Dagur - 26.06.1980, Page 4

Dagur - 26.06.1980, Page 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Hólar r I Hjaltadal Nú hiilir undir bjartari daga á Hól- um í Hjaltadal. Fyrir skömmu var tekin fyrsta skóflustungan að Laxeldisstöð þeirri sem Hólalax h/f er að reisa í Hjaltadal. Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra tók fyrstu skólfustunguna að stöðinni, sem er við Hjaltadalsá undan Hofi, um 2,3 kílómetra fyrir innan Hóla. Það er vart of djúpt í árina tekið að segja að laxeldisstöðin boði nýja tíma fyrir Hólastað, en ætlun- in er að fiskeldisfræði verði hluti búnaðarnáms í Hólaskóla í fram- tíðinni. Það leikur enginn vafi á að fiskeldi á eftir að verða þýðingar- mikill þáttur í þjóðarbúskap okkar íslendinga. Það er því gleðiefni að skólayfirvöld á Hólum hafi í hyggju að kenna fiskeldisfræði á þeim stað, sem skipar svo veg- legan sess í norðlenskri sögu. Ef vel tekst til má alveg eins ætla að Hólar í Hjaltadal verði miðstöð náms í fiskeldi á íslandi. Tildrög þess að fyrirtækið Hólalax var stofnað má rekja allt aftur til ársins 1972. Þá var fyrsti fundurinn haldinn að Sólvangi og á þeim fundi var kosin nefnd. Eig- endur Hólalax h/f eru fjölmargir — veiðifélög á Norðurlandi vestra, ríkissjóður og áhugamenn um fiskirækt. I þessu sambandi er rétt að geta Gísla á Hofi í Vatnsdal. Hann er formaður fálagsins og jafnframt formaður skólanefndar. Það er samdóma álit þeirra sem tóku til máls daginn fagra sem fyrsta skóflustungan var tekin að þáttur Gísla væri umtalsverður og yrði hans ætíð minnst þegar um stofnun félagsins væri rætt. Saga fiskeldis hér á landi er mjög stutt. Þar til fyrir rúmum tveimur tugum ára voru tilraunir í þessa átt fremur fálmkenndar. Einar Hannesson, hjá Veiðimála- stofnun, segir í grein í Frey að fyrir þann tíma hafi verið gerðar til- raunir með eldi á laxi og silungi en í smáum stíl. í því sambandi megi helst geta um fóðrun á silungi, sem tveir bændur í Kelduhverfi framkvæmdu á árunum 1942 til 1946. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og ef við l'slendingar berum gæfu til að þróa fiskeldi áfram og gera að mikilvægri at- vinnugrein munu hundruð lands- manna fá atvinnu við hana í fram- tíðinni. Ef að líkum lætur munu Hólar í Hjaltadal eiga stóran þátt í ef vei tekst til. ------+--------- Sigurður Anton Friðþjófsson Minningarorð Hinn 3. þ.m. andaðist í Reykjavík Sigurður Anton Friðþjófsson. Andlát hans bar að með skyndileg- um hætti og kom öllum á óvart. Hann var borinn til grafar í Akur- eyrarkirkjugarði hinn 13. þ.m. Anton — en undir því nafni gekk hann jafnan — var fæddur í Selvík á Árskógströnd hinn 4. ágúst 1942 og var því tæpra 38 ára er hann lézt. Hann var sonur hjónanna Nönnu Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Selá og Friðþjófs ísfelds Gunnlaugs- sonar, skipstjóra, sem þá bjuggu ásamt foreldrum Nönnu í Selvík. Nanna lézt er Anton var á öðru ári og má getum að því leiða hvert áfall það hefur verið eiginmanni og drengjunum tveim, Vigni á þriðja og Antoni á öðru ári, einmitt þeim aldri, sem barnið þarfnast mestrar umhyggju og umönnunar og er e.t.v. viðkvæmasta aldursskeiðið og bezt fallið til mótunar barnsins og viðhorfa þess til umhverfis síns og lífsins alls. Eftir lát móðurinnar var drengjunum komið fyrir í umsjá Sveinbjargar Árnadóttur um skeið, sem annaðist þá af mikilli alúð. Áður en langt leið kvæntist Friðþjófur aftur, Steinunni Kon- ráðsdóttur, og stofnuðu þau heimili á Akureyri í sambýli við foreldra Steinunnar sem þá bjuggu á Norð- urpól en síðar byggðu Steinunn og Friðþjófur hús að Hamarsstíg 33 þar sem þau búa enn. Steinunn gekk drengjunum í móður stað — að svo miklu leyti sem það er hægt — og uxu þeir upp við bezta atlæti hjá föður sínum og stjúpmóður og nutu einnig umhyggju eldri hjón- anna, foreldra Steinunnar, enda urðu drengirnir þeim mjög kærir. Á heimilinu var vísna- og ljóðagerð mjög í heiðri höfð og tengdafeðg- arnir báðir sérstaklega hneigðir til slíkra iðkana. Þykir mér v'st að Anton hafi snemma orðið fyrir áhrifum þaðan sem ýtt hafi \ ndir meðfædda skáldgáfu sem í ljós kom síðar. Á ungum aldri fór Anton til sumardvalar að Hafralæk í Aðaldal til hjónanna Kristínar Eiríksdóttur og Þórhalls Andréssonar og þótt ætlunin væri í upphafi að hann yrði þar aðeins að sumrinu fór það svo, vegna þess hve vel honum féll vist- in og hversu kært var með honum og þeim hjónum, að hann dvaldist þar um 6 ára skeið og lauk barna- skólanámi þar í sveitinni. Þaðan fermdist hann og þaðan fór hann til náms í héraðsskólann á Laugum. Dvölin á Hafralæk var honum ætíð hugstæð og atlæti var allt eins og bezt varð á kosið. Að loknu námi á Laugum sneri Anton sér að sjó- mennsku og stundaði hana síðan að mestu til æviloka. Hófst sjó- mannsferill hans á síldveiðum með föður sínum, síðar á ýmsum fiski- skipum, m.a. starfaði hann lengi á togurum Útgerðarfélags Akureyr- inga h.f. og gegndi þar ýmist há- seta- eða matsveinsstarfi. Stundum gerði Anton nokkur hlé á sjó- mennskunni og vann þá ýmis störf í landi. Var hann þekktur að atorku og dugnaði í störfum sínum bæði á sjó og landi og auk þess sem hann var mikill atorku- og röskleika- Gísli J. Guðmann F. 16.12. 1927-D. 9.6. 1980 Þegar ég frétti lát vinar míns Gísla Guðmanns varð mér hverft við, það var erfitt að trúa því að hann væri allur og hans fengi ekki lengur notið við. Ég hitti hann fáum kvöldum áður, í kjallaranum á Skarði. Þar var gott að koma, þar ægði saman mörgu sem Gísla var svo nauðsynlegt að hafa í kringum sig, trönum með nýjum og eldri myndum, litum á borðum, pensl- um og dollum, pappír og striga, til- búnu efni í mörg verk og öllu var þó skipulega raðað. Skyssur af höggmyndum og málverkum voru upp um veggi og nokkrar litlar höggmyndir prýddu kjallarann, fá- einar bækur, útvarp, svefnbekkur, nokkrir trékassar og stólkollur og síðast en ekki síst málverk, nýjar og eldri myndir vel staðsettar svo þær yrðu ekki fyrir hnjaski. Auk alls þessa voru i kjallaranum gamlir hlutir, sem minntu á búskapinn frá fyrri árum. Þettakvöld skoðuðum við saman nokkrar ófullgerðar olíumyndir og Gísli fræddi mig um þá miklu undirbúningsvinnu, sem hann lagði jafnan af mörkum, og sýndi mér og kenndi, sína aðferð við olíumálun. Upphaf málverks er hugmynd, sem skýtur upp í.huga listamanns- ins. í fyrstu er hún harla ófullkom- in, eins og flestir aðrir upprunalegir hlutir. Hún þarf tíma til að þróast og þroskast og að lokum birtist hún sem skýr hugsun og það er ekki fyrr en þráðurinn hefur verið rakinn svo langt, að vinnan að mála getur byrjað, og þá er að hlaða myndina eða skúlptúrinn og ef ákveðnum grundvallarreglum er ekki fylgt, gæti svo farið að myndbyggingin léki á reiðiskjálfi og hryndi fyrr en seinna. Gísli var alltaf að þroskast, flan- aði ekki að neinu, var athugull og skoðaði fyrirmyndir vel. Það var auðheyrt, þegar Gísli ræddi mynd- list, að hann talaði af þekkingu og reynslu. Mitt er ekki að fjalla um myndverk Gísla en ég er sann- færður um það að ef allar hans bestu myndir væru samankomnar, yrði sú sýning í ágætum gæða- flokki. Gísli markaði sitt spor í stutta myndlistarsögu Akureyrar. En einhvern veginn fór það nú samt svo að vegna lítillætis þá hlaut hann ekki þá umfjöllun sem hann átti skilið í dagblöðum og viku- blöðum, sem hellast þó inn á heimili landsmanna í stríðum straumum. Einkasýningarnar urðu 5 eða 6 og hann tók þátt í fjölda samsýninga. Hann var útsjónar- samur við upphengingu sýninga og nutu margir þar aðstoðar hans og leiðsagnar. Akureyri yrði enn fallegri bær ef Menningarsjóður sæi sóma sinn í því að kaupa og staðsetja eins og einn skúlptúra hans á áberandi stað í bænum. Brjóstmyndir hans vöktu og at- hygli vegna kunnáttu og næmleiks Gísla að töfra fram svip þess er hann mótaði. Það er gremjulegt að hann skyldi ekki hafa fengið fleiri verkefni á því sviði en honum bár- ust. Gísli var áhugamaður um margt og það var ekki myndlistin sem gleypti allar hans frístundir, hann var ágætur esperantisti og átti gott safn bóka á esperanto. Stúdent var hann frá M.A., nam myndlist í þýskum bréfaskóla og stundaði í mörg ár námskeið í höggmyndalist, var vel að sér í búfræði og ræktun- armálum svo eitthvað sé upp talið. En kallið kom svo óvænt, það var svo mörgu ólokið, hann ræddi stundum um dauðann eins og hann grunaði að hverju stefndi og nú var sigið að sólarfalli og hinn dulráði blær andaði senn um enni. Sjúkdómurinn, sem hann hafði gengið með svo lengi og oft lagst svo þungt á hann, hafði að lokum yfirhöndina. En myndir sem hann skildi eftir geyma okkur manninn. „Skamma stund mun ég hvíla í faðmi vindanna og síðan verða endurborinn af nýrri móður. . . og hvað er að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið." Ástvinum, ágætri eiginkonu og bömum sendi ég innilegar samúðarkveðjur með þakklæti fyr- ir margar ánægjustundir á heimili þeirra. Valgarður Stefánsson. f Við andlát Gísla Guðmanns langar mig að minnast hans með örfáum orðum. Leiðir okkar lágu saman gegnum esperantohreyfinguna og kynni okkar urðu fyrst og fremst á því sviði. Gísli fékk ungur brennandi áhuga á alþjóðatungunni og sá áhugi entist honum alla æfi. Það er stundum sagt bæði í gamni og al- vöru að esperanto sé tungumál fyrir „stranguloj kaj idealistoj" — sérkennilegt fólk og hugsjóna- menn. Og það er víst að friðar og bræðralagshugsjónin sem tengd er esperantohreyfingunni var honum mikils virði. Gísli var líka sér- kennilegur og svipmikill maður og eftirminnilegur þeim sem honum kynntust. Hann eignaðist með árunum mjög gott safn esperantobóka og skrifaðist á við fjölda fólks um all- an heim á því máli. Þegar stofnað var esperantofélag á Akureyri kom hann strax til starfa. Hann reyndist þar í engu hálfur og hreif menn með áhuga sínum. Síðasta verk hans í þágu esperantohreyfingarinnar var að maður var hann vinsæll af félögum sínum. Ég gat þess hér að framan að Anton hefði hneigzt til skáldskap- ariðju. Bar snemma á því að hann fengist við vísnagerð og jókst það með aldri og þroska svo að segja má að hann hafi verið vel liðtækur á því sviði, og ljóðabók hans, Næt- urljóð, kom út árið 1965. Sýnir sú bók að þar var á ferðinni gott skáldefni og líklegt til stærri átaka síðar, en ekki entist honum aldur til að gefa út aðra bók þótt nægilegt efni í hana muni vera fyrir hendi. Bók sína tileinkaði Anton fóstru sinni á Hafralæk og í bókinni eru einnig kvæði til þeirra hjónanna, sem beravott um þann hug, sem hann bar til þeirra fyrir fóstrið. Anton var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Lilja Helgadóttir og áttu þau eina dóttur barna. Þau slitu samvistum. Síðari kona hans var Bylgja Aðalsteinsdóttir og áttu þau tvo drengi. Þau slitu einnig samvistum. Skömmu fyrir andlátið hafði Anton heitbundizt Hafþóru Bergsteinsdóttur í Reykjavík, en fyrir þeim átti ekki heldur að liggja löng samvist. Þetta eru helztu staðreyndir um líf Antons en sagan er þó aðeins hálfsögð. Eftir er sagan um við- kvæman, listhneigðan, greindan, glaðværan og aðlaðandi ungan mann, sem lendir snemma í seið- andi hringiðu lífsins og baráttu hans í þeirri hringiðu, sem ýmist sogar niður eða skilar upp á yfir- borðið. Á hann kalla raddir úr koma, að mestu leyti einn, upp sýningu esperantobóka á Amts- bókasafninu nú í vor. Smekkvísi og listamannshæfileikar hans komu þar að góðum notum. Esperantohreyfingin hér mátti illa við að missa Gísla og við mun- um öll sakna hans úr hópnum. Magnús Asmundsson. Ý Gísli Guðmann fæddist á Akureyri 16. desember 1927, en lát hans bar að 9. júní 1980. Foreldrar Gísla voru Jón Gísla- son Guðmann og Guðlaug ísaks- dóttir Guðmann. Þau stunduðu búskap að Skarði við Akureyri en áttu áður heima í Oddagötu. Systkinin voru þrjú, tvíbura- bræðurnir Gísli og ísak og svo Rebekka árinu yngri. Auk þess voru lengi á heimilinu systursynir Guðlaugar þeir Kristján ísaks Valdimarsson og bróðir hans Elvar Valdimarsson. Eftir barnaskólann fór Gísli i Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi 1949. Svo fór hann ásamt ísak, tvíburabróður sínum, eitt ár til náms í land- búnaðarfræðum í Danmörku. Var síðan við bústörf að Skarði hjá for- eldrum sínum. Veturinn 1957-58 var hann kennari við barnaskólann á Dalvík, en hvarf svo aftur að bú- inu á Skarði þegar faðir hans féll frá 1958. Árið 1954kvæntistGísliStefaníu Jóhannsdóttur Guðmann, sem lifir mann sinn. Eftir lát Jóns Guðmann voru þau í félagsbúi við Guðlaugu ekkju hans í tvö ár, en tóku þá við búsforráðum að Skarði. Guðlaug bjó hjá þeim meðan hún lifði, en hún lést 1969. Gísli og Stefanía eignuðust fjögur mannvænleg börn. Þau eru: Helga f. 1955, gift Baldvini Ólafssyni, Jóhanna Sigrún f. 1959, Elísabet f. 1962 og Einar Jón f. 1966. Þegar búið á Skarði var lagt nið- ur, hóf Gísli störf við sútunarverk- smiðju SÍS á Akureyri og var þar við verkstjórn á þriðja ár eða þar til hann kenndi þess sjúkdóms sem dró hann að lokum til dauða. Hann hætti þá störfum við verksmiðjuna vegna heilsubrests. Eftir það starf- aði hann við að ala upp garðplönt- 4.DAGUR ýmsum áttum, lokkandi og laðandi, illar og góðar, og leitast við að æra ungmennið, og ef viðnám er ekki veitt eða hlustum lokað fyrir sum- um slíkra radda getur illa farið. Því ber ekki að neita að Anton lenti í slíkri hringiðu og fékk ekki við ráðið þá hjáguði, miður holla dýrkendum sínum, sem blótaðir eru meira en góðu hófi gegnir hér- lendis á síðari tímum. Þarf sterk bein til að verjast áhrifum þeirra, og ef það tekst ekki, marka þau djúp spor, sem erfitt er að afmá. Anton bar þess merki að hann stóðst ekki þessi áhrif, þótt hann leitaðist við að gera það, og í hon- um bjó ætíð eðlislægur góðvilji sem hans nánustu þekktu, þótt óstöð- ugleiki hans á lífsferðinni yllu þeim mikilli hugraun. Dómharka á hér ekki við, því enginn veit hverjum verður fótaskortur á hinu hála lífs- svelli. Nú er Anton á nýju lífssviði. Megi honum auðnast að rækta þar og þroska sína beztu mannkosti. Ég sendi öllum aðstandendum hans hugheilar samúðarkveðjur. Gísli Konráðsson. Sigurður Anton Friðþjófsson skáld Kveðja frá vini Hratt ber oss helju mót hverfleikans straumur. — Farðu vel, farandskáld. Fullnist þinn draumur. Þú krafðist meir en má manninum veitast. Lagðir allt undir sem unnir þu heitast. Nú munt þú njóta þess. Nú máttu gleðjast. — Þrátt fyrir allt oss er örðugt að kveðjast. ur, sem hann kom til 1 gróðurhúsi og vermireitum. Eru þær nú mörg- um til augnayndis víða um bæinn. Honum lét þetta vel, því að hann var ræktunarmaður að eðlisfari. En sjúkdómurinn setti honum þröngar skorður, því að hann þoldi illa átök. Síðast en ekki síst sneri hann sér fyrir alvöru að listinni, bæði högg- myndalist og málaralist. Mig grun- ar að veraldararður hafi verið lítill af þeirri iðju, en kostnaður mikill, stundirnar líka óteljandi, sem hann varði til þess að reyna að gera alltaf betur. Jónas Jakobsson sagði hon- um til um gerð höggmynda, en Jóhannes Geir, listmálari miðlaði honum af þekkingu sinni á mynd- list. Gísli talaði af mikilli hlýju um þá báða hvert sinn sem tilefni gafst til. Þetta mætti nefna sögu Gísla Guðmann 1 hnotskurn. En mann- lýsinguna vantar, og þá vantar það sem mestu varðar, því að hér var úrvalsmaður á ferð. List Gísla tel ég að hafi ekki enn verið metin að verðleikum. Bæði sem maður og sem listamaður leyndi hann á sér meira en margan grunar. Þungur, innilegur einfald- leiki listar hans vinnur hægar á en glæsileg tækni og hugarflug ann- arra. Jafnvel þrautreyndir listrýn- endur hafa oft farið flatt á því að kveða upp dóma áður en verkin höfðu orkað nógu lengi og nógu djúpt á þá. Þeir sem þekktu Gísla vel vissu að hann reri ekki á grunnmiðin. Maðurinn kom oft á óvart, því að eðlisþættirnir voru margslungnir. Hvern gat grunað 1 fljótu bragði, að þarna færi djúphugull, fjölgáfaður maður fluglæs og talandi á margar erlendar tungur, ensku, þýsku, Norðurlandamál og svo esperanto að auki? Með honum bjó græskulaus kímnigáfa og skemmtileg hnittni, sem engan særði eða meiddi. Hann gat orðið svo undurhýr í augunum og röddin átti sér heitan tón, sem smaug að hjartarótum. Og hvers- vegna var návist hans svona nota- leg? Hvernig stóð á því að þessi viðkvæmi og duli maður, þessi heita, lifandi sál sem varð að sætta sig við sjúkdómsfjötra og marg- háttaðar takmarkanir, virtist hafa sigrast á öfundaráráttunni sem hrjáir fjöldann? Jú -— hann var einfaldlega vaxinn upp úr sjónar- miðum múgsins. Hann þjónaði líf- inu en ekki eigingirninni. Hann hafði lagt niður barnaskapinn sem felst í eftirsókn eftir vindi. í þessu felst stærð mannsins. Hver sem ekki sér þá stærð, sér ekki hina sönnu stærð, heldur er enn á valdi sinnar eigin smæðar. Ekki er maðurinn flíkin, sem hann klæðist, heldur veruleikinn sem hið innra býr. Við sem áttum þess kost að njóta kynna við Gísla, berum í brjósti þakklæti til hans og til konunnar, sem stóð við hlið hans 1 blíðu og stríðu. Fylgi blessun þeim og þeirra niðjum í þessum heimi og öðrum. Ulfur Ragnarsson, lœknir. Gísli J. Guðmann Kveðja Vor takmörk vér skynjum i limans nið, hér tefja ei dagar né ár. Að morgni nam Gísli hans kunna klið, um kvöldið hann liðinn var nár. Ég minnist þin vinur, þín mynd er Ijós, þú munstraðir listvef þinn einn, og lést hvorki trufia þig lasl né hrós í leit þinni stóðst jafnan beinn. Ei glöplu þig annir, þó gekkst á vit þeim gróðri, sem lifði þér hjá. t leirinn þú mótaðir línurit sem lýsir vel reisn þinni og þrá. Þú tjáðir i listformi lakmark hátt, þó torveld oft reynist sú braut. A ð frœkorni hlúðir, sem fannstu smátt. þess frjómáttar andi þinn naut. Þin œvibraut iá yfir laut og hól i leyndum var baráttan hörð og hljóðlega kvaddir i sumarsól er signdi þig iðjagrœn jörð. Vinur. Grasvöllurinn á mánudagskvöldið: Fyrsti lands- leikurinn! fsland gegn Færeyjum Á mánudaginn 30. júní verður fyrsti landsleikur i knattspyrnu sem háður hefur verið á Akureyri. Þá eigast við íslendingar og frændur okkar Færey- ingar. Þetta er A-landsleik- ur og munu fslendingar stilla upp sínu sterkasta liði. Færeyingar hafa eflst mjög á knattspyrnusviðinu undanfarin ár, og verða því til alls líklegir. Fyrir leikinn mun Lúðrasveit Akureyrar leika létt lög fyrir vallar- gesti, og er búist við að sannkölluð landsleikja- stemning muni ríkja á vell- inum. Þessi lcikur er liður í þriggja landa keppni í knattspyrnu milli fslend- inga, Færeyinga og Græn- lendinga. 2. júlí kl. 20.00 leika síðan á Sauðárkróks- velli, Færeyingar og Græn- lendingar, og 4. júlí leika fslendingar og Grænlend- ingar á Húsavíkurvelli. Olympíufarar Ólympiuleikar fatlaðra standa nú yfir í Hollandi og eru þar margir keppendur frá fslandi. Meðal keppenda eru þrír frá íþróttafélagi fatlaðra á Akur- eyri. Það eru Snæbjörn Þórðar- son, Sigurrós Karlsdóttir og Guðmundur Gíslason. Þá er Magnús Ólafsson sjúkraþjálfari einn af fararstjórum þátttak- enda. Blaðið mun birta úrslit af leikjunum, og afrekum Akur- eyringanna jafnóðum og þau berast. Þorsteinn Hjaltason hlaut tækniverðlaun Júdósambandsins Tækniverðlaun Júdósambands fslands voru veitt nýlega. í unglingaflokki hlaut þau Þor- steinn Hjaltason, sem orðinn er Akureyringum að góðu kunnur sem lang efnilegasti júdómaður landsins. Er ekki ofsögum sagt að frami hans í íþróttinni hafi verið með ólíkindum. Á ferli sínum sem keppnismaður í júdó hefur hann náð þeim einstæða árangri að vinna um 85% af glímum sínum á ippon (þ.e. fullnaðarsigur, 10 stig). Þorsteinn hlýtur nú tækni- verðlaun JSÍ í annað sinn og hefur slíkt ekki skeð áður í sögu þessara verðlauna að þau hafi fallið sama manni tvisvar i skaut. Staðan í annarri deild Að fimm umferðum loknum af átján í annarri dcild í knattspyrnu er staðan þessi: 1. Þór 5 4 0 1 12-4 8 stig 2. KA 5 3 1 1 10-4 7 stig' 3. ísafjörður 5 3 1 1 12-9 7 stig 4. Haukar 5 3 1 1 11-10 7 stig 5. Völsungur 5 3 0 2 7-5 6 stig 6. Fylkir 5 2 1 2 9-14 5 stig 7. Þróttur 5 2 0 3 8-12 4 stig 8. Ármann 5 1 1 3 6-10 3 stig 9. Selfoss 5 1 1 3 6-12 3 stig 10. Austri . 5 0 0 5 4-15 0 stig Mörkin Þórsarar hafa verið iðnari en KA að skora mörk í þeim leikjum sem búnir eru. Þór hefur gert 12 mörk en fengið á sig 4. Mörk Þórs hafa sex leikmenn gert og er Óskar Gunnarsson markahæstur þeirra með 6 mörk. Þá kemur Guðmundur Skarphéðinsson með 2, og 1 hafa skorað Rúnar Steingrímsson, Haf- þór Helgason, Nói Björnsson og Árni Stefánsson og var það úr víti. KA hefur gert 10 mörk, en fengið á sig 4 eins og Þórsarar. Hjá KA er aðeins einn mark- maður, en hjá Þór verja þrír markið til skiptis. Mörk KA hafa sjö leikmenn gert, og er Jóhann Jakobsson markhæstur hjá þeim með 3. Þá kemur Óskar Ingimundarson með 2, og 1 hafa gert Gunnar Gíslason, Elmar Geirsson, Gunnar Blöndal, Ásbjörn Bjömsson og Eyjólfur Ágústs- son úr víti. Næstu leikir % Samkvæmt mótaskrá KSÍ eru næstu leikir hér á Norð- austurlandi sem hér segir: 0 ! kvöld, fimmtudag, leika á Laugalandsvelli, Árroðinn og HSÞ í 3. deild og hefst leikurinn kl. 20.00. 0 Föstudagskvöld kl. 20 leika á grasvellinum á Akureyri Þór og Þróttur frá Neskaupstað. Undanfarin ár hefur Þórsurum gengið illa með Þróttara, og getur því orðið um spennandi viðureign að ræða. % Sama kvöld og á sama tíma leika á Selfossvelli Sel- fyssingar og KA. Þórsarar unnu fyrir skömmu sannfærandi sigur á Selfyssingum, og verður KA því að teljast líklegra til sigurs í leiknum. Q Á laugardaginn kl. 15.00 leika á Húsavíkurvelli Völsung- ar og Haukar. Þetta eru áþekk iið og verður eflaust ekkert gef- ið eftir. Völsungar eru erfiðir heim að sækja og hafa átt góða leiki í vor, og er þeim spáð sigri. 0 Sama dag leika á Greni- víkurvelli í 3. deild, Magni og Siglfirðingar og hefst sá leikur kl. 16.00. Á sama tfma leika einnig i þriðju deild á Árskógs- velli, Reynir og Dagsbrún. DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.