Dagur - 25.03.1980, Síða 8

Dagur - 25.03.1980, Síða 8
DAGUR Akureyri, þriðjudagur 25. mars 1980 LiMUM BORÐA RENNUM SKALAR ískappreiðar Hófadynur ómaði á svellinu á Leirutjörn við Akureyri á laugardag, þegar félagar Hesta- mannafélagsins Léttis ásamt nokkrum fleirum öttu hestum sínum til kapps i ískappreiðum. Veður var ákjósanlegt og all- margir áhorfendur fylgdust með keppninni. Ölvunarakstur 162 teknir á Akureyri, en 3 á Ólafsf irði Á síðasta ári voru 162 teknir fyrir meinta ölvun við akstur á Akureyri, 56 teknir á Húsavík og í Þingeyjarsýslum, aðeins 4 á Siglufirði og 3 á Ólafsfirði. 1 Húnavatnssýslum voru 29 teknir grunaðir um ölvunarakstur. Samtals voru á landinu öllu teknir 2609. Ölvunarakstursbrotum hefur sífellst farið fjölgandi og má sem dæmi nefna, að 1971 voru 1657 teknir grunaðir um ölvun- arakstur, 2156 árið 1973, og 2389 árið 1975. Frá árinu 1971 hafa tæplega 20 þúsund manns verið teknir fyrir mcinta ölvun við akstur, eða að meðaltali 2216 á ári. Á Akureyri hafa á sama tíma verið teknir 1104, eða að meðaltali 122 á árunum 1971-1979. Af þeim 162 sem teknir voru á Akureyri voru kærur felldar nið- ur í 21 tilviki, sen miðað við landið allt voru kærur felldar niður í 311 tilvikum. Þetta er í annað sinn sem efnt er til slíkra ískappreiða hér á Akur- eyri, en það var gert í fyrsta sinn í fyrra. Fyrirhugað er að gera kapp- leikana að árlegum viðburði. Með vel járnuðum hestum, er svell ákjósanlegur skeiðvöllur og talið er að margir hestar skeiði betur á ís en á föstu landi. Isi lagðar ár og vötn voru fyrr á tímum miklar samgönguleiðir og oft var teflt í tvísýnu á veikum ís, jafnvel svo veikum, að vatn kom upp úr hverju skaflafari á ísnum. Fræg er sagan af bóndanum, sem reið Svartá á svo veikum ís, að hundurinn sem elti hann fór niður, og brot kom á ísinn yfir ána. ísinn á Leirutjörn var sterkari en svo á laugardaginn, að nokkur hætta væri á því að knapar og hestar færu niður úr honum, en á einum stað var hann þó svo veikur, að veghefill, sem notaður var til að ryðja svellið, fór niður. Hann náðist þó upp aftur og engum varð meint af. Úrslit ískappreiðanna urðu sem hérsegir: TÖLTKEPPNI: 1. Albert Jónsson á Fálka, 5 v. brúnskjóttur, Eyfirskur frá Höskuldsstöðum. Eigandi Óli G. Jóhannsson. 2. Jón Matthíasson á Reyk, 8 v. grár frá Höskuldsstöðum. Eigandi knapi. 3. Gylfi Gunnarsson á Kolbrúnu, 8 v. frá Kolkuósi. Eigandi knapi. GÆÐINGASKEIÐ Stig 1. Björn Þorsteinsson á Blæ, 8 v. frá Húsey 160 Eigandi Valdimar Kjartansson. Sjá nánar á bls. 5 Tæp3þúsund mótmæla Að undanförnu hefur farið fram undirskriftasöfnun á Akureyri. Undirskriftum söfnuðu áhuga- menn um verndun hafnarinnar við Torfunef. Á undirskriftalist- ana var prentaður eftirfarandi texti: „Verndum Torfunefsbryggjur. Við undirrituð, sem öll erum búsett á Akureyri og höfum náð 16 ára aldri, erum þeirrar skoðunar að varðveita skuli Torfunefsbryggjur og mótmælum eindregið hverri þeirri tillögu um skipulag miðbæj- ar Akureyrar, sem stefnir að eyði- leggingu þeirra.“ Undirskriftalistarnir hafa þegar verið afhentir bæjaryfirvöldum. Á listana rituðu nöfn sín 2141, þar á meðal 43, sem búsettir eru utan Akureyrar. Áður hafði bæjarstjóri tekið á móti undirskriftalistum með nöfnum 560 einstaklinga. Nökkvi, félag siglingamanna, stóð fyrir þeirri söfnun. Sjálfsbjörg fær stórgjöf Akureyrarbæ boðin afnot af nýja húsinu Síðastliðinn fimmtudag afhenti Lionsklúbburinn Huginn á Ák- ureyri byggingasjóði endurhæf- ingarstöðvar Sjálfsbjargar 2,5 milljónir króna. Gunnar Sólnes, formaður Hugins, afhenti pen- ingana og flutti Sjálfsbjörg árnaðaróskir. Heiðrún Stein- grímsdóttir, formaður Sjálfs- bjargar, þakkaði góðar óskir. Fyrsti áfangi endurhæfingar- stöðvarinnar er nú rúmlega fok- heldur. Hér er um að ræða 900 fer- metra kjallara og jafnstóra fyrstu hæð. I kjallaranum verður Plast- iðjan Bjarg fyrst um sinn. Endur- hæfingarstöðin, sem einnig er í fyrsta áfanga, verður á fyrstu hæð hússins. í vor verður hafist handa við annan áfanga, sem er 800 fer- metrar að grunnfleti. Þar er um að ræða innisundlaug, búningsað- stöðu og íþróttasal. Sjálfsbjörg hefur ritað Akureyr- arbæ bréf og boðið honum aðstöðu til sundkennslu fýrir börn úr Gler- árhverfi í væntanlegri innisund- laug. Jafnframt er það ósk Sjálfs- bjargar að Akureyrarbær byggi útisundlaug á lóð félagsins að Við rásmarkið í 150 metra nýliðaskeiði. öm Grant á Sporði úr Borgarfirði, Reynir Hjartarson á Skjónu frá Skálpagerði og Bjöm Þorsteinsson á Rebekku frá Kolkósi. Mynd: h.s. Blönduós Vel heppnaður JC-dagur Blönduósi 24. mars. Síðastliðinn laugardag var haldinn JC-dagur hér á Blöndu- Mötuneytið hefur mælst vel fyrir Eftir sláturtíð s.l. haust var komið upp mötuneyti í slátur- húsinu á Blönduósi. Að jafnaði matast nokkrir tugir í mötu- neytinu, sem einnig hefur séð um veitingar í fjölmörgum veisl- um á Blönduósi, svo ekki sé minnst á þorrablótin. Starfsemi mötuneytisins hefur mælst vel fyrir mcðal Blönduósinga. Mat- reiðslumaðurinn í mötuneytinu heitir Sigurður Jóhannsson, en hann rak Blönduskálann s.l. sumar. Gunnar Sólnes og Heiðrún Steingríms- dóttir. Bugðusíðu 1, enda „kæmi hagur beggja aðila fram í lægri bygging- arkostnaði, lægri reksturskostnaði og betri nýtingu mannvirkja og lóðar“ eins og segir í bréfinu. Það kom fram hjá forráða- mönnum Sjálfsbjargar s.l. fimmtu- dag að ef bæjarfélagið byggði góða útisundlaug við húsið, sem opin væri fólkinu í bænum, mundi það stuðla að betri og meiri nýtingu fyrir hinn almenna bæjarbúa að þeirri aðstöðu sem Sjálfsbjargar- húsið hefur upp á að bjóða í fram- tíðinni. ósi, á vegum JC-Húnabyggðar. Kjörorð dagsins var „æskan til starfa“. Hér var um að ræða dagskrá með samfelldu efni er hófst kl. 13 með hjólreiðakeppni. Þátttakendur voru 47 börn og unglingar frá Blönduósi og nágrenni. Kl. 15 var dagskrá í bíósal félagsheimilisins með ýmiskonar skemmtiefni. M.a. var ræðukeppni milli grunnskólans á Blönduósi og Húnavöllum. Nemendur Húnavallaskóla sigr- uðu. Auk þess var söngur, glens og grín. f lokin var þátttakendum í hjólreiðakeppninni og ræðu- keppninni veittar viðurkenningar. Ókeypis aðgangur var að dagskrá- inni og hlýdd u um 170 manns á það sem fram fór í félagsheimilinu. Það var samdóma álit áheyrenda að dagskrá þessi hefði verið JC- mönnum til mikils sóma. Forseti JC-Húnabyggðar er Eggert J. Levy, skólastjóri á Húnavöllum. S. H. il Jón sást Síðastliðið sunnudagskvöld var sýndur þáttur i sjónvarp- inu og meðal efnis í honum var viðtal við Jón G. Sólnes. Þegar samialið hófst bilaði endurvarpsstöðin víð Eyja- fjörð og því komst viðtalið ekkí á skjái notenda við fjörðinn. Þar sem mergir Eyfirðingar ætluðu sér að sjá víðtalið væri rétt að sjón- varpið endursýndi þennan þátt — eða a.m.k. víðtafið við Jón. 0 Vantar matsölustað? Á Akureyrí eru aðeins tveir matsölustaðir sem fólk sækir verulega - Bautinn og Súlna- berg. Ef fólk ætlar að gera sér verulegan dagamun ter það e.».v. á Hótel KEA, Hótel Varðborg eða H-100, en um aðra matsölustaði er ekki að ræða. Hér eru ekki til litlir notalegir staðir þar sem gestir geta gengið inn af göt- unni, etið góðan mat - ekki fitusteikta kjötbita og fransk- ar kartöflur. Að undanförnu hafa sprottið upp í Reykjavík staðir eins og Hornið. Eflaust er grundvöllur fyrir slíkum stað hér á Akureyrl. 0 100%munur Síðan á árinu 1959 hafa ekki verið fluttar inn mjólkuraf- urðir, en þá var smávegis innflutningur. Árið 1965 var innvegin mjólk 20% umfram neyslu hér á landi. Það er ekki fyrr en árið 1978, sem umframmagnið verður jafn mikið. Árið 1974 var umfram framleiðslan aðeins 3.7% en á síðastliðnu ári var hún rétt ínnan við 20%. Árstíðar- sveifiur í mjólkurframleiðsl- unni eru meiri hér á landi en í nágrannalöndum okkar, þar er munurinn á mlnnsta og mesta magni miðað vlð fram- leiðslu um 30%. Hér á landi er þessi munur um 100% Það verður því að draga úr sum- armjólkinni og auka vetrar- mjólkina. 0 Ekiöyfirtík Um helgina, nánar tiltekið s.l. sunnudag, var ekið yfir lag- lega tfk við Þelamerkurskóla. Sá sem var valdur að óhapp- inu lét engan vita í skólanum heldur setti hræið út á vegar- brún. Þótti mönnum þetta heldur lítilmannlegt. Stutt var að fara til að tilkynna atburð- inn, og þá hefðu börn á staðnum ekki þurft að horfa upp á góðan lelkfélaga liggja í blóði sínu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.