Dagur - 08.01.1980, Qupperneq 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf
Af stjórnarmyndun
Ekki verður séð, að á næstunni finnist
leið út úr þeirri stjórnarkreppu, sem
þjóðin þýr nú við. Það má til sanns
vegar færa, að ekki hafi komið á óvart,
að Steingrími Hermannssyni skyldi
ekki takast að mynda ríkisstjórn. Sem
fyrr reyndust Alþýðuflokkurinn og Al-
þýðubandalagið ekki reiðubúnir að
fórna þröngum flokkshagsmunum
fyrir þjóðarhag. Sýndarmennskan
sem þessir flokkar viðhöfðu við til-
lögugerð sýndi það glögglega. Al-
þýðuflokkurinn kom með hugmyndir
sínar, þegar nær Ijóst var orðið, að
ekki gat orðið að samkomulagi og
meira að segja Alþýðubandalags-
menn sjálfir sáu hverslags ómynd
þeirra eigin tillögur voru, og þorðu
ekki svo lítið sem að láta Þjóðhags-
stofnun reikna út, hvað þær gætu haft
í för með sér. Þetta var engin ný hlið,
sem þessir tveir flokkar sýndu á sér,
heldur rofnaði fyrra stjórnarsamstarf
einmitt vegna óheilinda og tortryggni
þeirra hvors í annars garð.
Kjósendur Framsóknarflokksins
vildu vinstri stjórn, — stjórn sem
kæmi í veg fyrir atvinnuleysi og
tryggði kaupmátt lægstu launa, drægi
úr verðbóigunni og minnkaði að-
stöðumuninn í þjóðfélaginu. Þess
vegna var ekki óeðlilegt þó Steingrími
Hermannssyni tækist ekki að mynda
meirihlutastjórn, því hann vildi vera
trúr sínum kjósendum og gat því ekki
gengið tii samstarfs við Sjálfstæðis-
flokkinn á grundvelli leiftursóknar-
hugmynda hans, eða öllu heldur for-
ystusveitarinnar.
Ekki virðast teljandi líkur á að Lúð-
vík Jósepssyni takist að mynda
meirihlutastjórn. Alþýðuflokkurinn
hafnaði Lúðvík sem forsætisráðherra
á sínum tíma og gerir svo vafalaust
aftur, ef til kemur, og Sjáifstæðis-
flokkurinn fer varla að svíkja vini sína
í vestri með því að stuðla að því, að
„kommúnistaleiðtogi“ verði forsæt-
isráðherra í Natóríki. Það verður auk
heldur ekki séð, að Alþýðubandalagið
hafi mikinn áhuga á að skipa ríkis-
stjórn, þegar stjórnmálaleiðtogar
þurfa að axla þá ábyrgð sem fylgir því,
að allir kjarasamningar eru lausir og
næsta ríkisstjórn getur vart setið að-
gerðarlaus þegar tekist verður á við
kjaraborðið. Ekki þarf að fjölyrða um
möguleika Benedikts Gröndals til að
mynda ríkisstjórn, þar sem allir hinir
telja sig vafalaust, og með rétti, betur
til þess fallna.
Líklegt má telja, að boltinn verði
látinn fara annan hring og reynt til
þrautar, hvort ekki takist að mynda
meirihlutastjórn. Tæpast er um það
að tala, að mynda meirihlutastjórn
með þátttöku beggja A-flokkanna,
eins og afstaða þeirra hvors til annars
hefur leitt í Ijós. Eins og fyrr verður
það að líkindum Framsóknarflokkur-
inn, sem ieiðir þjóðina út úr ógöngum
stjórnarkreppunnar. Við síðustu
stjórnarmyndun tók hann þjóðarhag
fram yfir flokkshagsmuni og at-
kvæðasmölun. Fólkið í landinu kunni
að meta það og ef til vill er von til
þess, að hinir flokkarnir sjái nú að
sér, þó ekki væri nema fyrir það, að
ábyrg stefna getur leitt til kosninga-
sigurs. Það kom í Ijós í síðustu
kosningum.
— Nú tókst Steingrími Her-
mannssyni ekki að mynda ríkis-
stjórn og horfurnar hjá Geir Hall-
grímssyni sýnast ekki góðar.
Hvernig líst þér á möguleika for-
ystumanna hinna flokkanna
tveggja að mynda meirihluta-
stjórn?
— Þó að illa virðist horfa með
stjórnarmyndun flokksforingj-
anna, er ekki útséð með að aðrir í
flokkunum geti ekki náð saman
stjórn. Ég er þeirrar skoðunar, að
þingmenn flokkanna hafi ekki
rætt þessi stjórnarmyndunarmál
eins og þurft hefði. Mjög margir
þingmenn eiga það sammerkt, að
hafa miklar áhyggjur af atvinnu-
ástandinu í landinu, ástandinu í
landbúnaði og ýmsum fleiri mál-
um. Allir þingmenn Framsókn-
arflokksins, meirihluti þing-
manna Alþýðubandalagsins um
um helmingur þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins hafa ekki ólík
viðhorf til þess, hvernig eigi að
leysa atvinnumálin og landbún-
aðarmálin. Sérstaklega eru það
landsbyggðaþingmennirnir, sem
hafa svipaðar skoðanir á lausn
vandamálanna. Með því að beina
orðum mínum þannig að þing-
mönnum þessara flokka, er ég
sérstaklega að gagnrýna forystu
Sjálfstæðisflokksins sem virðist
vera orðin eitthvert einangrað
fyrirbæri í Reykjavík.
En þessir þrír flokkar sem ég
nefndi, ættu að geta unnið saman
til þess að bjarga atvinnuástand-
inu og leysa viss verkefni, en láta
ágreiningsmálin að öðru leyti
eiga sig. Ég fæ ekki séð að Al-
þýðuflokkurinn eigi neitt erindi í
ríkisstjórn, og ætti að vera óþarft
að rökstyðja það.
Alþýðuflokkurinn
kemur síst til greina
— En hvað með möguleika á
minnihlutastjórn ?
— Ég fæ ekki séð að það sé fær
leið. Ástandið í þjóðfélaginu er
orðið þannig, að það þarf að taka
á vandamálunum og ég held að
minnihlutastjórn geti ekki leyst
þau sem skyldi. Það er einnig
ljóst, að ekki verður tekið á þess-
um vandamálum nema með
samstöðu við verkalýðshreyfing-
una.
Ég hef heyrt sögusagnir um að
Alþýðuflokksmenn láti sér detta í
hug minnihlutastjórn, og þá jafn-
búnaðarmála, samvinnumála og
annarra veigamikilla málaflokka.
Þeir kæmu síst til greina í minni-
hlutastjórn með Framsóknar-
flokknum.
— Hvað með þjóðstjórn, þar
sem allir flokkar tœkju höndum
saman?
Ábyrgðarleysi að
efna til kosninga
— Er einhver möguleiki á því,
að þessi stjórnarkreppa verði ekki
leyst nema með nýjum kosningum?
— Ég held að nýjar kosningar
myndu ekki breyta miklu. Þó hef
aukningin mest og er það e.t.v.
ekki óeðlilegt. Við höfum tekið
samvinnustefnuna í okkar þjón-
ustu og farið inn á fleiri svið at-
vinnurekstrar, en víðast hvar
annars staðar á landinu. Reynsl-
an af samvinnustefnu okkar hef-
ur verið góð og fólkið metur það
að verðleikum.
„Við leysum ekki vanda
málin með kosningum“
Lítið hefur miðað í stjórnarmyndunarviðrœðum, eins
°g alþjóð er kunnugt. Litlar likur eru á að Geir Hall-
grímssyni verði nokkuð ágengt, enda eiga leiftur-
sóknarhugmyndir Sjálfstœðisflokksins ekki upp á
pallborðið hjá forystumönnum hinna flokkanna,
frekar en hjá kjósendum. Dagur rœddi fyrir helgi við
Stefán Valgeirsson, alþingismann, um stöðuna í
stjórnmálunum og fer viðtalið hér á eftir.
Stefán Valgeirsson.
vel með okkur framsóknarmönn-
um. Ég fæ ekki séð, að það gangi,
eins og afstaða þeirra er til land-
— Ég hef enga trú á því að það
sé yfirleitt hægt að mynda neina
stjórn með „A-flokkunum“ báð-
um. Það gæti verið ágæt lausn að
mynda þjóðstjórn til að taka á
ákveðnum verkefnum til stutts
tíma, en sambúðarerfiðleikar
standa því fyrir þrifum að mínu
mati.
Ég hygg að auðveldara yrði að
koma á stjórn Framsóknar-
flokksins, Alþýðubandalagsins og
Sjálfstæðisflokksins og ég tel að
ekki sé útséð um að slík stjórnar-
myndun geti tekist. Eðlilegt er að
sigurvegari kosninganna leiði
slíkar stjórnarmyndunarviðræður
og ég sé ekki að það yrði minni
vinstri stjórn heldur en mað þátt-
töku Alþýðuflokksins, að því til-
skyldu, að leiftursóknarhug-
myndum afturhaldsins í Reykja-
vík yrði kastað fyrir róða.
ég orðið var við það, að fylgi
Framsóknarflokksins hefur verið
að aukast allt til þessa dags,
þannig að pólitískt stöndum við
vel að vígi miðað við hina flokk-
ana. Við stöndum hins vegar
frammi fyrir því, að ef ekki verð-
ur tekið raunhæft á málum nú
þegar, blasir við atvinnuleysi, lík-
lega í verulegum mæli, og því
væri það algjört ábyrgðarleysi, að
fara að stofna til nýrra kosninga.
Við hyggjumst gera allt sem í
okkar valdi stendur til að standa
við okkar stefnu, meðal annars
þau markmið, að halda uppi
fullri atvinnu, reyna að ná niður
verðbólgunni og minnka að-
stöðumuninn í þjóðfélaginu. Við
gerum það ekki með því að efna
enn á ný til kosninga."
Alþýðuflokkurinn —
vinstri fiokkur?
— Nú vann Framsóknarflokk-
urinn mikinn sigur í síðustu
kosningum og endurheimti fvrra
fylgi sitt. Hvað finnst þér svo um
frarnhaldið — það sem gerst Itefur
í stjórnmálunum að lokaum
kosningunum?
Niðurstaða kosninganna var
mjög ánægjuleg, ekki síst fyrir
Norðlendinga. Hér var fylgis-
Varðandi stjórnarmyndunar-
viðræður að loknum kosningum
verður að hafa það í huga með
hverjum hætti störfum fyrri ríkis-
stjórnar lauk. Það hlaut að liggja
nokkuð ljóst fyrir, að erfitt yrði að
ná saman vinstri stjórn, í fram-
haldi af því sem á undan var
gengið. Það er reyndar íhugunar-
efni, hvort hægt sé að kalla Al-
þýðuflokkinn vinstri flokk, miðað
við það hvernig afstaða er tekin til
mála í þeim herbúðum.
Það sem helst hefur hins vegar
komið á óvart, er hinn takmark-
aði vilji sem Alþýðubandalagið
virðist hafa á því að ný vinstri
stjórn verði mynduð. Um skýr-
ingar á þeirri afstöðu er bágt að
segja, en það kann að vera, að það
hafi einhver áhrif að í vetur verð-
ur kosið til Alþýðusambands-
þings, og með hliðsjón af því get-
ur verið gott, að þurfa ekki að
bera ábyrgð á aðgerðum, sem
geta verið nauðsynlegar, en ekki
að sama skapi vinsælar.
Aðgerðarleysi þýðir
atvinnuleysi
Alþýðubandalagið segist ekki
vilja taka þátt í kjararýrnunarað-
gerðum, en horfir fram hjá þeirri
staðreynd, að kjararýrnunin kann
að verða ennþá meiri og ábyrgðin
að sama skapi meiri, ef ekki næst
samkomulag um aðgerðir. Al-
þýðubandalagið hefur ekki kom-
ið fram með neinar afgerandi til-
lögur um að ná niður verðbólg-
unni, á annan veg en til dæmis
Framsóknarflokkurinn hefur lagt
til. Alþýðubandalagsfólk úti á
landi er farið að sjá þetta og gera
sér grein fyrir því, að það sem
máli skiptir, er að halda uppi at-
vinnu og sjá til þess, að kjara-
skerðing vegna þeirra erfiðleika
sem blasa við í þjóðfélaginu verði
sem minnst. Það er ekkert nema
öfugmæli að segja, að Fram-
sóknarflokkurinn vilji fara
launalækkunarleið, því vísasta
leiðin til launalækkunar er að
gera ekki neitt.
— Ertu með þessu að segja, að
framleiðni — og framleiðsluaukn-
ing, sem A Iþýðubandalagið leggur
áherslu á, sé ekki raunhœf leið,
eins og á stendur?
— Það stendur svo sannarlega
ekki á okkur að vilja auka fram-
leiðsluna og bæta, en það verður
ekki gert í einu vetfangi heldur
þarf til þess langan tíma. Þetta
eru ekki úrræði sem eiga við í
dag, en ber að stefna að. Með því
að vera utanstjórnar hindrar Al-
þýðubandalagið beinlínis, að
stetnt verði að þessu marki.
Uppgjöf að mynda
embættismanna-
stjórn
Alþingi hefur siðferðilega
skyldu til að mynda stjórn og taka
á málum. Ég tel það vera algjöra
uppgjöf, ef grípa þarf til þess að
mynda embættismannastjórn.
Það yrði ekki til að auka-á virð-
ingu Alþingis. Það eykur svo enn
frekar á erfiðleikana við stjórnar-
myndun nú, að innan Alþýðu-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins
vantar alla samstöðu, svo ekki sé
kveðið fastar að orði.
Myndir úr sögu Menntaskólans á Akureyri
UNNIÐ ER að ritun sögu
Menntaskólans á Akureyri og
er ætlunin að hún komi út á
vori komanda. Allmikið er til í
eigu skólans af myndum sem
tengjast sögu hans; ennfremur
hafa honum borist nokkrar
myndir af kennurum og nem-
endum skólans. Mikið skortir
á að allir þeir sem á myndunum
eru verði nafngreindir, og á
það þó einkum við um elstu
myndirnar. Eru nokkrar þess-
ara mynda nú birtar hér í
blaðinu ef ske kynni að les-
endur gætu veitt einhverjar
upplýsingar um þá sem á
myndunum eru. Upplýsingum
má koma til blaðsins ellegar til
Tómasar Inga Olrich, kon-
rektors Menntaskólans á Ak-
ureyri.
Myndin, sem hér er birt, er
tekin vorið 1901. Á henni sitja
þeir fremstir ( frá vinstri) Halldór
Briem, kennari, Jón A. Hjaltalin,
skólameistari og Stefán Stefáns-
son kennari og síðar skólameist-
ari. Drengurinn að baki Stefáni
Stefánssyni er Valtýr sonur hans,
8 ára gamall. Lengst til vinstri í
miðröð er maður sem sýnilega er
nokkuð eldri en námssveinarnir
og ekki ólíklegt að þar sé Þor-
steinn Jónsson, síðar bóndi á
Bakka í Öxnadal, en hann var á
þessum árum ráðsmaður Stefáns
Stefánssonar. Aðrir á myndinni
eru væntanlega allir nemendur
skólans. Samkvæmt skrá sem
gerð var í febrúar 1901, að loknu
miðsvetrarprófi, voru 19 nem-
endur í neðri bekk, en 22 í efri
bekk. Af þessum 22 neme.ndum
efri bekkjar luku 18 burtfarar-
prófi um vorið. Er hér með birt
skrá sú yfir nemendur skólans
sem gerð var í febrúar 1901 ef hún
gæti auðveldað lesendum blaðs-
ins að nafngreina þá sem á
myndinni eru.
Möðruvallaskóli
nremendur
1900-1901
Neðri bekkur
1. Ásgeir Þorvaldsson, f. 4/8 1882 að
Hjaltabakka í Húnavatnssýslu.
2. Bergsteinn Kolbeinsson, f. 20/5
1877 að Stóru Mástungu í Arnes-
sýslu.
3. Björn Jónasson, f. 30/9 1879 að
Hrappsstöóum i Hjaltadal i
Skagafjarðarsýslu.
4. Björn Jónsson, f. 12/II 1880 að
Ytra-Holti i Svarfaðardal í
Eyjafjarðarsýslu.
5. Bogi Ólafsson, f. 16/10 1879 að
Sttmarliðabæ i Holtum i Rangár-
vallasýslu.
6. Einar Bogason, f. 11/1 1881 í
Hringsdal i Ketildölum við A rnar-
fjörð.
7. Einar Tómasson, f. 12/5 1881 að
Barði i Fljótum i Skagafjarðar-
svsltt.
8. Gisli Helgason, f. 9/2 1881 að
Seljateigi í Reyðarfirði.
9. Gisli Þórarinn Ólufur Gislason, f.
26/11 1884 að Skeiði i Arnarfirði.
10. Grímur Jónsson, f. 7/4 1884 að Bæ
við Steingrimsfjörð.
11. Jóhannes Friðlaugsson, f. 27/9
1882að Hafralœk i Aðalreykjadal.
12. Jón Magnús Friðriksson, f. 11/5
1880 að Hóli i Ketildölum við
A rnarfjörð.
13. Lárus Bjarnason, f. 1/8 1876 að
Prestsbakka á Síðu.
14. Leifur Haraldur Hansen, f. 18/5
1885 i Isafjarðarkaupsslað.
15. Magnús Sigurðsson, f. 4/5 1882 á
Mýrnesi i Eiðaþinghá i Suður—
Múlasýslu.
16. Páll Árnason, f. 9/7 1879 að
Hreiðarstöðum i Svarfaðardal i
Eyjafjarðarsýslu.
17. Snorrt Einarsson, f. 20/1 1884 á
Oddeyri við Eyjafjörð.
18. Stefán Sigurðsson, f. 25/12 1882
að Kjartansstöðum i Skagafjarð-
arsýslu.
19. Þorbergur Guðmundsson, f. 30/4
1879 að Fannardal i Norðfirði í
Sttður-Múlasýslu.
Möðruvallaskóli
nemendur 1900»
1901 Efri bekkur
/. Adam Þorgrimsson, f. 8/7 að Nesi
i A ðaldal.
2. Arni Jónsson, f. 20/7 1882 að
A rnarnesi við Eyjafjörð.
3. Asgeir Gislason, f. 3/10 1882 að
Hrisgerði i Fnjóskadal.
4. Ásgrimur Þorgrímsson, f.3/1 1879
að Hofsstaðaseli í Skagafjarðar-
sýsltt.
5. Baldttr Jónsson, f. 15/1 1878 að
Baldursheimi við Mývatn.
6. Björn Magnússon, f. 26/4 (ár ?) að
Garðakoti i Hjaltadal i Skaga-
fjarðarsýslu.
7. Einar Eiríksson.f. 9/4 1881 að Bót
i Hróarstungu i Norðttr-Múla-
sýslu.
8. Jakob Frímannsson.f. 4/8 1879 að
Vindhœli i Húnavatnssýsht.
9. Jón Guðmundsson, f. 12/2 1873 að
Utnyrðingsstöðum i Suður-Múla-
sýslu.
10. Jón Kristjánsson, f. 20/8 1881 að
Dagverðareyri i Eyjafjarðarsýslu.
11. Jörgen Kjerulf, f. 15/6 1877 að
Melum i Fljótsdal Norður Múla-
sýsht.
12. Óddur Jónasson, f. 27/2 1885 að
Fellsmútla i Rangárvallasýslu.
13. Oddur Kristjánsson, f. 1412 1883
að Dagverðareyri í Eyjafirði.
14. Ólafttr Jónsson, f. 21/11 1881 að
Fjöllum í Kelduhverfi i Norður
Þingevjarsýsiu.
15. Páll Skúlason, f. 24/2 1881 að
Dœli i Fnjóskadal i Þingeyjar-
sýslu.
16. Sigurður Kristinsson, f. 2/7 (ár ?)
að Öxnafellskoti i Eyjafjarðar-
sýslu.
17. Sigurðttr Sveinsson, f. 6/4 1875 að
Gunnfriðarstöðum i Svínavatns-
Itreppi i Húnavatnssýslu.
18. Sigurbjörn Stefánsson, f. 1/81880
að Guðmundarstöðum i Vopna-
firði.
19. Valdimar Valvesson, f. 22/8 1883
að Þórisstöðum á Svalbarðsströnd
i Þingeyjarsýslu.
20. Þorkell Guðnason, f. 2/1 1876 að
Jódísarstöðum i Skriðultverfi i
Þingeyjarsýsht.
21. Þorlakur Marleinsson, f. 8/4 1880
að Hofsstöðum við Mývatn.
22. Þorsteinn Sigurgeirsson, f. 14/8
1880 að Álftagerði i Skagafjarð-
arsýslu.
Fyrstu stigin
til Þórsara
Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ
lék Þór við Ármann í annarri
deild karla í handknattleik.
iþrótta-
maður
ársins
UM SÍÐUSTU helgi kunn-
gjörðu íþróttafréttamenn val
á íþróttamanni ársins 1979.
Það eru íþróttafréttamenn
dagblaðanna, sjónvarpsins
og útvarpsins sem standa að
Hreinn Halldórsson.
þessu kjöri. Að þessu sinni
var Hreinn Halldórsson fyrir
valinu, en hann hefur þrisvar
áður hlotið þetta sæmdar-
heiti. Það verður að segjast
eins og er að valið á Hreini
kemur nokkuð á óvart því
síðasta ár var ekki eins gott
eins og flestir höfðu vonað,
þar er veikindi hrjáðu Hrein.
Hreinn er hins vegar eins og
allir vita sá íþróttamaður sem
fremst stendur á heimsmæli-
kvarða í dag. Þó verður að telja
að öll heimsmet Valbjörns Þor-
lákssonar í öldungaflokki komi
þar einnig til álita. í öðru sæti
var KA maðurinn og sprett-
hlauparinn Oddur Sigurðsson,
en hann skaust upp á stjörnu-
himininn á síðasta ári. og er
ókrýndur konungur sprett-
hlauparanna.
Blaðið óskar þeim Hreini og
Oddi til hamingju með þennan
góða árangur. Þegar íþrótta-
maður ársins er valinn á þessum
tíma árs gleymast venjulegast
þeir sem áttu góð afrek fyrir
tæpu ári síðan. Þannig er t.d.
farið með skíðamenn okkar. í
10 efstu sætunum var enginn
skíðamaður! Mundi enginn eft-
ir Hauki Sigurðssyni frá Ólafs-
firði en hann er margfaldur ís-
landsmeistari og vann flest öll
punktamót í göngu á sl. ári.
Leikurinn var mjög jafn og
skemmtilegur og lauk honum
með sigri Þórs sem gerði 25
mörk á móti 23 hjá Ármanni.
Sá sem fyrst og fremst skóp
sigur Þórs í þessum leik var
Pálmi Pálmason, en hann lék
nú sinn fyrsta deildarleik
25:23
með Þór og stóð sig með
prýði. í kring um hann
myndast meira spil en áður
hefur verið og sem sagt, leik-
ur Þórs var allur meiri og
betri en hann hefur verið. Þá
lék Arnar Guðlaugsson
þjálfari Þórs með þeim í
leiknum og stóð sig einnig
vel, en þessir leikmenn léku
saman hjá Fram hér áður fyrr
og þekkja því vel hvorn ann-
an.
Markverðir Þórs vörðu sam-
tals 6 víti, Ragnar 3 og Davíð 3,
en þeir vörðu annars ágætlega.
Þegar 8 sek, voru eftir af leikn-
um varði Davíð víti, og boltinn
hrökk til Pálma sem sendi hann
viðstöðulaust í mark Ármanns,
en markmaðurinn hafði sótt
heldur langt fram á völlinn, og
með þessu marki og markvörslu
Davíðs varsigurinn innsiglaður.
Flest mörk Þórs gerði Pálmi 11,
5 úr víti, Valur 4, Arnar og
Benedikt 3, Sigtryggur 2 og Árni
og Gunnar 1. Friðrik var mark-
hæstur hjá Ármanni með 8
mörk og 1 úr víti.
Dómarar voru Guðmundur
Lárusson og Stefán Arnaldsson
og dæmdu vel. I þessum leikj-
um sýndu heimadómararnir
það að þeir dæma ekki verr en
þeir sem fá þarf úr Reykjavík,
og með því að nota þá sparast
mikill kostnaður fyrir þau lið
sem leika.
Sanngjörn úrslit:
Jafntefli hjá
KAog Ármanni
Á LAUGARDAGINN léku
KA og Ármann í annarri deild
í handbolta, og ætluðu Ár-
menningar að hefna fyrir
tapið á móti Þór daginn áður.
Leikur þessi var nokkuð
góður og spennandi, og allt
fram á síðustu mín. var ekki
Ijóst hvort liðið færi með sig-
ur af hólmi. Urslitin urðu
hins vegar jafntefli, 22 mörk
gegn 22 og var það sann-
gjarnt eftir gangi leiksins.
Sóknarleikur beggja liðanna
var á köflum mjög góður, en
þess á milli datt allt niður í
meðalmennskuna. Sérstak-
lega var það áberandi hjá
Ármanni.
Þeir áttu nokkrar mjög vel
útfærðar sóknir sem enduðu
með því að hafa tvístrað KA
vörninni og stóð þá venjulega
einn leikmanna þeirra einn og
óvaldaður og átti yfirleitt auð-
velt með að skora. Ekki verður
þó Gauti sakaður um mörkin
sem KA menn fengu á sig þvi
hann varði heilt yfir mjög vel
m.a. þrjú víti. KA leikur mjög
hraðan sóknarleik og sennilega
einn þann skemmtilegasta í
annarri deild, en það er eins og
ógnunin sé ekki nægjanlega
mikil, þrátt fyrir það að boltinn
gangi með leifturhraða á milli
manna.
Þegar fjórar mín voru eftir af
leiknum voru KA menn yfir
22-20, en þá reyndu þeir ótíma-
bær skot í staðinn fyrir að hanga
á boltanum og skjóta ekki nema
í dauðafæri. Þá varði mark-
maður Ármanns vítaskot frá
Þorleifi sem annars hafði verið
öruggur í vitaskotum sínum, á
síðustu mín. og þá rann annað
stigið út í sandinn.
í fyrstu var leikurinn mjög
jafn, og í fyrri hálfleik skildu
aldrei meira en tvö mörk, en
Ármann hafði yfirleitt forust-
una. I hálfleik var staðan 11
gegn 10 fyrir Ármann. í byrjun
síðari hálfleiks voru Ármenn-
ingar betri aðilinn og komust
mest í þriggja marka forskot, og
þá virtist á tímabili sem KA
væri að tapa leiknum.
Á 24 mín jafnar Þorleifur úr
víti 20-20, og stuttu síðar bætir
hann svo öðru marki við. Þá
kom mark frá Alla og KA allt í
einu komið með tveggja marka
forustu eins og áður sagði. Á
siðustu stundu tókst Ármenn-
ingum að jafna og úrslitin urðu
jafntefli 22-22. Friðrik Frið-
riksson ver besti maður Ár-
manns en hann er mjög skot-
fastur og skemmtilegur leik-
maður. Gunnar Gislason og
Gauti voru bestir hjá KA. Að
vísu var Gunnar óheppinn með
skot sín sérstaklega í fyrri hálf-
leik, en harðfylgi hans og
dugnaður er með einsdæmum.
Flest mörk KA gerðu Þorleifur
7 fjögur úr víti, Alli gerði 5.
Gunnar og Jói 3, Guðmundur
tvö og Guðmundur Lár eitt.
Dómarar voru Gunnar Jó-
hannsson og Guðmundur
Skarphéðinsson, en þetta var
einn af fyrstu alvöruleikjum
sem þeir dæma og sluppu þeir
ágætléga frá því.
4.DAGUR
DAGUR.5