Dagur - 03.06.1980, Page 1

Dagur - 03.06.1980, Page 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI DAGUR LXm. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 3. júní 1980 39. tölublað Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga: Eitthundrað milljónir enaurgreiddar í stofnsjóðsreikninga félagsmanna. Tekjuafgangur tæpar 152 milljónir sl. ár Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga var haldinn í Samkomu- húsinu á Akureyri 30. og 31. maí. Rétt til fundarsetu höfðu 235 fulltrúar frá 25 félagsdeild- um, en mættir voru 225 fulltrúar frá 22 deildum. Auk þess sátu fundinn allmargir félagsmenn aðrir og ýmsir starfsmenn kaup- félagsins. Fundarstjórar voru kjörnir Haukur Halldórsson, bóndi Svein- bjamargerði, og Jón Ingimarsson, formaður Iðju, Akureyri, en fund- arritarar Sigfús Þorsteinsson, bóndi Rauðuvík, og Árni Jóhannesson, yfirverkstjóri, Akureyri. Eftir að formaður félagsins, Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi á Tjörn, hafði minnst látinna starfs- manna og félagsmanna flutti hann skýrslu félagsstjórnar fyrir s.l. ár. Þar kom m.a. fram, að fjárfestingar kaupfélagsins árið 1979 höfðu numið samtals 1.684,5 milljónum króna, en þar af fóru kr. 1.058,4 milljónir til áframhaldandi bygg- ingar mjólkurstöðvarinnar á Akur- eyri. Kaupfélagsstjórinn, Valur Arn- þórsson, las og skýrði reikninga kaupfélagsins og gerði grein fyrir rekstri þess en reikningar félagsins lágu auk þess fyrir fundinum í mjög ítarlegri, prentaðri skýrslu. Heild- arvelta félagsins og fyrirtækja þess jókst um 58,6% frá fyrra ári eða úr 26,3 milljörðum króna í rúml. 41,7 milljarða. Heildarlaunagreiðslur félagsins á s.l. ári námu tæpum 4,5 milljörðum króna, en samstarfs- fyrirtækjanna rúmlega 1,1 millj- arði. Fastir starfsmenn kaupfélags- ins í árslok voru 680. Á árinu Sam- þykkti fundurinn að endurgreiða kr. 100 milljónir í stofnsjóðsreikn- inga félagsmanna, kr. 10 milljónir veitist Skógræktarfélagi Eyfirðinga í tilefni 50 ára afmælis þess, og 11,6 milljón króna hagnaður efnagerð- arinnar Flóru gangi til Menningar- sjóðs KEA, en eftirstöðvar tekjuaf- gangsins leggist í höfuðstólsreikn- ing. — Opinber gjöld á aðalrekst- ursreikningi námu 307,7 millj. króna, en auk þess innheimti kaupfélagið kr. 1.054,2 milljónir í söluskatt fyir ríkissjóð. Fjármuna- myndun ársins varð alls um það bil 1 milljarður króna og er þá ekki meðtalin tekjufærsla á grundvelli nýju skattalaganna að upphæð 686 milljónir kr. Stofnsjóðir félags- manna hækkuðu um 149 millj. kr. og námu samtals að upphæð tæp- um 730 millj. kr. í árslok. I skýrslu Menningarsjóðs kom fram, að úthlutað hafði verið 13 styrkjum samtals að upphæð 4 milljónum kr. til ýmissa aðila, ein- staklinga og félaga, á félagssvæði KEA. Sérmál aðalfundarins var sam- vinnuhreyfingin, markmið hennar og skipulag, en framsögu höfðu þeir Þórir Páll Guðjónsson og Níels Árni Lund, kennarar við Sam- vinnuskólann. Var fundinum síðan skipt í 6 umræðuhópa, sem störf- uðu fyrir hádegi síðari fundardag- inn. Eftir hádegi skiluðu hóparnir áliti og urðu síðan mjög miklar umræður fram eftir degi um mark- mið samvinnuhreyfingarinnar og skipulag. Samþykkti fundurinn ályktun í þessu efni til Sambands- stjórnar. Úr stjóm kaupfélagsins átti að ganga Kristinn Sigmundsson, bóndi Arnarhóli. Hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var í hans stað kosinn Arnsteinn Stefánsson, bóndi, Stóra-Dunhaga. Hilmar Daníelsson, Dalvík, var endurkjörinn endurskoðandi og Jóhann Helgason, Akureyri, vara- endurskoðandi. Þá var Kristján Einarsson, skáld frá Djúpalæk, endurkjörinn í stjóm Menningar- sjóðs KEA og þau Hólmfríður Jónsdóttir fyrrv. menntaskóla- kennari, og Jóhannes Sigvaldason, ráðunautur, sem varamenn. Starfs- menn KEA höfðu áður kjörið þá Gunnar Hallsson, Akureyri, og Rögnvald Skíða Friðbjömsson, Dalvík, sem fulltrúa sína í stjóm kaupfélagsins. Að lokum voru kjömir 18 fulltrúar á aðalfund Sambands ísl. samvinnufélaga. 225 kjömir fulltrúar á aðalfund Kaupfélags Eyfirðinga sóttu fundinn, auk fjöimargra starfsmanna félagsins og annarra félagsmanna. Myndin sýnir hluta fundarmanna i Sam- komuhúsinu á föstudag. Mynd: h.s. SÝSLUMANNSEMBÆTTIÐ: Mývargur veldur hálku á vegum Hclluvaðis Mývatnssveit 2. júní Óvenjumikið mý hefur verið við Mývatn í vor og er það mun meira en mörg undanfarin ár. Silungurinn í Mývatni nýtur góðs af. Hann er nú svo út- troðinn að mýi að með ein- dæmum má teijast. í gær var mýið svo mikið að ökumenn urðu stundum að stöðva bifreiðar sínar og allt var grátt yfir að líta. Vegir geta orðið hættulegir undir þessum kring- umstæðum, því þar sem mekk- irnir eru þykkastir getur myndast hálka. Það er mjög algengt að bif- reiðar stöðvist vegna mývargsins. Mýið fer i iofthreinsarana og eins i kælana. Ég þurfti t.d. að þvo kælinn með vatni í gær, en hann hafði stíflast og mótorinn hitnaði. IJ. Akvörðun í vikunni Ofvitinn norður Leikfélag Reykjavíkur mun sýna leikritið Ofvitann i Samkomu- húsinu á Akureyri n.k. mánu- dagskvöld. Fleiri sýningar eru fyrirhugaðar, en þær verða nánar auglýstar síðar. Þegar er búið að sýna Ofvitann 95 sinnum í Reykjavík og yfir 20 þúsund manns hafa séð leikritið. Ofvitinn er saminn eftir samnefndri bók Þórbergs Þórðarsonar, en er í leikgerð Kjartans Ragnarssonar. „Ráðherra tekur ákvörðun í þessari viku hver hlýtur embætti sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu. Það verður ríkisráðsfundur n.k. föstudag og ég held að það sé ætlunin að ákvörðun ráðherra verði þar lögð fram. Ríkisráðs- ritari mun síðan tilkynna ákvörðunina,“ sagði Baldur Möller, ráðuneytisstjóri í Dómsmálaráðuneytinu í samtali við Dag. Tveir Akureyringar sóttu um embættið. Sýslumaður Eyjafjarð- arsýslu er jafnframt bæjarfógeti á Akureyri og Dalvík. Eftirfarandi sóttu um embættið: Andrés Valdi- marsson, sýslumaður i Stykkis- hólmi, Elías í. Elíasson, bæjarfógeti Söngmót Kirkjukórasamband Eyjafjarðar- prófastdæmis efnir til söngmóts sunnudaginn 8. júní, þ.e. næst- komandi sunnudag. Sungið verður í Dalvíkurkirkju kl. 13.30 og Siglufjarðarkirkju sama dag kl. 20.30. Söngmót þetta er hið sjöunda í röðinni. Sjö kórar taka þátt í mótinu, samtals milli 170og 180manns. Kórarnir eru: Kirkjukór Siglufjarðar- kirkjn. Kirkjukór Dalvikurkirkju, á Siglufirði, Freyr Ófeigsson, hér- firði, Sigurberg Guðjónsson, full- aðsdómari á Ákureyri, Gunnar trúi í Kópavogi og Sigurður Giss- Sólnes, hrl. á Akureyri, Jóhannes urarson, bæjarfógetiogsýslumaður Árnason, sýslumaður á Patreks- á Húsavík. Uppgangurí refastofninum? „í fyrra voru unnin 20 til 30 dýr og er það svipað því sem fékkst árin á undan. Svo virðist sem refastofninn sé í uppgangi hér um slóðir,“ sagði Jóhann Ólafsson, Ytra-Hvarfi í Svarf- aðardal í samtali við blaðið. I þessari viku munu fyrstu Háls-, nef- og eyrnalæknar á ferö Starfsmenn Heymar- og tal- meinastöðvar íslands verða á ferð um norðvesturland eftirtalda daga: Húsavík 2. júní, Dalvík 3. júní, Ólafsfirði 4. júní, Siglufirði 5. júní, Sauðárkróki 6. júní, Blönduósi 7. júní og Hvamms- tanga 8. júní. Kirkjukórar Svarfaðardals, Kirkjukór Stærra-Árskógskirkju, Kirkjukór Lögmannshlíðar- kirkju, Kirkjukór Akureyrar og Kirkjukórar Grundarþinga. Kórarnir syngja hver fyrir sig og einnig sameiginlega. Á söng- skrá eru 26 lög. Sör.gstjórar eru: Áskell Jóns- son, Gestur Hjörleifsson, Guð- mundur Þorsteinsson, Guðjón Pálsson, Jakob Tryggvason og Ólafur Tryggvason. grenjaskytturnar halda til fjalla og kanna gömul greni og leita að nýjum. Það eru þeir Harald- ur Guðmundsson frá Karlsá, Guðsteinn Þorgilsson frá Sökku og Þorsteinn Kristjánsson frá Uppsölum sem annast refa- veiðamar ásamt viðkomandi landeigendum. Sóttu um æfinga- svæði Bifreiðaíþróttaklúbbur Húsavík- ur hefur sótt um æfinga- og akst- ursvæði í Skjólbrekku, norðan og vestan Skarnhauganna. Erindið kom til kasta byggingarnefndar Húsavíkur, sem vísaði því til Náttúruverndarráðs Húsavíkur til umsagnar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.