Dagur - 14.02.1980, Side 5

Dagur - 14.02.1980, Side 5
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjrtrnarsimar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ASKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr : JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Þjóðarhagur eða stundarhagsmunir Þegar við fslendingar stóðum í þorskastríði við Breta og Vestur- Þjóðverja, var eitt besta vopnið í okkar höndum það mikla álit, sem íslenskir fiskifræðingar höfðu afl- að sér meðal þjóða heims. Þetta voru sérfræðingar á heimsmæli- kvarða, sem ekki var svo auðvelt að sniðganga. Enda notfærðu ís- lensk stjórnvöld sér kunnáttu þeirra, til að gera lýðum Ijóst, að framtíð sjálfstæðs Islands væri í voða, ef ekki yrði farið að ráðum þeirra og stórlega dregið úr sókn í þorskstofninn við ísland. Með samvinnu stjórnmálamanna, lög- spakra embættismanna og líf- fræðinga unnum við þorskastríð- ið. Nú standa íslendingar í annars konar stríði, — loðnustríði við sjálfa sig. Þetta er í raun og veru miklu erfiðara stríð heldur en þorskastríðið, þar sem hér er um að ræða eins konar borgara- styrjöld. í þorskastríðinu barðist landinn einhuga gegn ógnandi erlendum stórveldum. f loðnu- stríðinu berjast íslendingar inn- byrðis; einstaklingar, bæir, lands- hlutar, útvegsmenn og sjómenn og verksmiðjur, að ógleymdum stjórnvöldum. Fiskifræðingar lögðu á ráðin í þorskastríðinu, voru eins konar dómarar í kapp- leik, og sögðu að boltinn væri orðinn hálf vindlaus og ekki ieng- ur hægt að nota hann í keppni. Nú er sagt út af með dómarann. Mat manna á tiliögum fiskifræðing- anna fer að verulegu leyti eftir því, hvernig þær samrýmast hags- munum þeirra. Fiskifræðingar okkar eru best til þess færir að meta, hvort hætta sé á ferðum og hvort takmarka eigi veiðar. Þeirra dómi á að hlíta í þessum efnum, nú eins og í þorskastríðinu á sínum tíma. Það á ekki að þurfa að koma neinum á óvart, þótt loðnuveiðar séu stöð- vaðar. Hins vegar hefði mátt hugsa fyrir því að dreifa aflanum á löndunarstaðina. Það er út af fyrir sig ekkert óeðlilegt, þótt menn leggi mat á tillögur fiskifræðinga, sem öðrum þræði tekur mið af eiginhagsmunum því hagsmun- irnir eru miklir. Það eina sem í húfi er fyrir fiskifræðingana, er vís- indalegur heiður þeirra. Hann er í veði hvort sem þeir ráðleggja of mikla eða of litla veiði. Það sem gera á, er að efla starfsmöguleika þessara manna. Mest er um vert fyrir alla lands- menn, að geta um ókomna framtíð veitt af þessari auðlind. Stundar- hagsmunir eiga ekki við, þegar þjóðarhagur er í veði. 1 ANDINN ER n Í YFIRLEITT | GOÐURA 1 ALÞINGI ol — segir Guðmundur Bjarnason, alþm., um nýja vinnustaðinn DAGUR ræddi fyrir skömmu við Guðmund Bjarnason, al- þingismann, sem var þriðji maður á lista Framsóknarflokks- ins í Norðurlandi eystra fyrir síðustu kosningar, og hlaut kosningu sem 5. þingmaður kjördæmisins. Fróðlegt er að kynnast viðhorfum hans til kosninganna, þingsins og nýju ríkisstjórnarinnar og við gefum honum orðið. „Bar það ekki nokkuð skjótt að, framboð þitt og kosning á A Iþingi? „Já, það má með sanni segja. Ég hafði svo til dregið mig út úr öllu stjórnmálavafstri, einkum af tveimur ástæðum, Er ég flutti frá Húsavík til Keflavíkur, sumarið 1977 gekk ég að sjálfsögðu úr Framsóknarfélagi Húsavíkur og þar með úr ýmsum trúnaðarstöð- um er ég hafði gengt innan Fram- sóknarflokksins sem fulltrúi þess félags. Hin ástæðan var sú, og hafði ég sagt hana ýmsum kunningjum mínum, að ég hugsaði mér að hætta öllu pólitísku vafstri og sinna betur vinnu minni svo og gefa fjölskyld- unni meiri tíma en hægt er, þegar stjórnmál eru höfð að tómstunda- starfi. Ég hafði þó alltaf gott sam- band við mína gömlu vini og kunningja og átti sæti í Miðstjórn Framsóknarflokksins. Þegar svo þessar óvæntu kosningar báru að í desember s.l. lét ég til leiðast að taka þátt i baráttunni. Var ákvörð- un sú að ýmsu leyti erfið og margt sem togaðist á. Væri hægt að segja um það langa sögu en þar sem það er nú allt afstaðið læt ég það ógert. Leiddi til setu á Al- þingi með skjótum hætti Þegar framboðið var ákveðið hafði ég í sjálfu sér litla von um að það leiddi til setu á Alþingi með svo skjótum hætti sem raun varð á. Til þess virtist þurfa svo stóran sigur, miðað við kosningaúrslitin 1978. En þegar ljóst varð með sérfram- boð Jóns Sólnes og hans stuðningsmanna, jukust líkur mín- ar óneitanlega. Og svo kom þessi mikli og óvænti kosningasigur og sérstaklega ánægjulegt var, að hann leiddi í ljós að við vorum ekki upp á framboð Jóns komnir. Ég hlaut kosningu sem 5. þingmaður kjördæmisins þannig að hefði 2. maður D-listans hlotið kosningu sem kjördæmakosinn hefði hann fellt fulltrúa A-listans. 8% verðbólga Mikið er kvartað um dýrtíð og verðbólgu heima á íslandi. Sama er uppi á teningnum hér í Kanada. Hér er verðbólgan að rjúka úr 8% upp í 9%. (Einhver skrifaði mér að hún hefði verið komin upp i 80% á íslandi). Fjárlög ríkisstjórnarinn- ar hér gerðu ráð fyrir 10 kr. hœkkun á bensínlítra í desember. Þetta olli megnri óánœgju og var ein ástœðan fyrir því að stjórn íhaldsmanna, undir forystu Joe Clarks, féll við afgreiðslu fjárlag- anna. Þá voru oliufélögin búin að setja bensínið á háa verðinu i tvo daga, og var gerl að endurgreiða mismuninn þeim, sem keypt hefðu bensín þessa tvo daga. Þetta reyndist eðlilega óframkvœman- legt, flest oliufélögin endurgreiddu þeim, sem fengið höfðu nótur, en gáfu afganginn góðgerðarstofnun- um. Esso olíufélagið hafði annan hátt á, það seldi benzín síðar i tvo daga 10 kr. ódýrara en endranœr. Mynduðust þá eðlilega miklar biðraðir er menn reyndu að fylla bila sína með ódýru bensíni. Ben- sínverðið hér er mismunandi á bensínstöðvunum. Fer verðið eftir olíufélögum og þeirri þjónustu, sem boðið er upp á, t.d. hvort maður dœlir sjálfur á bílinn eða ekki. Verðið á bensínlíter er frá 76 til86 krónur (hvað er líterinn mörg hundruð krónur á tslandi núna?). Ryðgaðir ,,kaggar“ Það sem mest stingur í augun þegar maður kemur hingað frá ís- landi er bílakosturinn. Hér nota flestir stóra ameríska bila, Ford, Chevrolet, Chrysler, Dodge Ols- mobile o.s.frv. Þeir eru eins og við vitum eyðslufrekari en litlu evr- ópsku eða japönsku bílarnir, sem eru ríkjandi á þjóðvegunum heima. Það er því betra að hafa ódýrt bensín. Það er fyrst núna eftir að olíukreppan skall yfir sem amer- ísku fyrirtœkin eru farin að fram- leiða litla bíla, en þau hafa enn litla reynslu í þeirri framleiðslu. Stóru amerísku „kaggarnir“ eru ódýrir hér. Góðan fjögurra dyra Ford kaupir maður á rúmar 2 milljónir og nýr Bronco eða Blais- er kostar um 4 milljónir. Eitt finnst mér áberandi við bílakostinn hér. Þessir glœsilegu 2—BRÉF bílar eru orðnar ryðhrúgur eftir 5-7ár, þeir líta vel út, eru vel bón- aðir, en ryðið brýst innanfrá gegn- um lakkið. Miklum saltaustri til hindrunar hálku er kennt um þetta (Hér er bannað að nota nagla- dekk). En ég undrast það að salt- austurinn á vegina hér skuli fara verr með bílana en t.d. saltrokið sífellda á Suðurnesjum og hrist- ingurinn og grjótkastið á holóttum vegum norðanlands. Hér sjást varla gamlir bílar. Eftir að hafa séð hvernig nýjir bilar, margryð- varðir og stifbónaðir verða hér, þá jókst enn ást min á fornbílunum heima. Hugsað heim í Hörgárdal Ég hugsa með lotningu til Willyzanna ’42 og '46 í Svarfað- ardalnum, með timburyfirbygg- ingu og svo litlum gluggum að ómögulegt er að sjá hvort einhver er inni i þeim. Ég finn í huganum bensinlyktina sem alltaf er í Willyzunum (vegna orkukrepp- unnar er hún náttúrlega orðinn munaður). Ég hugsa líka til vöru- bílanna gömlu, Fordanna og Lett- anna úr Hörgárdalnum og Öxna- dalnum, sem hafa gengiðyfir 30 ár ogflytja enn áburð á hverju vori og sláturfé á hverju hausli. Það er eins og þessir bilar hafi sál, þeir fara ekki í gang nema með nákvœmri samstfllingu á innsogi, bensíngjöf og startara, og e gum tekst að koma þeim í gang nema eigand- anum. Og svo syngur í gírkassan- um þegar þeir puða upp Mold- haugahálsinn, þeir rymja af erfiði, en seiglan er svo geysileg að þeir bera höfuð og herðar yfir alla gljáfœgða, ameríska „kagga“, með páverstýri, átomatískan rúðu- halara og sjálfvirkan sígarettu- kveikjara. Ég hef oft horft á slitið 4.DAGUR Vil ég nota þetta tækifæri til að þatcka hinum fjölmörgu kjósend- um Framsóknarflokksins fyrir stuðninginn og þá tiltrú er þeir sýndu okkur frambjóðendum, og. stuðningsmönnum vil ég þakka alla þá vinnu er þeir lögðu á sig til að gera þennan mikla kosndngasigur að vcruleika. Þá vil ég einnig þakka velvilja og hlýjar móttökur sem ég mætti allsstaðar á ferð minni um kjördæmið í nóv. s.l., bæði á fund- um, vinnustöðum og hvarvetna annarsstaðar er ég hitti onenn að máli. Vonast ég til að geta áfram og sem oftast átt ánægjuleg samskipti við allt þetta fólk sem veitti okkur, frambjóðendum Framsóknar- flokksins brautargengi í kosningunum." Óvenjulegar aðstæð- ur á Alþingi „Ef við sleppum að þessu sinni umrœðum um stjórnmálin sjálf hvað finnst þér þá um starf þingmannsins?“ „Ég tel að enn sé fremur lítil reynsla komin á það. Tveir mán- uðir gefa fremur litla mynd af því Guömundur Bjamason. hvað nýtt starf felur raunverulega í sér. Auk þess hafa allar aðstæður á Alþingi verið mjög óvenjulegar að þessu sinni. Þegar kosið er fyrri hluta sumars, svo sem venja er, notast sumarið til stjórnarmyndun- ar og undirbúnings þinghaldsins s.s. nefndaskipunar og kosninga á starfsmönnum þingsins, að ógleymdum undirbúningi hinna ýmsu mála, sem leggja skal fyrir þingið, er það kemur saman að hausti. Nú hafa stjórnarmyndunarvið- ræðurnar tekið mikinn tíma frá raunverulegum störfum þingsins, ekki aðeins frá þeim mönnum sem verið hafa í viðræðunefndum flokkanna, sem unnið hafa mikið og langt hart að sér, heldur einnig frá þingmönnum öllum. Þing- flokksfundir hafa verið margir og oft bæði langir og strangir, sem eingöngu hafa fjallað um þessi mál, en ýms raunveruleg þingmál því setið á hakanum eða fallið í skugg- ann. En ef marka má eitthvað þessa skömmu reynslu er ljóst að vinnu- tími er langur og frístundir verða fáar. „Símatími“ að lokn- um vinnudegi Ég var kosinn einn af þrem full- trúum Frams.fl. í fjárveitinganefnd Alþingis, en hún er tvímælalaust mesta vinnunefnd þingsins. Við hefjum nefndastörf á hverjum morgni kl. 9,00. Þingfundir hefjast kl. 14.00 og tvo daga í viku eru þingflokksfundir sem hefjast kl. 16,00. Þá eru ótaldir fundir í ýms- um öðrum nefndum, en ég skipa þrjár slíkar þ.e. fjárhags- og við- skiptanefnd, félagsmálanefnd og sjávarútvegsnefnd. Þá eru auk þessa ýmiskonar fundir með full- trúum og sendinefndum, svo og einstaklingum héðan að heiman, og reyndar víðar að, sem leita til þingmanna til að kynna sín mál og fá þá til liðsinnis í von um að þau megi með því móti fá betri fram- gang. Að loknum vinnudegi í þinginu tekur við „símatíminn" þegar heim kemur, en ekkert kvöld líður svo ég heyri ekki í einhverjum kunningjum hér fyrir norðan, og þá á enn eftir að finna tíma til að kynna sér og setja sig inn í hin ýmsu mál sem ég var alls ókunnugur er ég tók á mig þá ábyrgð sem starfi þessu hlyti að fylgja, yrði ég til þess valinn." „En störf sjálfs þingsins, deilda- skipting, nendastörf o.s.frv., erþörf á breytingum til að einfalda og hraða störfum alþ. sem oft þykja fremur þunglamaleg?“ „Reynsla mín er sjálfsagt full lítil til að gagnrýni á þinghaldið frá minni hendi geti talist raunhæf. Eldri þingmenn hafa sagt mér að ekki dygði minna en eitt þing til að átta sig á gangi mála. Þarna ríkir vissulega nokkuð annað andrúms- loft en á þeim vinnustöðum sem ég hefi áður kynnst. Andinn er yfirleitt góður og menn tala saman sem kunningjar og mestu mátar, t.d. er- um við Stefán Jónsson sessunautar í þingsölum og röbbum um alla heima og geima þegar tækifæri gefast til slíks. Þinghaldið þung- lamalegt En hinu er ekki að neita að mér finnst þinghaldið sjálft fremur þunglamalegt og óþarflega form- fast. Ég tel það beri að athuga gaumgæfilega hvort ekki sé rétt að breyta eða leggja niður nýverandi deildaskiptingu. Deildaskipting- unni er ætlað að tryggja að mál fái ítarlega meðferð og umræðu, og þeim sé ekki hraðað í gegn um þingið illa undirbúnum eða lítt husuðum, en eins og menn vita eru flest mál lögð fyrir báðar þing- deildir og hljóta þrjár umræður í hvorri deild, auk meðferðar í nefndum. En mér virðist þetta líka geta virkað á gagnstæðan hátt, t.d. ef nauðsyn ber til að hraða af- greiðslu máls og í ljós kemur að heppilegt væri að lagfæra eða breyta einhverju, þá er frekar hlífst við því, ef mögulegt er, vegna þess hve málsmeðferðin er þunglama- leg. Gæti ég nefnt dæmi um þetta en það er því miður hvorki tími né rúm til að rökstyðja né útskýra þetta ítarlega hér, en þyrfti að mínu mati að endurskoðast rækilega.“ (Framhald á bls. 7). gólfið í Willyzum, Fordurum og Lettum, einkum þá farið eftir ben- dínfótinn, sem hefur máð málminn á áratugum, og ég hef hugsað að gaman vœri ef billinn mœtti mœla. Ævisaga hans mundi áreiðanlega verða metsölubók á nœstu jólum. Aœja, þetta átti ekki að verða bílarómantík, ég eftirlœt Indriða G. Þorsteinssyni það, þetta er hans fag. En það er furðulegt á hvern hátt föðurlandsástin kemur fram. Dvölin mín i Ameríku leiðir til aukinnar ástar á íslandi sem brýst út i lofsöng um ameríska bíla á íslandi! 60 verslanir undir einu þaki En mig langar til að nefna fleiri dœmi um verðlagið hér i Kanada og henn geta svo reynt að gera sér grein fyrir því hver vísitalan verð- ur. Við leigjum hér raðhúsíbúð, fjögur lierbergi og eldhús auk kjallara. Með í leigunni eru öll heimilistœki, rafmagn og hiti. Húsaleigan er 120 þúsund á mán- uði. Síminn kostar 4000 kr. á mánuði óháð því hve mikið er hringt, en langlínusímtöl greiðast aukalega. Við búum hér í nœsta nágrenni stœrstu verslunarhið- stöðvar borgarinnar. Þar eru um 60 verslunarfyrirtœki öll undir sama þaki. Þarna fœst allt, það eina sem ég hef ekki fundið eru vasaljósaperur. Fólk norðan af Ís- landi verður alveg bergnumið við að koma í svona fyrirtœki. Maður ráfar um og skoðar bœði vörur og fólk og finnst að þarna séu allar verslanir Reykjavíkur samankom ar, bara úrvalið miklu meira og verðið miklu lægra. Þarna kostar mjólkurlítrinn 213 kr„ smjörkílóið 1106 kr., kartöflukílóið ■ 69 kr., eggjakílóið um 500 kr., kilóið af svínakótelettum 1032 kr., kílóið í lambalœrinu 1392 kr., kílóið af nautakjötinu yfir 2000 kr. Óreglumennirnir fá kannski betri samanburð við verðlagið heima ef ég segi frá því að sigarettupakkinn kostar 340 kr. og Vodkaflaskan 2700 kr. Harigikjöt fæst ekki Auðvitað er þeta ódýrt og enn óhagstœðari verður samanburður- inn ef það er rétl sem ég held, að menn hér hafi meira kaup og borgi svipaða skatta og heima. Ég vona þó að þessi samanburður verði ekki til þess að menn fái þá flugu í höfuðið að best sé að yfirgefa föð- urlandið og flytjast til Kanada. Ég vildi manna síst verða valdur að nýjum landflótta og nsjum vestur- ferðum. Menn eru einnig óánœgðir hér, menn fella líka ríkisstjórnir hér og kalla yfir sig vetrarkosn- ingar. Auk þess er lífshamingjan ekki fólgin í ódýrum mat, ódýrri orku eða háum launum. Hún er heldur ekki fólgin í ódýru Vodka, öðru nær. Lifshamingjuna getur maðurinn fundið hvar sem er. í sátt við Guð og í sátt við umhverfi sitt, hvert svt sem það er, getur maðurinn verið hamingjusamur. Hitt er svo annað mál að dvöl á erlendri grund um lengri eða skemmri tíma eykur oft föður- landsástina. Þetta sannas m.a. á kveðskap Vesturíslendinga og grun hef ég um að mörg eegurstu Ijóðin til fósturjarðarinnar hafi orðið til í brjóstum skálda okkar er þau voru erlendis. „Enginn veit hvað átt hefurfyrr en misst hefur, “ segir máltœkið. Þá hér sé margt girnilegt þá fæst hér ekki hangi- kjöt, ekki harðfiskur, ekki súrt slátur né svið. Hér er enginn Tindastóll eða Kaldbakur, ekkert Asbyrgi, enginn Hvitserkur, hér er í einu orði sagt ekkert ísland (nema þá Nýja Ísland), vona ég að m.a. það haldi i menn svo þeir flýi ekki til Kanada, Svíþjóðar eða Ástralíu. Febrúar- mót í stórsvigi Um síðustu helgi kepptu UMSE og ÍS í blaki í fyrstu deild karla. ÍS sigraði með þremur hrinum gegn einni. Þá kepptu í fyrstu deild kvenna ÍMA og ÍS og sigraði ÍS með þremur hrinum gegn einni. Hrefna: HETJAN ISKÁLAFELLI Á PUNKTAMÓTI unglinga sem haldið var um helgina í Skálafelli við Reykjavík, kepptu allir bestu unglingar landsins í alpagreinum. Hrefna Magnúsdóttir frá Akureyri sigraði bæði í svigi og stórsvigi, og þá um leið í alpatvíkeppni. Skíðamenn kjördæmisins þ.e.a.s. frá Ak- ureyri, Húsavík, Dalvík og Ólafsfirði stóðu sig mjög vel og skipuðu yfirleitt fyrstu sætin. Úrslit í mótinu urðu þessi. Svig stúlkna 13-15 ára 1. Hrefna Magnúsdóttir A. 127.12 2. Ásta Óskarsdóttir R. 129.05 3. Lena Hallgrímsdóttir A. 129.47 4. Inga Traustadóttir R. 129.55 5. Þórunn Egilsdóttir R. 133.34 6. Ingibjörg Harðardóttir A. 134.04 Svig drengja 13-14 ára 1. Árni G. Árnason H. 111.62 2. Stefán Bjamhéðinsson A. 113.05 3. Atli Einarsson í. 113.82 4. Ásmundur Helgason R. 113.84 Svig drengja 15-16 1. Ólafur Harðarson A. 111.23 2. Bjarni Bjarnason A. 112.09 3. Ólafur Sigurðsson H. 113.40 4. örnólfur Valdemarss. R. 114.03 Stórsvig stúlkna 13-15 ára 1. Hrefna Magnúsdóttir A. 115.35 2. Kristin Símonardóttir D. 115.79 3. Ásdís Frímannsdóttir A. 118.86 4. Inga Traustadóttir R. 118.82 Stórsvig drengja 13-14 ára 1. Eggert Bragason Ó. 107.25 2. Árni G. Árnason H. 108.99 3. Friðgeir Halldórsson 1. 111.23 4. Stefán Jónsson H. 111.44 5. Jón Ó. Ólafsson A. 113.62 Stórsvig drengja 15-16 ára 1. Guðm. Jóhannesson I. 105.11 2. Bjarni Bjarnason A. 106.06 3. Ólafur Harðarson A. 106.74 4. Daníel Hilmarsson D. 106.82 5. Samúel Björnsson A. 107.79 Alpatvikeppni stúlkur 13-15 ára 1. Hrefna Magnúsdóttir A. 2. Inga Traustadóttir R. 3. Dýrleif Guðmundsdóttir R. Alpatvíkeppni drengja 13-14 ára 1. Árni G. Árnason H. 2. Friðgeir Halldórsson 1. 3. Stefán Jónsson H. Alpatvfkeppni drengja 15-16 ára 1. Ólafur Harðarson A. 2. Bjami Bjarnason A. 3. Daníel Hilmarsson D. Stórleikir í körff ubolta UM NÆSTU helgi verð- ur mikið um að vera í körfubolta hér á Akureyri. Á föstudagskvöldið leika i bikarkeppninni í körfu- bolta Þór og KR b-lið. Lið KR er skipað f.v. hetjum í körfuboltanum svo ' sem Efnari Bollasyni o.fl. Þá má einnig búast við að blökkumaðurinn John Hudson, sem lék með KR í fyrra, leiki þennan leik. Á laugardaginn kl. 14.30 leika síðan í 2. fl. Þór og Valur og er sá leikur einnig í bikar- keppninni. Kl. I6.00 sama dag leikur síðan toppliðið í fyrstu deild, Ármann, við lið Tindastóls sem einnig er í fyrstu deild. I liði Ármanns er Bandaríkjamaður sem skorar að jafnaði 60-100 stig í leik og verður því gaman að sjá hvernig honum tekst upp. Á sunnudag leikur síð- an Ármann við Þór, en þessi lið eru á toppnum í deildinni og berjast um sætið í úrvals- deildinni. Áhorfendur eru hvattir til að fjölmenna í Skemmuna og hvetja heimaliðin til sigurs. iþróttafréttaritari Dags í Reykjavík ÖRN PÁLSSON hefur tekið að sér fyrir íþróttasíðu Dags að sjá og skrifa um leiki Akureyrarfé- laganna o.fl. í Reykjavík og senda blaðinu. Örn er íþróttamönnum að góðu kunnur en hann hefur starfað á íþróttavellinum und- anfarin sumur. Um síðustu helgi var haldið febrúarmót í stórsvigi fyrir 12 ára og yngri, og var mótið á vegum foreldraráðs SRA. Fjöldi keppenda var og veður og færi gott. Um næstu helgi verður síðan svigakeppni sama aldursflokks. Úrslit mótsins urðu þessi: 7 ára stúlkur 1. María Magnúsdóttir 85.9 7 ára drengir 1. Sævar Guðmundsson 86.4 2. Magnús Karlsson 88.0 3. Helgi Hinriksson 92.5 4. Hjörleifur Harðarson 96.6 8 ára stúlkur 1. Rakel Reynisdóttir 90.0 2. Sigriður Harðardóttir 95.5 8 ára drengir 1. Vilhelm Þorsteinsson 79.4 2. Sverrir Ragnarsson 80.2 3. Sigurbjörn Þorgeirsson 81.4 4. Viðar Einarsson 87.1 9 ára stúlkur 1. Þorgerður Magnúsdóttir 84.3 2. Sólveig Gisladóttir 93.1 9 ára drengir 1. Jón Ingvi Árnason 76.5 2. Kristinn Svanbergsson 77.6 3. Jón Harðarson 80.4 4. Bergur Sigurðsson 86.2 10 ára stúlkur 1. Kristín Jóhannsdóttir 110.97 2. Kristín Hilmarsdóttir 111.04 3. Hulda Svanbergsdóttir 120.31 4. Guðrún Ýr Tómasdóttir 120.70 10 ára drengir 1. Jón M. Ragnarsson 95.68 2. Kári Ellertsson 113.36 3. Bjarni Freysteinsson 119.01 4. Ásgeir Hreiðarsson 125.70 11-12 ára stúlkur 1. Guðrún J. Magnúsdóttir 109.02 2. Guðrún H. Kristjánsd. 114.29 3. Gréta Björnsdóttir 116.97 4. Arna ívarsdóttir 118.67 11-12 ára drengir 1. Hilmir Valsson 102.95 2. Gunnar Sigurbjörnsson 104.73 3. Smári Kristinsson 105.78 4. Gunnar Reynisson 105.81 Hilmir Valsson sigraði i flokki 11-12 ára drengja á febrúarmótinu sem haldið var um helgina. DAGUR.5

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.