Dagur - 11.03.1980, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaóamaóur: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Fiskeldi og
landbúnaður
Hver væri staðan í frystiiðnaði
okkar í dag, ef erlend auðfélög
hefðu haft uppbyggingu hans með
höndum og hirtu nú af henni
hagnaðinn? Því er þessari spurn-
ingu varpað fram, að horfur eru nú
á að fiskeldi og hafbeit eigi eftir að
verða stóratvinnuvegur hér á
landi, og aðild útlendinga í upp-
byggingu hans hefur verið líkt við
það, að útlendingar hefðu annast
fyrir okkur uppbyggingu frystiiðn-
aðarins.
Erlend auðfélög sækja það nú
fast, að hafa hönd í bagga með
lax- og fiskeldi hér á landi. Mögu-
leikarnir í þessum efnum eru nær
óþrjótandi og hvergi í heiminum er
eins kjörin aðstaða til þessara
hluta og einmitt hér. Það er landið
sjálft og gæði þess, sem skapa
þessi góðu skilyrði til fiskeldis og
hafbeitar og skyldra hluta, og með
því að veíta útlendingum aðild að
þessari auðlind erum við að selja
sjálft landið. íslendingar hafa
þekkingu sem til þarf og vanti
eitthvað á í þeim efnum, er ekkert
auðveldara en að afla þess. fs-
lendingar hafa einnig fjármagn til
þessarar uppbyggingar, á
nákvæmlega sama hátt og þegar
þeim tókst að byggja upp frysti-
iðnaðinn.
Nú er verið að stofna almenn-
ingshlutafélag til að hægt verði að
koma fiskeldi á fót í stórum stíl.
Gert er ráð fyrir að ríki, sveitarfé-
lög og önnur félagasamtök taki
þátt í þessum félagsskap og með
því móti verði unnt að afla þess
fjár, sem til þarf. Sú röksemd, að
ekki sé hægt að gera þetta af
neinu viti vegna fjárskorts, nema
útlendingar komi inn í myndina,
fær ekki lengur staðist. Því skyldu
bændur og aðrir eigendur þeirra
svæða á landinu, þar sem mögu-
leikarnir til fiskeldis og hafbeitar
eru hvað mestir, spyrna við fótum
gegn erlendri ásælni.
Þá er ekki síður mikilvægt, að
menn átti sig á því, að þessi at-
vinnugrein verður vart talin til
landbúnaðar, ef bændur eiga þar
engan hlut að máli, en margir líta
einmitt til fiskeldis og skyldra
greina, sem nokkra lausn á þeim
vanda, er landbúnaðurinn á nú við
að etja.
Það er gott og giit að stofna al-
menningshlutafélög og fá ríki og
sveitarfélög til samstarfs um stór-
aukið átak í fiskeldismálum, en
fyrst og fremst verður að hafa
samráð við bændastéttina, og
bændur mega ekki fyrir nokkurn
mun láta sinn hlut í þessu máli.
Tomas Ingi Olrich:
Nokkur orð um
skipulagsmál
SÍÐASTLIÐIN tvö ár hafa mikl-
ar umræður oróið um miðbæ Ak-
ureyrar. Tengjast þær deiliskipu-
lagi miðbæjarins, sem enn er í
mótun. Hugmyndir um skipulag
miðbæjarins hafa verið kynntar
bæjarbúum með ýmsum hætti.
Þótt margar þeirra teljist til
álitamála, er ágreiningur mestur
um hafnarmálin. f nokkrum til-
lögum arkitektanna, sem unnu að
skipulaginu, var gert ráð fyrir
varðveislu Torfunefsbryggju og
endurbótum á því mannvirki, og
mæltu arkitektarnir með þeirri
tilhögun. Aðrar tillögur gerðu ráð
fyrir að hraðbraut yrði lögð yfir
Torfunefsdokkina, en austur-
kantur syðri bryggjunnar yrði
viðlcgukantur farþegaskipa. Um
þetta mál hafa bæði skipulags-
nefnd og bæjarstjórn Akureyrar
klofnað. Meiri hlutinn vill fylla
upp í dokkina; minnihlutinn telur
þá ráðstöfun ekki styðjast við gild
rök og vill halda dokkinni og end-
urbæta hana.
Nú hefur verið auglýst eftir at-
hugasemdum við það miðbæjar-
skipulag sem meirihluti bæjar-
stjórnar hefur samþykkt. Ég er í
þeim hópi manna sem töldu að
bæjarstjóm Akureyrar hefði aug-
lýst eftir athugasemdum bæjar-
búa af heilindum og af virðingu
fyrir skoðunum þeirra, en ekki
fyrir sýndarmennsku sakir.
Nú hefur komið í ljós að jafn-
vel í heiðarleika sínum og virð-
ingu fyrir bæjarbúum er bæjar-
stjóm klofin. Minnihlutinn, bæj-
arfulltrúinn Ingólfur Árnason,
ritar dreissuga grein í 9. tölublað
Islendings, þar sem ekki er gert
ráð fyrir að í skipulagsmálum
bæjarins sé til nema einn sann-
leikur, sem Ingólfur nefnir af lít-
illæti sínu „lögmál lífsins“. Þeir
bæjarbúar, sem ekki hafa fengið
opinberunina, hafa syndgað gegn
lögmáli lífsins og lagt lið
skemmdarverkamönnum. Ingólf-
ur tilgreinir sérstaklega Jón
Björnsson, félagsmálastjóra.
Virðist Ingólfur álíta að Jón hafi,
sem embættismaður, syndgað
gegn bæjarstjóm með því að hafa
skoðun á miðbæjarskipulaginu.
Rís Ingólfur hæst yfir almúga-
menn í grein sinni, þegar hann
fetar í fótspor frelsarans og fyrir-
gefur félagsmálastjóra Akureyr-
arbæjar vegna þess „að hann veit
ekki hvað hann var að gera. “
Tómas Ingi Olrich.
Ingólfur Árnason veltir því fyrir
sér í feitletraðri fyrirsögn, hvort
hægt sé að fá menn til að skrifa
undir hvað sem er. Bæjarfulltrú-
inn hefði að ósekju getað gengið
svolítið lengra í „lýðræðisleg-
um“ umþenkingum sínum og velt
því fyrir sér hvort hægt sé að fá
menn til að kjósa hvem sem er í
bæjarstjóm; er þá orðið stutt í að
efast um gildi þess umboðs sem
hann sjálfur hefur til að stjórna
málefnum bæjarins. Alþýðufor-
ingjum, jafnaðarmönnum og
frjálslyndum lýðræðissinnum er
frjálst, eins og öðrum mönnum,
að segja af sér embætti ef það er
byggt á „röngum forsendum". Ég
get hins vegar frætt Ingólf á því
að það er ekki hægt að fá neinn,
hvorki Ingólf Árnason né mig, né
Akureyringa, til að skrifa undir
hvað sem er, né heldur að kjósa
hvern sem er. En þær kröfur geri
ég til Ingólfs að hann beri jafn
mikla virðingu fyrir öðrum
mönnum og hann ber fyrir sjálf-
um sér: mega þá allir vel við una.
Ingólfur Árnason segir í grein
sinni að breyta þurfi aðalskipu-
lagi frá 1972 til þess að varðveita
megi Torfunefsdokkina og telur
undirskriftasöfnun átta árum á
eftir tímanum. Hvorug fullyrð-
ingin ber vott um að Ingólfur hafi
lesið aðalskipulagið eða reglu-
gerð um skipulagsmál gaumgæfi-
lega. Aðalskipulag fjallar um
meginatriði skipulagsmála. Það
segir í stórum dráttum til um
hvaða brautir skuli vera hrað-
brautir og hvar vöruhafnir og að-
staða fyrir fiskiskip skuli vera, svo
eitthvað sé nefnt. Deiliskipulag
gerir, svo vitnað sé í 10. gr. III.
kafla gildandi reglugerðar um
gerð skipulagsáætlana, „nánari
grein fyrir meginatriðum aðal-
skipulagsins; .... þar á að sýna
legu og breidd bœði núverandi
gatna og fyrirhugaðra gatna. “ Ég
skil þessa grein reglugerðarinnar
svo, að tilfærsla á legu hrað-
brautarinnar til vesturs sé ekki
brot á ákvæðum aðalskipulags,
heldur eðlileg nánari útfærsla
vegakerfisins í deiliskipulagi.
I aðslskipulagi Akureyrar, sem
var samþykkt árið 1975 er fjallað
um Torfunefsbryggjur. Þar segir
(gr. 4.44.4): „Gert er ráð fyrir að
bryggjan verði notuð við farþega-
flutninga og skemmtiferðir á sjó,
enda er bryggjan skammt frá fyr-
irhugaðri umferðamiðstöð og eðli-
legt að þessar athafnir séu tengd-
ar.“ Varðveisla Torfunesdokkar-
innar brýtur ekki í bága við það
hlutverk, sem aðalskipulagið ætl-
ar Torfunefsbryggjunni, heldur
þvert á móti. Ef Ingólfur Ámason
kýs nú að halda tryggð við mis-
skilning sinn á aðalskipulaginu
og reglugerð um skipulagsáætl-
anir, þá er enn hægt að benda
honum á færa leið til að krækja
fram hjá þeim formsatriðum sem
honum virðast svo kær. I reglu-
gerð er skýrt tekið fram að aðal-
skipulag skuli taka til endurskoð-
unar eigi sjaldnar en á fimm ára
fresti. Nú eru fimm ár liðin síðan
aðalskipulagið var samþykkt og
fresturinn til að endurskoða það
að renna út. Bæjarstjóm hefur
þegar samþykkt að hefja þessa
endurskoðun á þessu ári, og á
drögum að fjárhagsáætlun þessa
árs er veitt þremur milljónum til
að endurskoða aðalskipulagið.
I grein sinni fullyrðir bæjar-
fulltrúinn að allt annað en suður-
kantur syðri bryggjunnar á
Torfunefi sé ónýtt. Honum láist
að geta þess hvaðan honum koma
þessar upplýsingar, sem vonlegt
er, því þær eru heimatilbúnar.
Davíð Arnljótsson, verkfræðing-
ur, var fenginn til þess fyrir tæpu
ári að gera kostnaðaráætlun um
fyllingu Torfunefsdokkarinnar
annars vegar, og um endurbætur
á austurkanti hins vegar. I skýrslu
hans kemur í ljós að engar upp-
lýsingar eru til um gildi og ástand
mannvirkjanna á Torfunefi,
hvorki hjá vita- og hafnarmála-
vanrækslu, einu hafnarmann-
virkin á Akureyri sem fullnægja
þeim öryggiskröfum sem gerðar
eru til hafna. Það er ekki tilviljun
að Stefán Reykjalín, formaður
hafnarstjórnar, hefur ritað nafn
sitt á undirskriftalistann ásamt
„unglingum og utanbcejarmönn-
Ingólfur Árnason bendir rétti-
lega á að gert sé ráð fyrir dokk við
togarabryggju og telur að sú dokk
fullnægi þörfum okkar langt fram
á 21. öldina. Má vera, ef dokkin
verður gerð. En það er ekki bæj-
arsjóður heldur ríkissjóður sem
greiðir 75% stofnkostnaðar við þá
dokk. Hjá hafnarmálastjórn eru
ekki til áætlanir um gerð slíkrar
dokkar; bæjarfulltrúinn hefur
ekki áttað sig á því að betri er einn
fugl í hendi en tveir í skógi.
I grein sinni sakar Ingólfur
forvígismenn undirskriftasöfnun-
verk gegn bœjarfélaginu“ og full-
hefur unnið og áður er getið. Þar
er kostnaður við uppfyllingu
hafnarinnar metinn á 119
milljónir króna en kostnaður við
að styrkja austurkant Torfunefs-
dokkarinnar, í þeim tilgangi að
varðveita hana, er áætlaður 78
milljónir. Öðrum áætlunum er
ekki til að dreifa. Þótt hér sé ein-
ungis um að ræða frumáætlun
|Sem miðast við tvær ákveðnar
’skipulagstillögur, er ljóst að
ásökun Ingólfs byggir ekki á
traustari grunni en hans eigin
hugmyndaflugi að viðbættri
þeirri sjálfsblekkingu sem menn
vopnast einatt þegar þeir hafa
vondan málstað.
Ég hef haft mikið gagn og
gaman af þeim umræðum sem
orðið hafa um skipulagsmál Ak-
ureyrar á undanfömum árum. Er
ekki nema eðlilegt að skoðanir
séu skiptar um svo flókin mál sem
skipulag er í eðli sínu. Allajafnan
er það gagnlegt að sem flest rök
Mynd sú, sem hér er birt, er sett saman úr Ijósmynd og
teikningu. Sýnir Ijósmyndin miðbæ Akureyrar eins og hann
leit út fyrir rúmum áratug. Teikningin sýnir höfnina eins og
hún getur Iitið út ef dokkin er varðveitt að hluta, en endur-
bætt og stækkuð til norðausturs.
stjóm né hjá hafnarstjórn á Ak-
ureyri.
Ingólfur telur að dokkin „full-
nœgi ekki lengur þeirri þörf sem
hún gerði (sic) í gamla daga. “ Hér
er talað undir rós. Ingólfur veit,
og aðrir Akureyringar vita, að
Torfunefsbryggjumar eru, þrátt
fyrir háan aldur og dæmalausa
yrðir að þeir vilji „eyða hundruð-
um milljóna í óþarfa. “ Hér er, sem
endranær, hátt reitt til höggs og
meira af kappi en forsjá. Aðeins
ein kostnaðaráætlun hefur verið
gerð um hraðbrautina við hafn-
arsvæðið. Er það sú áætlun sem
arinnar um „að vinna skemmdar-
Davíð Arnljótsson verkfræðingur
komi fram. En drambsemi, rang- j
færslur og órökstuddar fullyrð-
ingar eru engum til gagns né j
sóma.
Akureyri 6. mars 1980
Tómas Ingi Olrich.
wmiŒmfflmsmssmmmmmmmm
Atriði úr Pilti og stúlku. F.v.: Marta Gestsdóttir, Sesselja Ingólfsdóttir, Guðmundur
Skúlason, Sigrún Amsteinsdóttir, Svanhildur Axelsdóttir og öm Þórisson.
Piltur og stúlka
eftir Emil Thoroddsen
Leikstjóri:
Jóhann Ögmundsson
Ungmennafélag
Skriðuhrepps
ÞAÐ VAR mikið hlegið og mikið
klappað i félagsheimilinu á Melum í
Hörgárdal s.I. laugardagskvöld er
Umf. Skriðuhrepps frumsýndi þar
sjónleikinn Piltur og stúlka. Félag-
ið hefur um langt skeið staðið fyrir
öflugu leikstarfi og hin siðari ár
hafa leiksýningar verið fastur liður f
starfsemi þess, annað hver ár.
Verður það að teljast myndarlegt
framtak og þakkarvert, til aukins
menningarlífs i sveitinni, af áhuga-
fólki f fámennu hreppsfélagi. Ung-
mennafélagið hefur jafnan lagt
kapp á að vanda eftir föngum til
leiksýninganna, t.d. með vali á leik-
stjórum. Júlfus heitinn Oddsson
leikstýrði hjá félaginu nokkur ár, en
tvö sfðustu skiptin hefur Jóhann
ögmundsson annast leikstjórn.
Þegar það spurðist snemma í
vetur að Umf. Skriðuhrepps ætlaði
ÞóroddurJóhannsson
skrifar um leiklist
að sviðsetja sjónleikinn Pilt og
stúlku, fannst mörgum að með því
færðist félagið of mikið í fang,
myndi hreinlega ekki ráða við þetta
umfangsmikla verkefni, en frum-
sýningin s.l. laugardagskvöld af-
sannaði þá spádóma. Piltur og
stúlka eftir Emil Thoroddsen, gerist
um miðja síðustu öld og er leikritið
samið eftir samnefndri skáldsögu
afa Emils, Jóns Thoroddsens. Fyrri
hluti sjónleiksins fer fram á prest-
setri í sveit, þar sem bæði „heldra
fólk“ og alþýðufólk kemur við sögu
á eftirminnilegan og oft spaugileg-
an hátt. Persónurnar eru marg-
breytilegar að gerð og líf þeirra
snýst um daglegt strit, metnað, auð
og ástir. Bráðskemmtileg samtöl
eiga sér stað og óvænt tíðindi ger-
ast. Seinni hlutinn fer fram í
Reykjavík og þar koma inn í
myndina nýjar persónur, sem
gleðja og auka á fjölbreytni leiks-
ins.
Ekki er vafi á því að leikstjórinn,
Jóhann Ögmundsson, á sinn stóra
þátt í því, hversu vel hefur tekist til
með þessa leiksýningu, enda eng-
inn viðvaningur við leikstjórn, hef-
ur m.a. sviðsett Pilt og stúlku á
Stykkishólmi.
Uppsetning á Pilti og stúlku er
viðamikil. Alls eru 22 hlutverk í
leiknum, ekkert þeirra mjög stórt,
en mörg smá. Leikendur eru alls 17.
Sumir þeirra eru orðnir nokkuð
sviðsvanir, aðrir stíga nú sín fyrstu
spor á leiksviði. 1 heild finnst mér
leikendur standa sig vel, þótt ýmis-
legt mætti tína til, sem betur mætti
fara. Leikendur voru fyrirleitt
óþvingaðir í framkomu, framsögn
oftast skýr og áhugi til að gera sitt
best, leyndi sér ekki, og enginn
virtist eiga „slæman dag“ á frum-
sýningunni. Hlutverkin eru mörg
erfið, önnur eru létt og verðúr að
hafa það í huga þegar leikendiír eru
gagnrýndir. Af „nýliðunum"
fannst mér Svanhildur Hauksdótt-
ir, Öm Þórisson, Sigrún Arnsteins-
dóttir og Ivar Ólafsson standa sig
best. „Gamalreyndir“ leikarar, svo
sem Þórður Steindórsson, Dagur
Hermannsson, Sesselja Ingólfs-
dóttir og Arnsteinn Stefánsson
brugðust ekki og skilja eftir sig eft-
irminnilegar persónur.
Margir hafa lagt hönd að verki
við þessa leiksýningu, má þar nefna
mikla vinnu við leikmynd, ljósa-
búnað, búninga og fleira, allt unnið
í sjálfboðavinnu. I viðtali við Jó-
hann Ögmundsson leikstjóra kom
fram, að samstarf við alla aðila
hefði verið einstaklega gott. Fáir
aðrir en þeir, sem þátt tækju svona
starfi, gerðu sér grein fyrir því,
hversu mikil vinna lægi á bak við
svona sýningu. Allir voru samtaka,
sagði Jóhann, og enginn spurði um
laun eða kvartaði um tímaeyðslu.
Mér finnst áhuginn fyrir leiklistinni
í Skriðuhreppnum hreint ótrúleg-
ur, þar ríkir hinn sanni áhugaandi,
sagði Jóhann leikstjóri að lokum.
Húsfyllir var á frumsýningunni
og skemmti fólk sér hið besta. I
leikslok voru leikendur og leikstjóri
kallaðir fram á sviðið og þakkað
með dynjandi lófaklappi, og leik-
stjóra færð blóm.
Ef fólk vill veita sér glaða kvöld-
stund, er óhætt að hvetja það til að
hverfa 130 ár aftur í tímann í góðri
fylgd leikenda úr UMf. Skriðu-
hrepps.
— Næsta sýning verður á Mel-
um í kvöld, þriðjudag og 3. sýning á
f immtudagskvöld.
Hermann skorar. Mynd: Ketill.
KA sigraði Aftureldingu:
Fyrsta deildin
er í sjónmáli
Á SUNNUDAGINN léku í
annarri deild i handbolta KA
og Afturelding og var það
seinni leikur liðanna. Bæði
liðin eru i baráttunni um sæti
í I. deild og er það augljóst að
aðeins annað liðið kemst
upp. Strax I upphafi var
harkalega barist hjá leik-
mönnum beggja liða og
hvergi gefið eftir. Gústaf
Baldvinsson skoraði fyrsta
markið en Alfreð jafnaði
skömmu síðar úr víti.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn
og munaði aldrei meir en
tveimur mörkum á liðunum. I
hálfleik var staðan 12-10 KA í
vil og hefði munurinn getað
verið 6-7 mörk ef Gauti hefði
varið betur, en hann varði mjög
lítið í fyrri hálfleik. 1 byrjun
síðari hálfleiks tókst sunnan-
mönnum að jafna (12-12) og
eftir það sigu KA-menn fram úr
SANNGJÓRN (JRSLIT
SIGUR ÞÓRS ALDREI í HÆTTU
SL. LAUGARDAG léku í
fþróttaskemmunni Þór og
Afturelding í annarri deild í
handbolta. Leikurinn var
mikilvægur fyrir bæði liðin
því hvert stig færði Þórsara
fjær botninum. Afturelding
er í baráttunni um sæti í
fyrstu deild ásamt Fylki og
KA.
Strax í byrjun var hart barist
og framan af voru Þórsarar yf-
irleitt 1-2 mörkum yfir. I hálf-
leik var staðan 13-12 Þór í vil. I
seinni hálfleik juku Þórsarar
muninn og voru alltaf 3-4
mörkum yfir. Markvarsla
beggja liða var góð, sérstaklega í
seinni hálfleik.
Leiknum lauk með öruggum
sigri Þórsara sem skoruðu 24
mörk gegn 19 mörkum sunnan-
manna og var sigur þeirra aldrei
í hættu.
Bestir hjá Þór voru Sigtryggur
og Benedikt, ásamt Pálma. Hjá
Aftureldingu voru bestir Lárus
og Gústaf ásamt Emil mark-
verði.
Markhæstir hjá Þór voru Sig-
tryggur og Benedikt með 7
mörk hvor, Pálmi skoraði 4 og
Gunnar 3. Lárus var marka-
hæstur hjá Aftureldingu með 6
mörk, Gústaf 4, Steinar 3 og
Sigurjón, Björn og Þórir með 2
mörk hver.
Með þessum sigri hafa Þórs-
arar hlotið 6 stig í deildinni.
og voru oftast 2-3 mörkum yfir
það sem eftir var leiksins.
Emil markvörður UMFA
varði mjög vel allan leikinn og
m.a. tvö víti. Ólafur kom í
markið í seinni hálfleik í stað
Gauta og varði hann 12 skot í
leiknum þ.á.m. 3 víti.
Lokatölur leiksins urðu 22-19
KA í vil og eru KA-menn vel að
sigrinum komnir en sunnan-
menn voru mun grófari í leikn-
um og fengu oft að yfirgefa
völlinn.
Besti maður vallarins, Jóh-
ann Einarsson, skoraði 8 mörk
fyrir KA, öll stórglæsileg. Al-
freð skoraði 7 mörk þar af tvö úr
víti, Þorleifur, Friðjón og
Gunnar skoruðu 2 mörk hver,
Gústaf 5, Steinar og Sigurjón
með 3 hvor.
Eftir þennan leik er KA
komið í annað sæti í deildinni á
eftir Fylki.
Marsmót í lyftingum
Á SUNNUDAGINN fór fram í Lundarskóla Marsmótið í kraftlyft-
ingum og ennfremur Marsmótið í tvíþraut en þar lyftu aðeins tveir
keppendur. Lyftingarmennirnir voru allir úr bænum og var mörgum
metum hnekkt. Bestum árangri á mótinu náði Víkingur Traustason en
hann bætti fyrra met í samanlögðu um 73 kg og setti auk þess Ak.met
i hnébeygju og réttstöðulyftu. I tvíþraut setti Freyr Aðalsteinsson nýtt
íslandsmet í snörun og Ak.met í samanlögðu.
Kraftlyftingar:
75 kg flokkur
Flosi Jónsson, KA
155 + 90 + 190 = 435 kg
100 kg flokkur
Erlingur Níelsson, Þór
135 + 90 + 170 =395 kg
Jóhannes Hjálmarsson, Þór
165 + 80 + 305 = 450 kg
125 kg flokkur
Halldór Jóhannesson, Þór
137,5 + 250 ekkert samanlagt
Víkingur Traustason, Þór
270>+ 125'+ 270 = 665 kg
Tvíþraut:
75 kg flokkur
Freyr Aðalsteinsson, Þór
122,52+ 147,5 = 270' kg
82,5 kg flokkur
Kristján Falsson, KA
120 + 142,5 = 262,5 kg
1 Akureyrarmet
1 íslandsmet
4.DAGUR
DAGUR.5