Dagur - 20.05.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 20.05.1980, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sfmi auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Samkomulagið um Jan Mayen Alveg eru þær með eindæmum, umræðurnar sem orðið hafa um samkomulag íslendinga og Norð- manna varðandi Jan Mayen- svæðið. Svo eru skoðanir manna á þessu samkomuiagi skiptar, að almenningur, sem ekki átti þess kost, að beinlínis fylgjast með umræðunum sem fram fóru í Osló, á erfitt með að dæma um það, hverjir hafa á réttu að standa. Nokkrir halda því fram að sam- komulagið sé hvorki fugl né fiskur og eru alþýðubandalagsmenn þar í broddi fylkingar. Aðrir telja, og þeir eru mun fleiri, að staða okkar sé miklu sterkari eftir samkomu- lagið, heldur en án þess. Það hafi ekki verið erfitt val á milli þess samkomulags sem náðist, eða þess að hafa engan samning og engan rétt. Það grundvallaratriði verður að hafa í huga, þegar þetta sam- komulag er metið, að það ber brýna nauðsyn til þess, að íslend- ingar hafi stjórn á loðnuveiðunum. Með þessu samkomuiagi á það að vera tryggt. Þess ber einnig að geta, að Norðmenn mega aðeins veiða sinn hluta loðnukvótans á Jan Mayen-svæðinu og þar höfum við rétt til að veiða jafn mikið og þeir. Heppilegra hefði verið, ef Norðmenn hefðu fengið minni hlut í loðnukvótanum, en við verðum að treysta því mati meirihluta samningamanna okkar, sem margir eru þaulreyndir í samn- ingaviðræðum og hafa sérþekk- ingu á hafréttarmálum, að meira hefði ekki fengist, þótt eitthvað hefði verið dregið að samþykkja samningsuppkastið. I upphafi samningsins er full 200 mílna efnahagslögsaga Is- lands viðurkennd og í samningn- um er Islendingum tryggð aðild að stjórnun fiskveiði og nýtingu ann- arra auðlinda á Jan Mayensvæð- inu. Sú gagnrýni á að vísu rétt á sér, að orðalag samningsins hefði sums staðar mátt vera ákveðnara, en hafa verður í huga, að við túlk- un hans hlýtur að vera höfð hlið- sjón af þeim umræðum og orðs- skiptum, sem fram fóru á sam- ningafundunum. Þegar tii alls þess var litið, mat meirihluti ís- lensku samninganefndarinnar samkomulagið meira virði en óstjórn og ofveiði á Jan Mayen- svæðinu. Þó að réttur Norðmanna á Jan Mayen-svæðinu sé nokkuð um- deildur, þá er hann ótvírætt meiri en réttur þeirra, sem við börðumst við t þorskastríðum forðum. Sömu aðferðir og þá voru viðhafðar áttu því ekki við nú. Samningaleiðin var neyðarúrræði, en þó betri kostur heldur en úrræðaleysi og upplausn. Soffía Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi: Dagvistarmál barna voru á dag- skrá fyrir nokkru, er Ragnheiður Hansdóttir ritaði grein, sem birt- ist í Degi 29. apríl, gerði að um- talsefni það ófremdarástand, sem ríkir í þeim efnum og lýsti sam- skiptum sínum við forstöðukonu á Pálmholti, félagsmálaráð og fé- lagsmálastofnun Akureyrar, sem lyktaði á þann veg, að umsókn hennar um dvöl fyrir börn hennar tvö varð að víkja til hliðar fyrir umsóknum forgangshópa svo sem reglur mæla fyrir um. Það hefur dregizt úr hömlu, að ég styngi niður penna í tilefni af grein Ragnheiðar, en nú geri ég bragarbót og vil strax taka fram, að ég kann henni þakkir fyrir skörulegt framlag hennar til þess að vekja athygli á þeim slæmu tiltæk örfá dagvistarrými eða um 260, en íbúafjöldi í bænum er um 13 þús. Mér hefur þó einatt fundist foreldrar vera furðu rólegir yfir þessu og hef því miður ekki orðið vör við teljandi stuðning af þeirra hálfu t.d. þegar styrinn hefur staðið um það innan bæjarstjórn- ar Akureyrar að þoka þessum málum áleiðis til skárra horfs. Ég get vel skilið það, að Ragn- heiður unir illa þeim málalyktum að verða að bíða vegna umsókna forgangshópa, en hlýt þó jafn- framt að benda á þær reglur, sem gilda þar um, og Ragnheiði sjálfri á að vera kunnugt um, þar eð hún hefur áður sótt um dagheimili og leikskóla og reyndar þá fengið inni. Reglur um forgangshópa að vísu með alltof litlum árangri enda við ramman reip að draga, Ég hefði þurft og þarf enn stuðn- ing að baki, ef hér á að verða breyting á, sem um munar. Það nær auðvitað engri átt, að böm skuli ekki eiga skýlausan rétt á góðri gæzlu og þroskavænlegri dvöl á dagvistarheimili fáeina tíma á dag eftir því sem henta þykir. Foreldrar ættu að bregðast hér við og gera eitthvað í málinu, bindast samtökum og hjálpa til við úrbætur og uppbyggingu á þessu sviði. Það leiðir ekki til neins að einblína á sinn einka- vanda, þótt hann sé ærinn oft og tíðum, heldur verður í samein- ingu að takast á við félagsleg úr- lausnarefni. I grein Ragnheiðar koma fram ýmis atriði, sem vert er að ræða nánar, og eru þar þarfar ábend- ingar, annað sýnist mér, að orki þegar forgangshópar sóttu um. Það er rétt sama hvernig háttur er á hafður við innritun, hvort tekið er við umsóknum hér eða þar, dagvistarrýmum fjölgar ekki þar fyrir. Þetta er ekki spurning um stjórnun eða fyrirkomulag, þótt sú hlið málsins þurfi vitan- lega að vera í góðu horfi, heldur er vandinn sá, að plássin eru ein- faldlega alltof fá. Þar er aðeins eitt til ráða, að fjölga þeim og gera myndarlegt átak í bygging- um dagvistarheimila það liti strax skár út nú, ef í sjónmáli væri sú dagvistarstofnun í Glerárhverfi, sem til stóð, að tæki til starfa sumarið 1980 samkvæmt mál- efnasamningi vinstri flokkanna í bæjarstjórn Akureyrar. Þeirri áætlun hefur því miður ekki tek- izt að fylgja eftir, og geta menn velt fyrir sér hverjar orsakir liggi til þess. Mörgum eru væntanlega í .......plássin eru einfaldlega of fá aðstæðum, sem hér ríkja varð- andi dagvistarmál barna á for- skólaaldri. Þess er sannarlega þörf, að þau mál séu rædd frá ýmsum sjónarhornum, og um- fram allt þarf almenningur í bænum að vera vakandi, knýja á um úrbætur á þessu sviði og krefjast þess, að opinberir aðilar bregðist ekki skyldum sínum við yngstu borgarana og standi við gefin fyrirheit. Mér kemur á óvart, að Ragn- heiður virðist nú fyrst í seinni tíð vera að gera sér ljóst slæmt ástand dagvistarmála hér í bænum, en ég hélt, að flestum foreldrum væri fullkunnugt um, að hér eru aðeins koma ekki til af góðu eins og allir vita, heldur ber hér allt að sama brunni, dagvistarrýmin eru alltof fá. Væru þau nokkum veginn i samræmi við eftirspurn og fjölda bama á forskólaaídri, þá þyrfti ekki að vera um neina forgangs- hópa að ræða, og svona mál kæmu ekki upp. Það var ekki hægt að taka öðruvísi á máli Ragnheiðar en gert var, og ég skýt mér ekki undan neinni ábyrgð í þessu máli. Ég hef beitt mér fyrir því þau ár, sem ég hef átt sæti í bæjarstjórn Akureyrar, að bætt verði úr brýnni þörf fyrir dag- vistarheimili og gert átak um framkvæmdir þar að lútandi, en tvímælis, ög enn öðru er ég bein- línis ósammála. Að mínu áliti gerir hún fullmikið úr stjórnun- arþætti þessara mála t.d. fyrir- komulagi við innritun. Nú hefur félagsmálaráð reyndar lagt það til i einni stefnumótun frá 1979, að umsóknum um dvöl á dagvistar- heimili skuli öllum veitt viðtaka á sama stað þ.e. á Félagsmála- stofnun, en ýmsar ytri ástæður liggja til þess, að af því hefur ekki enn orðið. Þótt svo hefði verið í umræddu tilviki, þá hefði innrit- un niðri á Félagsmálastofnun engu breytt um þá staðreynd, að umsókn Ragnheiðar hlaut sam- kvæmt reglum að færast aftur, fersku minni yfirlýsingar frá frambjóðendum allra flokka við síðustu bæjarstjórnarkosningar um nauðsyn á að hraða fram- kvæmdum á sviði dagvistarmála og gera þar meiri háttar átak. Því er ég sammála, sem fram kemur í grein Ragnheiðar, að starfstími leikskólanna þ.e. frá 8-12. og 13.-17. eða 18. er of fast bundinn og þyrftí að vera sveigj- anlegri. Til þess þarf fleira starfs- fólk, meira húsrými og vissar breytingar innanhúss. Þegar dagvistarstofnun rís í Glerárhverfi, en framkvæmdir þar hafa nú tafizt í eitt ár, þá verður hún í þrem deildum, og Skíðaferð skata um Mývatnsöræfi Fyrir nokkru dvaldi hér í bæ á vegum Skátafélags Akur- eyrar finnskur skíðakennari og skáti, Jouko Parviainen. Hann kenndi meðferð og notkun gönguskíða og um pásk- ana fór hann, ásamt 22 skátum, í 6 daga skíðaferð um Mývatnsöræfi. Hér á eftir fer frásögn eins skátanna, Ár- manns Ingólfssonar. Laugardaginn 29. mars 2um við af stað frá skátaheimilinu' „Hvammi". Klukkan 9.30 kom- um við að Svartárkoti, innsta bæ i Bárðardal. Næstu 3 tímana bið- um við eftir fararstjórninni, en hún var að festa bindingar á skíðin sín. Um kl. 12 lögðum við svo af stað og ætluðum við að reyna að komast inn að Suðurár- botnum og helst lengra þann dag. Þennan dag var sólbaðsveður og var það nýtt til hins ýtrasta. Fall er fararheill og þennan fyrsta dag urðum við fyrir hverju óhappinu á fætur öðru, m.a. brutum við dráttarstengur á einum sleðanna sem við notuðum. Við komumst rétt inn fyrir Suðurárbotna og tjölduðum við þar um kl. 7. Morguninn eftir vöknuðum við í hörkugaddi og lögðum við því fljótt af stað. Áframhald var á góða veðrinu og okkur miðaði því vel áfram. Um hádegisbilið stoppuðum við vestur undir Dyngjufjöllum og hituðum okkur súpu. Við héldum síðan aftur af stað og nú tók færðin að þyngjast. Tjaldað í nánd við Tvínónatind í Dyngjufjöllum, í um það bil 50 cm djúpum lausasnjó. Daginn eftir var ætlunin að halda inn í Dreka, skála FFA, en af því veður hafði versnað var ákveðið að halda beint inn í Bræðrafell (sem einnig er skáli FFA). Þangað voru 12 km, en vegna þungrar færðar vorum við 7 tíma á leiðinni. 1 Bræðrafelli beið okkar matur og húsaskjól og var hvorttveggja vel þegið. I Bræðrafelli átum við og drukkum, sungum, lágum í leti og auk þess stunduðum við ýmiss konar tilraunastarfsemi, t.d. náð- húsagerð í snjó og annað er kom- ið gæti seinni leiðöngrum til góða. Á þriðjudagsmorgun héld- um við síðan af stað, hress og endurnærð eftir skálavistina. Við þrömmuðum í þoku upp á Kollóttu-dyngju. Rétt áður en við komumst upp á tindinn rofaði aðeins til, svo að við ákvaðum að fara niður aftur. Við borðuðum hádegismat við rætur dyngjunn- ar. Þá hafði þokunni létt og við sáum nú Hvammsfjöll. Þangað stefndum við og tjölduðum fyrir vestan þau um kvöldið. Þar sváf- um við svo vel og lengi. Morgun- inn eftir elduðum við hafragraut og lögðum síðan af stað. Nú stefndum við niður í Mývatns- sveit, á milli Sellandsfjalls og Bláfjalls. Þegar leið á daginn urðu veðurlag og þarmeð fætur leið- angursmanna sífellt votari. En allt tekur enda og því til sönnunar komumst við að bænum Bald- urshaga blaut, sárfætt, svöng, þreytt og ánægð eftir góða ferð. Um nóttina fórum við svo heim og komum þangað kl. 7. Við viljum að lokum þakka öllum sem gerðu okkur kleift að fara þessa ferð og þá sérstaklega Jouko Parvioinen, snjósleða- mönnum sem reyndu án árangurs að koma mat fyrir okkuriinn í Dreka, heimilisfólki að Baldurs- haga og síðast en ekki síst fram- leiðendum hins ágæta hafra- grautar sem við nutum á hverjum morgni í ferðinni. 4.DAGUR þar er einmitt það viðhorf haft að leiðarljósi, að jafna beri að nokkru út þann mun, sem er á starfrækslu dagheimila og svo leikskóla t.d. hvað starfstíma á degi hverjum áhrærir. Félags- málaráð vill stefna að því að gera foreldrum kleift að velja barni sínu þann dvalartíma á dagvist- arstofnun, sem því hentar bezt eins og segir í áðurnefndri stefnumótun ráðsins. Sú hugmynd, að foreldrar greiði fyrir dagvistun í samræmi við tekjur, ,er ekki álitleg, og kemur þar margt til. Hugsanlega gætu einhversstaðar myndazt ný- ir tekjuháir forgangshópar, sem gæti leitt til þess, að einkum börn efnaðra foreldra yrðu aðnjótandi dvalar á dagvistarheimili. Opin- berir aðilar, sem standa að rekstri dagvistarheimila, geta ekki farið þessa leið að láta greiða eftir tekjum, heldur er eðlilegast, að kostnaði við þennan rekstur sé mætt með skattgreiðslum, sem eiga að leggjast á eftir efnahag. Einkaaðilar geta haft annan hátt á við verðlagningu en ríki og sveitarfélög, og þess eru dæmi frá Reykjavík, að foreldrar hafa bundizt samtökum um að koma á fót dagvistun fyrir börn sín. Það er öldungs rétt hjá Ragn- heiði, að konur geta vart stundað sína atvinnu við þær aðstæður, sem ríkja í dagvistarmálum barna, og kemur fyrir lítið, þótt sérhæfðar séu og langskóla- gengnar. Réttur þeirra til sjálf- stæðra starfa er ekki viðurkennd- ur, þær eru ekki taldar fyrirvinn- ur, þótt þær séu æði oft einar um að axla ábyrgð á uppeldi og um- önnun barna sinna. Þær eru margar mæðurnar, sem ekki geta sagt eins og Ragn- heiður; „frekar vil ég hætta að vinna úti og gæta þeirra sjálf.“ Fjölmargar eiga engra kosta völ, heldur verða að vinna úti fyrir sér og sínum börnum, og hver á þá að gæta barnanna? Þeim er væntan- lega „þvælt“ úr einum stað í annan, og hefur ekki líka frétzt af bömum, sem ganga sjálfala drjúgan hluta dagsins með lykil um hálsinn? Það eru þessar aðstæður kvenna og barna, sem karlmenn, sitjandi á öllum peningakössum og ráðandi allsstaðar í þjóðfélag- inu, virðast ekki geta skilið, sem bezt sést á því, að það gengur löt- urhægt að þoka fram réttinda- málum kvenna, og málefni barna eru sjaldnast í forgangsröð verk- efna, þegar deila skal fjármunum ríkis og sveitarfélaga. Að lokum verð ég að segja, að mér þótti mjög miður að sjá nið- urlagsorðin í grein Ragnheiðar Hansdóttur þar sem hún segist muni „horfa tárvotum augum á eftir þeim krónum, sem fara til þess að reka barnaheimili handa öðrum bæjarbúum.“ Ég fyrir mitt leyti hef af því leiða reynslu, að það er ekki sízt þetta viðhorf, og ég leyfi mér að kalla það andfélagslegt, sem staðið hefur í vegi fyrir fram- kvæmdum og markvissri upp- byggingu á sviði dagvistarmála bama á Akureyri. Ak. 17. maí 1980 Soffía Guðmundsdóttir. Þessir fimm félagar i Bridgefélagi Akureyrar sigruðu í Minningarmóti um Halidór Hclgasun, sem var sfðasta keppni félagsins á þessu starfsári. — Aftari röð frá vinstri: Mikael Jónsson og Angantýr Jóhannsson. Sitjandi Jóhann Helgason, Alfreð Páls- son, sem er sveitarstjóri, og Ármann Helgason. — Ljósmynd: Norðurmynd, Akureyri. Akureyringar sigruðu í fjórveldakeppninni Fyrir skömmu fór fram á Akur- eyri svokölluð „fjórvelda- keppni“ í bridge. í henni tóku þátt Bridgefélag Akureyrar, Tafl- og bridgeklúbburinn í Reykjavík, Bridgefélag Fljóts- dalshéraðs og Bridgefélag Hornafjarðar. Þetta var í fjórða sinn sem slík keppni fer fram og til þessa höfðu Reykvíkingarnir unnið, en nú reyndust Akureyringarnir hlut- skarpastir. Á mótið kom ein ung- lingasveit frá Hornafirði og spilaði við unglingasveitir frá Akureyri. Homfirðingar unnu aðra Akureyr- arsveitina með 20 stigum gegn 2 og gerðu jafntefli við hina. Á JC lyftingarmótinu sem haldið var á Akureyri s.l. laugardag setti Arthur Boga- son Evrópumet í réttstöðu- lyftu, en það er ein grein kraftlyftinga. Þetta mun vera fyrsta Evrópumetið sem sett er af Akureyringi. Hann lyfti 335.0 kg. og bætti met Finnans Saarilainen um 2.5 kg. Þá átti Arthur einnig góða tilraun við 345.5 kg, en ef hann hefði lyft því hefði það verið mesta þyngd sem Islendingur hefur lyft á lyftingarmóti. Art- hur hefur létt sig nokkuð, en áður keppti hann í 140 kg flokki, en hefur nú létt sig niður í 125 kg flokk, og þar á hann eflaust eftir að gera garðinn frægan. Blaðið óskar Arthuri til hamingju með þennan titil og vonar að hann haldi honum sem lengst. Þór bikarmeistari K.R.A. 1980 Vann K.A. í úrslitaleik Á laugardaginn var leikinn úrslitaleikur í bikarkeppni KRA, en þá áttust við Akur- eyrarfélögin Þór og KA. Magni frá Grenivík hafði áður gert jafntefli við bæði þessi félög. Leikur þessi var nokkuð góður. Sérstaklega voru Þórsarar góðir og eru nú sterkari en þeir hafa verið a.ni.k. undanfarin tvö vor. Þórsarar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu, og unnu þvi bikarkeppni KRA 1980, og fá því til varð- veislu farandbikarinn sem þessu sæmdarheiti fylgir. Fyrsta hættulega tækifærið kom á 4. mín, en þá fengu Þórsarar aukaspyrnu undan golunni. Öskar skallar boltann vel fyrir markið en Rúnar skýt- uryfir í dauðafæri. Á 16. mín fá Þórsarar aftur aukaspyrnu og Árni Stef. á hörkuskot að markinu en Steini markmaður hjá KA bjargar glæsilega í horn. Á 21. mín „sólar“ Elmar í gegn um vörn Þórs og endar með hörkuskoti í stöng. Á sömu mín. sækja Þórsarar stíft inni í markteig KA og boltanum er skotið í hendina á Haraldi Haraldssyni og ekki hægt að dæma annað en vítí- spyrnu. Árni Stefánsson fyrir- liði Þórs skoraði af öryggi. Á 27. mín á Elmar gott skot en aðeins framhjá, og mín. síðar bjargar Eiríkur laglega í horn eftir ann- að skot frá Elmari. Á marka- mínútunni (43) munaði litlu að KA tækist að jafna, en þá björguðu varnarmenn Þórs á línu. í hálfleik var því staðan 1 mark gegn engu Þór í vil. í siðari hálfleik skiptu Þórs- arar Jóni Marinóssyni inná, og var hann mjög sprækur og kom varnarmönnum KA nokkrum sinnum í opna skjöldu. Á 14. mín. nær KA að jafna, en þá var sótt upp hægri kannt- inn og góður bolti fyrir markið og þar skallaði Gunnar Blöndal glæsilega í hornið. Eiríkur markmaður hjá Þór átti góða tilraun til að verja skot Gunn- ars, en í netið fór boltinn. Nokkuð líf færðist í KA sóknina næstu mín, en Oddur Óskarsson hrelldi þá á 29. mín, en þá komst hann i got færi í vítar- teigshorninu hægra megin og gaf sér góðan tíma og skoraði örugglega framhjá Aðalsteini í markinu hjá KA. Nokkru síðar björguðu Þórsarar í línu, en KA lagði nú allt í sölurnar til að gera fleiri mörk, en allt kom fyrir ekki, og Þór sigraði með tveim- ur mörkum gegn einu. Þór varð því bikarmeistari KRA 1980, og fengu þeir bikarinn afhentan í leikslok. í öðru sæti varð Magni með tvö stig og KA í þriðja með eitt stig. J.C.-mót í Jakabóli Hið árlega JC mót í tvíþraut var haldið á laugardaginn, í Jakabóli, æfingarhúsi lyft- ingarmanna. Það er félagið Junior Chamber hér á Akur- eyri sem gefur verðlaun og glæsilegan farandbikar til þessa móts. Sá sem besta afrekið vinnur samkvæmt stigatöflu fær til varðveislu farandbikarinn. Sá sem vann hann að þessu sinni var Freyr Aðalsteinsson, Þór, en hann lyfti 130 kg í snörun, 155.0 í jafnhöttun eða samanlegt 285 kg og hlaut hann fyrir það 209.48 stig. í 75 kg flokki sigraði Harald- ur Ólafsson Þór með 110 + 145 = 255 kg. Freyr Aðalsteinsson sigraði í 82.5 kg flokki, en hann setti Akureyrarmet í snörun og samanlögðu. Kristján Falsson keppti í 90 kg flokki lyfti 130 kg í snörun en féll úr í jafnhöttun- inni. Mynd: Ketill. Arthur bætir finnskt met DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.