Dagur - 24.06.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 24.06.1980, Blaðsíða 8
Milli sjö og átta hundruð manns voru viðstaddir hinn þýð- ingarmikla atburð í sögu samvinnustarfs við Eyjafjörð, þegar ný mjólkurstöð Mjólkursamlags KEA var vígð si. fimmtudag. Að margra mati er bygging nýja mjólkursam- lagsins mesta átakið, sem samvinnumenn við Eyjafjörð hafa ráðist í til þessa. Nýja mjólkurstöðin er ákaflega fullkomin og er stærð hússins og vinnslukerfisins miðuð við 28 milljón lítra ársafköst. Á síðasta ári var mjólkur- frarnleiðslan um 24 milljón lítrar, sem skiptist þannig, að um 20% fara í neyslumjólk, en afgangurinn til vinnslu, aðallega ostaframleiðslu. Nýja mjólkursamlagið er byggt fyrir framtíðina, því ætlað er, að það muni anna þörfinni fyrir mjólkuriðnað á svæðinu í 5-10 áratugi. Eftir er að byggja skrifstofu- og starfsmannahús, en að því loknu verður byggingin tæplega 8.300 m2 eða tæplega 39.900 m3 að stærð, og kostnaður á núvirði fast að 4 milljörðum króna. Fastir starfsmenn eru milli 70 og 80, þar af aðeins einn starfsmaður á skrifstofu. Tækjabúnaður er mjög af- kastamikill og fullkominn og í nýju mjólkurstöðinni er meiri sjálfvirkni, en áður hefur þekkst í mjólkuriðnaði hér á landi. Á næstunni verður unnið við að endurbæta fram- leiðsluna og gera hana fjölbreyttari. Dr. Krístján Eldjárn vfgði nýja mjólkursamlagið með því að draga fslenska fánann að húni. Honum til aðstoðar var Vcmharður Svcinsson, samlagsstjóri, og með þeim á myndinni eru Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, Hjörtur E. Þórarinsson, formaður stjórnar KEA, og Stefán Hall- dórsson, formaður samlagsráðs. Auk hans eiga sæti i sam- lagsráði Haraldur Hannesson, Haukur Halldórsson, Vern- harður Sveinsson og Valur Arnþórsson. Verkstjóri í mjólk- ursamlaginu er Árni Jóhannesson og framleiðslustjóri Þór- arínn Sveinsson. Myndir: h.s. Þessi mynd eftir Ragnar Kjartansson, myndlistarmann, verður steypt i brons og komið fyrir við stöðina. lagið og þáðu að því loknu veit- ingar í móttöku- og afgreiðslusal stöðvarinnar. Aðkomnir gestir sátu síðan kvöldverð með for- ráðamönnum KEA og Mjólkur- samlagsins. *★ í máli ræðumanna kom m.a. fram að nú eru liðin um 20 ár síðan farið var að ræða á mjólkursam- lagsfundum að tímabært væri að Gestir við vígsluathöfnina fóru að tínast að laust fyrir klukkan 3 e.h., en þá átti vígslan að hefjast. Lúðrasveit Akureyrar lék við innganginn. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, ávarpaði gesti í upphafi og stjórnaði síðan at- höfninni að öðru leyti. Næstur tók til máls Hjörtur E. Þórarins- son, stjórnarformaður Kaupfé- lags Eyfirðinga, og að því loknu Stefán Halldórsson, bóndi á Hlöðum, formaður samlagsráðs. Síðan voru samlaginu færðar nokkrar veglegar gjafir, m.a. frá erlendum og innlendum gestum og starfsmönnum. Að þessu loknu tók forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, til máls ogsíðan var gengið norður fyrir bygging- una, þar sem forsetinn dró fána að húni, með aðstoð Vernharðs Sveinssonar, samlagsstjóra og lúðrasveitin lék þjóðsönginn. Því næst skoðuðu gestir mjólkursam- Samlaginu voru afhentar nokkrar gjafir, þ.á.in. frá starfsmönnum, sem Unnur Ebenharðsdóttir afhenti, en hún er eini starfsmaðurinn á skrifstofu samlagsins. Nýja mjólkurstöðin: Mesta átakið sem samvinnumenn við Eyjaf jörð hafa ráðist í til þessa hefja byggingu nýrrar mjólkur- vinnslustöðvar. Nefnd sem skip- uð var í málið valdi stöðinni stað þar sem hún var byggð og hafði nefndin einkum að leiðarljósi þá staðreynd að lóðin var langt fyrir utan bæinn! En fáa grunaði fyrir 15 árum, þegar fyrsta skóflu- stugnan var tekin, að það tæki öll þessi ár að ljúka byggingunni. Einn er sá maður sem leiddi samlagið fyrstu skrefin og stýrði því af hugsjón og hagsýni heila starfsæfi. Það var Jónas Kristjánsson. Hann átti þá ósk heitasta að fá að sjá nýju stöðina rísa og tekna i notkun, en forlögin meinuðu honum að fá þá ósk uppfyllta áður en hann lét af starfi sem mjólkursamlagsstjóri. Ekki er trútt um það að enn megi greina samhengið milli al- menns efnahags í einstökum hlutum héraðsins og hve fljótt bændur gátu, vegna samgangna eða annars, tengst mjólkursam- laginu. Það var í marsmánuði 1928 að móttaka á mjólk og mjólkur- vinnsla hófst í Gilinu. í upphafi kom til álita hvort mjólkursam- lagið skyldi rekið á vegum kaup- félagsins eða sem sjálfstætt fyrir- tæki. Hið fyrra varð að ráði og má fyllyrða að samlagið hefði ekki skilað þeim arði sem raun hefur orðið á ef það hefði staðið eitt og óstutt. Fyrsta starfsár félagsins tók það aðeins á móti 600 þúsund lítrum af mjólk. Heildarútborgun varð 135 þúsund krónur eða 221/’ eyrir að meðaltali. Ræðumenn voru þess fullvissir að hin nýja mjólkurstöð yrði beitt vopn í þeirri baráttu sem fram- undan er meðal íslenskra bænda, en stöðin býður upp á óteljandi möguleika í hagræðingu og fjöl- breytni. I kvöldverðarboði því sem áður var minnst á sagði Stefán Val- geirsson, alþingismaður m.a. að hið nýja samlag bæri það með sér að það væri byggt af stórhug og framsýni. „Þó Eyfirðingar hafi frá upphafi staðið feti framar öðrum byggðum í landinu I að nota þá möguleika sem samvinnufélögin búa yfir til sóknar fyrir bættri lífsaðstöðu og fegurra mannlífi, þá sé ég ekki betur en þetta nýja mjólkursamlag sé stærsta Grett- istakið, sem eyfirskir samvinnu- menn hafa lyft til þessa. Það er andsvarið við þeim áróðri, sem nú er rekinn gegn íslenskum landbúnaði, og þeim iðnaði sem byggður hefur verið upp I sam- bandi við hann,“ sagði Stefán Valgeirsson. Valur. Hjörtur. Stefán. Kristján. Pálmi Jónsson, landbúnaóarráðherra, og Halldór E. Sigurðsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, voru viðstaddir athöfnina ásamt eiginkonum sínum, en Halldór lagði hornstcin hússins 2. júní 1976. Svona lítur byggingin út fullgerð. Töluvert á áttunda hundrað manns voru viðstaddir vigsluathöfnina, sem fór fram f móttöku- og afgreiðslusal samlagsins og sfðan á grasflötinni norðan við húsið. Dr. Kristján Eldjárn, forseti islands: ER SJÁLFUR FÉLAGI in væri nútímalegur móttöku- staður fyrir afurðir bændafólks umhverfis Akureyri „og er iðjuver fjölda manna sem eiga afkomu sína og sinna undir velgengni þess ... mjólkurstöð- in er tákn þess sem samtök og samvinna fá áorkað, samtök bændanna sjálfra og þeirra sem vinna að félags- og framfara- málum. Og er þá ótalið það sem er öllu æðra: þetta er atvinnu- ver sem reist er í trú á landið og bjargræðisvegi þess í nútíð og framtíð.“ „Ég er sjálfur, svo ólíklegt sem það má virðast, félagi í Kaup- félagi Eyfirðinga og hef verið það í nær hálfrar aldar skeið. Veltan á mínum reikningi er að vísu í umfangsminna lagi, en hún nægir til þess að ég tel mig geta úr flokki talað.“ Þannig komst Kristján Eldjárn forseti Islands að orði í ávarpi sínu til gesta í mjólkurstöðinni. Kristján sagði ennfremur að þetta væri sigurdagur bænda og samvinnumanna við Eyjafjörð. Hann minnti á að mjólkurstöð-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.