Dagur - 24.06.1980, Síða 6
Messað verður í Akureyrar-
kirkju n.k. sunnudag kl.
11,00. Ólafur Halldórsson,
guðfræðinemi, prédikar.
Sálmar 450, 368, 196, 343,
531. B.S.
Hjálpræðisherinn. Á fimmtu-
dögum kl. 17.30 eru barna-
samkomur í Strandgötu 21.
Allir krakkar velkomnir.
Sunnudaginn n.k. kl. 20.30
er almenn samkoma. Verið
velkomin.
fbúar Lögmannshlfðarsóknar.
Munið aðalfundinn í
Glerárskóla föstudaginn 27.
júní n.k. kl. 20.30. Sóknar-
nefndin.
Slysavamafélagskonur Akur-
eyri. Kaffisamsæti fyrir
Sesselju Eldjárn verður að
Hótel K.E.A. miðvikudag-
inn 25. júní n.k. kl. 20.30.
Tilkynnið þátttöku í síma
23522 í síðasta lagi um há-
degi á miðvikudag.
Brúðhjón. Hinn 14. júní voru
gefin saman í hjónaband í
Grundarkirkju, Ragnheiður
Gunnbjörnsdóttir nýstú-
dent, Ysta-Gerði Saurbæj-
arhreppi og Einar Tryggvi
Thorlacius húsasmiður
Bjarmastíg 11, Akureyri.
Heimili þeirra verður að
Brekkutröð 2, Reyká,
Hrafnagilshreppi.
Frá Ferðafélagi Akureyrar. —
28. júní Vaglaskógur —
kvöldferð. Farin verður
skoðunarferð um skóginn og
gróðrarstöðina. Að henni
lokinni verður boðið upp á
útigrillaðar pylsur og með-
læti. Leikir og létt gaman á
eftir. Brottför úr Skipagötu
kl. 18.00 Áætluð heimkoma
kl. 24.00. Fargjald kr. 5000
fyrir fullorðna og kr. 2500
fyrir börn.
29. júní Svarfaðardalur. Ekið
fram Svarfaðardal að austan
og inn að Syðra-Hvarfi,
þaðan vestur yfir og inn að
fremstu bæjum. Heim um
Dalvík. Komið heim kl.
20.00. Brottför úr Skipagötu
kl. 10.00. Komið verður við
á kjörstað í upphafi ferðar.
Skrifstofan er opin mánu-
daga og fimmtudaga kl.
18.00-19.30, sími 22720.
Sumarferð Sjálfsbjargar og
íþróttafélags fatlaðra verður
farin í Herðubreiðarlindir
dagana 4.-6. júlí ef næg
þátttaka fæst. Væntanlegir
þátttakendur eru beðnir að
hafa samband við skrifstofu
Sjálfsbjargar í síma 21557,
fyrir 1. júlí n.k. þar sem
nánari upplýsingar verða
veittar.
Orlofsferð verður farinn á veg-
um orlofsnefndar Árskógs-,
Arnarness-, Skriðu-, Öxna-
dals- og Glæsibæjarhrepps
5. júlí. Auglýst nánar.
AUOLÝSIÐ í DEGI
Auglýsing um uppboð
Áður auglýst nauðungaruppboð á fasteigninni
Oddagötu 11, n.h. Akureyri, þingl. eign Guðjóns E.
Jónssonar og Jóns Þ. Guðjónssonar, fer fram á
eigninni sjálfri, föstudaginn 27. júní 1980 kl. 11.00
aö kröfu Svölu Thorlacíus hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Auglýsing um uppboð
Áður auglýst nauöungaruppboö á fasteigninni
Furulundi 10s, Akureyri, þingl. eign. Brynjólfs
Helgasonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn
27. júní 1980 kl. 15.00 að kröfu veðdeildar Lands-
banka íslands.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Auglýsing um uppboð
Áður auglýst nauðungarupþboó á fasteigninni
Grænugötu 4, Akureyri, þingl. eign Friðriks
Bjarnasonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn
27. júní 1980 kl. 14.00 að kröfu Ragnars Stein-
bergssonar hrl. og Péturs Guðmundssonar hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Auglýsing um uppboð
Áður auglýst nauðungaruppboð á v.s. Sólfaxa
EA-75 þingl. eign Láturs h.f. fer fram á skrifstofu
embættisins, Hafnarstræti 107, Akureyri, föstu-
daginn 27. júní 1980 kl. 10.00 að kröfu Fiskveiða-
sjóðs íslands o.fl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
6.DAGUR
Kawasaki
Z650
til sölu.
Árg. 78, ekið 13 þús.
km. Gott hjól og vel með
farið.
Uppl. ísíma 24119.
VELOUR
dömugallar
Tvískiptir.
Margir litir.
Verslunin
ÁSBYRGI
Flugnafælur
3 gerðir.
Hafnarbúðin,
Skipagötu 4,
útibú Grænumýri 20.
AÐALFUNDUR
hestamannafé-
lagsins FUNA
verður haldinn í Sólgarði
fimmtudaginn 26. júní kl.
9 e.h.
Venjuleg aðalfundar-
störf.
Sýndar tillögur er þorist
hafa í samkeppni um fé-
lagsmerki.
Mætum öll vel og stund-
víslega.
STJÓRNIN.
Gísli Ólafsson
sjötugur
Gísli Ólafsson, yfirlögreglu-
þjónn, varð 70 ára í gær, þann
23. júní.
Gísli er Eyfirðingur fæddur að
Sandhólum í Saurbæjarhreppi
þann 23. júní 1919. Gísli starfaði
nokkur ár hjá Kr. Kristjánssyni h.f.
hér á Akureyri við bifreiðaakstur
o.fl., en gerðist lögreglumaður 1.
desember 1940, eða fyrir tæpum 40
árum. Hann varð varðstjóri í lög-
reglunni 1950, ogyfirlögregluþjónn
1959, en þá tók hann við þeirri
stöðu af Jóni Benediktssyni. Á af-
mælisdaginn færðu lögreglumenn
á Akureyri Gísla mynd af honum
sem Ragnar Lár málaði. Blaðið
óskar Gísla til hamingju með dag-
inn, og þakkar ánægjuleg samskipti
liðin ár.
Sæmilega sprottið
„Veðríð að undanförnu hefur
bæði haft góð og slæm áhríf.
Það kom illa við þá sem voru
búnir að slá, en þeir voru til-
töiuiega fáir. Þrátt fyrir kuldann
hefur bleytan haft þau áhríf að
spretta er góð — þar sem var
orðið dálítið loðið hefur kuldinn
ekki haft mikil áhrif“ sagði
Ólafur Vagnsson ráðunautur í
sarntali við blaðið í gær.
Ólafur sagði að víða væri hægt
að fara að slá af krafti ef útlit væri
fyrir þurrka. Til eru spildur sem
fara að skemmast hvað úr hverju ef
þær verða ekki slegnar hið fyrsta.
Framangreint á sérstaklega við um
svæðið innan Akureyrar, en utar er
minna sprottið og töluvert um
skemmdir í túnum af völdum kals.
„Sérstaklega á þetta við um bæi í
Ólafsfirði og á fremstu bæjum í
dölunum, en þó er þetta til miklu
víðar. Til dæmis eru mjög ljót tún
niður undir Dalvík,“ sagði Ólafur.
Skepnuhöld voru yfirleitt mjög
góð í vor. Ólafur sagðist hafa heyrt
um að flosnýmaveiki hefði lagst á
lömb í Höfðahverfi og drepið tölu-
vert af lömbum.
SÆUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Naustum,
sem lést 18. júní veröur jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 27. júní kl. 13.30.
Magni Friðjónsson,
Óla Þorsteinsdóttir.
Við þökkum öllum þeim mörgu sem með hjálpsemi og góðvild
létu í Ijósi samúð sína við andlát og jarðarför föður okkar, sonar,
bróður og unnusta,
SIGURÐAR ANTONS FRIÐÞJÓFSSONAR.
Friðþjófur Antonsson, Aðalsteinn Antonsson,
Steinunn Konráðsson, Friðþjófur Gunnlaugsson,
Steinunn Friðþjófsdóttir, Vignir Friðþjófsson,
Hallveig Friðþjófsdóttir, Vilhjálmur Friðþjófsson,
Hafþóra Bergþórsdóttir, og aðrir vandamenn.
ANNA GUNNLAUGSDÓTTIR
andaðist að Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, 20. júní.
Jarðarförin fer fram að Dalvíkurkirkju laugardaginn 28. júní
kl. 2 e.h.
Fyrir hönd vandamanna.
Brjánn Guðjónsson.
Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim, sem glöddu
migmeð heimsóknum, skeytum og gjöfum á áttatíu
ára afmœli mínu þann 13. júní sl.
Guð blessi ykkur öll.
AGNEA TRYGGVADÓTTIR.
Húsbyggjendur
athugið
Höfum til leigu: steypuhrærivélar — borvélar —
vélsagir — pússivélar — snittvél — rafmagnsmúr-
brjót — brettaskífur — hjólbörur.
Geymið auglýsinguna.
Áhalda- og vélaleigan,
Hafnarstræti 19, sími 24838.
Rússneskar
samvinnuvörur
Rúsínur í lausu
Hunang í glösum
Sultur í glösum
KJORBUÐIR