Dagur - 25.03.1980, Page 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JOHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Helgar-Dagur
Þáttaskil voru mörkuð í blaðaút-
gáfu á landsbyggðinni, þegar
Dagur jók útgáfu sína úr einu blaði
á viku í tvö, fyrir rösklega tveimur
árum síðan. Þar með öðlaðist
blaðið algjöra sérstöðu, sem
fyrsta og eina raunverulega frétta-
blaðið utan Reykjavíkursvæðis-
ins. Greinilegt er af viðtökum
fólks, að mikil þörf er fyrir öflugt
landsmálablað, þar sem sagðar
eru fréttir úr byggðarlaginu og
birtar auglýsingar, og þar sem fólk
getur komið skoðunum sínum á
framfæri. Ríkisfjölmiðlarnir og
Reykjavíkurblöðin geta á engan
hátt komið í stað landsmálablað-
anna í þessum efnum.
Nú hyggst Dagur færa enn út
kvíarnar og auk þjónustuna við
lesendur sína, og í þessari viku
kemur út fyrsta eintakið af helgar-
blaði Dags, sem hlotið hefur
nafnið Helgar-Dagur. Fyrst um
sinn er fyrirhugað að blaðið komi
út einu sinni í mánuði, en ætlunin
er að útgáfutíðnin verði aukin
smátt og smátt, þannig að Dagur
komi innan tíðar út reglulega
þrisvar í viku. Er þá vonandi stutt í
það að landsbyggðin eignist sitt
fyrsta dagblað.
í helgarblaðinu, sem verður
með nýju yfirbragði, verða ekki
dagbundnar fréttir, heldur verður
leitast við að flytja fróðlegt og
skemmtilegt efni og sérstök áh-
ersla verður lögð á greinar um
menningarmál á Akureyri og á
Norðurlandi. Hafa valinkunnir
menn, bæði leikir og lærðir, verið
fengnir til að skrifa greinar í blað-
ið.
Þá er þess ekki langt að bíða, að
Dagur auki enn á útgáfuna, þó að
með öðrum hætti sé. Aukinn véla-
kostur mun innan skamms gera
það kleift, að fjölga blaðsíðunum,
og einnig opnast þá möguleikar
fyrir litprentun. Fjölgun blaðsíðna
er mjög mikilvægt mál fyrir Dag,
þar sem auglýsingar taka sífellt
meira rúm og lesendur biaðsins
senda því nú greinar í mjög aukn-
um mæli.
Dagur hefur nú starfað í rösk-
lega sextíu ár og sýnt það og
sannað, að góður grundvöllur er
fyrir rekstri hans. Áskrifendum
hefum fjöigað jafnt og þétt og eru
þeir um allt Norðurland og reynd-
ar dreifðir um aiit land. Dagur hef-
ur t.d. svipaða útbreiðslu á Akur-
eyri og öll dagblöðin úr Reykjavík
til samans, og segir það þó nokkra
sögu um stöðu blaðsins.
Þegar þetta er skrifað (10/2) er
kosningabaráttan hér í Kanada í
algleymingi. Kosningarnar eru
eftir viku. Hér eru lítil einmenn-
ingskjördœmi og barist er um hvert
sæti. Stóru flokkarnir eru þrír.
Frjálslyndi flokkurinn (liberals)
undir forystu Trudeau,
íhaldsflokkurinn (progressive
conservative, bein þýðing fram-
sóknaríhald) undir forystu Joe
Clarks og Demokrataflokkurinn
(new democrats) undir forystu Ed
Broadbents. Ég hef freistast til að
líkja þessum flokkum við flokkana
heima, lalda í sömu röð, Fram-
sóknarflokk, Sjálfstœðisflokk og
A Iþýðuflokk. í síðustu kosningum
fékk íhaldsflokkurinn um 48% at-
kvœða, Frjálslyndi um 44% og
Demokratar um 5%. Auk þessara
flokka eru svo ýmsir smáflokkar
sem átt hafa fáa eða enga menn á
þingi, svo sem sérstakur flokkur
frönskumœlandi Quebecbúa,
Marxist-Leninistar og hér er líka
„grínflokkur“, svipaður O-
flokknum sem einu sinni bauð
fram á íslandi, hér nefnist hann
Nashyrningaflokkurinn.
Mér veitist erfitt að átta mig á
málefnaágreiningi stóru flokk-
anna þriggja. Kosningabaráttan
hér snýst mest um forsprakkana
þrjá, þeir þeytast um allt þetta við-
áttumikla land á kosningafundi,
og í fylgd með þeim er heill her af
fréttamönnum frá blöðum, út-
varpsstöðvum og sjónvarpsstöðv-
um og skýra fjölmiðlarnir daglega
frá því sem þeir segja. Yfirleitt er
ekki talað um það hvað flokkurinn
œtli að gera, heldur hvað formað-
urinn œtli að gera. Ádeilan er
meira á formennina en flokkana.
Pierre Trudeau var forsœtisráð-
herra um 11 ára skeið, frönsku-
mœlandi Quebecbúi, en talaði
mjög góða ensku. Hann var pipar-
sveinn, en kvœntist fyrir nokkrum
árum Margréti, ungri blómarós, og
eignaðist með henni þrjá sonu.
Fyrir þremur árum hljópst hún svo
á brott frá þeim feðgum og hefur
stundað léttúðugt skemmtanalífið
siðan. í fyrra gaf hún svo út ber-
sögla œvisögu sina, aðeins þrítug
að aldri, og hefur hún auðvitað
verið þýdd á íslensku. Ég hélt að
þetta mál hefði flokkurinn án þess
þó að ná meirihluta. Joe Clark tók
við með hlutleysisstuðningi
Demokrata. Ég hef þó komist að
raun um að Trudeau er talinn
standa jafnréttur eftir þessa
hjónabandsörðugleika, sem allir
eru skrifaðir á reikning Margrét-
ar, og er hún ekki í miklu áliti hjá
KanadamönnumPierre er talinn
snjall og mikilhœfur leiðtogi, sem
lét fréttamenn ekki vaða ofaní sig
að óþörfu. Menn vilduþó einhverja
breytingu og því komst Joe Clark
að. Hann hafði lofað ýmsu en stóð
svo ekki við það allt svo sem venja
er hjá stjórnmálamönnum. Ýmis-
legt af því sem hann œtlaði að gera
var óframkvœmanlegt þegar til
framkvœmda kom. Hann œtlaði
að flytja sendiráð Kanada í ísrael
til Jerúsalem, hann œtlaði að gera
Kanadiska olíuleitarfyrirtœkið
S—BRÉF
Petrocan að einkafyrirtœki og
hann œtlaði að fœkka ríkisstarfs-
mönnum um 60.000 á þremur ár-
um. Þegar hann svo lagði fram
fjárlög sín í desember og lítið ból-
aði á efndum kosningaloforðum
hœttu Demokratar hlutleysis-
stuðningi og felldu fjárlagafrum-
varpið ásamt Frjálslynda flokkn-
um.
Frjálslyndi flokkurinn var óvið-
búinn þessum ótímabœru kosn-
ingum, níu mánuðum eftir síðustu
kosningar. Það hafði legið I loftinu
síðan í kosningaósigrinum í vor að
Trudeau mundi hœtta for-
mennsku. Hins vegar var enginn
sjálfsagður eftirmaður. í haust átti
Trudeau að vera á einhverjum
flokksfundi í Vancouver en boðaði
forföll vegna veikinda. Sama dag
sást svo til hans á skemmtistað i
New York. Þetta atvik gaf orð-
róminum um afsögn hans byr
undir báða vœngi og skömmu síðar
sagðist hann œtla að hœtta for-
mennsku til að helga sig uppeldi
sona sinna. Enginn arftaki var
reiðubúinn og svo kom afsögn Joe
Clarks og var Trudeau því beðinn
um að halda formennskunni á-
fram. Hann féllst á að leiða flokk-
inn í enn einni kosningabarátt-
unni.
Kosningabarátta frjálslyndra
ber merki þessa millibilsástands.
Trudeau lofar fáu, segir ekki hve
lengi hann œtli að halda áfram og
neitar að taka þátt í sjónvarpsum-
rœðum flokksformannanna, en
þœr hafa verið jastur liður I hverri
kosningabaráttu hér. Allar líkur
eru á því að hann leiði flokk sinn
til sigurs, þó e.t.v. ekki meiri-
hlutasigurs. Trudeau er þreytuleg-
ur að sjá, með bauga undir augum,
hrukkótt andlit og þunnt ritjulegt
hár en vel vaxinn og unglegur í
fasi. Hann er búinn að vera í eld-
línunni lengi og œtti sannarlega
skilið að fá að hvíla sig og sinna
sonum sínum.
Mér virtist Joe Clark fremur
óöruggur í framkomu fyrst þegar
ég sá hann, en eftir að skoðana-
kannanir fóru að sýna að flokkur
hans mundi tapa I kosningunum,
harðnaði hann og er nú öllu
ákveðnari. Sálfrœðingar segja að
hann sé of kanadiskur, of venju-
legur, til þess að geta sópað að sér
fylgi. Truleau er hins vegar sér-
stœður og þess vegna hefur honum
tekist að stjórna í 11 ár. Clark á
erfitt með að útskýra hvers vegna
ýmis kosningaloforð voru svikin.
Hann segir að sex mánuðir séu
ekki nœgur tími til að breyta um
stefnu eftir 11 ára stjórn frjáls-
lyndra. Kosningaslagorð íhalds-
manna er: „Raunveruleg stefnu-
breyting þarf að fá almennilegan
möguleika. “ Þeir segjast hafa ver-
ið að byrja breytingarnar, ekki síst
með fjárlögunum sem vorú felld.
Núna rétt fyrir kosningarnar
reynir Clark, sem enn er í forsœt-
isráðherrastóli, að afla sér vin-
sælda með einarðri utanrikisstefnu
og hefur t.d. ákveðið að hundsa
Olympiuleikana I Moskvu og hef-
ur tvívegis vísað sovjetskum sendi-
ráðsmönnum úr landi fyrir njósnir.
Hann vonast einnig til þess að að-
stoð Kanadamanna við flótta sex
bandarískra gísla frá íran verði
reiknuð honum til tekna.
Demokratar virðast samkvœmt
skoðanakönnunum œtla að bœta
við sig nokkru fylgi, ekki þó veru-
legu. Fólk hér er hrætt við sósial-
isma, sem Demokratar standa
næst þessara þrigga flokka. Kosn-
ingaslagorð þeirra er: „Þið hafið
séð hvað stóru flokkarnir gera,
þeir eru báðir eins, látið okkur um
að breyta stefnunni“. Forsprakki
þeirra, Ed Broadbent er vel fram-
bœrilegur, þéttvaxinn og vel máli
farinn. Hið sama verður ekki sagt
um alla flokksbræður hans, sem
margir eru ungir, skeggjaðir hug-
sjónamenn. Þeir berjast sumir í
kosningabaráttunni vopnaðir gít-
ar, syngjandi baráttusöngva eða
níðsöngva um andstæðingana.
Flokkarnir eyða miklu fé i út-
varps- og sjónvarpsauglýsingar.
Ekki veit ég hve mikil áhrif þœr
hafa, enda eru þœr mest á þá lund
hve illa andstœðihgunum hafi
farnast, einkum formönnum
þeirra. Kosningabaráttan er ekk-
ert sérlega skemmtileg, helst varpa
athugasemdir nashyrningaflokks-
ins nokkru Ijósi á gráan hvers-
dagsleikann. Formaður hans vitn-
ar í það að í síðustu kosningabar-
áttu gáfu þeir mörg kosningalof-
orð svo sem venja er. Eitt þeirra
lofuðu þeir sérstaklega að standa
við, og það var á þá lund að þeir
lofuðu að svíkja öll önnur kosn-
ingaloforð ef þeir kœmust til valda.
Þeim þykir það lítilmótlegt af Joe
Clark og íhaldsflokknum að þeir
skuli hafa stolið þessu kosninga-
loforði og efnt það.
MINNING
JóhannG.
Guðmundsson
t
Og þar cr hlýrra og fegra en nokkurn gæti grunað,
þar glampa hallir, þar Ijómar allt og skin.
Þar syngja hiirpustrengir um ástarinnar unað —
og um þær slóðir liggja þau víða, sporin þín.
(Jón frá Ljárskógum).
Dáinn, horfinn, harmafregn.
Mig setti hljóðan, er ég frétti, að
góðvinur minn og fyrrum sam-
starfsmaður hjá Pósti og síma á
Akureyri, væri látinn, en hann
andaðist á sjúkrahúsinu hér, síðla
dags þriðjudaginn 11. þ.m. Maður
á svo bágt með að trúa, að menn á
besta aldri, eru skyndilega kallaðir
til æðri heima. En svona er lífið. Að
vísu hafði Jóhann ekki gengið heill
til skógar síðustu árin.
Ég kynntist Jóhanni fyrst, er ég
tók við umdæmis- og símstjóra-
stöðunni hér á Akureyri, í ársbyrj-
un 1966, en þá hafði hann nokkru
áður verið skipaður sem póst-
meistari. Tókst strax með okkur
ánægjuleg samvinna og góð
vinátta.
Eftir að breytt var tilhögun um
starfrækslu Pósts og síma, og að-
skilið umdæmisstjórastarfið frá
póst- og símstjórastarfinu, tók hann
við stöðvarstjórastarfinu við Akur-
eyrarstöðina, sem hann gegndi með
alúð og samviskusemi, eins og öll
störf hans mótuðust af. En hann
var búinn að starfa við póststörf,
svo að segja allt frá sínum ung-
lingsárum, og hafði hann því lang-
an starfsaldur að baki.
Jóhann var kvæntur Hjördísi
Óladóttir — Óla P. Kristjánssonar,
fyrrv. póstmeistara hér. Þau bjuggu
sér mjög ánægjulegt heimili að
Engimýri 12 hér í bæ. Þau eignuð-
ust fjögur börn, en þau eru Óli G.
póstvarðstjóri, Edda hjúkunar-
fræðingur, Örn trésmiður og
Emilía skrifstofustúlka, sem enn
býr í foreldrahúsum. Jóhann var
góður heimilisfaðir, enda voru
hjónin samhent í, að skapa sér
ánægjulegt heimili.
Jóhann var félagslyndur, enda
starfsamur í mörgum félögum, þó
hygg ég, að hann hafi haft mesta
ánægju af starfi sínu í karlakórnum
Geysi sem hann starfaði mikið í um
áratugi og var m.a. einsöngvari og
fprmaður hans um árabil, en hann
hafði mjög mikinn áhuga á sönglist
enda söngrödd hans fögur og vel
þjálfuð.
Þá var hann starfandi í Lions-
klúbbnum Huginn. Og um ára-
tugaskeið var hann í Oddfellow-
reglunni, og þakka reglubræðurnir
honum langa og góða samfylgd
þar.
Þá hafði Jóhann mikla ánægju af
veiðiskap, og stundaði það allmikið
meðan heilsa hans leyfði. Einnig
var hann mikill útivistarmaður, og
hafði mikla ánægju af, að fara með
fjölskyldu sinni um helgar og á
öðrum frístundum, út 1 óbyggðir til
að njóta kyrrðarinnar og heilnæms
lofts þar.
Um ætt hans veit ég lítið, enda
verða aðrir vinir hans, allt frá ung-
lingsárunum, sem munu greina frá
því. En hann var fæddur að
Hvammi í Langadal í Austur-
Húnavatnssýslu, en flutti hingað til
skólagöngu, og var búsettur hér æ
síðan.
Og nú er leiðir skiijast og vetur sezt
að völdum,
þá verður þetta siðasta kvcðjuóskin mín:
Að vorið eigi I hjarta þinu völd á
dögum köldum
og vefji sinu fegursta skarti sporin þin.
(Jón frá Ljárskógum).
Við hjónin sendum Hjördísi,
börnum þeirra og tengdabörnum,
ennfremur háöldruðum tengda-
föður hans, svo og öðrum aðstand-
endum, einlægar samúðarkveðjur,
og biðjum Guð að styrkja þau í
sárri sorg þeirra.
Maríus Helgason.
4.DAGUR
Sigurvegarar 1 sveitahraðkeppni Bridgefélags Akurcyrar. Einar Sveinbjamarson,
Sveinbjörn Jónsson, Baldur Árnason. Sitjandi Gfsli Jónsson, Árni Ingimundarson og
Adam Ingólfsson. Ljósmynd: Norðurmynd.
Elín Antonsdóttir:
Orð og athafnir
þurfa að fara
saman
Um árabil hefur verið rætt um að
ekki væri vanþörf á að byggð yrði
kennslu- og almenningssundlaug í
Glerárhverfi. Strax kom fram sú
hugmynd að hagkvæmast væri
allra hluta vegna að hún skyldi
staðsett við eða sem næst skólanum
og hinu þá nýbyggða íþróttahúsi.
Var það samþykkt í bæjarstjórn
1978 og húsameistara Ágúst Berg
falið að gera kostnaðaráætlun, sem
hann og gerði. Fjárveiting var til
þessarar framkvæmdar 1978 og
1979 án þess nokkuð væri að gert.
Nú á þessu ári er 22 milljónum
áætlað til sundlaugar í Glerárhverfi
og brennur mörgum í sinni til-
hugsunin um, að enn líði ár án
nokkurrar aðgerða.
Sjálfsbjörg, félag lamaðra og
fatlaðra, hefur verið úthlutað lóð
fyrir endurhæfingarstöð sína út og
upp í hverfinu eða ca. 800 m frá
Glerárskóla. Munu byggingar-
framkvæmdir af þeirra hálfu
hefjast í vor. Þar í mun m.a. verða
sundlaug. Nú hafa þeir boðið
bænum það, að börn í Glerárskóla
fái notið sundkennslu í þeirra
sundlaug, að öðrum kosti muni hún
ekki fullnýtt.
17. mars s.l. stóðu Kvenfélagið
Baldursbrá og Foreldrafélag Gler-
árskóla fyrir almennum borgara-
fundi um þetta mál. Fjölmenni var
á fundinum eða um 150 manns að
ógleymdum stórum hópi barna,
sem stóð úti með kröfuspjöld þegar
fullorðna fólkið dreif að. Komu
þau síðan inn á fundinn og voru hin
prúðmannlegustu. Þrjú þeirra tóku
til máls og gáfu í örfáum velvöldum
orðum til kynna hver þeirra vilji er í
þessum efnum og ber að virða það.
Allmiklar umræður urðu og voru
skiptar skoðanir, sem vænta mátti.
Lauk fundinum án nokkurrar nið-
urstöðu um staðarval. En samin var
samþykkt, sem send var til bæjar-
ráðs og þess óskað að ákvörðunar-
töku yrði hraðað sem mest.
Það, sem kom mér mest á óvart á
þessum fundi voru áberandi
háværar raddir fyrir hönd Sjálfs-
bjargar. Það kom mér á óvart vegna
þess að ég var búin að heyra skoð-
anir margra fyrir fundinn (og
reyndar líka nú eftir hann) og eru
þær undantpkningarlítið á einn
veg, þ.e. að fá heldur sundlaug á
skólalóðinni en afnot út í Sjálfs-
bjargarhúsi. Eru rökin þau að
börnin þyrftu eftir sem áður að
ferðast drjúgan spöl og ekki myndu
eins góðir möguleikar að hafa
sundkennsluna í beinu framhaldi
annarrar kennslu.
Þessar línur eru ekki jjjtaðar í
þeim tilgangi að reyna að hefta för
Sjálfsbjargar á neinn hátt, síður en
svo, enda lagði Björg Þórðardóttir
ríka áherslu á að þau myndu halda
sínu striki, og boð þeirra væri á
engan hátt í hagsmunaskyni af
þeirra hálfu, heldur aðeins til vel-
gjörðar fyrir íbúa Glerárhverfis.
Að öllu athuguðu finnst mér
liggja beinast við, að þakka Sjálfs-
björg kærlega þeirra góða boð, en
halda okkur síðan við það sem
þegar var búið að samþykkaa í
bæjarstjórn um staðsetningu sund-
laugar 1 Glerárhverfi. Við getum
t.d. byrjað á því að spyrja ráða-
menn í von um skjót og góð svör:
Hvenær geta framkvæmdir hafist?
- Iskappreiðar
(Framhald af bls. 8).
2. Stefán Friðgeirsson frá Dalvík
á Þrymi, 8 v. frá Garðsauka 145
3. -4 Ragnar Ingólfsson á Hrefnu
8 v. frá Höskuldsstöðum 93
Eigandi Sigurður Snæbjömsson.
3.-4. Friðgeir Jóhannsson frá Dalvík
á Hrafni 7 v. frá Hjarðarhaga 93
Eigandi Vilm. Þ. Kristinsson.
AUs voru átta hross skráð til leiks.
150 M NÝLIÐASKEIÐ: sek.
1. Björn Þorsteinsson á Rebekku,
7 v. frá Kolkuósi 16,9
Eigandi Lúther Harðarson.
2. Reynir Hjartarson á Skjónu,
5 v. frá Skálpagerði 17,3
Eigandi Áskell Harðarson.
3. Örn Grant á Sporði,
6 v. úr Borgarfirði 17,4
Eigandi Magnús Halldórsson.
Alls voru sex hross í þessari keppni.
150 M SKEIÐ, opinn flokkur: sek.
1. Örn Grant á Gretti,
9 v. Eyfirskur 17,8
Eigandi knapi.
2. Björn Þorsteinsson á Þór,
7 v. frá Húsey 18,5
Eigandi Valdimar Kjartansson.
3. Albert Jónsson á Blesa,
6v. Eyfirskur 19,5
Eigandi Jón Matthíasson.
Alls voru sex hross skráð til leiks.
200MSKEIÐ: sek.
1. Jóhann Þorsteinsson úr Skagaf.
á Nikka, 8 v. Rang. 20,4
Eigandi knapi.
2. Jón Matthíasson á Gráskegg,
10 v. Eyfirskur 20,6
Eigandi knapi.
3. Björn Þorsteinsson á Snarfara,
6v. fráHúsey 21,6
Alls voru 13 hestar skráðir til leiks.
í 200 m skeiði var m. a. keppt um
ískeppnisstyttuna, sem gefin var í
fyrra af Matthíasi Gestssyni, og
hlýtur hana besti knapi Léttis. Að
þessu sinni hlaut Jón Matthíasson
styttuna. Einnig voru veittir
eignarbikarar í hverri grein og
verðlaunapeningar.
Góður árangurJúdó-manna:
Þorsteinn varði is-
landsmeistaratitilinn
íslandsmeistaramótið í Júdó,
seinni hluti, var haldið í
Reykjavík 16. mars s.l. Keppt
var í opnum flokki karla og
þyngdarflokkum kvenna og
unglinga. Sex júdómenn frá
Akureyri tóku þátt i þessu
móti og kepptu allir í ungl-
ingaflokki.
Þorsteinn Hjaltason varði ís-
landsmeistaratitil sinn frá því í
fyrra, en mátti heygja harða
viðureign við Kristján Valdi-
marsson úr Ármanni.
f sama þyngdarflokki glímdi
einnig Kristján Friðriksson
(JRA) við Kristján Valdimars-
son og var glíma þeirra hörð og
tvísýn framan af, en undir lokin
náði Ármenningurinn loks
fastataki sem Kristján Friðriks-
son réði ekki við, og varð hann
því að sætta sig við þriðja sætið í
þeim flokki. f léttari flokki
keppti Broddi Magnússon og
hafnaði hann í þriðja sæti.
f sama þyngdarflokki kepptu
einnig Hörður Erlendsson,
Helgi Erlendsson og Hólmar
Svansson og veittu þeir
sunnanmönnum oft harða
keppni.
marki. Tæpara gat það ekki
verið. Fyrri leikinn léku þeir
við Tý og unnu hann 18—17
og þann síðari við Þór
25—24.
KA er nú efst í deildinni ogá
aðeins eftir að leika við Fylki
hér á Akureyri. Fylkir hefur
tapað einu stigi meira en KA
þannig að KA mönnum nægir
jafntefli í þeim leik til að tryggja
sér að leika í fyrstu deild á næsta
keppnistímabili. Þróttur hefur
tapað tveimur stigum meira en
KA og á eftir að leika einn leik,
við Aftureldingu. Það lið sem
hafnar í öðru sæti deildarinnar
fær aukaleik við næstneðsta lið
fyrstu deildar um sæti í fyrstu
deild næsta keppnistímabil.
Að sögn Þorleifs Ananías-
sonar fyrirliða KA voru leikir
þessir mjög erfiðir, sérstaklega
sá síðari. f þeim fyrri kvað hann
KA hafa haft fjögurra marka
forustu í leikhléi, og fljótlega
aukið forskotið í sex mörk. Hins
vegar hafi Týsmönnum tekist á
síðustu mín. leiksins að saxa. á
forskotið og komið því niður í
eitt mark í leikslok. f síðari
leiknum kvað hann KA hafa
haft tveggja marka forustu í
hálfleik, og haldið öruggri for-
ustu fram í miðjan síðari hálf-
leik, en þá fóru Þórsarar að
Þ orsteinn (lengst til vinstri) I hópi góðra félaga. Mynd: Ó.Á.
Tveir sigrar hjá KA
Annarrardeildar lið KA í
handknattleik gerði góða
ferð til Vestmannaeyja um
helgina. Þeir léku þar tvo
leiki við heimalBin Þór og
Týr. KA sigraði í báðum
þessum leikjum, mjög naumt
eða báða leikina með einu
vakna og náðu að jafna og
komust einu sinni yfir. Þegar
leiktími var liðinn, var staðan
24—24 og KA fékk fríkast.
Þórsarar sem voru aðeins fjórir
úti, þar er tveimur þeirra hafði
verið vikið af leikvelli, mynd-
uðu varnarvegg. Alfreð, Friðjón
og Jóhann földu síðan boltann,
og gerðu síðan allir skottilraun
og Þórsarar bjuggust allir við að
Alfreð myndi skjóta og reyndu
allir að blokkera hann, en Jó-
hann hafði boltann og skoraði
örugglega, og tryggði bæði stig-
in í leiknum.