Dagur - 20.03.1980, Blaðsíða 8
DAGUR
Akureyri, fimmtudagur 20. mars 1980
WUHUJTm ?*'
TIÐGERÐIR 22701
Rokkóperan:
Gull-
dreng-
irnir
SUNNUDAGINN 23. mars
kl. 21.00 sýnir Leiklistar-
klúbbur Flensborgarskóla,
rokkóperuna „Gulldrengirn-
ir“ í Skemmunni Akureyri.
Gulldrengirnir eru byggðir á
leikritinu Zigger-Zagger eft-
ir Peter Terson, en flest
verka hans fjalla um vanda-
mál unglinga í iðnaðarþjóð-
félagi.
Zigger-Zagger var frumsýnt
1967 af unglingaleikhúsinu
British National Yoth Theater.
Leikhús þetta hefur atvinnu-
leikstjóra á sínum snærum en
leikarar og tæknimenn eru
valdir úr gagnfræða- og
menntaskólum víðsvegar af
Bretlandi.
Birgir Svan Símonarson
þýddi, endursamdi og staðfærði
verkið fyrir Nemendaféiag
Flensborgarskóla.
Sigurður Rúnar Jónsson
samdi og útsetti tónlist við sýn-
inguna og jafnframt sér hann
um kór- og hljómsveitarstjórn.
Sigurður er mörgum að góðu
kunnur fyrir störf sín á sviði
tónlistar og leikhúss. Meðal
annars sá hann um tónlist við
Hárið, Öskubusku og á tímabili
spilaði hann með hljómsveit-
inni Náttúru.
Leikstjórn er í höndum Ingu
Bjarnason sem rekur íslenskt-
enskt tilraunaleikhús (Saga-
Theater) ásamt Nigel Watson.
Uppfærsla Leiklistarklúbbs
Flensborgarskóla á Gull-
drengjunum hefur hlotið mjög
góðar viðtökur og hefur verið
uppselt á allar sýningar hingað
til.
Nýtt ryðvarnarverkstæði:
Það f ullkomnasta
utan Reykjavíkur
UM SlÐUSTU mánaðamót tók
til starfa nýtt fyrirtæki á Akur-
eyri, Ryðvarnarstöðin. Hún
annast ryðvörn á öllum stærðum
og gerðum bifreiða, nýjum og
notuðum. Fyrirtækið er rekið í
tengslum við Bifreiðaverkstæði
Bjarna Sigurjónssonar í Skála
við Kaldbaksgötu og er það eina
sinnar tegundar á Norðurlandi.
Að sögn Bjarna Sigurjónssonar
kostaði ryðvamarstöðin litlar 50
milljónir fullbúin. Öll tæki og efni
sem stöðin notar eru af nýjustu og
fullkomnustu gerð, m.a. má nefna
sérstakan massa sem úðað er í
hjólskálar og neðan í gólf bifreiðar
til vamar steinkasti og er efnið
jafnframt hljóðeinangrun.
„Við höfum reynt að fylgjast
með því sem er að gerast í bif-
Fyrsta flugið
Á ÞRIÐJUDAG var flogið
fyrsta áætlunarflugið með
Fokker Friendshipvélinni, sem
Flugleiðir keyptu af Korean
Airlines og kom til landsins ný-
Iega. Fyrsta ferðin var frá
Reykjavík til Akureyrar.
Vélin er stærri og burðarmeiri en
þær Fokker vélar, sem félagið hef-
ur hingað til notað í innanlands-
flugi. Hún tekur 56 farþega, eða 8
fleiri en hinar eldri, og á vélinni eru
stórar vörudyr. Þessi vél kemur í
stað eldri vélar, sem seld hefur
verið til Finnlands og fór þangað í
gær. Sú vél var fyrsta flugvélin sem
smíðuð var sérstaklega fyrir ís-
lendinga, að sögn Sveins
Sæmundssonar, blaðafulltrúa
Flugleiða, og jafnframt fyrsti
Fokkerinn sem Flugfélag íslands
eignaðist. Nýja vélin þarf að taka
eldsneyti á viðkomustöðum úti' á
landi og er það hægt á Akureyri,
Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði og
á ísafirði. Á myndinni sjást fyrstu
farþegarnir stíga út úr vélinni á
Akureyrarflugvelli. Ljósm.: h.s.
Fara á skauta á Leiru-
tjörn eftir dansleiki!
— PASSIÐ ykkur á að segja
allt þveröfugt við það sem þið
meinið, svo eitthvað komi rétt
út i þessu viðtali, sagði Ólafur
Sigurðsson, i hljómsveitinni
Jamaica við félaga sína þegar
tíðindamaður blaðsins fór
fram á smá viðtal, og átti hann
þá við að blaðamenn rang-
færðu allt, sem við þá væri
sagt.
— Hljómsveitarmeðlimir eru
allir Akureyringar, nema hvað
Óli kemur frá Natóhorninu
Keflavík, sagði Snorri Guðvarðs-
son. Hann sagðist vera barna-
kennari en vinna í „Hljómdeild
KEA, góðan daginn" eftir hádegi.
Alice Jóhanns syngur með
Jamaica, en hún er einnig barna-
kennari, og kennir auk þess jass-
leikfimi og því um líkt, öðru nafni
huppaskak, að sögn Snorra, sem
barði um leið í borðið og sagði
Ólsen, Ólsen. Það er uppáhalds-
iðja þeirra í „pásum“.
Jamaica hóf að leika saman í
núverandi mynd um áramótin
1978-1979, en um það leyti bætt-
ist Alice í hópinn. Hljómsveitin
hefur spiláð í Sjálfstæðishúsinu
síðan í lok janúar og verður þar
væntanlega til loka maí, en þá
tekur við a.m.k. tveggja mánaða
sumarfrí.
Alice lærði söng í tvo vetur,
ekki þó samfleytt, hjá Sigurði
Demetz, en Óli hefur C-dúr skal-
ann í tónmennt. Aðrir hafa ekki
öðlast tónlistarmenntun.
Þau segjast vera búin að gefast
upp á því að leika frumsamda
tónlist, en þó vera að ieita að
plötu-útgefanda(l) og taki slíkum
mönnum opnum örmum. Þau
fara á skauta inn á Leirutj öm eftir
dansleiki og siðan beint heim.
Það kemur í stað „partíanna".
Auk áðumefndra eru í hljóm-
sveitinni Jamaica Kristján Jóns-
son, símamaður, og Matthías
Henriksen, verslunarmaður,
starfsbróðir Óla í Hljómveri-.
Hljómsveitin Jamaica á bak vió rimlana f diskótckinu f Sjallanum talið f.v.:
Matthfas Henriksen, Alice Jóhanns, Ólafur Sigurðsson, Snorri Guðvarðsson og
Kristján Jónsson. Ljósm.: h.s.
reiðaviðgerðum og viðhaldi og
höfum þvi farið út á a.m.k. 2ja ára
fresti", sagði Bjarni þegar hann og
blaðamaður skoðuðu Ryðvarnar-
stöðina. Þar er ákaflega þrifalegt —
og vel búið að starfsmönnunum,
sem eru tveir, enda sagðist Bjarni
hafa þá trú að með góðum aðbún-
aði væri léttara að vinna verkin og
þau gengju betur. Undirvagnar
bílanna eru þvegnir með sérstökum
háþrýstibúnaði fyrir framan Skála,
en síðan eru þeir þurrkaðir á ör-
skömmum tíma með blæstri. Nú er
sem sé liðin sú tíð að nauðsynlegt sé
að fara suður á sérstök ryðvarnar-
verkstæði, eða allt sé sett á annan
endann á venjulegu verkstæði svo
hægt sé að ryðverja.
Vegna þessarar nýju tækni er
hægt að stilla verði mjög í hóf. T.d.
kostar ryðvöm á undirvagni á
meðalstórri 5 manna fólksbifreið
kr. 50-55 þúsund, og er þá miðað
við að ryðvarinn sé botn bifreiðar,
allir bitar „sílsar“ hjólaskálar og
bretti og að auki úðað með áður-
nefndum massa. Fyrir u.þ.b. einu
ári kostaði svona aðgerð um 80
þúsund — verðið hefur lækkað!
sem er óvenjulegt á þessum verð-
bólgutímum.
„Ryðvörn er hluti af eðlilegu
viðhaldi,“ sagði Bjami að lokum.
„Ef allir bifreiðaeigendur létu ryð-
verja t.d. með 2ja ára millibili gætu
þeir sparað sér háar fjárupphæðir.“
Unnið við ryðvöm.
Starfsmennirnir Steinþór Sigurjónsson
og Stefán Jónsson.
rg T r]C nr pj [(J dJi
Ö il Lru laa Jíiil J3
§ Angur
Kaupangur er nú að færa út
kvíamar og er verið að byggja
við verslunarhúsið. Heyrst
hefur að í nýju viðbygging-
unni eigi meðal annars að
vera tannlæknastofur og hafa
gárungarnir þegar gefið
henni nafnið Munnangur.
Finnst þeim það nafn hæfa
vel þeirri iðju sem tannlækn-
ar stunda. Öðrum flnnst hlns
vegar að Kaupangur hæfi
starfsemi þeirra ekki síður,
þar sem það skerði eða angri
kaupgetu almennra launa
svo gífurlega, að þurfa að
leita tll tannlæknanna.
£ Rafmagns*
í Hlíðarf jalli
bæjarbúi, sem stundar
skíðaíþróttina sér til heilsu-
bótar, kom að máli við blaðið
og sagði farir sínar ekki
sléttar. „Ég keypti mér hálfs-
dagskort f lyftuna, fór í röðina
og beið. Þá fór rafmagnið af
og eftir klukkutíma var til-
kynnt að lyftan færi ekki
meira í gang þann daginn. Ég
fór til baka og vildi fá kortið
endurgreitt, en var neitað þvf
þetta væri ekki starfsmönn-
um í fjallinu að kenna. Mér
þótti súrt að fá ekki endur-
greitt, því kortið hafði ég ekki
getað notað. Ef ég kaupi
gailaða vöru í verslun — má
ég eiga von á að geta ekki
skilað henni — þetta sé allt
framleiðandanum að kenna?"
0 Frágangur
Nú er það svo að oft er erfltt
að lesa úr skrift fólks t. d. er
sú hætta alltaf fyrir hendi að
ártöl séu mislesin svo eitt-
hvað sé nefnt. Þvf verður
DAGUR að fara fram á það við
greinarhöfunda, sem í fram-
tíðinni kunna að senda blað-
inu efni, að vélrita verk sín sé
þess nokkur kostur. Prent-
smiðja Odds Björnssonar,
sem prentar DAG, tekur ekki
lengur við handskrifuðum
handritum frá blaðinu og þvf
lendir það á starfsmönnum
þess, að véirita greinarnar,
en þeir hafa nóg á sínni
könnu fyrir.
# Greinar
í DEGI
DAGUR vill minna þá aðila á,
sem senda blaðinu greinar,
að það er sanngirniskrafa að
greinarnar séu ekki sendar
mörgum blöðum — rétt eins
og fréttatilkynningar.