Dagur - 27.03.1980, Qupperneq 5
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON
Augl. og afgr.: JOHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Greiðum
skuldir okkar
við aldraða
Hrafn Sæmundsson, prentari í
Reykjavík, skrifaði á dögunum at-
hyglisverða grein í Dag, þar sem
hann fjallaði um þann aðbúnað
sem við höfum skapað öldruðu
fólki og hvernig þeim málum væri
betur farið. Greinina skrifaði hann
til að minna fólk á skuld sem við
ættum ógoldna. Skuldin væri ekki
bókfærð í Seðlabankanum né Al-
þýðubankanum, en þrátt fyrir það
væri hún stærri en aðrar skuldir
okkar. Þessi stóra vangoldna
skuld væri við þá kynslóð, sem nú
lifði æfikvöld sitt.
Hrafn sagði í grein sinni, að
miðað við efnahagsástandið og
það ríkidæmi, sem við byggjum nú
við, væri Ijóst að við byggjum afar
illa að öldruðu fólki, bæði hvað
varðar almennan lífeyri og þó
miklu fremur varðandi félagslega
aðstöðu aldraðra. Allar þjóðir,
sem væru að vinna að málefnum
aldraðra af alvöru og á mannúð-
legan hátt, væru að leggja stóru
elliheimilin sem geymslustofnanir
niður.
Meðal þeirra atriða, sem Hrafn
nefndi að gera ætti fyrir aldrað
fólk, var að það ætti að vera sem
allra lengst í nágrenni við ættingja
sína, og búa á eigin vegum eins
lengi og nokkur kostur væri,
vegna heilsu þess. Þá ætti aldrað
fólk að fá ómælda heimilishjúkrun
og aðra aðstoð, hafe ótakmarkað-
an aðgang að dagvistun og lík-
amsrækt og aldrað fólk ætti
skilyrðislaust að fá húsnæði við
hæfi inni í íbúðahverfunum. Aldr-
að fólk ætti aldrei að fara á stofn-
un fyrr en allt um þryti og stofnanir
fyrir aldraða yrði að manna mun
betur en nú væri gert, með tilliti til
félagslegrar og andlegrar velferð-
ar þess.
Þá sagði Hrafn í greininni, að
þetta væri fólkið sem hefði alið
okkur upp og byggt þetta þjóðfé-
lag af mikilli fórnfýsi. Sérstaklega
ætti þetta við um það fólk, sem nú
væri að Ijúka ferli sínum. Það hafi
ekki skotið sér undan neinum
fórnum til að eftirstríðsfólkið fengi
allan þann aðbúnað og alla þá
menntun, sem aldamótakynslóðin
hafi farið á mis við. Þegar við
fengjum höfuðverkinn af að hugsa
um þá miklu peninga sem færu í
að skapa öldruðum besta mögu-
legan aðbúnað, skyldum við hafa
það í huga, að við værum aðeins
að greiða skuldir okkar. Tekið
skal undir þessi orð.
Svanhildur Þorsteinsdóttir:
Þörfin er mikil fyrir
hressingarhæli
Þeim sem fylgjast með fréttum er
kunnugt um byrjunarframkvæmd-
ir að byggingu hressingarhælis
Náttúrulækningafélags Akureyrar í
Kjamalandi. S.l. sumar var hafist
handa og unnið fyrir það fé sem til
var sem hrökk þá skammt sem
vonlegt var í þeirri óðaverðbólgu
sem hér geysar. Vonir félagsins
beinast að því að næsta sumar verði
hægt að ljúka við kjallarann, en til
þess að það takist þurfa margir að
rétta fram hjálpandi hendur. Alltaf
bíða margir Norðlendingar eftir
dvöl í heilsuhælinu í Hveragerði,
sumir árum saman. Það meðal
annars ætti að sýna hve mikil þörf
er á svona hæli hér á Akureyri,
mætti einnig taka inn í dæmið háan
ferðakostnað milli landshlutanna.
Sumum finnst óþarfi að byggja
hælið þar sem Sjálfsbjörg er með
sína stöð í byggingu, en þetta er
annars eðlis. Sjálfsbjörg verður
með vinnuaðstöðu fyrir fatlað fólk,
einnig endurhæfingu, en aðeins
Svanhildur Þorsteinsdóttir.
sem göngudeild. Hæii N.L.F.A.
verður dvalarheimili þar sem fólk
býr meðan það fær sína þjálfun.
Fólk sem nýtur þjálfunar í Bjargi
eða við líkar aðstæður hefur ekki
full not af meðferðinni vegna þess
að flest stundar það vinnu jafn-
framt og þá er miklu minni von um
árangur. Þegar aftur á móti er um
dvalarheimili að ræða þar sem
sjúklingar njóta algerrar hvíldar
milli þjálfunaraðgerða, næst miklu
betri og varanlegri árangur.
Margir eru vantrúaðir á að takist
að afla fjár til slíkrar byggingar sem
ekki er kostuð af ríkissjóði og tala
um að hvergi séu til peningar á
þessum verðbólgutímum, fólk hafi
varla fyrir brýnustu lífsnauðsynj-
um. Óneitanlega finnast manni
svona yfirlýsingar oft stangast á við
raunveruleikann. Mætti aðeins
minnast á flugeldakaupin um síð-
ustu áramót og svímandi háar
upphæðir til áfengiskaupa.
Þegar maður hugleiðir að Krist-
neshæli var byggt á miklu kreppu-
tímum árin 1925—1927, að hálfu
leyti fyrir samskotafé, sem að miklu
leyti var safnað á Norðurlandi,
finnst manni að þetta hljóti að tak-
ast nú á tímum.
íbúar Kópavogskaupstaðar hafa
Tvær ungar stúlkur í miðbænum.
Bæjarfulltrúar:
Mættu ekki
á f undinn!
Á FUNDI þeim sem áhugahóp-
ur um dagvistarmál boðaði til
23. febrúar mætti aðeins full-
trúi Alþýðubandalagsins, Helgi
Guðmundsson. Hópurinn hafði
boðað skriflega einn fulltrúa frá
hverjum flokki og var sá beðinn
að útvega annan í sinn stað ef
hann ætti ekki heimangengt.
Á fundinum kom m.a. fram
að aðeins hluti þeirra 24 millj-
óna sem voru á fjárlögum í
fyrra til byggingar nýs dag-
heimilis í Glerárþorpi voru not-
aðar. Þetta sleifaralag veldur því
að áætlanir meirihluta bæjar-
stjórnar um byggingu tveggja
dagvistarheimila á kjiirtimabil-
inu stndast ekki. Dagvistarhcim-
ilið i Glerárþorpi, sern átti skv.
áætlun að vera tilbúið n.k.
haust, kemst ekki í gagnið fyrr
en í júll ’81, skv. nýjustu áætlun
meirihlutans. Nú stendur yfir
umræða um tillögu að fjárhags-
áætlun bæjarins. Þar er gert ráð
fyrir 100 milljónum til nýbygg-
ingarínnar. Kostnaður við að
fullgert dagheimilið er um 162
milljónir og gera má ráð fyrir
25,8 milljón kr. framlagi ríkis-
sjóðs á þessu ári. Félagsmálaráð
lagði til að veittar yrðu 136,2
millj., þannig að unnt hefði ver-
ið að fullgera dagheimilið í
Þorpinu á þessu ári.
Akureyrarbær rekur nú aðeins
eitt dagheimili, þar sem aðstaða
er fyrir alls 49 börn. Auk þess
eiga 204 biirn kost á leikskóla-
plássi hálfan daginn. Samtals
eru þetta 253 börn, sem ein-
hverja dagvistun hljóta. Börn á
aldrinum 0-6 ára eru rétt tæp-
lega 1800 á Akureyri. Á þessu
má sjá að enn er langt í land
að öll börn eigi kost á dagvist-
un, sem hlýtur þó að vera krafa
okkar. Rekstrarkostnaður við þá
dagvistun sem nú býðst er um
ein milljón kr. á barn á árinu.
Foreldrar og aðstandendur barn
anna greiða á nrilli 25-40% af
rekstrarkostnaði. Þetta gætu
virst háar tölur í fljótu bragði,
en til gamans má geta þess að
fyrir malbikun eins kílómetra
greiðum við 50 milljónir og
bæjarfulltrúar hyggjast malbika
8 km á þessu ári! Nú má ekki
skilja það svo að við séum á
móti malbikun gatna, heldur
læðist aðeins að okkur illur
grunur um skilninðsleysi bæjar-
fulltrúa á þörfum barna okkar
— og okkar þörfum einnig. Og
ekki minnkaði illur grunur okk-
ar sem sátum sl. laugardag og
biðum eftir bæjarfulltrúunum,
sem létu hvorki svo lítið að
koma og spjalla við kjósendur
sína, né að tilkynna forföll. Við
viljum með þessu skrifi skora á
bæjarfulltrúa að svara fyrir sig.
í fyrsta lagi hvers vegna þeir
létu ekki sjá sig né heyra um-
ræddan laugardag og í öðru lagi
að gera grein fyrir afstiiðu sinni
til þessara mála.
Áhugahópur
um dagvistarmál.
sett sér það mark að byggja
hjúkrunarheimili aldraðra, aðal-
lega fjármagnað með framlögum
bæjarbúa. Söfnunin gengur sam-
kvæmt áætlun svo allar líkur eru á
að markinu verði náð. Hressingar-
hælið okkar verður dýrari bygging,
en við vonumst til að ALLIR
Norðlendingar leggi eitthvað af
mörkum svo það ætti að jafna
metin. Búið er að skrifa öllum
sveitarstjórnum, forsvarsmönnum
fyrirtækja, stéttarfélögum og yfir
200 öðrum félagasamtökum á
Norðurlandi og biðja um fjárfram-
lög. Sveitarstjórnum og stéttarfé-
lögum er gefinn kostur á að leggja
fram í áföngum andvirði eins her-
bergis sem viðkomandi hefði svo
forgang að. 4. kvenfélög hafa sent
peningaupphæðir hvert eftir sinni
getu og 2 sveitarfélög fjárframlög.
Það má segja að þessi framlög séu
eins og dropi í hafið miðað við
áætlaðan byggingarkostnað en
málshátturinn: „Margt smátt gerir
eitt stór“ er enn í fullu gildi. Ef við
hugsum okkur t.d. að 200 félög
sendi kr. 100.000 hvert eru það 20
milljónir. Ef við hugsum okkur að
hver miðlimur þessara félaga legði
fram 1—2000 kr. á ári á meðan á
byggingu stendur yrði það stór
upphæð.
Komið til liðs við okkur sem
fyrst, því á því veltur hve mikið
verður hægt að þoka framkvæmd-
um áleiðis í sumar. Uélagar í
I.ikan af hressingarhælinu, sem á að risa f Kjarnalandi.
N.L.F.A. munu ekki liggja á liði
sínu. Fyrirhugaðar eru ýmiskonar
fjáröflunarleiðir sem auglýstar
verða þegar þar að kemur.
Það er afar mikilvægt fyrir fólk
að geta fengið dvöl á svona hæli t.d.
meðan það er að safna kröftum
eftir sjúkrahúsdvöl.
Vonandi tekst sem fyrst að ljúka
þessari byggingu til blessunar bæði
fyrir núlifandi og komandi kyn-
slóðir.
21.3. 1980.
Svanhildur Þorsteinsdóttir.
Fjórar ösku-
dags myndir
ar við ána“ og Siggi var úti“ af
góðum vilja og góðri von um frá-
bærar viðtökur og miklar og
bragðljúfar tekjur. Eftir hádegið
skiptir svo foringinn fengnum, og
gott má heita, ef allir sleppa við
tannpinu eða magaverki kvöldið
það!
Og enn er runninn og liðinn
öskudagur. Ég vaknaði snemma
þann morgun, þótt hvergi heyrðist
lúður kveða við. Á 11. stundu
morgunsins var ég „í bænum“.
Mikil var mannþröngin í Hafnar-
stræti og við Torgið. Þar átti að slá
köttinn úr tunnunni“. En þar var
ekki hægt að komast nærri, og lítils
notið af sýningunni, nema úr þyr-
ilvængju eða þriðjuhæða gluggum!
Ég staldraði við húshorn, með loku
fyrir betra eyra og ógurlega suðu
fyrir hinu! Skothvellirnir kváði við
nær og fjár, úr a.m.k. 1111 byssum 1
og hávaðinn eins og í mikilli fólk-
orrustu á mektarárum Vilhjálms
Þýzkalandskeisara! Og yfir 5 þús-
und króna byssa getur gefið þó
nokkurn hvell. En færri lágu þó
eftir í valnum hér.
gera. Kaupmenn drógu ekki dul á
að sala á byssum og skotfærum
hefði verið á metstigi! Læknir taldi
hér mikla hættu á ferðum, vafa-
laust hefðu mörg ungbarnseyru
hlotið varanlegan skaða. Þessir
kraftmiklu skothvellir, oft rétt við
eyra, eyðilegðu þar frumur, sem
ekki geta endurnýjast, og heyrnin
þar með skert, jafnvel stórlega, til
œviloka. Þetta væri alvarlegt mál,
og full ástæða til að banna inn-
fluttning á þessum leikföngum!
Ummæli læknisins urðu mér
næg hvatning til þessara skrifa.
Auk þessarar hættu má á það
benda, að leikföng af þessu tagi —
sem íslendingar eiga ekki gjaldeyri
fyrir — hœfa ekki þeirri þjóð, sem,
því betur, er laus við hverskonar
hernaðarbrölt og drápgirni. En
byssum og skotbardaga, þótt aðeins
sé af þessu tæi, fylgir oft drápshug-
ur, elur á ofbeldishneigð, sem með
tímanum og e.t.v. aðstoð Bakkusar,
sem æ er til reiðu, getur orðið
hættuleg. Þessa finnast dæmin. Hér
er því full ástæða til að spyrna við
fótum.
Árið 1912 er tíu ára strákurinn að
beyglast við það allan öskudaginn
að láta Gunnu bera stein.“ Hún á
sannarlega fyrir því; hafði límt
öskupoka neðan í vatnsfötuna, sem
ég labbaði síðan með, margar
ferðir, til Búkollu. Gunna sýndi
mér pokann á eftir, og ég „náði
ekki upp í nefið á mér, fyrr en eftir
hádegi! Ég reyndi margt um dag-
inn, en hún sá við öllu, enda tveim
árum eldri — og líka rauðhærð,
sem þá var ekki komið í tízku.
Loks, þegar rökkva tók, datt mér
snjallræði 1 hug: Gunna átti að hita
í kaffikönnunni og færa mömmu
eftir rökkurlúrinn. Ég læddist í
eldhús og laumaði einum litlum
steini ofan í gromsið í pokanum!
Innan stundar kom Gunna inn með
könnuna. „Æ, þetta var góður
sopi,“ sagði mamma. Mig undraði
það ekki: steinninn var tekinn í
bæjarlæknum, vel þveginn í vatni
hans, sem Guð hafði sent niður yfir
hálendi okkar fyrir 1137 og 'A ári!
Gunna var ekkert hrifin, er ég
sýndi henni steininn — hvað sem
mér leið. En slíkt jafnaðist nú fljót-
lega.
— Tíu árum síðar, kominn að
heiman og dvel meðal glaðra fé-
laga. Um kvöldið með öskupoka í
höndum. Hann er úr silki með
blómaútsaumi, sem „ekki á að
gleymast“. Hann var geymdur —
með öskunni — á góðum stað —
lengi. Hvar er hann nú?
Svo 1950, í höfuðstað Norður-
lands. Ég vakna í „Brekknakoti" á
8. tímanum við lúðrablástur. Létt-
klæddur stend ég svo við gluggann
og sé skartbúna nemendur mína
o.fl. fara um götur. Víðar að berst
lúðrahljómurinn, hvetjandi, kall-
andi, en ekki óþægilegur. Nú skyldi
safnast á túnið, þar sem í dag, 1980,
trónar íþróttahallar-steinbáknið.
Þar á að slá köttinn úr tunnunni,
við mikil fagnaðarlæti suður-
BREKKUBÚA O.FL. „Tunnu-
kóngur" og „Kattarkóngur" verða
heiðraðir og verðlaunaðir. — Síðan
er farið í bæinn, hópar ganga milli
„góðbúanna" syngjandi bæði „Öx-
En afleiðingarnar geta orðið
slœmar, og öðrum eyrum hættu-
legri en mínum gömlu. Tvær ungar
og fallegar mömmur, með smá-
börnin sín í kerrum, komu að mér
þama, svona dösuðum og spurðu,
hvort ég vildi ekki skrifa um þenn-
an öskudagshávaða. Ég svaraði víst
fáu til, helzt því, að heppilegra
myndi, að þær gerðu það sjálfar.
Ekki þykist ég öðrum færari til
þessa, líklega bara vaninn að
gjamma að einu og öðru, sem fyrir
ber, og svo enn þessi ræfill af Þing-
eyingi í blóðinu! En það er mín
skoðun að æskilegt sé að fleiri, en
nú er algengt, láti til sín sjá (1
blaðagrein) um eitt og annað, sem
við ber í bænum eða þjóðlífinu, og
þá ekki síður kvenfólkið nu, þegar
það — og við öll — viljum láta
jafnréttið gilda sem víðast. — Og
þarna áttu mömmurnar erindi að
reka.
En þegar ég sá þessa engin
merki, settist ég niður og fór að
naga pennaskaftið. — Ég hafði átt
tal við einn og annan — og marga.
Þjónn réttvísinnar, í lögreglubún-
ingi, taldi lítið hægt við þessu að
Og þótt jafnrétti sé nú mjög „á
spýtunni", get ég alls ekki fellt mig
við að svo langt sé þar gengið, að
litlar stúlkur með Guðsenglabarna
andlit séu í skotbardaga við bræður
og systur, jafnvel miðandi á
mömmu — bomm bomm!
Viðmót öskudagsins síðasta virt-
ist mér stórum afturfarið, bæði
fyrir auga og eyra, frá árum fyrri,
t.d. 6. áratugnum. Ég á fallegar
hópmyndir, bæði í huga og á blaði
síðan.
Sú frétt barst mér loks frá þeim
síðasta, að í einum barnaskóla
bæjarins hafi orðið að leysa upp
dansskemmtun nemendanna um
kvöldið, allt lenti í villtum skotbar-
daga milli kynjanna, loftið meng-
aðist svo af púðurreyk, að nauðsyn
bar til að lofta út!
Einhver sagði einhverntíma:
„Smásaman fer Dengja mínum
fram. í fyrra sagði hann „andinn,
andinn!" Nú segir hann fullum
fetum: fjandinn, fjandinn!"
„Brekknakoti“, Ak. 5. marz ’80.
Jónas Jónsson.
Þróttur vann Þór 27-23
Enginn réði við Þróttarann
Sigurð Sveinsson í þessum
leik, hann skoraði hvorki
meira né minna en 18 mörk
og var algjör yfirburðamaður
í liði sínu. Menn spyrja ef-
laust hvers vegna var maður-
inn ekki tekinn úr umferð, já
hvers vegna var Sigurður
ekki tekinn úr umferð?
Þórsarar léku þennan leik án
Pálma Pálmasonar. Fyrstu tíu
mínúturnar var auðséð að þeir
söknuðu hans, því allar sókn-
aðgerðir þeirra voru í molum,
staðan 1—1. Ragnar markmað-
ur hélt þá liði sínu á floti með
frábærri markvörslu, hann
varði mjög vel í fyrri hálfleik.
En eftir þessa byrjunarerfið-
leika fóru Þórsarar að sýna hvað
í þeim bjó og leiddu þeir leikinn
Fylkir kemur
Um helgina kemur annarrar
deildar lið Fylkis í hand-
knattleik og leikur við Akur-
eyrarfélögin Þór og KA.
Þetta eru síðustu leikir þess-
ara félaga í deildinni ef frá
eru taldir aukaleikir sem
Þórsarar lenda örugglega í.
KA getur einnig þurft að
leika aukaleiki um sæti í fyrstu
deild ef þeir tapa fyrir Fylki.
KA nægir jafntefli í þeim leik til
að verða efstir í deildinni og
flytjast þá upp í fyrstu deild.
Leikur KA og Fylkis verður á
föstudagskvöldið. Á laugardag-
inn leika síðan Þórsarar við
Fylki, og skipta úrslit þess leiks
Þórsara ekki eins miklu máli,
þar er þeir verða örugglega að
leika a.m.k. einn aukaleik um
sæti sitt í deildinni. Vonandi
tekst þó báðum liðunum að
sýna sitt besta og að venju eru
áhorfendur hvattir til að fjöl-
menna í skemmuna og hvetja
liðin til sigurs.
ávallt með 1—2 mörkum, í
leikhléi varstaðan 12—11 Þór í
vil. Sigurður hafði þá skorað
níu af mörkum Þróttar, síðasta
mark hálfleiksins skoraði hann
beint úr aukakasti.
Það var fram í miðjan síðari
hálfleik sem leikur Þórsara var
sannfærandi og staðan var
17—15 þeim í hag, en þá var
það sem Þróttarar gripu til þess
ráðs að taka Arnar úr umferð.
Við það hrundi leikur Þórs og
breytti Sigurður stöðunni í
20—17 Þrótti í vil. Eftir þetta
áttu Þórsarar aldrei möguleika
á sigri.
Bestu menn Þórs voru Sig-
tryggur, Gunnar og Ragnar í
markinu.
Mörk: Sigtryggur 8, Gunnar
6, Amar 4, Ólafur 2 og Arni,
Hrafnkell og Valur 1 hver.
Dagskrá Skíðamóts Islands 1980
Slakur leikur
Ármann sigraði Þór 25—20,
eftir að staðan hafði í leikhléi
verið 10—8 Ármanni í vil. I
fyrri hálfleik var leikurinn í
jafnvægi og skiptust liðin á
um að hafa forystu. Pálmi
bar þá af í liði Þórs og skor-
aði meðal annars fjögur fal-
leg mörk.
Mörk Þórs: Pálmi 6, Sig-
tryggur 4, Oddur og Valur 3
hvor, Hrafnkell 2 og Ólafur og
Ámi 1 hvor.
Mánudagur 31. mars kl. 20.30 Fararstjórafundur í Lundarskóla
Þríðjudagur 1. april kl. 13.00 Mótið sett við Skíðastaði
kl. 14.00 10 km ganga 17-19 ára
kl. 14.00 15 km ganga 20 ára og eldri
kl. 14.00 5 km ganga kvenna
kl. 14.00 3,5 km ganga 16-18 ára stúlkur
kl. 18.00 Fararstjórafundur
Miðvikudagur 2. apríl kl. 13.00 Stökk 17-19 ára
kl. 13.00 Stökk 20 ára og eldri
kl. 13.00 Stökk norræn tvíkeppni
kl. 18.00 Fararstjórafundur
Fimmtudagur 3. april kl. 12.00 Stórsvig karla
kl. 13.00 Stórsvig kvenna
kl. 13.00 Boðganga 3x 10 km
kl. 18.00 Fararstjórafundur
Föstudagur 4. april kl. 09.00 Skíðaþing í fundarsal bæjarstjórnar Ak.
Laugardagur 5. aprfl kl. 12.00 Svig karla
kl. 13.00 Svig kvenna
kl. 18.00 F ararstjóraf undur
Sunnudagur 6. aprfl kl. 12.00 Flokkasvig karla
kl. 13.00 Flokkasvig kvenna
kl. 13.00 30 km ganga karla
kl. 13.00 15 km ganga 17-19 ára
kl. 20.00 Verðlaunaafhending og mótsslit
Réttur áskilinn til breytinga á dagskrá ef veður eða aðrar ástæður hamla keppni.
Mótsstjórn.
Islandsmeistarar í 4. fl. í handknattleik 1980
Hér kemur síðbúin mynd af ís-
landsmeisturum Þórs í fjórða flokki
karla í handknattleik. fþróttasíðan
óskar piltum þessum til hamingju
með sigurinn, og óskar þeim vel-
farnaðar í framtíðinni.
Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Skarphéðinsson þjálfari,
Heiðar Ámason, Jónas Ottósson, Gunnar Gunnarsson,
Oddur Sigurðsson, Einar Áskelsson og Árni Stefánsson
þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Þorvaldur Hilmarsson, Sig-
uróli Kristjánsson, Július Þór Tryggvason, Halldór Áskels-
son, Eiður Stcfánsson, Úlfar Hauksson, Friðrik Sigurðs-
son.
4.DAGUR
DAGUR.5