Dagur - 21.02.1980, Page 1

Dagur - 21.02.1980, Page 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur Akureyri, fimmtudagur 21. febrúar 1980 13. tölublað Blönduós Hitaveitan loks komin í samt lag „ÞAÐ MÁ SEGJA að vandræð- um Hitaveitu Blönduóss hafi endanlega lokið um síðustu helgi, en þá var lokið við að setja niður dælu í borholu á Reykja- um. Nokkru áður var búið að setja niður dælu í aðra holu á sama stað. Þar með er lokið þeim framkvæmdum sem varð að ráðast í á sínum tíma vegna þess að hitaveitan hékk ekki nægjanlega mikið heitt vatn,“ sagði Hilmar Kristjánsson, odd- viti á Blönduósi Hilmar sagði að nú ættu rúmlega 40 sekúndulítrar að fást frá Reykj- um. Hins vegar nota íbúar Blönduóss aðeins um 30, svo bær- inn má stækka töluvert áður en bora þarf á nýjan leik. Vatnsrennsli til Blönduóss jókst töluvert með tilkomu dælanna og jafnframt hitnaði það um 2 til 3 stig. Vatnið er nú 61-62 stig þegar það kemur til bæjarins. Að svo komnu máli liggja end- anlegar kostnaðartölur ekki fyrir, en Hilmar sagði að hitaveitan hefði orðið að greiða u.þ.b. 2 milljónir króna í kyndingarkostnað á mán- uði í húsum sem heita vatnið var tekið af. „Það má segja að við séum búnir að kynda sleitulaust í eitt ár,“ sagði Hilmar. „Við höfum fengið mikla aðstoð við að koma hitunarmálum okkar í samt lag. Vinstri stjórnin sáluga út- vegaði okkur 100 milljónir vegna dæluframkvæmdanna, við fengum lán úr lánasjóði Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og RARIK kostaði línuna til Reykja," sagði Hilmar að lokum. Lítill klaki NÝLEGA VAR ATHUGAÐ Á Svalbarðsströnd hve þykkur klaki væri í jörðu. Ekki er hægt að segja að þykktin sé mikil. en í ljós kom að á bersvæði er klak- inn milli 30 og 40 sentimetrar. Þar sem snjór liggur yf ir er klaki víða 10 til 15 sentimetrar. Ólafur Jónsson ráðunautur sagði að nú væri e.t.v. sá tími sem sker úr um það hvort tún koma kalin und- an vetrinum. „Reynslan er sú að það eru fyrst og fremst svellalög sem liggja yfir landinu í langan tíma sem valda kalinu og hafa þrír mánuðir verið nefndir í því sam- bandi,“ sagði Ólafur. „Nú eru svellalög á fáum stöðum, en ef hleyptur í svell í janúar og febrúar og þau liggja yfir fram í maí má alveg reikna með kali.“ Smásfld veidd í sumar NÚ ERU horfur á því, að smá- síld verði veidd í Eyjafirði í sumar, Sjávarútvegsráðuneytið veitti leyfi í fyrra, sem ekki hefur verið nýtt, en K. Jónsson og Co. mun hafa hug á því að veiða smásíld í sumar til niðursuðu. Á síðast liðnu sumri veitti Sjávarútvegsráðuneytið leyfi til veiða á 100 lestum af smásíld í Eyjafirði í tilraunaskyni, til niður- lagningar nú í vetur. Heimild þessi var háð ýmsum skilyrðum, m.a. um eftirlit ráðuneytisins og um að áætlun yrði lögð fram um hvernig standa ætti að veiðunum, m.a. um báta, veiðarfæri, veiðitíma og hversu mikið æskilegt væri að veiða daglega. Einnig áttu að fylgja með upplýsingar um verkun síldarinnar. Að sögn Jóns B. Jónassonar, deildarstjóra í Sjávarútvegsráðu- neytinu, hefur ekkert heyrst frá neinum varðandi þetta mál síðan þessi vilyrði fyrir veiðum voru gef- in, en það væri hins vegar ljóst, að ekki mætti hefja veiðarnar fyrr en að þessum skilyrðum uppfylltum og í samráði við ráðuneytið. Kristján Jónsson, forstjóri K. Jónssonar og Co, sagði að það væri alls óvíst um það, hvort þeir reyndu fyrir sér með síldveiðar á Eyjafirði alveg á næstunni. Það væri eitthvað af síld í firðinum núna, en þetta væri ekki besti tíminn til síldveið- anna. Sá tími væri aðallega á vorin og sumrin. Kristján sagði, að síldin sem væri í firðinum núna væri ekki mjög hentug, of stór fyrir sardínur og einnig of smá. Hann sagði að þeir hefðu hins vegar hug á að fá leyfi til síldveiða í sumar og ættu 100 tonn að nægja fyrir innanlandsmarkaðinn. Öskudagur á Akureyri Á ýmsu gekk I gær, þegar börnin þyrptust saman á Ráðhústorgi til að slá köttinn úr tunnunni, sem var nú reyndar hrafn, og leystu þar með náttúruna úr fjötrum vetrar. Litlu bömin úr leikskólanum horfðu dol- fallin á aðfarirnar. Myndir: h.s. Svona voru öskudagsbúningarnir fyrir rúmum 50 árum. Myndin er tekin á Ijósmyndastofu Hallgríms Einarssonar. Ekki er vitað hver drengurinn er, en allar upplýsingar em vel þegnar. HE/Minjasafnið. Takið þátt í myndagátunum Aðalvinningurinn er ferð að verðmæti hálf milljón króna í ÞESSU blaði birtist önnur myndagátan af tíu í ferðaget- raun DAGS og Útsýnar. Þeir, sem vilja eiga þess kost að hreppa aukavinning verða að senda lausn á afgreiðslu DAGS fyrir 6. mars. Aðalverðlaunin eru ferðavinningur að verðmæti hálf milljón króna og geta les- endur blaðsins (þátttaka er ekki bundin við áskrift) sent inn lausnir á fyrstu myndgátunum allt fram á síðasta dag (sem er 1. maí) en eðlilega verða þeir þá af aukaverðlaunum. Til þess að eiga kost á þeim, verður blaðinu að hafa borist lausnin á við- komandi hálfum mánuði eftir að hún birtist. Eins og fyrr sagði verða birtar 10 myndagátur og fyrir þá sem eru ekki vanir að leysa siíkar gátur má geta þess að í 11. tölu- blaði voru birtar ýmsar leið- beiningar varðandi lausn mynd- gáta. Til þess að eiga kost á að- alvinningnum verður þú að taka þátt í öllum tíu gátunum. Skilafrestur vegna myndagát- unnar er birtist í síðustu viku er 28. febrúar og þá verður dregið úr þeim bréfum er borist hafa afgreiðslu blaðsins. En ef ein- hver vill fá gömul blöð til að geta verið með frá upphafi skal bent á að síminn á afgreiðsiu blaðsins er 24167. 2. myndagátan er á bls. 6 Kvikmynda- sýningar á Akur- eyri KVIKMYNDASÝNINGAR á Akureyri verða sem hér segir, næstu daga: Borgarbíó sýnir „A star is born“ með Barböru Streis- and og Kris Kristofersson í síð- asta sinn í kvöld. „Brandarar á færibandi“ verður endursýnd klukkan 9 annað kvöld vegna mikillar aðsóknar og klukkan 11 verður sýnd myndin „Árásin á Agathon." Klukkan 3 á sunnudag sýnir Borgarbíó „Bugsy Malone" Klukkan 9 í kvöld og næstu kvöld sýnir Nýja bíó myndina „Coma“ öðru nafni Dauðadá. Myndin fjallar um heldur óskemmtilega verslun í tengslum við rekstur sjúkrahúss. Klukkan 11.15 í kvöld og næstu kvöld verður svo sýnd myndin „Lög- reglustjórinn ódrepandi." Kosningafyrir- heit og dagvist- unarmál NÚ UM nokkurt skeið hefur á Akureyri starfað hópur áhuga- fólks um dagvistunarmál. Hyggst hópurinn hvetja bæjarstjórn Ak- ureyrar til að efna kosningafyrir- heit sín um fjölgun dagheimila þegar á þessu ári. Af þessu tilefni hefur hópurinn- boðað nokkra fulltrúa stjórn- málaflokkanna á sinn fund, n.k. laugardagsmorgunn að Pálm- holti. Fundur um fjárhagsáætlun Framsóknarfélag Akureyrar heldur fund í Hafnarstræti 90 mánudaginn 25. febr. n.k. kl. 20.30. Til umræðu verður fjár- hagsáætlun Akureyrar fyrir árið 1980. Fljótlega verður haldinn fundur um landsmálin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.