Dagur - 20.05.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 20. maí 1980
35. tölublað
\4avé\ai pappw
_ ■ ■
Þyrfti að skipuleggja Eyjafjörð
^^Ní| áEÉBIÍ^ÍÍSÍl —segir Haraldur V. Haraldsson, arkitekt, sem ásamt fleirum beitir
^p^7l | | ^j^l | |^Hf | |%^| |%^| sér fyrir samvinnu sveitarstjórna um þetta mál
Á
— Eyjafjarðarsvæðið er sér-
kennilegt og áhugavert þróun-
arsvæði, sem þyrfti að skipu-
leggja með heildina í huga og
sem eitt áhrifasvæði. Þetta
þyrfti að.gera fyrr en seinna, því
ella gætu verðmæti farið í súginn
og glundroði myndast, sagði
Haraldur V. Haraldsson, arki-
tekt, í viðtali við Dag, en hann
ásamt fleirum hafa beitt sér fyrir
því, að Eyjafjarðarsvæðið verði
skipulagt sem ein heild og með
samvinnu allra sveitarstjórna
— Það gefur augaleið, að það
getur skipt töluverðu máli fyrir t.d.
framtíðarskipulag á Svalbarðseyri,
hvernig samgöngum verður háttað
yfir fjörðinn, hvort Akureyri heldur
áfram að vaxa til norðurs, eða hvort
hafist verður handa við stórfelldar
byggingaframkvæmdir sunnan við
bæinn, sagði Haraldur.
— Samband íbúa á Eyjafjarðar-
svæðinu við Akureyri er mjög náið
og á vafalaust eftir að aukast, bæði í
verslunarlegu-, menningarlegu- og
Dagur sigrar
í firmakeppni
Léttis
Síðastliðinn fimmtudag fór
fram firmakeppni Léttis. Tveir
flokkar voru í kcppninni —
unglingaflokkur og flokkur full-
orðinna, en þátttakcndur voru
alls 100.
Úrslit urðu þau í unglinga-
flokki að Ásgeir Herbertsson
sigraði, en hann keppti fyrir
Listhúsið. f flokki fullorðinna
sigraði Aldís Björnsdóttir, sem
keppti fyrir Dag. Á myndinni
sést Aldís á Ýra, sem er 13 vetra
gæðingur. Mynd: á.þ.
þjónustulegu tilliti. Þetta hefur
áhrif á skipulagsmál Akureyrar og
mun t.d. hvetja til aukningar versl-
unarhúsnæðis í miðbænum.
f stuttu máli má segja, að á
Eyjafjarðarsvæðinu geti að líta
nokkurs konar þverskurð af at-
vinnu- og athafnalífi þjóðarinnar.
Við fjarðarbotninn stendur mið-
stöð svæðisins, en út með firðinum
vaxa upp byggðakjarnar á báðar
hendur, 8 að tölu. Sunnan Akur-
eyrar er að myndast byggðakjarni
við Hrafnagil.
Eftir þvi sem uppbygging á
svæðinu vex, fjölbreytt atvinnulíf
dafnar og samgöngur batna, er
hætta á því að þróunin geti orðið
tilviljanakennd og óheillavænleg
fyrir svæðið í heild, ef ekki er til
nein heildaráætlun. Ef byggð og
atvinnulíf á stöðunum vex og þró-
ast sjálfstætt, jafnvel í samkeppni
innbyrðis og án tillits til heildar-
innar, getur myndast jafnvægisleysi
og miklir fjármunir farið í súginn
að þarflausu. Því er það orðið
tímabært, að nú verði unnið að
heildarskipulagningu svæðisins,
sagði Haraldur V. Haraldsson.
— Það er nauðsynlegt að fá
nægilega yfirsýn yfir hugsanlega og
heppilega atvinnuþróun, vaxtar-
möguleika, fólksfjölgun og lífsaf-
komu staðanna við Eyjafjörð, þarfa
þeirra innbyrðis og áhrif þeirra á
stækkun og þarfir Akureyrar, sem
miðstöðvar svæðisins, sagði Har-
aldur.
Hann bætti þvi við, að viðfangs-
efnið væri það áhugavert að mati
erlendra aðila, að ekki væri óhugs-
andi að fá mætti styrk erlendis frá,
t.d. frá Þýskalandi eða Evrópuráð-
inu, til að standa undir kostnaði við
vinnslu þess, að miklu leyti. Yrði
það þá unnið sem rannsóknarverk-
efni, t.d. í samvinnu við erlenda
háskóla.
Áður en langt um líður stendur til
að halda fund um málið með
sveitarstjórnarmönnum á Eyja-
fjarðarsvæðinu, vegamálastjóra og
skipulagsstjóra, þar sem málið
verður reifað, áhugi manna kann-
aður og hugað að fjármögnunar-
möguleikum.
Hrafnagilsskóli:
Heita vatnið minnkaði
Heita vatnið sem Hrafnagils-
skóli fær úr borholu skammt frá
skólanum hefur farið síminnk-
andi og í bréfi sem hreppsnefnd
Aöalfundur Útgerðarfélags
Skagfirðinga var haldinn á
Sauðárkróki í síðustu viku.
Rekstur togara félagsins,
Drangeyjar, Hegraness og
Skapta, gekk allvel á síðasta ári.
Togararnir öfluðu alls 9.500
tonn á árinu að verðmæti 1.628
milljónir króna.
Reiknisskilaaðferðum hefur nú
verið verulega breytt frá árinu
Hrafnagilshrepps sendi til Hita-
veitu Akureyrar á dögunum eru
leiddar líkur að því að borun að
Laugalandi hafi haft framan-
1978, til samræmis við ný skattalög.
Hagnaður ársins 1979 var 166
milljónir. Bókfært verð eigna var
2.088 milljónir. Vátryggingarverð
skipa er 4.054 milljónir sem er
2.383 milljónum umfram bókfært
verð.
I Skagafirði munu um 300
manns hafa atvinnu af rekstri Út-
gerðarfélags Skagfirðinga og
launagreiðslur til þessa fólks munu
hafa verið um 1.400 milljónir.
greind áhrif. Forráðamenn
Hitaveitu Akureyrar eru ekki
tilbúnir til að fallast á þessa
hugmynd, en þessir aðilar munu
koma saman á fund innan tíðar.
Vatnið sem skólinn hefur til af-
nota fór stöðugt kólnandi og þá
sérstaklega eftir að djúpdæling
hófst hjá Laugalandi. Hitastig
vatnsins var í síðasta mánuði um 36
gráður. Af þessum sökum reyndist
nauðsynlegt að hefja kyndingu
heimavistar skólans með olíu frá og
með 26. febrúar s.l. I vetur var
hitastig í kennsluhúsnæði í algjöru
lágmarki — sundlaugin óstarfhæf
og baðvatn kalt. Þess má geta að
við Hrafnagilsskóla er ný sundlaug.
Olíueyðsla við að kynda heima-
vistina er um 300 lítrar á sólarhring.
Þrjár bílveltur
um helgina
Um helgina ultu þrír bílar í um-
dæmi Dalvíkurlögreglunnar.
Grunur leikur á að um ölvun hafi
verið að ræða í öll skiptin. Einn var
fluttur á sjúkrahús en meiðsli eru
talin óveruleg. Tveir bílanna sem
ultu eru í eigu sömu fjölskyldunn-
ar. Ungur maður eyðilagði bíl sinn
og kona mannsins stórskemmdi bíl
foreldra sinna. Fjórði bíllinn valt á
Akureyri fyrir helgi og er myndin
af honum. Mynd:K.E.
Góð afkoma U.S.
Tilboð í dreifi-
kerfi
Tilboð hafa verið opnuð í 21. áf-
anga dreifikerfis hitaveitunnar.
Um er að ræða bakrásarlögn í
Þórunnarstræti. Þrjú tilboð bár-
ust, en eitt fyrirtækjanna, Þökur
s.f., óskaði eftir að verða leyst frá
sínu tilboði og féllst hitaveitu-
stjórn á erindið. Kostnaðaráætl-
un hönnuða hljóðaði upp á 67,5
milljónir. Tilboð Norðurverks og
Gunnars Birgissonar var 55,7
milljónir og tilboð frá Barð h.f.
var 59,1 milljón.
Kýr hafnarstjóri
Hafnarstjórn- og bæjarstjórn
hafa samþykkt að ráða Guðmund
Sigurbjörnsson, Tjarnarlundi 9i, í
starf hafnarstjóra Akureyrar.
Akureyrarbær
tekur við S.V.A.
Bæjarráð hefur lagt til að Akur-
eyrarbær taki við rekstri strætis-
vagna í bænum frá og með I.
janúar 1981. Jafnframt lagði ráð-
ið til að auglýst yrði eftir for-
stöðumanni að strætisvögnum
Akureyrar og gert ráð fyrir að
hann taki við störfum í septem-
bermánuði n.k.
Sumarstarfið
Æskulýðsráð Akureyrar hefur
gefið út bækling um sumarstarf
fyrir börn og unglinga 1980.
Bæklingnum var dreift í skólana
og hann verður einnig fáanlegur í
verslunum bæjarins. í bæklingn-
um er að finna upplýsingar um
m.a. leikja- og íþróttanámskeið
fyrir börn 6-12 ára, leikvelli,
reiðskóla Léttis og Æskulýðsráðs,
Dynheima, félagsmiðstöð í
Lundarskóla, vinnuskóla og
skólagarða.
Tónlistarskólan-
um slitið
Skólaslit Tónlistarskólans fara
fram í Akureyrarkirkju föstudag-
inn 23. maí klukkan 17. Síðustu
vortónleikar Tónlistarskólans
fara fram í Akureyrarkirkju mið-
vikudaginn 20. maí kl 20.3