Dagur - 26.06.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 26.06.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur. Akureyri, fimmtudagur 26. júní 1980 45. tölublað Norðurland Tæplega 23 þús- und kjósendur Á kjörskrá við forsetakosning- amar, sem fram fara á sunnu- dag, verða um 146.900 manns á öllu landinu. Á Norðurlandi eystra eru kjósendur um 15.900 talsins og á Norðurlandi vestra um 6.700. í Norðurlandskjör- dæmi eystra verða samtals 43 kjördeildir, þar af 8 á Akureyri, allar í Oddeyrarskólanum. í Þurrka þorsk- hausa í Reykjadal Á Laugum í Reykjadal hefur tekið til starfa nýtt fyrirtæki sem nefnist Stokkfiskur. Það er Þorsteinn Ingason frá Kárhóli sem starfrækir fyrir- tækið og eru þarna sex menn í vinnu. Þeir kaupa þorsk- hausa, þurrka þá og selja til Nígeríu. Þorskhausarnir koma víða að, aðallega frá Húsavík og Akureyri. Stokk- fiskur fór af stað fyrir um hálfum mánuði og eins og stendur er markaðurinn í Nígeríu mjög mikill. Þetta fyrirtæki hefur gengið vel og lofar mjög góðu. Norðurlandskjördæmi vestra verða kjördeildir alls 35, en þeim hefur fækkað um 3 frá síðustu alþingiskosningum, þ.e. úr fjór- um í eina í Akrahreppi. Á Akureyri eru kjósendur á kjörskrá um 8.270, 1.460 á Húsavík, 780 á Dalvík, 710 á Ölafsfirði, 1.370 á Siglufirði og 1.320 á Sauðárkróki. I Eyjafjarðarsýslu eru kjósendur um 1.660, 1.870 í S-Þingeyjarsýslu, 1.150 í N-Þingeyjarsýshi, 1.460 í Skagafjarðarsýslu, 1.580 í A-Hún- vatnssýslu og 990 í V-Húnavatns- sýslu. Á kjörskrá á Norðurlandi eru því samtals um 22.600 kjósendur. Kjörfundir hefjast klukkan 9 að morgni sunnudagsins í öllum stærri bæjum, en klukkan 10 i minni kjördeildunum. Kjörfundur má standa til klukkan 23 og verður svo á öllum stærri kjörstöðum, en það er á valdi hverrar kjörstjórnar fyrir sig, hversu lengi kjörfundir standa og verður það auglýst á hverjum stað. Talning hefst þegar að loknum kjörfundi, þegar gögn hafa borist frá kjördeildunum. Ákveðið hefur verið að kosningaútvarp verði í gangi, þar til talningu er lokið, það er alla nóttina og eitthvað fram á mánudag, ef að líkum lætur. Sjón- varpið verður einnig með kosn- ingadagskrá og ræðst það af að- stæðum, hvenær því lýkur. Starfsmenn við vinnu f Niðursuðu K. Jónssonar í gær. Mynd: á.þ. Óska aðstoðar bæjarins Hálfgert neyðarkall barst fundi bæjarstjórnar Akureyrar á þriðju- dag frá forráðamönnum niðursuðu- verksmiðju K. Jónssonar & Co., en þá um daginn voru þeir á fundi með framkvæmdsjóði í Reykjavík. Er- indið var á þá leið, að þar sem fyr- irsjáanleg væri rekstrarstöðvun og vegna þess, að eigin tilraunir til að leysa vandann höfðu ekki borið þann árangur, sem þeir höfðu vænst, var þess óskað að bæjar- stjórn tæki málefni fyrirtækisins til umræðu á fundinum og að skipuð yrði nefnd af hálfu bæjarins til að vinna með forráðamönnum fyrir- tækisins og gera tillögur um framtíð þess. Þar sem þessi óvenjulega beiðni um rekstrarráðgjöf, ef svo mætti kalla erindið, bar nokkuð brátt að, var málið ekki rætt á fundinum, en bæjarstjórn samþykkti að kjósa fimm manna nefnd, sem ásamt bæjarstjóra, skyldi ræða við full- trúa fyrirtækisins um erfiðleika þá, sem það á nú við að glíma. f nefndinni eiga sæti Ingólfur Árna- son, Páll Hlöðversson, SigurðurÓli Brynjólfsson, Sigurður Sigurðsson og Þorvaldur Jónsson. Fyrsti við- ræðufundurinn var ráðgerður þeg- ar í gær eða í dag. Heyrst hefur að fyrirtækið vanti allt að hálfum milljarði til að geta haldið rekstrinum áfram og í við- ræðum við fulltrúa framkvæmda- sjóðs og fleiri aðila mun hafa kom- ið fram, að ekki yrði um frekari fyrirgreiðslur að ræða, nema fleiri aðilar kæmu inn í fyrirtækið. Mun hugmyndin um, að bærinn komi inn í myndina, hafa komið frá for- ráðamönnum sjóðsins. Fyrir eigi alls löngu var fyrir- tækið auglýst til sölu, en ekkert mun hafa komið bitastætt út úr því. Hjá fyrirtækinu hafa starfað um 100 manns. Sjá baksíðu. 11 aiiiujuuviiuui ui ivji ^iaivjui ^ ALBERT GUÐMUNDSSON er fæddur í Reykjavík 5. október 1923. Hann brautskráðist frá Samvinnuskólanum 1944, lauk prófi í verslunarfræðum í Glasgow 1946 og stundaði framhaldsnám í London. Eftir meira en áratug í at- vinnumennsku í knattspyrnu, (varð fyrsti j atvinnumaður Norðurlanda í Bretlandi, I Frakklandi og Ítalíu) sneri hattn heim árið 1956 og stofnaði hcildvcrslun. Hatin hefur verið formaður og í stjóm ýmissa íþrótta- félaga og verið formaður Alliance Franc- aise í fjölda ára. Hann er umboðsræðis- maður Frakklands í Hafnarfirði og ræð- ismaður í Reykjavík. Hann var formaður K.S.I. frá 1968 til 1974, hefur átt sæti í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1970 og tók sæti á Alþingi sem þingmaður Reykvík- inga árið 1974. Albert er kvæntur Bryn- hildi Jóhannsdóttur og eiga þau þrjú börn. GUÐLAUGUR ÞORVALDS- SON fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík árið 1924. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. 1944, prófi í við- skiptafræðum fra H.í. 1950og hefur síðan gengt mörgum trúnaðarslörfum. Meðal starfa hans má nefnu að hann vann á Hagstofu Islands i 15 ár. var ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu frá 1963. þar til hann var kosinn rektor Háskóla Islands 1973. Því embættí gégndi hann til sl. haústs, er hann var skipaður ríkissátta- semjari. Guðlaugur hefur einnig tekið að sér fjölþætt aukastörf, m.a. við blaða- mennsku, kennslu, nefndastörf og fleira. Hefur átt sæti í flestum stærri sáttanefnd- um frá 1971. Hann er kvæntur Kristínu H. Kristinsdóttur. Þau eignuðust fjóra syni, en einn þeirra er látinn. PÉTUR THORSTEINSSON er fæddur í Reykjavík 7. nóvember 1917. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. 1937, prófi í viðskiptafræði frá H.f. 1941 og í lögfræði 1944. Pétui var skipaður sendi- herra i Son étrikjunuai 1953 og þar starl'a.ti hann þar til hann varðsendiherra íslands 1 Bonn 1961. Ári síðar varð hann sendiherra i Paris og jafnframt fastafulltrúi Islands i ráði Atlantshafsbandaiagsins, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, Menningar* málastofnunar S.Þ. og árin 1963-1965 var hann jafnframt sendiherra hjá Efnahags- bandalagi Evrópu. Sendiherra í Washington 1965-1969 er hann varð ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu næstu sjö árin og jafnframt ritari utanrík- ismálanefndar Alþingis. Eiginkona hans er Oddný Thorsteinsson og eiga þau þrjá syni. VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR er fædd í Reykjavík 15. apríl 1930. Hún lauk stúdentsprófi frá M.R. 1949, stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum (ieikbókmenntum) í Grenoble og Sor- , bonne í París, starfaði í 5 ár sem bóka- vörður og ritstjðri leikskrár í Þjóðleikhús- inu og annaðist blaðakynningar fyrir leikhúsið. Stundaði nám við H.í. í ensku og enskum bókmenntum og uppeldis- og kennslufræðum, tiam við háskóla í Kaup- mannahöfn og Svíþjóð, tók lokapróf í háskólagreinum við H.I. Hóf aftur störf við Þjóðleikhúsið og stundaði kennslu við M.R. og M.H. Starfaði á sumrin í mörg ár hjá Ferðaskrifstofu ríkisins. Síðan 1972 hefur hún verið leikhússtjóri í Iðnó. Tekið virkan þátt í félags- og menningarstarfi. Vigdís á sjö ára gamla kjördóttur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.