Dagur - 21.02.1980, Page 6

Dagur - 21.02.1980, Page 6
Hálsprestakall. Guðsþjónusta að Draflastöðum n.k. sunnudag 24. þ.m. kl. 14.00. Sóknarprestur. =M\im Ólafsfjörður: lögregla: 62222, sjúkrabíll: 62222, lækna- vakt: 62112. Raufarhöfn: lögregla: 51222, sjúkrabíll: 51222, lækna- vakt: 51245. Sauðárkrókur: slökkvistöð: 5550, lögregla: 5282, sjúkra- bíll 5270, læknavakt: 5270, sjúkrahús: 5270. Sjónarhæð. Almenn samkoma n.k. sunnudag kl. 17.00. Biblíulestur á fimmtudag kl. 20.30. Sunnudagaskóli í Glerárskóla kl. 13.15. Verið velkomin. Fíladelfía Lundargötu 12. Al- menn samkoma sunnudag- inn 24. fgbr. kl. 20.30. Fagn- aðarerindi Krists flutt í tali og söng. Allir hjartanlega velkomnir. Almennur biblíulestur á fimmtudögum kl. 2.030. Verið velkomin. Sunnudagaskóli hvern sunnudag kl. 10.30 f.h. Öll böm velkomin. Fíladelfía. Kristniboðshúsið Zfon sunnu- daginn 24. febr. sunnudaga- skóli kl. 11 fundur í Kristni- boðsfélagi kvenna kl. 4. Samkoma kl. 20.30 Ræðu- maður Reynir Valdimars- son. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn n.k. sunnu- dag kl. 13.30 sunnudaga- skóli og kl. 17 samkoma. Mánudaginn 25. febr. kl. 16. Heimilissamband. Þriðju- dag 26. febr. kl. 20.30 Hjálparflokkur Verið hjart- anlega velkomin. Félagsráðsfundur Kaupfélags Eyfirð- inga Félagsráðsfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn miðvikudaginn 28. febrúar næstkomandi og hefst kl. 10.30 að Hótel K.E.A. Kaupfélag Eyfirðinga. Útför sonar okkar og bróður, SIGURÐAR HARÐARSONAR, verður gerð frá Akureyrarkirkju laugardaginn 23. febrúar n.k. kl. 13.30. Unnur Áskelsdóttir, Hörður Adólfsson, og systkinl hins látna. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR HALLGRlMSDÓTTUR. Þorbjörg J. Hansen, Stefán Hansen, Jóna Hansen, Erlingur Jónasson, Örn Hansen, Freygerður Geirsdóttir, Ásta Hansen, Símon Þorsteinsson, Harpa Hansen, Gunnar Skarphéðinsson, Gígja Hansen, Árni Frfðriksson, Auður Hansen, Guðmundur Sigurðsson. — Húseiningar á Siglufirði... okkur eru rúmlega tilbúin undir tréverk þegar þau eru reist. Þá höf- um við orðið að bíða í 2-3 mánuði eftir fyrstu tveim hlutunum og 3ja hlutann 6 mánuðum seinna. Fyrr- verandi félagsmálaráðherra hafði ráðgert að svona fyrirtæki fengi lánið greitt um mánuði eftir að húsið væri komið á ákveðið bygg- ingarstig. Ég vildi geta þess að starfsmenn Húsnæðismálastjórnar hafa verið ákaflega skilningsríkir við okkur, en hér er um að ræða pólitíska ákvörðun," sagði Sigurð- ur að lokum. Sveitahraðkeppni Bridgefélags Akureyrar hefst þriðjudaginn 26. febrúar kl. 8 að Félagsborg. Spilaðar verða 4 umferðir. Þátttöku þarf að tilkynna til stjórnar fyrir sunnudagskvöld. Stjórn B.A. (Framhald af bls. 8). stjórnar að sjá fyrirtækinu fyrir fjármagni. Þess má geta að ef Hús- einingar framleiddu t.d. staðlaðar eldhúsinnréttingar á lager fengi fyrirtaækið fyrirgreiðslu hjá Seðla- bankanum! Sigurður sagðist eiga erfitt með að sjá muninn að fram- leiða hús á lager eða innréttingar. Nú er unnið að því að fyrirtæki sem Húseiningar fái betri lánafyr- irgreiðslu frá Húsnæðismálastjórn þannig að þriðja og síðasta lánsaf- greiðsla húsnæðismálastjórnar berist fyrr en nú er. „Húsin frá „Hart í bak“ UNGMENNAFÉLAGIÐ Leifur heppni í Kelduhverfi frumsýnir leikritið Hart í bak sunnudaginn 24. febr. kl. 21.00 í Skólagarði. Hart í bak er annað leikhús- verk Jökuls Jakobssonar og hefur hlotið miklar vinsældir víða um land. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir, leikari, leikmynd er gerð eftir hugmynd Steinþórs Sigurðssonar og tónlist er eftir Jón Þórarinsson. Leikendur eru 12 og með helstu hlutverk fara Tryggvi ís- aksson, Kristveig Árnadóttir, Friðgeir Þorgeirsson og Guðný Björnsdóttir. Um 20 manns hafa unnið kappsamlega að undan- fömu við uppsetninguna. Áformað er að fara með leik- inn í nágrannasveitir ef aðstæður leyfa. Hvert er hægt að fara? Costa del sol ENGINN baðstaður getur nú keppt við Costa del Sol, Miðjarð- arhafsströnd Andalúsíu, með bezta loftslag álfunnar, náttúru- fegurð, sem óvíða á sinn líka, beztu hótel Spánar, ódýrt og fjöl- breytt skemmtanalíf og verzlanir, og óteljandi ferðamöguleika fyrir þá, sem ekki vilja aðeins njóta sólar og skemmtunár heldur einnig kynnast töfrum þessa sól- bjarta lands, sögu þess, siðum og þjóðlífi í þeim hluta þess, sem sérkennilegastur er, fegurstur og sögufrægastur, því af öllu spönsku er ekkert jafn spánskt og Ándalúsía og íbúar hennar. Enginn staður í álfunni tryggir ferðamanninum betur hinn eftir- sótta fagurbrúna hörundslit, því að hér skín sólin frá morgni til kvölds í a.m.k. 320 daga ársins án þess að geislar hennar verði óþægilega heitir. Mildur andvar- inn frá hafinu dregur úr hitanum, sem síðsumars og á haustin er að jafnaði 25-30° C. Hér reistu Márarnir skraut- hallir sínar og skemmtigarða til foma, hér er Flamengodansinn fæddur og skáldskapur, söngur og dans samofinn lífi fólksins. Hafið speglar bláma himinsins, og öldumar kliða við mjúka, sendna strönd. Fjölbreytni og litaskrúð gróð- ursins er með ólíkindum, þar sem pálmatrén sveigja krónur sínar fyrir hafgolunni en purpurarauð bougainvillan og önnur skraut- blóm fléttast upp skjannahvíta húsveggina. Vínekrur, appelsínu- og sítrónulundir teygja sig upp fjallshlíðamar, og skammt er upp í kyrrlát fjallaþorpin sem varð- veita aldagamla siði og þjóð- venjur ósnortin af erli nútímans. Hvergi eru hátíðahöld Spán- verja með meiri gleði og glæsi- brag, og í ágústmánuði þyrpast ferðamenn hundruðum þúsunda saman til að sjá hátíðahöldin í Malaga, Nerja og fleiri borgum Costa del Sol, „feria“ eða fiesta. Matargerðarlist stendur á háu stigi í Andalúsíu og vínin ljúffeng og fræg um allan heim, enda eru hér einhverjar elztu vínekrur heimsins, allt frá dögum Föníkíumanna. Costa del Sol er heillandi heimur sólskins og glaðværðar, sögu og náttúrufegurðar, og héð- an snýr farþeginn heim endur- nærður og hvíldur með efldan lífsþrótt. ÚTSÝN hefur valið yð- ur beztu staðina á Cösta del Sol. Myndgetraun Dags - Tryggvabraut 12, pósthólf 58, 602 Akureyri Lausnin þarf að berast blaðinu í síðasta lagi hálfum mánuði eftir að gátan birtist ef þú vilt eiga möguleika á aukaverðlaunum. Til að eiga möguleika á ferðavinningnum verður þú að taka þátt í öllum gátunum O Nafn Heimili sími Staflur Lausn 6.DAGUR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.