Dagur - 26.06.1980, Side 3
VELOUR- PEYSUR
Stærðir: S - M - L 5 litir
bporthu^id
Postsendum
samdægurs
HAFNARSTRÆTI 94
SÍMI 24350
Sérverslun með
tómstundavörur
Fyrr á þessu ári var opnuð ný
verslun að Strandgötu 23. Hér
er um að ræða verslunina
Handverk sem er sérverslun
með tómstundavörur. Býður
verslunin vörur og áhöld til tré-
skurðar, leðurvinnu, muni og liti
til málunar á gler. Einnig hefur
verslunin tágar og bast til
körfugerðar auk ýmiss konar
trésmíðaverkfæra og aukahluta
á borvélar og önnur rafmagns-
handverkfæri.
Handverk er nú að hefja sölu á
Link innréttingaefni frá Noregi, en
það gefur ótal möguleika til inn-
réttinga í herbergi. Þess má geta að
Link plöturnar eru mjög auðveldar
í uppsetningu og í versluninni eru
bæklingar með ýmsum hugmynd-
um. Link-plöturnar eru afgreiddar
í 17 mismunandi stærðum.
Þá selur Handverk gróðurhús og
vermireiti og ýmsa fylgihluti til
gróðurhúsaræktunar. Einnig
verða smærri byggingavörur hom
og lamir svo eitthvað sé nefnt.
Eigandi verslunarinnar er Ragn-
ar Bjarnason. Umsjón með dagleg-
um rekstri og afgreiðslu annast
Kári Ellertsson.
29. júní
KOSNINGASKRIFSTOFA
PÉTURS J. THORSTEINSSONAR
Á AKUREYRI er að
HAFNARSTRÆT1101 (Amarohúsinu).
SÍMAR SKRIFSTOFUNNAR Á KJÖRDAG ERU
25300 — 25301 — 25302 — 25303.
BÍLASÍMI Á KJÖDAG ER 25304.
KOSNINGAKAFFI VERÐUR SELT AÐ HÓTEL K.E.A.
KL. 14.00 TIL KL. 21.00 KJÖRDAG.
SJÁLFBOÐALIÐAR ÓSKAST TIL STARFA Á KJÖRDAG,
EINNIG BIFREIÐAR TIL AKSTURS.
FRAMLÖGUM í KOSNINGASJÓÐ VEITT MÓTTAKA
Á SKRIFSTOFUNNI.
NÚ FYLKIR FÓLKIÐ SÉR UM
PÉTUR J. THORSTEINSSON,
REYNSLU HANS OG ÞEKKINGU.
Goðakvartettinn:
„Bak við
tjöldin“
Út er komin ný hljómplata með
„GOÐAKVARTETTINUM“ í
Suður-Þingeyjarsýslu.
Kvartettinn gefur nú í fyrsta sinn
út sjálfstæða hljómplötu en hefir
áður átt lög á plötum karlakórsins
Goða. Á plötunni sem ber heitið
„BAK VIÐ TJÖLDIN“ eru 12 lög
öll erlend við íslenska texta Viktors
A. Guðlaugssonar. Stjórnandi
kvartettsins er Robert Bezdek, sem
er tékkneskur tónlistarmaður, sem
um nokkurt skeið hefir starfað sem
tónlistarkennari við tónlistardeild
Stórutjarnaskóla, S.-Þing., en hann
hefir jafnframt útsett öll lögin.
Kvartettinn skipa Viktor A.
Guðlaugsson 1. tenór, Pétur Þórar-
insson 2. tenór, Helgi R. Einarsson
1. bassi og Robert Bezdek 2. bassi.
Með Goðakvartettinum leika
nokkrir kunnir hljóðfæraleikarar.
Fálkinn h.f. sér um dreifingu plöt-
unnar, en útgefandi er Goðakvart-
ettinn.
Eigum fyrirliggjandi
mjög fjölbreytt úrval af
bifreiðaviðtækjum með
og án kassettu. Einnig
stök segulbandstæki,
loftnet, hátalara og ann-
að efni tilheyrandi.
fsetning samdægurs.
Mvjmmm
\J Slmi (96)23626 Glerárgötu 32 Akureyri fj
Alltaf eitthvað
nýtt!
Dömukjólar, blússur
og pils.
Æfingagallar.
Gallabuxur.
Flauelsbuxur.
Vesti, peysur, stutt-
ermabolir.
Dömujakkar.
Stakkar á börn og
fullorðna.
Dömubikini.
Handklæði.
Klæðaverslun
Sig. Guðmunds-
sonar
Afram verður unnið við
grjótvarnargarðinn
Kópaskeri 16. júnl.
Hreppsfélaginu hefur tekist að
útvega 35 miiljónir króna að láni
vegna byggingar grjótvarnar-
garðsins. Því verður ekki hætt
vinnu við hann, enda hefði það
þýtt mikið óhagræði og tví-
verknað. Garðurinn hefði orðið
að ástæðulausu mikið dýrari en
nauðsyn bar til.
Þetta fé gerir okkur vonandi
kleift að komast langleiðina með
garðinn. Áætlað var að hann yrði
20 þúsund rúmmetrar fullbúinn og
þegar verkinu lýkur í ár, sem verð-
ur um mánaðamótin, ætti garður-
inn að vera kominn hátt í 300
metra. Ef umrætt fjármagn hefði
ekki fengist nú hefði næsta sumar
þurft að rífa framan af garðinum
og aka því hluta af honum á iand á
ný! Þetta ásamt þeirra staðreynd að
það er mjög dýrt að flytja tækin á
milli, varð til þess að íbúarnir fóru
þess á leit við yfirvöld að þau sæju
að sér og reyndu að spara. Ó. F.
Gerist áskrifendur . sími: 24167
sterku oíaoi noroan lands DAGUR
>
DAGUR.3