Dagur - 24.06.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 24.06.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 24. júní 1980 44. tölublað Ólafsfjörður: Rúmlega nfu hundruö manns sáu leik Þórs og KA á íþróttavellinum f gærkveldi. Á íþróttasiðu er fjallað um leikinn og myndir úr honum. Gífurlegt kal í túnum ræktirnar upp og sá aftur. Ef ég á að nefna bæi sem hafa orðið sérstaklega illa úti þá er það Víðiker og Svartárkot, en á báðum þessum bæjum hefur landið skemmst afar mikið.“ „Þett-a býr allt að sumrinu í fyrra,“ sagði Þórólfur ennfremur og það bætti ekki úr skák að í vor kom frostnótt á versta tíma. Hjá bændum í Bárðardal er langt í slátt, mun lengra en hjá bændum í niðursveitunum. „Þrátt fyrir þennan barlóm er fjarri því að við förum allir á sveit- ina í Bárðardalnum. Menn eru blóðþráir á þessum slóðum," sagði Þórólfur í Stórutungu að lokum. „Gróður kom seint og spretta er nánast engin. Kalskemmdir í túnum eru stórkostlega miklar,“ sagði Þórólfur Jónsson í Stóru- tungu í Bárðardal í samtali við Dag. „Þess eru dæmi að lönd sem sáð var í síðastliðið ár og grænkuðu eru algjör auðn í dag. Bændur hafa reynt að ýfa ný- Sólarlags- ferðir Skógræktarfélagið Bárðardalur MÓTMÆLIR VEGI YFIR LEIRURNAR Drangs eru hafnar Á föstudaginn fer flóabátur- inn Drangur í fyrstu sólar- lagsferðina til Grímseyjar í sumar. Farþegar dvelja í eynni um nóttina og koma aftur til Akureyrar um hádegi á laugardag. Næstkomandi þriðjudag fer skipið til Grímseyjar á ný með ferða- menn, en þá er komið til Akureyrar sama dag. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Drangs munu þessar ferðir verða út júlí. Þeir farþeg- ar, sem fara í sólarlagsferðina geta fengið inni með svefnpoka í eynni og mat er hægt að kaupa um borð. Nánari upplýsingar um ferðir flóabátsins Drangs eru gefnar á Ferðaskrifstofu Akureyrar og á afgreiðslu Drangs, Skipagötu 13. Þess má geta að Drangur er til leigu fyrir þá sem vilja sigla um fjörðinn. Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga sem haldinn var á Akureyri fyrir skömmu lýsti yfir eindreginni andstöðu við þá fyr- irætlan Vegagerðar ríkisins að leggja þjóðveg (hraðbraut) um endilangan Vaðlaskógarreit. Á bæjarfógetaskrifstofunni á Akureyri er nú í fullum gangi utankjörfundarkosning vegna I fundarsamþykkt segir m.a. að sú framkvæmd myndi valda mikilli skerðingu á vöxtulegu skóglendi, sem félagið hefur grætt upp með æmum kostnaði og fyrirhöfn, sumpart með sjálfboðavinnu fé- laganna. Einnig myndi hún stór- spilla fögru og fjölbreyttu landslagi forsetakosninganna n.k. sunnu- dag. Fyrir hádegi í gær, mánu- dag, höfðu kosið um 330 manns og rýra möguleika til frekari skóg- græðslu og útivistar í reitnum. Fundurinn skoraði á Vegagerðina að hefja nú þegar athugun á öðru vegarstæði er liggi um Hólmana út fyrirofan Vaðalreitinn, á svipuðum slóðum og núverandi vegur. og er reiknað með að álíka margir kjósi nú og í alþingis- kosningunum í vetur en þá kusu alls 647 utan kjörstaðar í Norð- urlandskjördæmi eystra. Svipuð þátttaka og í alþingiskosningunum Rúmlega 300 hafa kosið utankjörstaðar Ein trjáplanta á mann G unnarsstöðum, Þistilfirði 23. júni Það sem kemur í hugann merk- ast má segja að sé gróðursetning á trjáplöntum sem sveitarfélagið stóð fyrir. Að undirlagi þess var girtur ofurlítill reitur við Sand- árós, sem er í miðri sveit. Þetta varð rúmlega tré á mann og var gert í tilefni af ári trésins. Skógrækt hefur gengið mjög illa á þessum slóðum, enda er loft rakt. Nú er hér kalsarigning og 2ja stiga hiti. Ég sá aðeins til fjalla í morgun og sýndist vera grátt niður í 200 metra hæð. Þetta er einna líkast haustrigningum og ég man ekki eftir svona rigningum hér í júní. Búið er að rigna samfleytt í fjóra daga og nú er það vika sem hefur rignt meira eða minna. Landið var orðið ákaflega þurrt og þörf á vætu, en nú er svo kalt að það grær ekkert. Við erum ekkert yfirmáta áhyggjufullir ennþá, því bændur á þessum slóðum hafa séð það svartara. Sauðburður gekk vel í vor. Kindur voru með minna móti tví- lembdar víðast hvar. Ó. H. „Menn eiga rétt á því að kjósa allan kjördaginn, það er bara spurning um hvort þeir komi at- kvæðinu fyrir lokun kjörfundar á kjörstað í sinni heimabyggð," sagði Erlingur Óskarsson fulltrúi hjá bæjarfógeta á Akureyri. Það er því öruggara að kjósa tímanlega ef at- kvæðið á að komast til skila á rétt- um tíma og annað hvort sér bæjar- fógetaskrifstofan um það ef þess er óskað sérstaklega eða kjósandinn sér um það sjálfur. Ekkert fyrirtæki hef ur gengið endanlega frá lóð! „Því miður virðast forsvars- menn fyrirtækja og stofnana oft ekki vakandi fyrir mikilvægi þess að snyrtilegt sé á lóðum. Það er raunar athyglisvert að ekkert fyrirtæki eða stofnun á Óiafsfirði hcfur gengið endan- lega frá lóð umhverfis fasteignir sínar, og mjög víða hefur ekki einu sinni verið gengið endan- lega frá húsunum að utan,“ segir í fréttabréfi sem gefið er út að tilhlutan bæjaryfirvalda í Ólafs- firði. Það kemur einnig fram að umgengni og frágangur lóða við íbúðarhús á Ólafsfirði er víðast til fyrirmyndar. I vor var fyrir- tækjum, stofnunum og einstak- lingum, þar sem umgengni er ekki nógu góð, skrifað og við- komandi hvattir til að taka til á lóðum sinum. Árangur hefur oft verið góður, en í ár virðist þetta ekki hafa borið tilætlaðan ár- angur. Fundur um byggðaþróun við Eyjafjörð Á morgun kl. 14 hefst fundur á Varðborg á vegum Fjórðungs- sambands Norðlendinga um byggðaþróun við Eyjafjörð. Á fundinn koma oddvitar og bæj- arstjórar við Eyjafjörð, atvinnu- málanefndarmenn frá Akureyri og Sigurður Guðmundsson frá byggðadeild Framkvæmdastofn- unar ríkisins, sem mun gefa yfirlit yfir byggðaþróun við Eyjafjörð. Meðal annars verða ræddar hug- myndir um iðnþróunarfélög og einnig verður væntanlega rætt um svæðaskipulag. Engar ákvarðanir verða teknar á fund- inum, sem er fyrst og fremst upplýsingafundur. Róleg helgi hjá lögreglunni Aðeins fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar á Akureyri um síð- ustu helgi, en það er með minna móti. Frá föstudegi til sunnudags urðu 9 árekstrar í bænum. Enginn meiddist í þeim, en eignatjón varð töluvert. Þess má geta að enginn var tekinn grunaður um ölvun við akstur um helgina. Hitaveitustjóri segir upp Stjórn Hitaveitu Akureyrar hefur borist bréf frá Gunnari A. Sverrissyni, hitaveitustjóra, þar sem hann segir upp starfi sinu sem framkvæmdastjóri Hitaveitu Akureyrar frá 1. júní að telja. Stjórnin samþykkti að augíýsa starf hitaveitustjóra laust til um- sóknar frá 1. ágúst að telja. Kosningar í bæjarstjórn Freyr Ófeigsson var fyrir skömmu kjörinn forseti bæjar- stjórnar, Soffía Guðmundsdóttir 1. varaforseti og Ingólfur Árna- son 2. varaforseti. Nýir ritarar í bæjarstjórn eru Sigurður Jó- hannesson og Ingólfur Árnason. Einnig var kosið i ýmsar nefndir á vegum bæjarins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.