Dagur - 28.03.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 28.03.1980, Blaðsíða 6
„Akureyri er svo fallegur bær!“ STUNDUM finnst mér eins og Akureyringar hafi orðið fyrir geisl- un og orðið fyrir stökkbreytingu. Raunar má segja að bæjarbragur hafi allur gjörbreyst á undanförn- um áratug eða svo — það er kom- inn svolítill stórborgarbragur á Akureyri á sumum sviðum og sumir eru kjötríkir. Þola það illa. Við skulum taka fyrir þrifnaðinn margumtalaða. I svellþykkum fræðiritum um landið má lesa að Akureyri sé þrifalegur bær — snyrtilegur bær — vel um genginn og svo framvegis. Umsagnir af þessu tagi munu sjálfsagt sjást á prenti næstu árin — þær hafa unn- ið sér einskonar hefð í málinu og enginn kann við að skrifa um höf- uðstað Norðurlands án þess að ræða um þrifnaðinn. Nú er það svo að Akureyringar eru vissulega sæmilega þrifnir — um það bera tölur um aðsókn að sundlaug bæj- arins glöggt vitni. Hins vegar eru þeir jafnmiklir sóðar og aðrir Frónbúar þegar kemur að um- gengni við landið. Þegar við ökum t.d. til bæjarins úr norðri, gegnum nýju hverfin, förum niður á Eyri og staðnæmumst á Ráðhústorgi snemma á laugardagsmorgni gæt- um við ekki sagt með sanni að Ak- ureyringar gangi vel um bæinn sinn. Þvert á móti. Sammála? Nei — auðvitað ekki. Þú ert búinn að innbyrða svo mikið af „Akureyriersvofallegurbær- áróðrinum" að þú átt bágt með að samþykkja mál mitt, en líttu nú á. Sóðaskapur er áberandi í nýju hverfunum — spýtnadrasl, tómir sementspokar og moldarhrúgur hafa aldrei verið talið neitt sérstakt augnayndi —- ekki nema þá af fá- mennum hópi sem getur vart túlk- að sjónarmið heildarinnar. Hverj- um er um að kenna? Ja, við getum tekið Reykjavík okkur til fyrir- myndar (óvanalegt!) hvað snertir malbik — þar leggja yfirvöld mal- bik á götur í nýjum hverfum áður en byggingaframkvæmdir hefjast. Annað — íbúar í hverfinu gætu ugglaust tínt saman spýtnabrak og kveikt í öllu saman — undir ströngu eftirliti auðvitað. Þriðja — Þegar grunnur er grafinn er hægt að jafn úr uppgreftrinum með ýtu. Það er ekki nauðsynlegt að hafa haugana sem sönnun þess að þama sé verið að byggja. Jafn vel sjón- daprir sjá gráar steypuklessur. Ég minntist á Eyrina. Við skulum aka niður Tryggvabraut. Það var fyrir fáum vikum að lóðin sunnan við Þórshamar var löguð og skulu forráðamenn fyrirtækisins fá rós í hnappagatið fyrir það. En til hægri og vinstri má sjá ljótar lóðir; drullupollar og mold eru þeirra aðalsmerki. Þá má minna á uppgjöf skipulagsnefndar gagnvart versl- unum neðarlega við Tryggvabraut. Þar áttu búðargluggar að snúa í suður, en eigendur voru snöggir að uppgötva að fólk vildi ekki aka í drullupollunum í Furuvöllum heldur kaus það malbikið. Á Oddeyri er sama sagan. Möl, mold og pollar. Skipulagsleysi er ríkjandi og ef ekki kæmi til einn og einn gullfallegur garður væri réttast að aka sem hraðast um göturnar, með lokuð augu. Hér að framan var talað um að koma í miðbæinn í morgunsárið á laugardagsmorgni. Hafi einhver verið haldinn þeirri grillu að bæj- arbúar væru snyrtimenni myndi sá hinn sami fá bót meina sinna. Við skulum stíga út úr bílnum, en gæta þess að trampa ekki ofan í ælu og gá að skera okkur ekki á glerbrot- um. Menn taka nefnilega flöskur á nóttinni og splundra í gangstéttinni eða henda þeim eitthvað út í busk- ann. Ef við erum nógu snemma á ferðinni getum við hitt fyrir einn eða tvo næturhrafna sem þurfa að sjá Pálma og hans lið áður en þeir uppgötva að kominn er háttatími. Nei, Akureyringar þurfa svo sannarlega að taka á honum stóra sínum ef þeir ætla að standa undir því Iofi sem verður ausið á þá næstu árin. Bless, snyrtilegasti bær á Norðurlandi. FRAMKÖLLUNAR- UMBOÐ fyrir allar fllmutegundir Bjóóum Glöggmyndar framköllun. Glögg mynd er 30% stærri en venjuleg mynd, og hvert atriói hennar því stærra og skýrara, gleggra en ella. Samt er Glögg mynd ekkert dýrari. FILMU Akureyri HUSIÐ Hún er alls staðar og hvergi Hún talar við engan, en heyrir í öllum Hún afhjúpar svœsnustu leyndarmálin MISJAFNLEGA vel er að hús- byggingum staðið en mig langar að segja hér frá hvemig hægt er að byggja hús með einfalda Ioftræst- ingu. Ein blokkin hér uppi í Tjarn- arlundi er með þeim ósköpum gerð, að loftræsti-„kerfið“ í húsinu er rör sem liggur upp i gegnum allar íbúð- imar og svo stútur inn á hvert bað- herbergi. Annars mætti allt eins kalla þetta samtalskerfi eins og loftræstikerfi, þar sem allt tal berst á milli baðherbergja í gegnum þetta rör. Ef mikið liggur við að ná sam- bandi við nágrannann þá er bara að fara inn á baðherbergi og kalla... Eða þegar hjónin eru sest í mak- indum inn í stofu, þá heyrist rödd innan af baðinu: „Komdu og þvoðu mér á bakinu!" ÉG HEF hlerað að það tíðkist mjög hér í bænum, að forsvarsmenn fyr- irtækja sendi hver öðrum gjafir, sérstaklega um jól. Um er að ræða öl, konfekt, vin og svo framvegis. Helst munu það vera bankastjórar og aðrir sem hafa umsjón með pen- ingum sem em aðnjótandi þessara gæða. f framhaldi af þessu má geta þess, að bæjarfulltrúi í smábæ í einu Norðurlandanna fékk senda viskf- flösku frá fyrirtæki þar í bænum. Varð þessi bæjarfulltrúi að segja af sér þegar þetta komst upp, þar eð þetta flokkaðist undir mútur. í landi bæjarfulltrúans tíðkast sú regla að fái maður í opinberri þjónustu slík- ar „gjafir“ þá beri honum að end- ursenda hana hið snarasta. PÓLITÍKIN er mörgum mikils virði, þannig að allt annað verður að víkja, starf og fjölskyldulíf. Við höfum fyrír satt að skólastjórí einn úti á Ólafsfirði ætli sér til dæmis að fóma stöðu sinni í þágu málstaðar- ins. Mun hann vera útvalinn til að ritstýra íslendingi, sem nú mun vera ritstjóralaus. Að vísu er það svo að íslendingur hefur nú heldur batnað eftir að hann varð stjómiaus, og þykir mér það slæmt að við svo búið fái ekki að vera áfram. OFT MÁ heyra krata hæla sér af því að hafa baríst mest og best fyrir íslenskan verkalýð, til þess að ná fram fyrir hann réttindum og bætt- um kjörum. Því horfir það dálítið undarlega við þegar ritstjóri Al- þýðumannsins hér á Akureyri þver- brýtur iðnlöggjöfina með því að vinna blaðið algjörlega sjálfur, prentvinnuna líka. Hafa verið uppi raddir meðal félagsmanna Hins ís- lenska prentarafélags og Grafíska sveinafélagsins um að stöðva út- komu blaðsins. UPPI í KEA-versluninni við Hrisa- lund kom maður að kassanum með fullan vagn af vömm. Afgreiðslu- stúlkan stimplaði inn vörurnar og tilgreindi upphæðina sem maðurinn átti að borga. „Bíddu aðeins“, sagði maðurinn, „ég ætla að ná í sígarettur, ég kem og borga þetta svo allt saman“. Eins og kunnugt er eru sigarett- urnar seldar við annan kassa, en maðurinn fór ekki þangað, heldur gekk í rólegheitum út án þess að afgreiðslustúlkan yrði vör við. Hann kom ekki inn aftur til að borga. ÚR BLAÐAHEIMINUM ero þær fréttir helstar að kratar ætli sér að gefa út nýtt blað hér á Akureyri. Telja þeir-að Alþýðumaðurinn hafi það mikið óorð á sér, að vænlegast sé að skipta um nafn. Þolinmæði þrautir vinnur allar. „ÉG RÁÐFÆRÐI mig við alla,“ sagði Steingrímur Hermannsson þegar hann var spurður að því hvers vegna hann hefði skipt um stefnu varðandi hámarksafla á loðnu. Skyldi aumingja maðurinn ekki hafa verið orðinn þreyttur, þegar því verki var lokið. Við emm jú vel rúmlega 200 þúsund. 6

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.