Dagur - 20.05.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 20.05.1980, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, þriðjudagur 20. maí 1980 BREMSUBORÐAR OG KLOSSAR í FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA Fimm á götunni Er kominn vorhugur í þig? Hildur Aðalsteinsdóttir: — Já, já. Hann lýsir sér einna helst í ákafri feróalöngun. Haukur Ingimarsson: — Vorhugur? Já það held ég nú. Maóur snýst bókstaflega við og verður allur léttari á sér. Þorvaldur Árnason: — Er ekki vorhugur í öllum núna f svona dásamlegu veðri? Og á meðan ég hef Hauk hérna við hliðina á mér væsir nú ekki um mig. Hann hefur svo næmt auga fyrir kvenfólki. Anna Sigríður Halldórs- dóttir: — Já, nú langar mig bara heim í sveitina og í sauðburðinn. Það er dýrðlegur tími. Sveinn Bjarnason: — Já, það er léttara yfir manni og maður er mikið athafnasam- ari en á öðrum árstímum. Svo hlakkar maður til verulega góðs sumars. Leikfélag Akureyra Gera víðreist með Öngstrætið Um þessar mundir er Leikfélag Akureyrar að leggja af stað í leikför með leikritið FYRSTA ÖNGSTRÆTI TIL HÆGRI eftir Örn Bjarnason um Norð- Austurland, Austfirði og Suður- land. „öngstrætið“ var frum- flutt hjá L.A. fyrr á þessu leikári og hlaut afbragðs viðtökur hjá áhorfendum og var sýnt fyrir troðfullu húsi fram eftir vetri. Einnig var Leikfélaginu boðið að sýna leikritið á móti nor- rænna atvinnuleikhúsa í Orebro í Svíþjóð í desember s.l. og urðu sýningar tvær ytra, við góðan orðstír. FYRSTA ÖNGSTRÆTI TIL HÆGRI segir frá tveim stúlkum sem lenda í „strætinu" og frá lífi þeirra og örlögum. Nokkrar breytingar hafa orðið á hlutverkaskipan síðan leikritið var sýnt fyrr á árinu. Með hlutverk stúlknanna fara Svanhildur Jóhannesdóttir og Sunna Borg, eins og áður og aðrir leikendur eru: Guðbjörg Guðmundsdóttir, Gest- ur E. Jónasson, Sigurveig Jóns- dóttir, Bjarni Steingrímsson, Theo- dór Júlíusson, Víðar Eggertsson og Kristjana Jónsdóttir. Fara flestir leikendur með fleiri en eitt hlut- verk. Leikstjóri er Þórunn Sigurð- ardóttir, leikmynd gerði Sigurjón Jóhannsson og lýsingu annaðist Ingvar B. Björnsson. Sýningar fara fram sem hér seg- ir: Húsavík, fimmtudag 22. maí og föstudag 23. maí. Vopnafjörður, laugardag 24. maí. Raufarhöfn, sunnudag 25. maí. (Hvítasunnu- dag) Valaskjálf Egilsstöðum, mánudag 26. maí (2. í Hvítasunnu) Egilsbúð Neskaupsstað, þriðjudag 27. maí. Félagslundur Reyðarfirði, miðvikudag 28. maí. Staðarborg Breiðdalsvík, fimmtudag 29. maí. Sindrabær Höfn í Hornafirði, föstudag 30. maí. Leikskálar Vík í Mýrdal, laugardag 31. maí. Hvoll Hvolsvelli, sunnudag 1. júní. Flúð- ir, mánudag 2. júní. Aratunga, þriðjudag 3. júní. Borg Grímsnesi, miðvikudag 4. júní. Ný tæki í Krossanes? I þessari viku fer Pétur Antonsson, forstjóri Krossa- nessverksmiðjunnar, vestur til Portland í Oregon í Banda- ríkjunum, til að fylgjast með rekstri fiskimjölsverksmiðju, sem nýlega hefur verið sett þar upp, en samfara þeirri vinnslu- aðferð, sem þar er viðhöfð, er svo til engin mengun. Eins og Dagur hefur skýrt frá, hefur komið til tals, að Krossa- nessverksmiðjan kaupi svona tækjasamstæðu, sem þurrkar hráefnið með hljóðbylgjum. Það ræðst í þessari ferð, hvort af kaupunum verður. Með í förinni til Bandaríkjanna verður Pétur Valdimarsson, sem er umboðsmaður fyrir þessi tæki, og að líkindum fara einnig tveir menn frá Síldarvinnslunni h.f. í Neskaupstað, en það fyrirtæki hefur sýnt þessum tækjum mik- inn áhuga. Þau munu bæði ódýr- ari í rekstri heldur'en núverandi tækjabúnaður með nauðsynleg- um mengunarvörnum, auk þess sem nýting hráefnis verður betri. Svanhildur Jóhannesdóttir í hlutverki sínu. (Ljósmyndastufa Páls). Atvinnumál á Sauðárkróki: Ástæða að vera vel á verði Verið er að vinna að iðnþróun- aráætlun fyrir Norðurland á vegum Framkvæmdastofnunar ríkisins og Fjórðungssambands Norðlendinga. Það kom fram á fundi sem þessir tveir aðilar héldu með bæjarstjórn og at- vinnumálanefnd Sauðárkróks fyrir skömmu að mikil ástæða er til að vera vel á verði í sambandi við þróun atvinnumála á Sauð- árkróki og Skagafjarðarhéraði. Sá mikli vöxtur sem verð í at- vinnulífinu á Sauðárkróki síðasta áratug og náði hámarki á árunum 1973 til 1977 hefur nú hægt á sér. Búast má við að hætta geti verið á ferðum ef ekki kemur eitthvað nýtt til og þróuninni snúið á rétta braut. Það kom fram á umræddum fundi, í máli Sigfúsar Jónssonar, hjá Framkvæmdastofnun, að ef at- vinnulífið á Sauðárkróki á að þró- ast eðlilega þarf að bæta við 30 nýjum atvinnutækifærum árlega. „Það má telja lágmarksmarkmið,“ sagði Sigfús Jónsson. í Skagafjarðarsýslu er talan að- eins hærri eða 40 einstaklingar. M.ö.o., ef Sauðárkrókur á að geta tekið við því fólki sem kemur á vinnumarkaðinn í héraðinu öllu eru það 70 ný störf á ári sem um er að ræða. E rlendir vilja veiða í Laxá Kasthvammi 12. maí Veturinn var mildur, litlar frost- hörkur og ekki mikið um hvass- viðri, Snjór var ekki mikill en þó var beitarjörð ekki góð nema fáa daga á tímabilinu frá 3. nóvem- ber til 20. mars. Beitin var þó ekki notuð nema fáa daga og hætt við að Sigurður Blöndal heyri einhversstaðar stunið á holti. Það er svo með okkur Kristján Sigurðsson á Grímsstöðum, að við höfum ekki full not af góðri tíð ef ekki er hægt að beita fé, þótt við séum nú báðir hættir að reka fé til beitar, sjálfir. Hér var skoðað um miðjan apríl og voru heybirgðir góðar. Ég hef verið að vona, að vorið verði gott, vegna þess að vorin 1972, 1974, 1976 og 1978 hafa verið betri en stöku árin á þessu tímabili. Þetta þykja nú líklega fremur lítil vísindi. I gær var hlýtt vorveður og í dag er sól og blíða. Hér er fagurt að sjá suður á lognslétta ána og loftið kveður við af fuglasöngnum. Sauðburður er hvarvetna byrjaður og til jafnaðar fæðast tvö lömb undan hverri á. Sauðburður- inn gengur ágætlega. Tún eru farin að grænka en ekki er sprungið út á fjalldrapanum, eins og t.d. 1974, en þá var fjalldrapi útsprunginn 4. maí hér norður í heiðinni. Strax í vetur fóru Svisslendingar og einhverjir fleiri erlendir menn að spyrjast fyrir um veiðileyfi hér á silungasvæðinu í Laxá. Síðast þeg- ar fréttist stóðu veiðimenn frá Sviss næstir því að fá ána um mitt sum- arið. Fegurð vorsins þessa tvo síðustu hlýju daga, eykur hamingju og bjartsýni manna, svo manni gleymist nöldrið. 1 stað þess reyna allir eftir bestu getu að njóta þess sem notið verður eftir því sem náttúran og umhverfið gefur manni kost á. Maður hefur ekki einu sinni áhyggjur af offramleiðslunni. Þeg- ar menn láta í veðri vaka, að of- framleiðslan sé að sliga þjóðfélagið eins og bykkja undir of þungum böggum, minnist ég þess, að það er ekki lengra síðan en þrjátíu ár, að Reykvíkingar höfðu hina og þessa útsendara fyrir sig hér í sýslunni til að reyna að fá einn og einn smjör- bita á bæjum. G.Tr.G. # Erlent sælgæti Það er kunnara en frá þurfi að segja að útlenskt sælgæti flæðlr ylir landið og innlendir framleiðendur berjast í bökk- um. Sömu sögu má segja um fleiri innlendar iðngreinar, en erlendir framleiðendur geta hæglega undirboðið íslenska keppinauta með uggvænleg- um afleiðingum fyrir atvinnu- Iffið hér á landi. íslendingar ættu að taka saman höndum og styrkja islenska atvinnu- vegi eftir megni. # Hvalbeinið Frétt Dags um að Örlygur Sigurðsson hyggist gefa M.A. hvalbein föður hans, Sigurð- ar skólameistara, hefur vakið mikla athygli. Bæði Vísír og Morgunblaðið skrifuðu um málið og í framhaldi af þess- ari frétt í Degi birti Mogginn mynd af gjafabréfi Örlygs, en þar segir m.a.: „Það var und- arleg örlagagletta þegar hvalbelnið föður míns kom I um húsmuni og annaö iaus- legt úr búi foreldra mlnna. Nú er ég búlnn að lifa og hrærast í návist beinsins og dúsa á því lon og don um nærfellt sextíu ára skeið án sýnílegs árang- urs og sé ekki hilla undir neínar jákvæðar breytingar til siðferðislegra betrumbóta úr þessu — því tel ég vonlaust með öllu að híma á því leng- ur. í tilefni merkra tímamóta í sögu norðlenska skólans um þessar mundir, þykir mér »11- hlýðilegt, að þú veitir þessum fræga grip móttöku fyrir hönd stofnunarinnar.“ § Aðgeta heimilda Reykjavíkurfjölmiðlarnir sjá oft ástæðu til þess að endur- birta efni úr Degi. Oft er hér að ræða frásagnir í léttum dúr og yfirleitt sýna fjölmiðlarnir þá lágmarkskurteisi að geta heimiidarinnar. Á því vill þó verða misbrestur og á mál- tækið „frændur eru frændum verstir" vei við í því sambandi því einkum er það Tíminn sem lætur hjá líða að geta DAGS sem heimildar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.