Dagur - 28.03.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 28.03.1980, Blaðsíða 4
e.t.v. breytumst við þetta er ekki verk af okkur sjálfum gert, heldur guði. Köllun er svo það að finna hjá sér þörf til að breiða út fagnaðar- erindið.“ „Hvenær hófst starf hersins hér á Akureyri?" „Það var 3. maí 1904 og voru fyrstu foringjarnir þær Þorbjörg Eggerz og Marie Nielsen. I fyrstu voru Foringjarnir hér annað hvort í tengslum við danska herinn eða þann enska. Nú síðustu árin hafa nær allir foringjar komið frá Nor- egi. Yfirmenn hér á Akureyri hafa yfirleitt ekki stoppað lengur en 1—2 ár, þá er skipt um fólk. Þetta fyrirkomulag er alls ekki nógu gott, fyrsta árið sem við vorum hér fór að mestu til að læra málið og setja sig inn í aðstæður. Við erum búin að vera nú í 3 ár og höldum að það sé miklu betra fyrirkomulag.“ „Hvernig er samkomulagið við kirkjuna?" „Það er gott, og við finnum að prestarnir hér eru jákvæðir 1 okkar garð og kunna að meta það starf sem við vinnum. Það er komin föst hefð á það, að prestarnir flytji hug- vekju hjá okkur á milli jóla og nýjárs, og við höfum fengið kirkj- una lánaða fyrir samkomuhald. Aðrir söfnuðir í bænum eru einnig velviljaðir og sameiginlegar sam- komur hafa verið haldnar, nú síðast var haldin sameiginleg samkoma á alþjóðlegum bænadegi kvenna.“ „Hvernig stóð á því að þið gerð- ust Hjálpræðishermenn?“ „Ég ólst upp í nánum tengslum við herinn“, segir Harold, „móðir mín var hermaður, en faðir minn orgelleikari í kirkju.“ „En þú Anne Marie?“ „Ég hef oft spurt mig sjálf þess- arar spurningar, því ég undrast það oft hvers vegna ég varð hermaður. Ég átti heima út í eyju, og for- eldrar mínir voru ekki á neinn hátt tengdir hernum. Þegar ég varð 14 ára flutti ég að heiman og fór í gagnfræðaskóla, sem ekki var til í eyjunni. Þaðan lá síðan leiðin í menntaskóla, og þar kynntist ég trúuðum krökkum. Ég frelsaðist og byrjaði að starfa í kristilegu skóla- félagi. I gegnum það starf kynntist ég svo hernum, og ég varð fyrir svo miklum áhrifum af honum, að ég ákvað að ég skyldi þjóna honum. Þá var ég orðinn 21. árs“. Tignargráður herja eru eðlilegar þegar tillit er tekið til þess að engl- amir í himnaríki voru metnir eftir tign. Þar voru erkienglar og yfir- og undirenglar. Það gat því ekki verið neitt óeðlilegt við að vera með tignargráður hjá venjulegu fólki frekar en englum, sögðu hjálpræð- ishermenn. Én eftir hvaða reglum fara þessar tignargráður? „Þegar maður er í herskóla kall- ast maður kadett, og þegar honum er lokið lautinant. Þá líður 5 ára tímabil, þar sem við þurfum að leysa af hendi ákveðin verkefni, en þegar því er lokið köllumst við kapteinar, sem við erum í 15 ár, en þá náum við majorstign." mikils álits víða um lönd fyrir starf sitt að iausn félagslegra vandamála. Mér hefur alltaf þótt forvitnilegt að vita hvers vegna fólks leggur allt í sölurnar fyrir hreyfingu sem þessa, og stendur t.d. tímunum saman á gangstéttunum og tekur á móti peningum, eins og þeir gera hér á Akureyri fyrir jólin. Foringjar hersins hér á Akureyri eru tveir, hjónin Anne Marie og Harold Reinholdtsen. Komu þau hingað í júlílok árið 1977 að skipun herstjórnarinnar í Noregi. Færeyjar og fsland eru ein deild innan hers- ins, síðan eru 6 deildir í Noregi og þessar 7 deildir heyra undir norsk- an kommandör. Það fyrsta sem mig langaði að vita var hvort þau yrðu ekki fyrir aðkasti þegar þau væru að ganga um bæinn í einkennisbúningi sín- um, sem er ekki svo lítið áberandi. „Nei, það er ekki svo mikið, og minnkar stöðugt. Auðvitað gerist það nokkuð oft að krakkar og unglingar kalla á eftir manni „hallelúja" eða eitthvað í þeim dúr. Að öðru leyti verðum við miklu fremur vör við hlýhug í okkar garð, en hitt.“ 13 árum eftir að Booth hjónin hófu starf sitt fékk hreyfingin þetta hermennskulega yfirbragð og nafnið Hjálpræðis/ier. Hreyfingin notaði í ársskýrslu sinni hugtakið „her sjálfboðaliða", en Booth strikaði yfir það og skrifaði í þess stað „hjálpræðisher“. Seinna þegar frelsaður sótari og fyrrum at- vinnu-hnefaleikakappi, Elijah Cadman, hóf að kalla sjálfan sig kaptein og fór að marsera um götur Lundúna með öðrum frelsuðum félögum sínum klæddum rauðum treyjum, þá var nú ekki stórt skref til algjörlega einkennisklædds hers. Og tilganginn með notkun ein- kennisbúninga fundu þeir síðan út, og var hann alveg ágætur. Með þeim hætti voru allir eins klæddir, bæði þeir sem komu frá hástéttun- um og fátæklingarnir. Allir eru jú jafnir fyrir guði, og því ekki að sýna það með því að vera eins klædd? „Ég er nú ekki í herbúningnum þegar ég elda matinn, en okkur er fyrirlagt að vera í honum þegar við látum sjá okkur úti á götu,“ segir Anne Marie, „en stundum stelst ég nú út í búð, án þess að herklæðast." Og Harold bætir við: „Maður getur nú bara farið í frakkann og sett á sig húfuna, og sleppt því að fara í alla múnderinguna, ef maður er að flýta sér.“ Anne Marie lítur strangt á bónda sinn: „Þetta máttu ekki segja“. Og Harold brosir afsakandi. William Booth kallaði sjálfan sig hershöfðingja og smám saman varð hann æðsti yfirmaður hers sem dreifður var um allar jarðir í bar- áttu gegn synd og vonsku mann- anna. Hann komast að þeirri niðurstöðu að herskipulagið væri einkar hagkvæmt. Hermenn gáfu loforð um að hlýða foringja sínum skilyrðislaust og án möglunar. Þannig voru verkefnin framkvæmd fljótt og vel, án tímafrekra um- ræðna um réttmæti þeirra. Ég spurði Reinholdtsen hjónin að því hvort ekki bólaði á lýðræði innan hersins. 0 í þessu húsi hefur herinn haft aðsetur sitt, en það stendur bakatil við Strandgötu. Nú er unnið að lagfæringum á húsinu, og mun Félagsmála- stofnun Akureyrar flytja þangað fljótlega. Herinn hefur því flutt aðsetur sitt í næsta hús við hliðina. Viðtal við foringja Hjálprœðishersins áAkureyri, Anne Marie °g Harold Reinholdtsen eldur „Nú á seinni árum hefur verið gert stórátak í því innan hersins að auka lýðræði við ákvarðanatökur. Fyrir um 10 árum hefði t.d. viðtal sem þetta verið óhugsandi. Við átt- um nýlega viðræður við norska kommandörinn, og fóru þær við- ræður mikið fram á þann hátt, að hann hlustaði en við sögðum frá. Fyrir nokkrum árum hefði slíkt verið óhugsandi, þá hefði hann talað og við hlustað og hlýtt. Enn er það þó þannig að yfirmennirnir geta skipað foringjum sínum hvert á land sem er, t.d. var okkur sagt að fara til íslands á sínum tíma, án þess að við óskuðum eftir því. Fyrst vorum við þó spurð álits. Og það er augljóst að það er erfiðara fyrir Norðmenn að vera hér á Akureyri til dæmis en einhverjum bæ í Noregi. Það væri því ekkert réttlæti í því að einhver einn foringi sæti uppi með „lélegan" stað. Réttlætið við að skipa okkur svona á staði er fólgið í því, að þá jafnast erfiðari staðirnir á fleiri hendur.“ Ýmsar reglur hersins virðast harkalegar. Þannig getur t.d. ekki foringi giftst óbreyttum hermanni, nema hermaðurinn nái sér í for- ingjatign, ellegar að foringinn af- sali sér tign sinni. Þetta ákvæði er ekki bara til að hrella meðlimi hreyfingarinnar, heldur af hreinum hagkvæmnisástæðum. Foringja í hernum er hægt að skipa hvert sem er innan starfssvæðisins, en óbreyttir hermenn hafa venjulega fast borgaralegt starf. Væri óbreyttur hermaður giftur foringja þyrfti hann að skipta um atvinnu í sífellu. Algengt er að foringi sé að- eins um 2 ár á hverjum stað, þannig að hver maður sér, að þetta er miklum erfiðleikum háð fyrir bamafólk til dæmis. En hvernig lifir þetta fólk? „Við höfum fastar tekjur, sem hjá okkur hjónunum er samanlagt 220 þúsund á mánuði. Við öflum tekna til starfseminnar með fram- lögum frá hermönnum, sem gefa ákveðinn hluta tekna sinna til 0 Herópið er opinbert málgagn hersins og sjást hermenn oft selja það á götum úti. Hér á íslandi kemur blaðið 2-3 sinnum út á ári, en víða erlendis er það vikublað með fjölda starfsmanna. starfsins. Þá eru ýmis fyrirtæki og einstaklingar utan hersins hér í bænum sem styrkja okkur fjár- hagslega." „Hvernig er með jafnrétti innan hersins?" „Konur eiga sama rétt og karl- ar,“ segir Anne Marie, „en það er nú svo í reynd að karlarnir ráða, þrátt fyrir þá staðreynd að 75% hersins eru konur. Enda var eitt sinn sagt um Hjálpræðisherinn: Her af konum, stjórnað af körlum. Um helmingur hermanna eru ógiftar konur. Þegar um hjón er að ræða í sömu tign, þá vill það nú fara svo að karlmaðurinn er tekinn fram fyrir. Ef hjón gegna t.d. bæði stöðu flokksstjóra, þá er konan oft kölluð „flokksstjórafrú". Annars sagði Willam Booth að sínir bestu menn væru konur!“ „Hvað er að frelsast?“ „Það er von þú spyrjir“, segir Anne Marie, „en það er ekki að verða betri manneskja eins og sumir virðast halda, heldur að játa að maður þurfi á frelsara að halda. Það er svo frelsarinn sem býr í mér sem breytir lífi mínu. Við höfum tekið á móti Jesú sem okkar per- sónulega frelsara og trúum því að hann sé sonur guðs. Það sem við Eftir Guðbrand Magnússon Þessi vopnlausi her sem lýst var á forsíðunni er auðvitað Hjálpræðis- herinn, en hann átti upptök sín í London árið 1865, þegar meþó- distinn William Booth hóf að pré- dika í tjaldi með aðstoð konu sinn- ar Catherine. Þá hét þessi litla hreyfing „Kristna trúboðið“. Booth hjónin sneru sér fyrst og fremst til fólks í fátækrahverfum Lundúnaborgar, East End. Það skyldi verða aðalsmerki litlu hreyf- ingarinnar að láta sig þá varða, sem engir aðrir kærðu sig um. Með það í huga gengu þau út á göturnar með boðskap hjálpræðisins. Fljótlega varð hjónunum það ljóst að ekki þýddi að boða þeim fagnaðarer- indið sem sultu og gengu berfættir í snjónum. Þá hófu þau að hjálpa þessu fólki með föt, aðhlynningu og húsaskjól. Nú nýtur herinn 0 Anne Marie og Harold undir merki hersins í samkomusalnunt við Strandgötu. ------------ 0 Haraldur Baldursson og Haraldur Hansen við flugvélina á Akureyrarvelli. Flugið heillar marga FLUGIÐ hefur löngum heillað unga sem aldna. Hér á árum áður voru það bílstjórar á mjólkurbílum sem töfruðu ungu stúlkurnar, en nú eru það flugmennirnir sem eiga hug þeirra allan. Það skal ósagt látið hvort það er fyrrgreind ástæða sem kom Haraldi Hansen, framkvæmdastjóra Dynheima, til þess að fara að læra flug, en tíðindamaður DAGS hitti hann á Akureyrarflugvelli fyrir skömmu ásamt flugkennaranum Haraldi Baldurssyni. „Ég fór að læra í október og er búinn að fara í 34 tíma“, sagði Haraldur Hansen um leið og hann strauk hrím af væng vélar- innar. „Þetta hrím getur haft áhrif á flugeiginleika vélarinnar" bætti hann við. Haraldur sagðist þurfa að fá eina 60 tíma til að öðlast einkaflugmannspróf og ætlaði að vera búinn að taka tímana sem á vantar fyrir páska. Þá kemur til landsins flugvél sem Haraldur og fleiri Akureyringar hafa fest kaup á. Haraldur flugkennari kom að okkur Haraldi og tjáði honum að næst á dagsskránni væri sólóflug. Ekki var hægt að sjá neinn hræðslusvip á nemendanum, en ekki var blaðamanni DAGS grunlaust um að honum hafi létt þegar flugkennarinn Haraldur bauð blaðamanni í útsýnisflug yfir bæinn áður en nemandinn færi upp. „Hvert ætlar nemandinn að fljúga?" „Ég flýg út fyrir Hjalteyri og eitthvað inn í fjörð. Maður flýgur upp og niður, tekur beygj- ur og geri allskonar æfingar. Nafni verður á meðan inn í tumi og segir til og fylgist með.“ „Gagnrýni lendingar," skaut flugkennarinn inn í. Þegar við Haraldur Baldursson vorum komnir á loft, farnir að sveima yfir Akureyri hóf blaða- maðurinn að taka myndir í gríð og erg. Haraldur vissi greinilega hvernig átti að fljúga með ljós- myndara enda kom í ljós að hann hafði flogið með Mats Wibe- Lund um allt Suðurland. Akur- eyri var ljómandi fallegur bær um 800 til 1000 feta hæð — einkum varTorfunefsbryggjan ásjáleg. 0 Séð yfir hinar umdeildu Torfunefsbryggjur, þar sem fyrirhugað er að leggja hrað- braut yfir. Nýr heimur opnast í loftí Einkaflugmannsprófið kostar lVi millj 0Ofurhugi. Það eru ekki margir sem þyrðu að fljúga þessu tæki, en þetta er „flugvél44 Húns Snædals, og er hann fiugmaðurinn. Eitt sinn missti Húnn mótorinn úr vél sinni, en ekki sakaði hann. „ÞAÐ var 1978 að ég fór til Sauðárkróks og dvaldi þar fram í maí. Síðan kom ég til Akureyrar og fór að kenna flug hjá Flugfélagi Norðurlands. Ég gæti trúað nú væru 14 til 15 manns að læra flug, en síðasta sumar luku þrír einkaflug- mannsprófi og í ár á ég von á að talan hækki nokkuð,“ sagði Haraldur Baldursson, flug- kennari, áður en við fórum á loft. En af hverju eru menn að læra að fljúga? Haraldur sagði, að þegar menn væru sestir við stjómvölinn, komnir á loft, opn- aðist nýr heimur. Þetta er sjálfsagt rétt hjá Haraldi, því blaðamað- urinn, sem er með króníska flug- hræðslu, varð svo hrifinn af út- sýninu að hræðslan gleymdist. Það var líka traustvekjandi að sjá hve Haraldur var rólegur — máski ættu flugfélög að taka það til athugunar að leyfa farþegan- um að sjá flugmennina að störf- um. „Vissulega er dýrt að læra að fljúga. Gera má ráð fyrir að einkaflugprófið kosti þig eina og hálfa milljón — en auðvitað verðum við að hafa í huga hver viðmiðunin er. Nú eru tiltölulega fáir sem fara i framhaldsnám eftir þetta próf, því atvinnumöguleik- ar eru litlir,“ sagði Haraldur Baldursson að lokum. 4 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.