Dagur - 20.03.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 20.03.1980, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sfmi auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON F’rentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Aukna fjárveitingu til sjúkrahússins Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur orðið hart úti í byggingar- máium og húsymi þess er mjög lítið, miðað við aðra spítala á landinu, íbúafjölda og þá starf- semi, sem þar fer fram. Sem dæmi má nefna, að spítalarnir í Reykja- vík hafa þrisvar og hálfu sinnum meiri húsakost en sjúkrahúsið á Akureyri, ásamt Kristneshæli og Læknamiðstöð Akureyrar, ef mið- að er við íbúatölu hvors umdæm- is. Sjúkrahúsin á Húsavík og Sauðárkróki hafa hvort um sig rúmlega tvisvar sinnum meira húsrými, en sjúkrahúsið á Akur- eyri. Þessar tölur segja ef til vill betur en nokkuð annað, hversu baga- legt húsnæðisvandamál Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri raunverulega er. Eins og nú er ástatt eru þrengsli í sjúkrahúsinu hvarvetna til baga og hindra eðli- lega starfsemi þess. Jafnvel er um það rætt manna á meðal, að sjúklingar séu látnir fara heim mun fyrr en æskilegt væri og að ekki sé með góðu móti hægt að taka á móti bráðatilfellum vegna þrengsla. Við svo búið má ekki standa lengur, og kemur einkum tvennt til. Fyrir það fyrsta er ekki hægt að bjóða því fólki, sem býr á Akureyri og í Eyjafirði, miklum mun lakari aðstöðu í heilbrigðismálum, en öðrum íbúum þessa lands. Hins vegar er svo um það að ræða, að því fé er mjög illa varið, sem þegar hefur farið í nýbyggingar sjúkra- hússins, meðan ekki er unnt að taka þessar byggingar í notkun. Því er það nú mikil nauðsyn, að nægilegt fé fáist til að reisa tengi- bygginguna milli þjónustukjarn- ans og gömlu sjúkrahússbygg- ingarinnar, því að öðrum kosti verður ekkert hægt að nýta þessi mannvirki á næstunni. Fyrirhugaða fjárveitingu ríkisins til Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri verður að hækka. Áætlað er að ríkið greiði 680 milljónir á þessu ári, en það dugar ekki til, því að ef unnt á að vera að taka nýja húsnæðið í notkun á næsta ári, tveimur árum síðar en upp- haflega hafði verið áætlað, þarf framlag ríkisins til Fjórðungs- sjúkrahússins að nema 960 milljónum króna, að frádregnum 50 milljónum, sem til eru frá síð- asta ári. Er vonandi að barátta þingmanna kjördæmisins og for- ráðamanna bæjarins og sjúkra- hússins fyrir þessu máli beri ár- angur. i 4.DAGUR brunninn.. Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri: Seint er að byrgja Fyrirbyggjandi aðgerðir eru bestar TÖLUVERT vantar á að fólk geri sér fulla grein fyrir eldhættunni, sem alltaf er kring um okkur og því fer sem fer. Það er afar nauðsynlegt að gera sér þetta ljóst og eins hitt hvernig bregðast skuli við, ef eldur verður laus. Hafið við hendina tæki til eldvarna svo sem handslökkvitæki og aspestteppi og einnig áætlun um fyrstu viðbrögð. Eldurinn gerir ekki boð á undan sér Margur maðurinn hugsar ekk- ert um eldsvoða frekar en það muni aldrei kvikna í hjá honum. Svo verður eldur e.t.v. laus að nóttu til, þegar minnst varir. Það er skelfilegt að vakna við siíkt og engár líkur til að þú bregðist við á réttan hát, nema þú hafir hugsað vel þessi mál og hafir áætlun um fyrstu viðbrögð (atlögu að eldin- um og flóttaáætlun). Ein röng ákvörðun getur leitt til manntjóns á heimilinu. Treystið ekki á að venjulegar útgönguleiðir séu fær- ar, hafið aðrar leiðir á takteinum og útbúið gluggana þannig að komast megi út um þá án þess að slasa sig. 1 öllum íbúðum er margfald- lega nóg af brennanlegum efnum sem geta orðið þér og fjölskyldu þinni að aldurtila. Jafnvel gardínurnar í stofunni eru nægj- anlegar. Reykurinn og hinar eitruðu lofttegundir eru léttari en and- rúmsloftið og safnast því fyrst saman upp við loft. Ef þið vaknið og reykur er í íbúðinni þá þreifið alltaf efst á hurðunum áður en opnað er, og ef þær eru heitar þá opnið ekki. Sé nauðsynlegt að fara gegnum reyk t.d. reykfylltan gang þá skríðið og hafið klút fyrir vitunum gjamar rakan og búið ykkur vel í fötum úr náttúruefn- um. Flest börn verða óttaslegin við eld og leita því skjóls í skáp- um, undc rúmum og á öðrum slíkum felustöðum. Með því að gera áætlun um flótta úr íbúðinni og æfa hana með allri fjölskyld- unni má auka líkumar á björgun verulega. Útskýrið þetta fyrir bömunum og nauðsyn þess að hittast á tilteknum stað úti, þann- ig að strax sé ljóst hvort allir hafi sloppið út eða ekki. Högg í mið- stöðvarofn að nóttu til getur verið gott merki til bamanna eða for- eldranna um að yfirgefa íbúðina um neyðarútganga. "li 1 .......... Sjálfvirk aðvörun Nú um árabil hafa verið á boðstólum reykskynjarar fyrir heimili, sem skynja reyk á byrjunarstigi og aðvara fólk með hljóðmerki. Slík tæki ættu að vera í hverri íbúð og séu þau rétt stað- sett gefa þau mjög ffjóW'viðvörun og geta því bjargað lífi og eignum fólks. Á nýrri gerðum reyk- skynjara er sérstakur prufu- hnappur og ætti að prófa skynjarann mánaðarlega. Við kaup á skynjara þarf að gæta þess að hávaðinn sem hann gefur frá sér sé mikill, ekki minni en 75 desibell. Að lokum vil ég benda fólki á að hafa ætíð símanúmer slökkvi- stöðvarinnar við símann, en lím- miðar fást ókeypist á slökkvi- stöðinni og munið að eldurinn er góður þjónn en afar slæmur hús- bóndi. Tómas B. Böðvarsson. MINNING Jóhann G. Guðmundsson stöðvarstjóri Pósts og síma á Akureyri Fæddur 25. nóvember 1917 — Dálnn 11. mars 1980 í gær var til moldar borinn í Akur- eyrarkirkjugarði Jóhann Guð- mundur Guðmundsson, stöðvar- stjóri Pósts og síma á Akureyri. Hann lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu hér 11. þ.m. af hjartasjúkdómi. Jóhann var fæddur í Hvammi í Langadal 25. nóvember 1917, son- ur Þóru Emelíu Grímsdóttur og Guðmundar Frímannssonar, kennara. Foreldrar Emelíu voru Jóhanna Jóhannesdóttir og Grímur Þorláksson, sem bjuggu að Lang- eyjarnesi og víðar í Dalasýslu. Meðal barna þeirra og bróðir Emelíu var Jóhann Lúther, for- ustumaður vélstjóra í Reykjavík um langt skeið. Ég hef því miður ekki kunnugleika til að greina frekar frá ættmennum Emelíu. Foreldrar Guðmundar voru Val- gerður Guðmundsdóttir og Guð- mundur Frímann Björnsson, bóndi í Hvammi í Langadal (oftast nefndurFrímann),ogvarValgerður seinni kona hans. Synir Frimanns, auk Guðmundar, eru Bjarni bóndi á Efri-Mýrum, Hilmar bóndi á Fremsta-Gili, Jóhann Frímann skáld og skólastjóri og Guðmundur Frímann skáld og rithöfundur, tveir þeir síðastnefndu búsettir á Akureyri. Dóttir Frímanns og hálf- systir þeirra bræðra var Jóhanna, móðir Tryggva Ófeigssonar fyrrum togaraskipstjóra og útgerðarmanns í Reykjavík. Leiðir þeirra Emelíu og Guð- mundar lágu saman á Vífilsstaða- hæli, þar sem þau dvöldu bæði sér til heilsubótar. Felldu þau hugi saman og vorið 1917 útskrifuðust þau bæði af Vífilsstöðum og fóru norður að Hvammi. Þeim auðnað- ist þó ekki að eiga langa samleið því að Guðmundur dó árið 1918 úr Spönsku veikinni. Áður hafði Guðmundur verið kvæntur Jóse- fínu Erlendsdóttur, en þau slitu samvistum. Dóttir þeirra er As- gerður, gift Hallgrími Vilhjálms- syni, tryggingafulltrúa á Akureyri. Emelía giftist síðar Níels Jóns- syni frá Balaskarði og bjuggu þau í Reykjavík. Dætur þeirra eru: Mar- en, gift enskum manni, Stanley Kieman, Sigriður og Hrefna, ógift- ar. Allar systurnar eru búsettar 1 Reykjavík. Jóhann ólst upp hjá ömmu sinni og afa í Hvammi og síðar Fremsta-Gili 1 Langadal við gott atlæti og ástríki. Hann aflaði sér menntunar á Akureyri, fyrst í gagnfræðaskólanum og síðar í menntaskólanum, en hætti námi að loknum fjórða bekk og mun því hafa ráðið fjárhagsástæður, sem víða voru bógbornar á þeim árum, því að námsmaður var Jóhann góður og þurfti því ekki að þeim sökum að hætta námi. Á sumrum, milli þess sem hann stundaði skólanám, vann hann ýmis almenn störf, m.a. var hann kaupamaður í Garði við Mývatn 1 tvö sumur. En árið 1935 gerðist Jóhann starfsmaður póststofunnar á Akur- eyri, og varð sú ákvörðun upphafið að hans lífsstarfi. Varð hann brátt póstfulltrúi og gegndi því starfi 1 mörg ár, en frá 1. janúar 1966 var hann póstmeistari á Akureyri allt til ársloka 1978 og þar með síðastur þeirra, sem báru það gamla og virðulega starfsheiti hér í bæ. En frá 1. janúar 1979 var skipulagi pósts- og símamálabreytt og frá þeim tíma laut síminn einnig stjórn Jóhanns og varð starfsheiti hans þá stöðvarstjóri pósts og síma á Akur- eyri. Árið 1945 gekk Jóhann að eiga Hjördísi, dóttur Jósefínu Pálsdóttur og Óla P. Kristjánssonar, þáver- andi póstmeistara, og lifir hún mann sinn. Þeim varð fjögurra barna auðið, en þau eru: 1. Óli Guðmundur, listmáli og starfsmaður Pósts og síma, kvæntur Lilju Sigurðardóttur og eiga þau fjögur böm. 2. Edda, hjúkrunarfræðingur, gift Þórhalli Bjamasyni, tæknifræð- ingi, og eiga þau þrjú börn. 3. Örn, húsasmiður, heitbundinn Þórunni Haraldsdóttur. 4. Þóra Emelía, starfsmaður hjá Flugleiðum, ógift 1 föðurgarði. Öll eru bömin búsett á Akureyri. Starf Jóhanns var víðfeðmt og ábyrgðarmikið og gegndi hann því af dugnaði, árvekni og samvizku- semi, því honum var ekki gjarnt að kasta höndunum til verka sinna. Hann starfaði í félagsskap Odd- fellowreglunnar á Akureyri og gengdi þar æðstu embættum. Hef ég nú í stórum dráttum greint frá uppruna og æviferli Jóh- anns, en á þó mest ósagt af því, sem eg segja vildi. Kynni okkar hófust 1 M.A. fyrir nær hálfri öld og urðu brátt að ná- inni vináttu, sem aldrei rofnaði. Leiddú kynni okkar til þess, að Jóhann gerðist heimilismaður hjá foreldrum mínum um það leyti sem hann hóf sín póststörf og bjó þar síðan sem einn af fjölskyldunni þar til hann festi ráð sitt og stofnaði eigið heimili. Þessi tími mun ávallt verða mér minnisstæður ekki sízt vegna þess þáttar, sem Jóhann átti í því að gera hann skemmtilegan. Við höfðum mikla ánægju af söng og músík og vorum svo heppnir að lenda með félögum í skóla, sem létu vart nokkra stund ónotaða til að syngja saman, svo að ýmsum mun hafa þótt nóg um. Strax í þriðja bekk starfaði sá ágæti karla- kór HVÆSIR undir stjórn Alla í París og Jóns Þórarinssonar og 1 fjórða bekk tvöfaldur kvartett undir stjóm þess síðarnefnda. Síðar urðum við báðir félagar í karla- kómum GEYSI og varð hlutur Jóhanns þar stór, því að hann starfaði með kómum til æviloka. Var hann einn af beztu söngkröft- um kórsins, hafði háa og blæfagra tenórrödd og gengdi þar oft ein- sönghlutverkum. Ennfremur var hann formaðúr kórsins um nokkurt skeið. Hann var einn þeirra Geys- is-manna, sem tóku þátt 1 frækilegri söngför Fóstbræðra til Norður- landa sumarið 1946. Þá minnist ég einnig leikstarf frá þessum árum, en þar átti Jóhann einnig miklu stærri hlut en ég og lék hann mörg hlutverk hjá Leik- félagi Akureyrar. En mestan orðstír gat hann sér á því sviði í hlutverki prinsins í ALT HEIDELBERG, sem GEYSIR sýndi veturinn 1945-46. Heyrði ég mjög af því látið en sá ekki leikinn sjálfur þarsem eg var erlendis um þær mundir. Þessi ungkarlaár okkar voru ár mikillar glaðværðar og eru björt í minningunni. Svo þegar að því kom að við festum okkur konur vildi svo til að þær voru æskuvin- konur og studdi það enn að því að viðhalda vináttu fjölskyldna okkar, enda varð það svo að „gangvegir“ lágu milli heimilanna og heim- sóknir voru sjálfsagðar ekki sízt á hátíðum og merkisdögum fjöl- skyldnanna. Varð þetta til þess, að böm okkar bundust einnig traust- um vináttuböndum. I húsinu þeirra við Engimýri 12, sem Hjördís og Jóhann byggðu sér — að nokkru með eigin höndum — áttu þau mjög aðlaðandi heimili. Átti húsfreyjan ekki minnstan þátt í því að gera það vistlegt og hlutverki sínu sem eiginkona og hin styrka stoð manns síns, sem oft var undir álagi erilsams embættis, gengdi hún með miklum sóma og reisn og kom það Jóhanni vel, því að hann átti viðkvæma skapgerð sem fara þurfti mjúkum höndum um. En það skildi Hjördís, og því blessaðist sambúð þeirra svo vel sem raun varð á. Hin síðustu ár, er Jóhann hafði kennt þess sjúkleika, sem að lokum bar hann ofurliði, var Hjör- dísi sérstaklega annt um áð hann gætti allrar þeirrar varkárni, sem hann varð að temja sér. Þegar ég lít nú til baka verður mér starsýnt á það — öðrú fremur — hversu kær Jóhann varð öllum þeim, sem umgengust hann mest og þekktu hann bezt. Er mér þá í huga hve kær hann varð foreldrum mín- um og fjölskyldu. Einnig varð ég þess var hve hlýjan hug heimilis- fólkið 1 Garði við Mývatn bar til hans svo og allir þeir, sem með honum unnu í hans aðalstarfi. Um það, hversu vel hann reyndist sín- um nánustu, ætla ég ekki að fjöl- ýrða hér en get þó ekki annað en minnzt þess, hve ástúðlegt sam- band hans var við tengdaforeldr- ana. Ber þetta allt að sama brunni og vitnar um góðan dreng 1 þess orðs fyllstu merkingu. Og nú er skarð fyrir skildi 1 Engimýri 12, heimilisfaðirinn horfinn. Vona ég samt að gatan grói ekki milli heimila okkar, og þótt hún hafi ekki á síðari árum verið jafn fjölfarin og fyrrum, þá finn ég það nú, er vinur minn verður ekki lengur sóttur heim, að sterkastar eru rætur þeirrar vináttu, sem gróðursett er 1 jarðvegi æsku- kynna. Ég bið Guð að lýsa Jóhanni vini mínum á hinum nýju, ókunnu veg- um og styrkja Hjördísi og börnin og aðra vandamenn 1 sorg þeirra. Akureyri, 19. marz 1980 Gísli Konráðsson. * * En þar bíða vinir 1 varpa, sem von er á gesti. D. St. Einn af okkar ágætu Geysisfélög- um, Jóhann Guðmundsson kvaddi þennan heim s.l. þriðjudag. Vil ég með nokkrum orðum minnast starfs hans 1 Geysi, þau tæp 44 ár er hann starfaði þar og það allt fram á síðustu stund. Ég minnist þess, þegar ég sá þennan unga og glæsilega mann koma og setjast í Menntaskólann. Það fór ekki hjá því að eftir honum yrði tekið. Hann blandaði þegar geði við unga menn í bænum, enda maðurinn glaðvær og fljótt varð hann hrókur alls fagnaðar, þar sem tekið var lagið. Hann hafði óvenju bjarta og fallega tenórrödd. Hann hóf fyrst 1 stað að syngja með bekkjarkór í M.A. þá í tvöföldum kvartett, er Jón Þórarinsson tónskáld stjórnaði hér, á skólaárum sínum. Haustið 1936 kom hann til liðs við Karla- kórinn Geysi og þar starfaði hann af eldlegum áhuga til æfiloka. Meðal annars var hann einsöngvari kórsins um árabil. Það fór ekki hjá því, að maður eins og Jóhann Guðmundsson yrði valinn til trúnaðarstarfa fyrir Geysi. Hann var formaður kórsins um tveggja ára skeið og stjórnaði m.a. hinni ánægjulegu söngför til ísafjarðar og Reykjavíkur 1968. Einnig sat hann 1 ýmsum stjómum og nefndum fyrir kórinn m.a. í stjóm Tónlistarskólans um árabil. Er Geysir réðst í það að koma upp leikritinu „Gamla Heidel- berg“í annað sinn 1945, kom það í hlut Jóhanns að leika þar titilhlut- verkið, prinsinn. Hann brást þar ekki, fremur venju og er það í margra minni hversu vel og smekklega hann skilaði þessu hlut- verki. Þegar Samband ísl. karlakóra fór söngförina til Norðurlanda 1946, voru valdir nokkrir menn úr Geysi 1 þá för. Þar var hinn bjarti norð- lenzki tenor, Jóhann, sjálfkjörinn. Eins og áður er fram tekið, starf- aði Jóhann með okkur Geysisfé- lögum til hinnstu stundar. Við vissum að hann gekk ekki heill til skógar síðustu ár. Eigi að síður vonuðum við að hann ætti eftir að starfa með okkur um sinn. Nú er hann allur. Skarðið er ófyllt. En Ingimundur bíður bíður okkar allra. Þar bíður vinur 1 varpa. Hann- gefur tóninn, og þá verður mikið sungið. Eiginkonu og börnum, Jóhanns vinar míns, sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. s. B. Leikfélag Ólafsfjarðar: Er á meðan er Höf: Moss Hart og Georg S. Kaufman Þýð: Sverrir Thoroddsen Leikstj: Ragnhildur Steingrímsdóttir Leikmynd: Félagar í L.Ó. SEGJA MÁ að á Ólafsfirði hafi ekki ríkt né ríki nein leikhúshefð. Samt sem áður er þar starfandi leikfélag sem sett hefur upp 19 sjónleiki á um 20 árum. Fátítt er að leikfélög annars staðar af landinu sýni leiki sína, þannig að lítil samkeppni er þar á þessu sviði. Ólafsfirðingar þurfa því lít- ið fyrir því að hafa á endurgjalda slíkar uppákomur, þó að slíkt hafi að vísu komið fyrir. Segja má að leiksýningar L.Ó. séu hápunktur menningarlífs Ólafsfirðinga, sem er að öðru leyti fábrotið, því fáir leggja metnað sinn 1 að berja að- komumenn augum er þeir stíga á fjalir félagsheimilisins Tjarnar- borgar. Verkefnaval L.Ó. síðastliðin ár hefur mér fundist fremur einhæft, mest hefur borið á gamanleikjum og íslenskum „baðstofuþriller- um“ sem aldrei virðast ætla að ganga sér til húðar. Þetta ástand er síður en svo staðbundið við Ólafsfirðinga, heldur virðist mér það einkenna margan áhugaleik- flokkinn. Stundargaman er jú gott í hófi, en boðskapur og vakning til hugsunar, sem á að vera eitt af markmiðum leikhúsa, má ekki kafna í eilífu glensi. Nú í ár hefur L.Ó. tekið enn einn gamanleikinn til sýninga. Sá nefnist „ER Á MEÐAN ER“. Uppsetning leiksins tók um sex vikur. Leikarar eru allflestir í fyrsta skipti á fjölunum nú, þ.e. af 19 leikendum hafa einungis fjórir þeirra stigið áður á fjalir T.B. Allt þetta fólk stundar sína föstu vinnu, og hefur auk þess að þurfa að læra texta sinn séð um og komið upp sviðsmyndinni. Leik- inn ber að sjálfsögðu að dæma með hliðsjón af ofangreindum atriðum. Leikmyndin er allt of þyrm- Sýning C. A. Terr í HAhóli UM ÞESSAR mundir stendur yfir í Gallery Háhól, sýning á grafískum verkum ungrar enskrar listakonu, Catherine Anne Tirr. Catherina Anne Tirr er fædd 1 Leeds, árið 1956, og nam myndlist við Leeds College of Art og raunar fleiri skóla m.a. Chelsea School of Art. Um skeið hefur hún dvalið 1 London og mun hafa tekið þátt 1 nokkrum samsýningum þar í borg. Sýningin sem hér hefur verið sett upp, er afar sundurleit. Bæði hvað varðar viðfangsefni, stíl og tækni. Það sýnir, að listakonan er og hefur verið að leita fyrir sér, svo sem eðlilegt er með fólk, sem er að stíga sín fyrstu spor á listabrautinni. Flest eldri verkanna á sýning- unni eru illa kompóneruð auk þess sem tæknileg útfærsla er heldur af lakara taginu. Á ég hér einkum við kopargrafíkina. I myndröð númer 20 til 24, er listakonan að leika sér með sama viðfangsefnið í mismunandi lita- samsetningum. Utkoman er laus- legar og veikar kyrralífsstemming- ar. Nema hvað frábærlega tekst til í mynd númer 23. Sú mynd er bæði sterk í lit og byggingu, gott verk. Vinnubrögð sem þessi eru mjög skynsamleg og eðlileg, en þá mynd sem tekst vel á að sýna, hinar ekki. Þetta er einn af meiriháttar veik- andi og þung, hún virkar hálf öfgakennd. Leikurinn gerist í New York á fjórða áratugnum, nánar tiltekið á heimili Marlins Vanderhofs fyrrverandi Kaup- sýslumanns. Þar segir frá fjöl- skyldu nokkurri, sem er fyrir margar sakir frábrugðin öðrum fjölskyldum. Á þessu heimili lifa 10 ólíkar persónur, sem eiga það þó sameiginlegt að lifa hver í sín- um einangraða hugarheimi, án frekari vitundar um daglegt amstur og stress þess samfélags (Bandaríkjanna) sem þau annars lifa í. Við fáum þama að kynnast hversdaglegu lífi þessa fólks, en þar fléttast þó giftingahugleið- ingar annarar dótturinnar inn í atburðarrásina. Daglegt líf þessa fólks er helgað hugðarefnum þess, sem öll virðast hálftilgangs- laus en gefa lífi þess þó fyllingu. Marlin Vanderhof, leikinn af Agnari Víglundssyni, hefur ekki gert handtak í lífinu síðan hann hætti 1 „bissnesnum“ fyrir 35 ár- um. Nú safnar hann snákum, og sækir skólaslit af miklum áhuga. Hann fær daglegar ítrekanir frá skattheimtunni þess efnis að hann hafi ekki borgað tekjuskatt sl. 35 ár. Hann hirðir ekki um slíka hluti og segir þá fáránlega. Vanderhoff, eða afi eins og hann var jafnan kallaður, er höfuð fjölskyldunnar. Hann er hvers manns hugljúfi og hugsjón hans virðist ríkja á heimilinu. „Sælt er það hús þar sem sællífi ríkir“, er nokkurskonar „motto“ þessa fólks. Þau hafa svart vinnuafl á heimilinu sér til hjálpar, svo þau geti einbeitt sér að hugðarefnum sínum. Af öðrum persónum má nefna Penelopeu Sycamore, leikna af Guðrúnu Víglundsdóttur, sem er móðirin á heimilinu. Hennar daglega líf snýst um leikrita- skriftir. Paul Sycamore eigin- mann hennar, leikinn af Sveini Stefánssyni, sem fæst aðallega við módelasmíði og flugelda- og sprengjutilraunir í kjallaranum með De Pinna, leiknum af Frið- riki Eggertssyni. De Pinna kom þangað fyrir 8 árum sem íssali og hefur ekki farið síðan. Þeir leikum sýningarinnar, það er allt látið fljóta með. C. A. Tirr hefur ferðast víða og á ferðum sínum hefur hún greinilega orðið fyrir miklum áhrifum, sem hún síðan hefur nýtt við myndgerð sína á einkar skemmtilegan hátt. Vil ég til stuðnings því, nefna myndröð við grískar goðsagnir, þar sem leitast er við að sameina inntak Helgi Vilberg skrifar um myndlist grískum umbúnaði fornum, nútíma tækniúrvinnslu. Þessi verk eru áhugaverð, en herslumuninn vantar, áræðni og slagkraft. í „afrísku“ myndunum virðist mér listakonan finna sig, bæði hvað varðar myndefni og tækni (sáld- þrykk). Sú þunga myndbygging, sem einkennir flest verk hennar nýtur sín afar vel í þessum verkum. Sterk lárétt niðurskipan flata, þung ferhyrnd form á láréttum grunni á móti lóðréttum og skásettum línum gróðursins, verka létt og sannfær- andi. Litasamsetningar bera vitni um mjög næmt og þroskað litaskyn höfundar. öll verk þessarar mynd- sprengja nær allan sólarhringinn. Dóttir þeirra hjóna, Essie, leikin af Ingu Ástvaldsdóttur, fæst við ballettnám, sem hún hefur stundað í 8 ár án sýnilegs árang- urs og stundar auk þess konfekt- molatilraunir í eldhúsinu. Alise, önnur dóttirin, leikin af Fjólu Jósepsdóttur, er í giftingarhug- leiðingum, hún hefur náð sér 1 son auðkýfings nokkurs. Auðvit- að koma síðan upp vandamál með þann ráðahag er auðkýfing- urinn og kona hans koma í heim- sókn, einum degi of snemma, og sjá hvílíkt heimili þetta er. Auð- kýfingurinn þjáist af magaverkj- um og meltingartruflunum. Afi veit ráð við því og veit hvert meinið er: Wall Street, hann verður að dreifa huganum frá Wall Street kauphallarbransan- um. Helst að hætta að græða, hann eigi nóg nú þegar, og taka upp einfaldari og skynsmari lifnaðarhætti. „Hættu að vinna, það er til nóg af vinnuglöðu fólki.“ Þetta kallar auðkýfingur- inn kommúnisma en hugsjón afa sigrar að lokum, og allt fellur í ljúfa löð. Auðvitað er margt fleira fólk sem slæðist inn á þetta undarlega heimili, þar mætti helst nefna rússneska hertogaynju og ballett- kennara dótturinnar, en þau urðu bæði landflótta vegna byltingar- innar. Leikur var nokkuð misjafn, en best tilþrif sýndu Agnar Víg- lundsson, er persónusköpun hans var með miklum ágætum, Guð- rúnu Víglundsdóttur og Friðrik Eggertsson, en gerfi hans var mjög gott. Framsögn var nokkuð góð, en þó mátti stundum betur fara. Þrátt fyrir ýmsa vankanta á sýningunni, oftast smávægilega, er vel þess virði að eyða kvöld- stund með Leikfélagi Ólafsfjarð- ar. Með von um bjarta framtíð þakka ég fyrir mig; Kristinn Hrafnsson. raðar er afar blæbrigðarík og fín 1 lit. Með þessum verkum rís sýn- ingin hæst. Sáldþrykkið virðist mér því sú tækni, sem hæfir viðfangs- efnum C. A. Tirr best. Catherine Anne Tirr, hefur að mínum dómi ótviræða hæfileika og mun áreiðanlega ná ágætum ár- angri í framtíðinni, með auknum þroska, ögun og aukinni þjálfun. Að lokum við ég benda á nokkur atriði varðandi framkvæmd sýn- ingarinnar, sem mér þykja að- finnsluverð. Fyrir það fyrsta er sýningin mjög illa upp hengd, samstæðar myndraðir slitnar úr samhengi og dreift, að því er virðist af handahófi. Stærri sáldþrykks- myndir eru hengdar, sumar hverj- ar, á brúnan vegg þar sem þær njóta sín illa, á meðan smærri, veigaminni myndum er dreift á ljósan suðurvegg austursalar. Þar hefði einmitt verið heppilegast að hafa „afrísku“ verkin. Smærri verkin hefðu að sama skapi notið sín betur á brúna veggnum. Sýn- ingin virkar því mjög ósamstæð og gerir gestum erfiðara fyrir að njóta hennar sem skyldi. Sýningarskrá fyrirfannst ekki, aðeins númera- og verðskrá. Allar tæknilegar upplýsii.gar um aðferð- ir og efni vantaði, svo og kynningu á hinni ensku listakonu. Eins er undarlegt að senda út boðskort á málverkasýningu, þar sem ekkert málverk er að finna. í kynningu í fjölmiðlum var listakonan kynnt sem há menntuð og víðfræg. Hverjum er greiði gerður með þvílíku sk 'umi? ’ lelgi Vilberg. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.