað og kyngimagnað, að því
verður hiklaust að skipa á bekk
með fremstu bókmenntaverkum.
Ekki spillir, að þýðingin er mjög
vel gerð. Ég hef að vísu ekki lesið
bókina á frummálinu, en hin ís-
lenska gerð ber það með sér, að
hún hefur verið vel unnin, og
málið er ósvikin íslenska.
Það er Skjaldborg hf., sem sent
hefur bók þessa á markað, og eiga
forráðamennimir, Björn og
Svavar, þakkir skildar fyrir að
koma þessu ágæta verki á fram-
færi við íslenska lesendur. Mig
grunar, að fleiri forlög hafi áður
átt þess kost að fá bókina til út-
gáfu, en horfið frá því ráði vegna
þess, hve margar frásagnir í bók-
inni séu af ljótum atburðum. Og
víst verður því ekki neitað, að
margt ljótt kemur þarna á papp-
írinn. En ekki er þó allt með einu
marki brennt. Víða glittir einmitt
á demantana í mannssálinni, hið
fagra og góða. Hvort fyrir sig
verður auðvitað áhrifameira,
þegar andstæðurnar eru miklar.
En svo verður bók heldur aldrei
metin eftir því, hvort hún segir frá
fögmm eða ljótum atburðum,
heldur því, hvort vel eða illa er
sagt frá, hvort uppbyggingin er
eðlileg eða tilgerð ein. Islend-
ingasögur margar væru víst ekki
hátt skrifaðar, ef aðeins væri
krafist frásagna af fögrum verk-
um, og muni ég rétt eru ekki frá-
sagnir í bók bóka, bíblíunni, ein-
vörðungu af því góða.
Mér var álíka innanbrjósts við
lestur þessarar bókar, og þegar ég
las Aðventu Gunnars Gunnars-
sonar fyrsta sinni. Ég efaðist ekki
um sannleiksgildi hvers orðs og
hverrar setningar. Er það ekki
Veiðimenn — Fluguköst
Fyrsta kastnámskeið vetrarins hefst í íþróttahúsi
Glerárskóla laugardaginn 12. janúar kl. 8.30 f.h.
Öll nauðsynleg tæki á staðnum.
Látið skrá ykkur sem fyrst. Upplýsingar í síma
21208 og 25513.
Stangveiðifélagið Flúðir
Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig á sjötíu
ára afmœli mínu 24. desember sl. með blómum,
símskeytum, símtölum, gjöfum og heimsóknum.
Lifið heii
KARLOTTA JÓHANNSDÓTTIR.
Ykkur sem munduð mig sextugan 20. nóvember
síðastliðinn, sendi ég innilegar þakkir fyrir gjafir
skeyti og aðrar vinakveðjur.
ÓLAFUR BALDVINSSON,
Gilsbakka.
Hjartans þakkir sendi ég börnum mínum, tengda-
börnum og barnabörnum, skyldfólki og vinum nœr
og fjœr, sem glöddu mig á 90 ára afmceli mínu þann
23. des. sl. með heimsóknum gjöfum, skeytum og
blómum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð
blessi ykkur öll.
JÓHANN GUÐMUNDSSON,
frá Hauganesi.
Við undirritaðir sendum öllu starfsfólki á Dvalar-
heimilinu á Dalvík okkar innilegustu óskir um
gleðilegt nýár og þökkum því kærlega fyrir liðna
árið og alúð og lipurð í starfi og prýðilega þjónustu
í alla staði.
Þá þökkum við féiagasamtökum fyrir rausnarlegar
jólagjafir. Ennfremur sendum við öllum þeim, sem
komið hafa á heimiiið til að skemmta okkur, inni-
legar þakkir, en þeir eru nú þegar orðnir fjölmargir,
þar á meðal fjölmennir kórar af Dalvík og nágrenni.
Væntum við þess, að svo verði fram haldið sem
hafiö er.
Með kærri kveðju,
íbúar Dvalarheimilisins á Dalvík.
einmitt einkenni snilldarverka,
að svo fari fyrir lesandanum.
Annað er það, að lesandanum
verður kannski að lestri loknum á
að hugsa: Hvernig gat nokkurt
barn lifað af allar þær hörmung-
ar, sem frá segir í bók þessari. Sex
ára fór drengurinn á vergang
meðal fólks, sem var frumstætt,
fátækt og sundrað af margra alda
áþján. Þar við bætist, að hann
lendir í versta helvíti síðari
heimsstyrjaldarinnar. En hefur
það ekki svo oft komið fyrir, að
menn hafa lifað af raunir og erf-
iðleika, sem virtust óyfirstígan-
legir. Er það ekki alltaf að sann-
ast, að „lífið það er sterkara en
dauðinn?"
Bókaforlagið Skjaldborg, sem
nú hefur tekið ótvíræða forustu í
bókaútgáfu norðanlands, gefur út
margar bækur að þessu sinni,
sumar góðar og ágætar en aðrar
lakari. Með fullri virðingu fyrir
þeim öllum, efast ég ekki um, að
Skræpótti fuglinn muni lifa þær
flestar og verða þegar frá líður
talin einna merkust bók, þeirra er
út komu á íslandi árið 1979.
Þorsteinn Jónalansson.
Starfsstúlka óskast
Upplýsingar hjá verkstjóra
Sana h.f.
Starfsmenn óskast
einnig rafsuðumaður.
Útetan einangrun
Óseyri 18.
Tölvudeild KEA
óskar eftir að ráöa í starf tölvustjórnanda. Upplýs-
ingar um starfið í síma KEA 21400 hjá Gunnari
Hallssyni og Kára I. Guðmann.
Minningargjafir og áheit
1978-1979 í byggingarsjóð
Glerárkirkju.
Seld minningar-spjöld, til
minningar um eftirtalin:
1978:
Ingvar Ólafsson 1.000. Stefán Guðjónsson
1.000. Hjálmar Halldórsson 2.000. Guð-
mund Stefánsson 3.000. Hlyn Snæ Þor-
móðsson 500. Magnús Pétursson 3.000.
Zóphanías Ámason 3.000. Rósu Thoraren-
sen 3.000.
1979:
Hallfríði Sigurðardóttir 14.000. Sæbjörgu
ísleifsdóttur 2.000. Guðrúnu Jónsdóttur
4.000. Ara Kristjánsson 1.000. Kristín
Kristjánsdóttir 1.000. Sigríði Sigtryggs-
dóttur 2.000. Karl Jónsson 1.000. Vigni
Ársælsson 3.000. Baldur Jónsson 1.000. Jón
Sveinbjörnsson 2.000. Samtals 51.000.
Tökum að okkur
hreinsun og viðgerð á Ijósritunarvélum frá 3ja til 30.
jan. n.k.
fbúðin h.f.
Radíódeild
Jólahrað-
skákmót
Skákfélags Akureyrar verður haldið í Félagsborg föstu-
daginn 4. janúar klukkan 19.30. Fjölmennið. stjórnin.
Gjafir og áheit frá Ö.Á. 5.000. F.S. 5.000.
S.S. 1.500. S.E.J. 2.500. gjöf H.S. 11.000.
Gjöf frá Kirkjukór Lögmannshlíðar
119.500. — Samtalskr. 144.500. '
J. Sveinsdóttir.
Landshappdrætti ung-
mennafélaganna 1979.
Vinningsnúmer: f
Kr. No.
l. Myndsegulband .... 1.200.00 6591
2. Litasjónvarp 700.000 9781
3. Plötuspilari 4. Stereo transitor- 560.000 7598
tæki með öllu 5. Transistortæki 240.000 6832
með segulbandi .... 6. Transistortæki 120.000 11047
með segulbandi .... 7. Transistortæki 120.000 7579
með segulbandi .... 8. Transistortæki 120.000 14741
með klukku 9. Transistortæki 30.000 1576
með klukku 10. Transistortæki 30.000 8143
með klukku 1 l.Transistortæki 30.000 13862
með klukku 12. Transistortæki 30.000 13141
með klukku 13. Transistortæki 30.000 16346
með klukku 14. Transistortæki 30.000 19750
með klukku 15. Transislortæki 30.000 3580
með klukku 16. Transistortæki 30.000 18822
með klukku 17. Transistortæki 30.000 14218
með klukku 18. Transistortæki 30.000 3981
með klukku 19. Transistortæki 30.000 500
með klukku 20. Transistortæki 30.000 2498
með klukku 30.000 10361
Akureyringar
Flugeldasala H.S.S.A. í Alþýðuhúsinu verður oþin á
föstudaginn frá kl. 13.00 til 18.00
Þar verða á þoðstólum þlys og flugeldar fyrir
þrettándann. Á álfabrennu Þórs á sunnudaginn
verðum við með glæsilega flugeldasýningu, sem
bæjarbúar eru hvattir til að sjá.
Óskum öllum bæjarbúum gleðilegs árs og þökkum
veittan stuðning á sl. ári.
Hjálparsveit Skáta Akureyri
Norðurverk h.f.
óskar starfsfólki sínu og viðskiptavinum farsæls
nýs árs, þakkar viðskiptin á liðnu ári og vonast eftir
áframhaldandi góðri samvinnu á nýju ári.
Einnig viljum við nota tækifærið og tilkynna breytt
heimilisfang. Frá og með 1. janúar 1980 verður
skrifstofa okkar að Óseyri 16, Akureyri, símanúmer
verður óbreytt 21777.
Norðurverk h.f. Óseyri 16, pósthólf 161
600 Akureyri
sími 21777
Samtök herstöðvarandstæðinga halda
13. gleði
fyrir alla fjölskylduna í Alþýðuhúsinu 6. janúar n.k.
kl. 2 e.h.
Dansað í kringum jólatré, leikþáttur sem þörn flytja,
leikir og ávörp og jólasveinninn kemur í heimsókn.
Kaffi, kökur og gosdrykkir.
Aðgangseyrir aðeins kr. 1.000,- öll fjölskyldan
velkomin.
Mætum öll ungir sem aldnir.
DAGUR.7