Dagur - 24.06.1980, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaöamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Forsetakjör
Kosningabaráttan vegna kjörs
forseta íslands er nú á lokastigi. í
upphafi var hún fremur róleg, en
nú síðustu dagana hefur hlaupið
mikill fjörkippur í stuðningsmenn
frambjóðendanna fjögurra. Fjöl-
margir hafa tjáð sig um ágæti
sinna frambjóðenda á opinberum
vettvangi og sýnist sitt hverjum,
eins og að líkum lætur. Nokkuð
hefur verið um það, að menn hafi
reynt að upphefja sína menn með
því að benda á einhverja meinta
veikleika í fari hinna frambjóð-
endanna. Slíkt er ekki vænlegt til
árangurs og frambjóðendunum
lítill greiði gerður með slíku at-
hæfi. Það bendir ekki til þess, að
stuðningsmenn forsetaframbjóð-
enda hafi mikla trú á sínum manni,
ef þeir telja vænlegast til árang-
urs, að benda á að sitthvað megi
betur fara hjá hinum frambjóð-
endunum.
Allir eru frambjóðendur til for-
setakjörs mjög frambærilegir, en
samt og ef til vill þess vegna virð-
ist svo, sem kjósendur eigi erfitt
með að gera upp hug sinn. Einnig
kann að blandast inn í þetta mál
sú staðreynd, að dr. Kristján Eld-
járn hefur verið mjög farsæll for-
seti og vinsæll með þjóð sinni,
þannig að fólk er e.t.v. ekki ennþá
undir það búið að hann láti af
störfum sem forseti íslands.
Líklegt er að kosningabaráttan
verði hörð þessa síðustu daga
fyrir kjördag, en vonandi tekst
stuðningsmönnum allra fram-
bjóðendanna fjögurra að sneiða
hjá rógburði og illmæigi í garð
andstæðinganna, því hvernig svo
sem allt fer, þá er höfuðnauðsyn,
að þjóðin geti sameinast um og
staðið við bakið á þeim frambjóð-
anda til forsetakjörs, sem valinn
verður á sunnudaginn kemur.
Stjórnun
fiskveiða
Gífurlegir erfiðleikar eru nú í fisk-
sölumálum okkar íslendinga,
bæði vegna aðstæðna á mörkuð-
um erlendis, en einnig vegna of-
veiði. Fiskgengd hefur verið mikil
og afli góður. Skipin eru mörg og
stórvirk og miðað við allar að-
stæður veiða þessi skip of mikinn
afla. Frystur fiskur hrannast upp í
frystigeymslum og meðferð hrá-
efnis verður lakari, þegar varla er
hægt að hafa undan að vinna það í
landi.
Við verðum að vinda bráðan
bug að því að koma stjórnun fisk-
veiða í viðunandi horf. Að því er
unnið, en því starfi þarf að flýta
sem mögulegt er. Fækkun skipa
er einn þáttur þessa máls, en hún
má ekki koma niður á eðlilegri og
hagkvæmri endurnýjun úreltra
veiðiskipa, sem eru mjög dýr í
rekstri.
Albert Guðmundsson
Pétu
1. þegar strúturinn verður
hræddur stingur hann höfðinu í
sandinn og er sannfærður um að
hann sjáist ekki.
Indverjar deyja hópum saman
úr hungri en vernda heilagar kýr í
stórum hjörðum. íslenska furðu-
sagan er, að 3 frambjóðendur til
forsetakjörs telja sér það helst til
framdráttar að hafa hvergi skipað
sér í flokk, sem er þó viðurkennd
aðferð til þess að efla þann mál-
stað sem hver og einn berst fyrir
hverju sinni. Fjórði frambjóð-
andinn, Albert Guðmundsson
hefir sýnt það og sannað að til
þess að leysa vandamál hvers
tíma þarf að efla hópstarf fjölda
manna svo að árangur náist. Hér
er ekki aðeins átt við stjórnmál
heldur við hreyfiafl allra góðra
baráttumála, sem er fylking
fjöldans.
Það er í slíkum breiðfylkingum
fólksins sem Albert Guðmunds-
son hefir haslað sér völl og valist
til forystu, á íþróttasviðinu, í við-
skiptalífinu, og nú síðustu árin
kosinn með einna flestum at-
kvæðum Sjálfstæðismanna til
borgarstjórnar og Alþingis fyrir
Reykvíkinga. En þá er leiðtoginn
stærstur þegar hinn smæsti meðal
okkar á til hans greiða leið með
margvísleg vandamál sín. Líkn-
arsamtök af ýmsum toga hafa átt
óeigingjarna aðstoð Alberts vísa,
en í starfi forseta getur hann sinnt
þeim af enn meiri þrótti í krafti
embættis síns.
Síðasti en ekki sísti kostur Al-
berts Guðmundssonar sem for-
seta íslands er að eiga að lífs-
förunaut sína stórbrotnu eigin-
konu Brynhildi Jóhannsdóttur.
Forsetaembættið verður í góðum
höndum hjá þeim hjónum.
2. Við höfum reynt að stilla
öllum kostnaði í hóf og treystum
á sjálfboðastarf stuðningsmanna
sem er þegar orðið mikið og vex
að sjálfsögðu með hverjum degi
sem nær dregur kosningum. Ýmis
útgjöld eru þó óhjákvæmileg, en
þau eru áætluð þessi:
Launakostnaður 248 þúsund.
Húsaleiga, ljós og hiti 153 þús-
und. Simakostnaður 180 þúsund.
Auglýsingar 250 þúsund, Funda-
höld 220 þúsund. Bílakostnaður
50 þúsund. Blaðadreifing og
burðargjöld 75 þúsund og annar
kostnaður 24 þúsund. Samtals
1200 þúsund krónur. Upp í
þennan kostnað höfum við fengið
með frjálsum framlögum
stuðningsmanna tæpar 400 þús-
und krónur.
Engin framlög eru frá fyrir-
tækjum enda ekki til þeirra leitað
af augljósum ástæðum.
3. Framboð Alberts Guð-
mundssonar gengur blessunar-
lega þvert á allar flokkspólitískar
línur.
Stuðningsmenn hans eru sann-
arlega þverskurður af íslenskri
þjóð sem vill velja sér leiðtoga á
viðsjárverðri tíð í mannlífinu til
lands og sjávar.
4. Kosningabarátta okkar
hefir einkennst af áhugasömu
starfi fjölda karla og kvenna úr
öllum aldurshópum og starfs-
stéttum, sem eru að efla fram-
bjóðanda sinn, frambjóðanda at-
vinnuveganna til sigurs.
1. Kostir Guðlaugs Þorvalds-
sonar sem forseta Islands eru þeir
helstir, að hann hefur til að bera
haldgóða og sérstaka þekkingu á
íslensku þjóðlífi, bæði atvinnulífi
öllu og menningu. Hann hefur
tekið þátt í fjölbreytilegu starfi
meðal þjóðarinnar, bæði sem
verkamaður, kennari, ráðuneyt-
isstjóri, rektor Háskóla Islands og
ríkissáttasemjari. Þeir tímar virð-
ast fara í hönd, að meiri þörf sé á
þjóðarleiðtoga, sem getur borið
sáttarorð á milli stríðandi stétta,
borið klæði á vopnin í þjóðmála-
og stjórnmálabaráttunni og sýnt
hógværð og skilning á erfiðum
stundum. Guðlaugur Þorvalds-
son er mannasættir, hógvær og
orðvar og sanngjarn. Þetta yrði til
þess, að hann yrði sá maður, sem
gæti sameinað þjóðina eftir
kosningar og sætt hana og þjóðin
sættir sig við sem forseta íslenska
lýðveldisins, þegar upp er staðið
að lokum. Kostir Guðlaugs Þor-
valdssonar sem forseta eru því að
dómi stuðningsmanna hans
þekking, reynsla, víðsýni, sann-
girni og góðvilji.
2. Nei,þaðerekkierfittaðná
endum saman. Kostnaði hefur
mjög verið stillt í hóf og framlög
hafa borist frá einstaklingum,
sem nægja. Allur kostnaður við
kosningaundirbúning á Akureyri
verður innan við eina milljón, og
segja má, að þetta fé hafi þegar
innheimst.
3. Nei, flokkspólitískar línur
er ekki unnt að greina með
stuðningsmönnum Guðlaugs
Þorvaldssonar á Akureyri. Meðal
stuðningsmanna hans hér er fólk
úr öllum þeim stjórnmálaflokk-
um, sem fulltrúa eiga í bæjar-
stjórn Akureyrar. Að auki má
nefna, að ekki er spurt um
flokkspólitíska afstöðu stuðn-
ingsmanna hans, eins og raunar
gefur að skilja, af því að forseta-
kosningar eru og eiga að vera
hafnar yfir allt flokkspólitískt
karp. Embætti forseta íslands er
heldur ekki flokkspólitískt, held-
ur verður forseti Islands að vera
fulltrúi allrar þjóðarinnar, hafinn
yfir væringar þjóðmálabarátt-
unnar og með öllu laus við viðjar
flokkspólitískra banda.
4. Kosningabarátta stuðn-
ingsmanna Guðlaugs Þorvalds-
sonar til forseta íslands þykir
okkur hafa einkennst af heiðar-
leika og drengskap. Það hefur
verið létt að vinna fyrir framboði
Guðlaugs og kosningu, af því að
engin rök hafa verið færð fram
gegn framboði hans, heldur hafa
allir lokið upp einum munni um
ágæti hans, enda þótt þeir styðji
aðra frambjóðendur. Þetta er
mikilsvert að hafa fundið, þegar
verðandi forseti tekur við og á að
sameina íslenska þjóð eftir átök
kosningabaráttunnar.
Úlfar Hauksson,
Knútur Ottestedt og
Gunnar Ragnars.
Dagur lagði eftirfarandi spurningar fyrir starfsmenn á
kosningaskrifstofum frambjóðenda til forsetakjörs, en kc
verður n.k. sunnudag.
1. Hvaða kosti hefur..........til að bera
sem forseti íslands?
2. Er erfitt að láta enda ná saman í kosningabaráttunni
Er vitað hve kostnaðurinn er orðinn mikill?
3. Má greina flokkspólitiskar línur í þes:
kosninga baráttu?
Guðlaugur Þorvaldsson.
Kosninga-
stjórar:
Kosningastjóri
Haraldur M.
Sigurðsson.
Kosningastjóri
Jón
Amþórsson.
Albert Guðmundsson.
Kosningastjóri
Kristján
Skarphéðinsson
Pétur Thorsteinsson.
Guðlaugur Þorvaldsson
Vigd
4.DAGUR