Dagur - 08.01.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 08.01.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur Akureyri, þriðjudagur 8. janúar 1980 2. tölublað m \daYé\ai ■ = Nýr söngstjóri frá Noregi Karlakórinn Heimir á Sauðárkróki fékk nýjan söngstjóra í haust. Sá er norskur að ætt og uppruna, kennir við Tónlistarskóla Skagafjarðar. Hann heitir Sveinn Arni Korcham. Kórinn hefur þegar haldið eina söngskemmtun. G.Ó. * Hlaut fálka- orðuna í síðustu viku sæmdi forseti íslands Arngrím V. Bjarnason, fv. aðal- fulltrúa KEA, riddara- krossi, fyrir félagsmála- störf. * Eitt blað í viku í janúar Auglýsendur og áskrif- endur Dags eru beðnir að athuga að í janúar kemur Dagur út einu sinni í viku — á þriðju- dögum. Auglýsingar þurfa að hafa borist af- greiðslu blaðsins fyrir kl. 19 á mánudagskvöld. * Þorrablót framsóknar- manna Fyrirhugað er þorrablót og kosningahátíð fram- sóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra í Hlíðarbæ föstudaginn 25. janúar n.k. Nánar verður greint frá þessu í næsta blaði. * Húsmæðra- fundur Fyrirhugað er að halda fund með húsmæðrum á Vopnafirði í byrjun þessa árs. Fenginn verður erindreki með matvælakynningu eða annað áhugavert. Kynnt verður starfsemi félags- ins og leitað eftir skoð- unum húsmæðra á þjónustu. Kaffiveitingar verða á boðstólum. Slík- ir fundir hafa verið fjöl- sóttir og þótt gagnlegir, þar sem þeir hafa verið haldnir. Tveir stungnir til bana um borð í varðskipinu Tý LAUST FYRIR kl. 19 á gær lagðist varðskipið Týr að Torfunefsbryggju á Akureyri, með lík tveggja ungra skip- verja. Þeir létust af áverkum sem skipsfélagi þeirra veitti þeim með hnífi í gærmorgun þegar skipið var statt 50 sjó- mílur norður af Grímsey. Sá sem verknaðinn framdi hvarf fyrir borð og fannst ekki Atburður þessi gerðist klukkan 9.30 í gærmorgun. Aðdragandinn er ekki fullljós, en voðaverkið mun hafa gerst í eldhúsi skipsins. Flugvél frá Landhelgisgæslunni kom til Akureyrar á sjötta tímanum í gærdag með menn frá Rann- sóknarlögreglu ríkisins og hófst frumrannsókn málsins strax og skipið lagðist að bryggju. Hvorki illindi né áfengisneysla munu hafa valdið þessari ógæfu. Þeir sem létust hétu Jóhannes Ólsen, 21 árs, Meistaravöllum 25, Reykja- vík, Einar Ó. Guðfinnsson, 18 ára, Skriðustekk 13, Reykja- vík og nafn mannsins sem er saknað, er Jón D. Guðmundsson, 32ja ára, Reykjavík. Rannsóknarlögreglumenn komu frá Reykjavik með flugvél Landhelgisgæslunnar og hófu þegar frumrannsókn málsins. Mynd: á.þ. Skipverjar á varðskipinu Tý sfóðu heiðursvörð, þegar lík skipsfélaga þeirra voru borin í land á Torfunefsbryggju. Mynd: á.þ. Framtalseyðublöðin koma í næstu viku: Frestur gefinn til 10. febrúar NÚ ER verið að prenta skatt- framtalseyðublöð, sem vænt- anlega fara að berast skatt- greiðendum í næstu viku, að sögn Halls Sigurbjörnssonar, skattstjóra i Norðurlandsum- dæmi eystra. Byrjað var að senda út launamiða í gær- morgun. Framtalseyðublöðin verða mjög frábrugðin því, sem þau hafa verið undanfarin ár og má búast við því að þessi árlegi við- burður, að telja fram til skatts, vefjist venju fremur fyrir mönn- um. Hallur Sigurbjörnsson sagði, að framtalið væri þó ekki eins flókið og það liti út fyrir að vera í fljótu bragði. Þó ætti sú staðhæf- ing ef til vill við núna, sem margir hafa haldið fram, að skattamálin yrðu flóknari og flóknari með hverri einföldun sem gerð væri á þeim. Væri því ekki óeðlilegt, þó ýmsum óaði við því að telja fram til skatts í þetta sinn. Hallur sagði að leiðbeiningar um skattframtöl væru væntanlegar um leið og eyðublöðin kæmu og ættu þær að auðvelda mönnum mjög mikið að telja fram. Framtalsfresturinn hefur verið lengdur og verður nú til 10. febrúar í stað 31. janúar eins og verið hefur. Lenging frestsins stafar ekki fyrst og fremst af því, að nú kemur nýtt framtalseyðu- blað til sögunnar, heldur vegna þess, að reynsla undanfarinna ára hefur sýnt. að fólk þarf lengri frest. Skattstjóri sagði að með til- komu þessa lengri frests, mætti búast við því að erfiðlegar gengi að fá framlengingu, eins og svo algengt hefur verið á undanförn- um árum. Nú þyrftu menn að sýna fram á að þeim væri nær ómögulegt að telja fram á réttum tíma, vegna fjarveru sjúkdóma o.s.frv. ef þeir ætluðu að fá fram- talsfrestinn lengdan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.