Dagur - 27.03.1980, Síða 8
DAGUR
Akureyri, fimmtudagur 27. mars 1980
LlMUM BORÐA
RENNUM SKÁLAR
Herstöðvaandstæð-
ingar, Akureyri:
Kröfuganga
og skemmti-
fundur
Hinn 30. mars nk. eru 31 ár
liðin frá inngöngu Ísiands i
NATO. í tilefni þess hafa
samtök herstöðvaandstæð-
inga á Akureyri ákveðið í
samstarfi við fleiri deildir á
Norðurlandi að gangast fyrir
kröfugöngu og skemmtifundi
laugardaginn 29. mars n.k.
Kröfugangan hefst við KEA í
Hrísalundi og þangað eiga
þátttakendur að mæta kl. 13.30.
Þar mun göngustjóri, Hjörleifur
Hjartarson, nemi, flytja ávarp
ogstjóma uppstillingu. Gangan
leggur af stað kl. 14.00 og geng-
ið verður um Hrísalund, Skóg-
arlund, Mýrarveg, Hrafnagils-
stræti, Eyrarlandsveg, Kaup-
vangsstræti (Kaupfélagsgilið)
og Hafnarstræti að Ráðhús-
torgi. Þar er áætlað að vera kl.
14.45, og verður þar skotið á
stuttum fundi. Arnar Björnsson
frá Húsavík flytur þar ávarp.
Kl. 15.00 hefst svo skemmti-
og menningarfundur her-
stöðvaandstæðinga í Sjálfstæð-
ishúsinu. Þar verður margt á
dagskrá. Sérstök barnadagskrá
verður með teiknimyndum,
leikjum o.fl. Á dagskrá full-
orðna fólksins verður m.a. ein
ræða sem Jón Hafsteinn Jóns-
son, menntaskólakennari, flytur
og tvö ávörp, sem Auður Odd-
geirsdóttir, formaður Samtaka
herstöðvaandstæðinga á Akur-
eyri, og Stefanía Þorgrímsdóttir
frá Mývatnssveit flytja. Auk
þess flytur Chilebúinn Julio
Ocares stutt ávarp um ástandið í
landí sínu. Þjóðþrif syngur
nokkur lög og einnig nýr söng-
hópur, sem til varð í undir-
búningsstarfi að þessum fundi.
Revían „Herstöðvasjampó“
eftir Guðmund Sæmundsson
verður flutt af nokkrum félög-
um Leikfélags MA undir leik-
stjórn Viðars Eggertssonar,
leikara. Sigríður Hafstað les
nokkur ljóð. Þá verður kröftug-
ur fjöldasöngur og spennandi
fjáröflunarhappdrætti.
EYFIRSKIR KARTÖFLUBÆNDUR
STOFNA HAGSMUNAFÉLAG
Þrjátíu bændur gerðust félagar í
Félagi kartöflubænda við Eyja-
fjörð, á stofnfundi sem haldinn
var 13. mars síðast liðinn.
Áætlað er að félagsmenn geti
orðið allt að 60 siðar meir.
Tilgangur félagsins er að vinna
alhliða að vexti og viðgangi kart-
öfluræktar á félagssvæðinu, en það
er svæði Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar, það er Eyjafjarðarsýsla og
tveir vestustu hreppar S-Þingeyjar-
sýslu, Grýtubakkahreppur og
Svalbarðsströnd.
Samkvæmt lögum félagsins, sem
samþykkt voru á stofnfundinum,
geta þeir orðið félagsmenn, sem
rækta kartöflur til sölu og eru ábú-
endur á lögbýli og eða eru heimil-
isfastir á lögbýli.
Félagið hyggst beita sér fyrir
stofnun Landsambands kartöflu-
bænda og fleiri brýnum hags-
munamálum kartöflubænda og
neytenda. Núverandi ástand í
framleiðslumálum landbúnaðarins
almennt gerir það mjög brýnt, að
vel sé hugað að þeim búgreinum,
sem eiga enn eftir að geta vaxið og
dafnað, eins og segir í frétt frá fé-
laginu.
Bændum á svæðinu er sérstak-
lega bent á að hafa sem fyrst sam-
band við félagið og gerast félagar.
Framhaldsstofnfundur verður
Passíukórinn tekur nú upp þá
nýbreytni að halda páskatón-
leika, og verða þeir haldnir í
Akureyrarkirkju á pálma-
sunnudag kl. 21.
Flutt verður verkið Via Crucis
eftir Liszt, sem samið var við 14
helgimyndir um píslargöngu
Krists og er fyrir orgel, blandaðan
kór og einsöngvara. Við flutning
verksins verða sýndar litskyggnur
af frægum listaverkum úr píslar-
sögunni, valdar af Guðbjörgu
Kristjánsdóttur listfræðingi.
Einnig mun séra Bolli Gústavs-
son lesa ritningarorð. Einsöng
annast: Þuríður Baldursdóttir,
Jón Hlöðver Áskelsson og Har-
aldur Hauksson. Orgelleikari
verður Gígja Kjartansdóttir og
stjómandi Roar Kvam.
Liszt samdi verkið Via Crucis á
árunum 1876—1879. Textinn er
að hluta úr biblíunni, en einnig
latneskir og þýskir sálmar. Á sín-
um tíma þótti verkið svo framúr-
stefnulegt, að það fékkst ekki
gefið út fyrr en 50 árum eftir
dauða Liszts, og var það frumflutt
í Budapest árið 1929. Liszt hefur
lagt svo fyrir að útgáfa verksins
skyldi prýdd myndum um píslar-
gönguna, t.d. tréskurðarmyndum
Albrechts Dúrer.
Núorðið er það hefð að sýndar
séu litskyggnur við flutning
verksins þannig að efni þess sé
bæði sýnilegt og heyrarlegt.
<----------------------------
Ær láta lömbum
Hreiðarsstöðum, Svarfaðardal 21. mars.
Það hefur ofurlítið borið á því
hér á bæ að það hafa Iátið kind-
ur. Þetta er dálítið óvenjulegur
tími, en sennilega er ástæðan
slæmt fóður. Ég hef ekki heyrt
að svipað hafi gerst á nágranna-
bæjunum.
Nú eru tæpir tveir mánuðir þar
til sauðburður hefst fyrir alvöru.
Menn fóru yfirleitt seint af stað nú
— minnugir vorsins. Víða var ekki
hleypt til fyrr en 10. til 15. desem-
ber. S. H.
Magnús Þór og Kristján frá Djúpalæk:
Vinna saman að
plötuútgáfu
Magnús Þór Sigmundsson
vinnur nú að gerð nýrrar
hljómplötu í samstarfi við
Kristján skáld frá Djúpalæk.
Þetta verður barnaplata í
nokkurs konar framhaldi af
plötunni „Börn og dagar“ og
hefur þessari nýju plötu verið
valið nafnið „Sólskin“.
Magnús Þór var hér um síðustu
helgi, og ræddi þá meðal annars
við Kristján, auk þess sem hann
skemmti í Sjálfstæðishúsinu og á
H-100. Kynnti hann þá meðal
annars nýjar tónsmíðar, ai^k
nokkurra laga af plötunni „Álf-
ar“, sem kom á markað nýlega.
Magnús sagðist hlakka til sam-
starfsins við Kristján, enda væri
hann mjög stór sál, sem hann
bæri mikla virðingu fyrir. Þegar
hann var inntur eftir því, hvers
vegna hann kysi að semja barna-
plötu, sagði hann, að í rauninni
væru allir börn. Sumir vildu hins
vegar ekki viðurkenna í sér barn-
ið og það væru þeir sem þjáðust.
Annars sagði hann, að það væri
verkið sjálft Sem réði ferðinni,
miklu fremur en hann sjálfur.
Hann fengi eins konar orku-
strauma, sem síðan endurspegl-
uðust í verkum hans. Magnús Þór
sagði, að þótt hann væri búsettur í
Keflavík, þá byggi hann í sjálfum
sér, — og væri alls staðar.
haldinn að loknum vorönnum. í
stjórn félagsins voru kjörnir Svein-
berg Laxdal, Túnsbergi, formaður,
Kristján Hannesson, Kaupangi,
Eiríkur Sigfússon, Sílastöðum,
Guðmundur Þórisson, Hléskógum
og Ingi Þór Ingimarsson, Neðri-
Dálksstöðum.
Píslarganga í lón-
um og myndum
Kartöflubændur vilja helst af ölii stofna landssamtök.
y v
M' 4 *
Magnús Þör. Ljósm.: Þ. L.
ro
lö
• Aðfleyta
rjómann
Það hefur víst ekkí farið
framhjá netnum að sunn-
lensk fyrirtæki hafa í æ ríkari
mæli leitað norður og stofn-
að útibú á Akureyri. Það þykir
sjálfsagt bera vott um þröng-
sýni að amast við þessum
útibúum, en við skulum at-
huga málið ögn nánar. Þessi
fyrirtæki sækja ágóðann í
hendur Eyfirðinga og fara
með hann suður — a.m.k. er
það tilfellið með þau tlest.
Þau róa einungis á þau mið
sem gefa góðan afla, en iáta í
friði allt sem hugsanlega
getur leitt til tapreksturs.
£ Heimamenn
og tapið
Eyfirðingar hafa löngum ver-
fð þekktir fyrir að vera hoilir
samvinnumenn. Byggð hér
við fjörðinn væri varla það
sem hún er ef ekki kæmi til
elja samvinnumanna. Hvaða
einkaframtaksmaður ræki
t.d. verslun á stað þar sem
hún er dæmd til að tapa? Ef
fram heldur sem horfir má al-
veg eins gera ráð fyrir að
reykvísk stórfyrirtæki sjúgi
alla þá spena sem eitthvað
lekur úr, en fyrirtækjum í eigu
almennings verði ætlað að
sitja uppi með þær greinar
atvinnuiífsins sem eru óarð-
bærar. Hverníg væri annars
að skylda aðkomufyrrtækin
að taka að sér óaröbæra
þjónustu við almenning eða
reka fyrirtæki sem aidrel mun
skiia hagnaði? Hvorutveggja
verða samvinnufyrirtæki að
gera og telja það raunar
skyldu sína í mörgum tilfell-
um.
0 Þegarilla
árar
En tímarnir eru ekki alltaf jafn
bjartir. Þegar illa árar til sjós
og lands vilja fyrirtæki tapa
og draga saman seglin í
framhaldf af því. Það er
gömul saga og ný að undir
þeim kringumstæðum hætta
oft stórfyrirtæki í einkaeign
rekstri óarðbærra útibúa og
einbeita sér að heimaslóð-
um. Þetta getur gerst við
Eyjafjörðinn — þetta geta
sunnlensku fyrirtækin gert —
eftir að hafa fleytt rjómann
ofan af atvinnurekstri í hér-
aðinu. Þá er ekki víst að
heimamenn eigi gilda sjóði.
Til þess að tryggja framtíðina
eins vel og kostur er ættu
Eyfirðingar að styðja við bak-
ið á samvinnufélögunum —
þau munu ekki hopa af hólmi
þótt eitthvað bjáti á — það er
ekki þeirra eðli.