Dagur - 22.05.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 22.05.1980, Blaðsíða 6
H i - - TTV lii 0 - - - SAMKOMlik s W® Sjónarhæð Hvítasunnudagur. Almenn samkoma kl. 17.00. Biblíulestur á fimmtudag kl. 20.30. Komið og hlýðið á orð Guðs. Verið velkomin. Slysavarnafélagskonur Akur- eyri. Vorfundurinn verður fimmtudaginn 29. maí kl. 20,30 í félagsmiðstöðinni, Lundaskóla (gengið inn að norðan). Björn Mikaelsson, sýnir kvikmynd. Veitingar (takið með ykkur bolla). Stjórnin. Flóamarkaður Náttúrulækn- ingafélags Akureyrar verður haldinn dagana 7.-8. júní n.k. Þeir velunnarar félags- ins sem enn hafa ekki skilað munum þeim, sem þeir ætla að gefa á markaðinn eru vinsamlega beðnir að skila þeim í Amaro sem allra fyrst. Nefndin. Þórdís B. Kristjánsdóttir, Stekkjargerði 3, Soffía Ein- arsdóttir, Grundargerði 6 f og Sigríður Örvarsdóttir, Hjallalundi 3 d, hafa fært Dvalarheimilinu Hlíð, ágóða af hlutaveltu kr. 8.300. Með þökkum mót- tekið. Forstöðumaður. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför BJARNA JÓNSSONAR, úrsmiðs. Ólöf Guðmundsdóttir Rist, Jón Bjarnason, Sigrún Helgadóttir, Stefán Bjarnason, Hugrún Hólmsteinsdóttir, Gísella Bjarnason. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SVEINS FRIÐBJÖRNSSONAR, Efstakoti, Oalvík. Petrína Friðbjörnsdóttir og systrabörn. Hjartans þakkir til ykkar allra, sem glöddu mig á 85 ára afmœli mínu 12. maí s.l., með heimsóknum, blómum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Lækjargötu 11 Akureyri. AKUREYRARBÆR Útboð Tilboð óskast í jarðvegsskipti fyrir fjölbýlishúsi og bílastæðum að Keilusíðu 1-3-5. Útboðsgögn verða afhent á teiknistofu húsameist- ara Akureyrarbæjar, Geislagötu 5, 3. hæð. gegn kr. 50.000,- skilatryggingu frá föstudeginum 23. maí kl. 9-12 f.h. Tilboðin verða opnuð þann 2. júní 1980 kl. 14.00 á Bæjarskrifstofunni Geislagötu 9. f.h. Akureyrarbæjar, Teiknistofa húsameistara. Útboð Bæjarsjóður Dalvíkur óskar eftir tilboðum í fok- helda byggingu 1. áfanga grunnskóla á Dalvík. Útboðsgögn verða afhent hjá bæjartæknifræð- ingnum á Dalvík í ráðhúsi Dalvíkur og á Verkfræði- stofu Davíðs Arnljótssonar Aðalstræti 16, Akureyri gegn 150.000 kr. skilatryggingu frá og með föstu- deginum 23. maí. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 9. júní 1980 kl. 16.00 á skrifstofu Dalvíkurbæjar í ráðhúsi Dalvíkur. 6.DAGUR KAUPMANNAFÉLAG AKUREYRAR: Gera verður úrbætur í mál- efnum smásöluverslunar Á fundi í Kaupmannafélagi Ak- ureyrar, sem haldinn var laugar- daginn 10. maí að Hótel Varð- borg, var samþykkt ályktun um iandsbyggðaverslunina. Álykt- unin hijóðar svo: „Fundurinn vekur athygli á þeim erfiðleikum sem landsbyggð- Ungmenna- búðir USAH Ungmennabúðir verða starf- ræktar á vegum Ungmennasam- bands Austur-Húnvetninga að Húnavöllum frá 1. tii 14. júní n.k. Fyrri vikuna verða búðir fyrir unglinga 13-15 ára en fyrir 5-12 ára síðari vikuna. Á dagskrá búðanna verður m.a. sundkennsla, frjálsar íþróttir, knattleikir, trampolínustökk, áhaldaleikfimi, glíma, leiksund, fjallganga, leikir, frjálsir tímar við Svínavatn (prammasmíði og busl), helgistundir, kvöldvökur, dans og fleira. Stjórnandi búðanna verður Karl Lúðvíksson íþróttakennari en auk hans verða leiðbeindendur sr. Hjálmar Jónsson og Lára Guð- mundsdóttir fóstra. Ungmennasamband Austur- Húnvegninga hefur staðið fyrir ungmennabúðum að Húnavöllum nokkur undanfarin sumur. Karl Lúðvíksson hefur ætíð veitt þeim forstöðu. Aðsókn hefur alltaf verið góð og farið vaxandi. Ertu meö sykursýki? Þvagsykursathugunin, sem Samtök sykursjúkra á Akureyri hrundi af stað, hefur gengið vel, en henni lýkur um næstu mánaðamót. Mikið hefur borist af bréfum frá fóiki, sem hefur kannað sykur i þvaginu, með þar til gcrðum strimli, en þeir sem ekki hafa komið því f verk, eru hvattir til að gera það hið fyrsta, og senda niðurstöðurnar til Læknamið- stöðvarinnar eða apótekanna f bæn- um. Ekki þarf að fara orðum um það, hversu mikilvæg og cinstök þessi könnun er. Kaldbakur afhendir fé í byggingar- sjóð Sjálfs- bjargar Fimmtudaginn 24. apríl afhenti Kiwanisklúbburinn Kaldbakur Akureyri kr. 2.000.000,- í Bygg- ingarsjóð Sjálfsbjargar. Pen- ingana aflaði klúbburinn meðai annars með sölu páskaeggja nú fyrir páskana. Peningarnir vour afhentir á fundi hjá klúbbnum og tók Heið- rún Steingrímsdóttir formaður Sjálfsbjargar við framlaginu úr hendi Sævars Vigfússonar forseta Kaldbaks. Þess má geta að Kiwanisklúbburinn Kaldbakur hefur áður styrkt starfssemi Sjálfs- bjargar og þegar endurhæfingar- stöðin á Bjargi var stofnuð gaf Kiwanisklúbburinn öll tæki sem stöðin byrjaði sína starfsemi með. Einnig má geta þess að Kiwanis- klúbburinn Kaldbakur gaf öll verðlaun til Andrésar Andar leik- anna sem haldnir voru nýlega í Hlíðarfjalli. Kiwanisklúbburinn Kaldbakur þakkar bæjarbúum fyrir góðar móttökur og þeirra framlag til að gera þetta mögulegt. arverslunin á við að glíma og telur það skyldu stjórnvalda að hlutast nú þegar til um úrbætur, þannig að smásöluverslunin geti gegnt því hlutverki sem til er ætlast í nútíma þjóðfélagi. Fundurinn bendir sérstaklega á það mikilvæga hlutverk sem versl- unin gegnir til byggðarjafnvægis í landinu. Verslunin sem atvinnu- grein, nýtur engra opinberra styrkja eða ívilana, þvert á móti má segja að hún hlaupi undir bagga með öðrum atvinnugreinum lands- manna, svo sem landbúnaði sjávarútvegi og iðnaði, með því að taka að sér nauðsynlega þjónustu fyrir gjald, sem er ákveðið af hinu opinbera og í mörgum tilfellum undir kostnaðarverði. Á hverju ári gera þingmenn og ríkisstjórn sérstakar ráðstafanir til Undirritaður hefur árlega síðustu 5-6 ár orðið fyrir tjóni á garða- Kindur geta skemmt ótrúiega mikið á stuttum tfmaJVIynd: h.s. Lionsklúhhurinn Vitaðsgjafi starfar í sveitinni innan Akur- eyrar og á Svalbarðsströnd. Hann hefur jafnan lcitast við að hlaupa undir bagga tneð þeim sem hafa orðið fyrir skyndileg- um fjárhagslegum óhöppum á fyrrnefndu svæði, og þá einkum, ef að snöggiega hefur þurft að flytja sjúklinga burt til lækninga m.a. til annarra landa. Jafn- framt þessu hefur klúbburinn styrkt Sólborg og Sjáifsbjörg á Akureyri við sína uppbyggingu, eftir því sem hann hefur getað afiað tekna tii. Þá má og geta þess að bæta hag annarra atvinnu- greina landsmanna, en litið er framhjá þeim vanda sem verslunin í landinu á við að etja. Við þetta verður ekki lengur un- að af hálfu verslunarinnar og áskilur hún sér allan rétt þar að lútandi." Þá var samþykkt ályktun, þar sem harðlega er mótmælt þeirri fyrirætlan ríkisstjórnarinnar, sem fram kemur í frumvarpi til láns- fjáráætlunar fyrir árið 1980, um að skerða ráðstöfunarrétt lífeyrissjóða landsmanna með því að skylda þá til þess að láta af hendi 40% af ráð- stöfunarfé þeirra til hins opinbera. í ályktuninni segir, að lífeyrissjóð- imar séu stofnaðir í frjálsum kjarasamningum milli launþega og atvinnurekenda og eigi því þessir aðilar fullan rétt til ráðstöfunar á því fé, sem renni til þeirra. gróðri af völdum búfjár og sættir sig ekki við að svo verði áfram. Garðaeigendur sem verða fyrir ágangi búfjár verða að sameinast um að hrinda þessum vanda af höndum sér og handsama það búfé, sem ágangi veldur, komast að því hjá umsjónarmanni (Þórhalli í síma 22963) hver sé eigandi þess og kæra hann fyrir bæjarfógeta. Því að í reglugerð um búfjárhald á Akur- eyri stendur: „Einnig skal eigandi slíks búfjár bæta það tjón, er búféð hefur vald- ið. Ef um ítrekað brot verður að ræða á lausagöngu fjár, varðar það sektum og leyfissviptingu.“ Slík brot á reglugerð um búfjár- hald munu sumir „sportbændur" látasér í léttu rúmi liggja, nema við kærum þau fyrir fógeta. Halldór Halldórsson, læknir, Klettagerði 1, Akureyri. þess að klúbbféiagar lögðu fram vinnu sína á síðastliðnu sumri við að þekja og laga til í kringum hina nýbyggðu sundlaug við Hrafnagilsskóla, en klúbburinn hefur haft aðstöðu til funda- halda i skólanum. Síðast en ekki síst hefur Vitaðs- gjafi reynt að hlynna að gömlu og lasburða fólki á Kristneshæli með því að útvega hluti í setustofu þess. Sunnudaginn 4. maí færðu félagar úr Vitaðsgjafa Kristneshæli fjóra þægilega stóla að gjöf, sem for- ráðamenn staðarins tóku við með miklum þökkum, Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri. Á myndinni eru frá vinstri: Bjarni Arthúrsson, forstöóumaður hælisins, Brynjar Valdimarsson, iæknir, Anna Guðrún Jónsdóttir, forstöðukona hælisins, Ólafur Tryggvason, bóndi Ytrahóli, Hallgrimur Aðalsteinsson, bóndi Garði og Sævaldur Valdimarsson, bóndi Sigluvfk, formaður klúbbsins. Handsamið búfé, sem veldur usla í görðum Gaf stóla til Kristneshælis

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.