Dagur - 22.01.1980, Side 1

Dagur - 22.01.1980, Side 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur Akureyri, þriðjudagur 22. janúar 1980 4. tölublað Bjóða Pósti og síma: 30 milljóna vaxta- laust lán í eitt ár SVEITARSTJÓRNIR Öngulsstaða- og Hrafnagilshrepps hafa boðist til að útvega Pósti og síma 30 milljóna króna vaxtalaust lán til eins árs, gegn því, að lagður verði sjálf- virkur sími, samkvæmt áætlun á árunum 1980-81, í þá hluta sveitarfélaganna, sem ekki hafa nú þegar þannig síma. Þá hafa hrepparnir boðið afnot af sérhönnuðu húsnæði, sem þeir eiga að Hrafnagilsá, endurgjalds- laust um nokkur ár, ef henta þykir. Þá kemur einnig til greina, til að greiða enn frekar fyrir þessu máli, að heimamenn leggi til tæki til afnota við lagningu símans, sem gæti orðið í formi láns til viðbótar þessum 30 milljónum, sem hrepparnir bjóðast til að út- vega. Staðið hefur til í nokkur ár, að leggja sjálfvirkan síma I hrepp- ana. Af því hefur hins vegar ekki orðið, þar sem fjármagn til fram- kvæmdanna hefur sífellt verið skorið niður. Sjálfvirkur sími er að hluta til í báðum hreppunum, og á þeim bæjum er síminn opinn allan sólarhringinn. Sveitasíminn er í 90-100 húsum í báðum hreppunum, og þar geta menn hins vegar aðeins hringt frá kl. 9-12 og 15-18 virka daga og kl. 11-15 á helgum dögum. Þetta veldur miklum óþægindum og getur raunar skapað stór hættu 1 þessum fjölmennu sveitum, ef t.d. eldur kviknar og ófært er. Mikil óánægja er með þetta misræmi og þann aðstöðumun, sem þannig er milli fólks í sömu sveitarfélögum. Oddvitar hreppanna skrifuðu póst- og símamálastjóra bréf, þar sem ofangreind tilboð voru kynnt, þann 7. janúar s.l., og tvisvar á síðasta ári voru send bréf, svipaðs efnis, til Ragnars Arnalds, þáverandi samgöngu- ráðherra. Sæstrengur yfir Eyja- fjörð? Strengurinn boðinn út án þess að f jármagn sé fyrir hendi RAFMAGNSVEITUR ríkisins hafa óskað eftir tilboðum í 12 Kw sæstreng yfir Eyjafjörð, en 800 undir- skriftir SAMSTARFSHÓPUR um eflingu æskulýðsheimilisins Dynheima hefur nýlega safn- að tæplega 800 undirskriftum til styrktar kröfum sínum um aukið húsrými fyrir æsku- lýðs- og tómstundastarfið. Æskulýðsráð Akureyrar á hluta hússins, en kassagerð KEA neðri hæðina, sem ung- lingarnir hafa augastað á. Sendu þeir því Vali Arnþórs- syni, kaupfélagsstjóra, undir- skriftarlistana í síðustu viku. Valur sagði í viðtali við Dag, að hann myndi leggja erindi unglinganna fyrir stjórn kaup- félagsins, og kvaðst ekki efast um, að vel yrði brugðist við. Hann sagði að stefnt hafi verið að því, að láta bæinn fá þetta húsnæði undir kassagerðina. Hann sagði mögulegt að þetta mál leystist á þessu ári. með tilkomu hans mun raf- magnsskortur á Grenivík og ná- grenni heyra sögunni til. Ástæð- an fyrir lagningu strengsins er sú að Svalbarðsstrandarlínan er fyrir löngu orðin yfirlestuð og endurbygging hennar ákaflega kostnaðarsöm. Þá mun sæ- strengurinn tryggja rekstrarör- yggi RARIK og gera Grenvík- ingum kleift að hita hús sín upp með raforku. „í tillögum okkar til fjárlaga 1980 er áætlað að verja 230 milljónum króna til þessa verks. Þetta hefur ekki verið samþykkt, en rafveitumar hafa undanfarið barist fyrir framgangi málsins og nú var strengurinn boðinn út upp á von og óvon,“ sagði Kristján Jónsson raf- magnsveitustjóri. „Við gerum þetta í þeirri von að þegar tilboðin koma fáum við samþykki stjórnvalda til að vinna verkið, en það er engan veginn víst ennþá.“ Kristján sagði að nauðsynlegt hefði verið að bjóða strenginn út nú — ef það biði, fengist strengurinn ekki afgreiddur í tæka tíð, þ.e. fyrir DAGUR Tvö blöð f viku! DAGUR kemur nú aftur út tvis- var í viku. Auglýsendur eru minntir á að skilafrestur auglýs- inga í fimmtudagsblaðið er klukkán nitján á miðvikudögum. Síðustu forvöð til að koma aug- lýsingum í þriðjudagsblaðið er klukkan 19 á mánudögum. haustið. „Ef við fáum grænt Ijós frá yfirvöldum er stefnt að því að strengurinn komist í gagnið fyrir haustið. Af hálfu Rafmagnsveitna ríkisins er mikil áhersla lögð á að þetta mál nái fram að ganga, því það er orðið mjög brýnt. Sæstreng- ur verð fyrir valinu, en annars hefði þurft að byggja Svalbarðsstrandar- línuna upp. Með því að leggja sæ- strenginn fáum við hring í kerfið frá Akureyri og út með Eyjafirði að norðanverðu, yfir fjörðinn sagði Kristján Jónsson að lokum. Hitaveitan: Horft til Súlna af Torfunefsbryggju. Mynd: á.þ. Tengingar hafnar STARFSMENN Hitaveitu Ak- ureyrar eru farnir að tengja hús á nýjan leik. Nú er verið að tengja hús við hitaveituna á Oddeyri og um mánaðamót verða tengingar hafnar í Glerárhverfi. Húseigendur sem ekki hafa fengið hitaveitu, en búa í tengdum hverfum, geta fengið tengingu nú þegar. Samkvæmt upplýsingum frá Hitaveitu Akureyrar geta húseig- Svavar hættir SVAVAR Gestsson skilaði í dag umboði sínu til myndunar meirihlutastjórnar. Líklegt þykir að Benedikt Gröndal fái boltann næst, en ósennilegt er talið að hann nái árangri. Allt er því í óvissu um hvað gerist í stjórnarmyndunar- málunum. Talsvert er rætt um utanþingsstjórn, sem einu lausnina, en margir eygja ennþá von um vinstri stjórn. Svavar Gestsson mun hins vegar vera þeirrar skoðunar, að nú sé útséð um að takist að mynda slíka stjórn. endur við eftirtaldar götur fengið tengingu nú þegar: Sólvellir, Víði- vellir, Reynivellir, Grenivellir. Ránargata, Ægisgata, Hriseyjar- gata (norðan Eiðsvallagötu) og Eyrarvegur. Bjarmastígur er tilbú- inn til tengingar. Seinni hluta vikunnar verður farið að tengja hús við Fjólugötu, Grænugötu Eiðsvallagötu, Norð- urgötu (suður að Eiðsvallagötu), Lundargötu, Fróðasund, Gránufé- lagsgötu og Strandgötu (vestan Norðurgötu). í næstu viku verða tengd hús við syðri hluta Norðurgötu og húsin austur að Hjalteyrargötu. Eftir mánaðamótin verður farið að tengja hús við „holtin" í Glerár- hverfi. Um svipað leyti verður farið að tengja í Síðuhverfi. Öryrkjar fá ókeypis aðgang BÆJARRÁÐ hefur lagt til að fötluðu fólki, svo og öðrum ör- yrkjum, sem ráðlagt er af sjúkraþjálfara eða lækni að iðka sund, sem einn þátt í endur- hæfingu, verði veittur ókeypis aðgangur að sundlaug bæjarinsf Miðbæjarskipu- lagið TILLAGA AÐ miðbæjarskipu- lagi, ásamt með fylgigögnum og skýringaruppdráttum, verður almenningi til sýnis í sal bæjar- stjórnar að Geislagötu 9 (4. hæð) frá og með 21. janúar til og með 29. febrúar. Bæjarbúum og öðrum, sem hér eiga hagsmuna að gæta, er bent á að frestur til að skila athugasemdum við til- löguna er til 14. mars n.k. At- hugasemdir skulu vera skrifleg- ar og skal þeim skilað til skrif- stofu bæjarstjóra. Sjá nánar auglýsingu í blaðinu í dag. Málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar, sem haldin er i dag. Dalbær í SÍÐUSTU viku var tekið í notkun nýtt heimili fyrir aldr- aða á Dalvík. Vegna plássleysis í blaðinu var ekki unnt að greina frá þessum merka at- burði. en síðar verður heimilið sem hlaut nafnið Dalbær heimsótt og íbúar þess Jón fær lán BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að Jóni Egilssyni verði veitt lán til kaupa á fólksflutningabifreið í Þýskalandi til notkunar strætisvagnaakstri á Akureyri

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.