Dagur - 26.06.1980, Side 8

Dagur - 26.06.1980, Side 8
DAGUR Akureyri, fimmtudagur 26. júní 1980 MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Kristján Jóhannsson, akur- eyrski tenórinn góðkunni, hefur heldur betur slegið í gegn í útlandinu. Hann hefur nýveriö tekið þátt í tveimur söngkeppnum á Ítalíu og komist í úrslit í báðum. Kristján er meðal 10 sem komust í úrslit svokallaðrar Verdi-söngkeppni, þar sem voru 117 þátttakendur frá 32 löndum. Einnig tók hann þátt í keppni 340 ljóðasöngvara, sem haldin er til minningar um Maríu Callas, og þar komst hann einnig í úrslit. Úrslita- keppnin verður á ekki ómerkari stað, en í Scala-óperunni. Burtséð frá því, hver endan- leg úrslit þessara tveggja keppna verða, þá er þetta frá- bær árangur hjá Kristjáni Jó- hannssyni. Guðlaug Jóhannsdóttir. ERFITT AÐ FÁ VINNU EF K. JÓNSSON LOKAR „Ef Niðursuðuverksmiðjan lok- ast er Ijóst að um 100 manns verða atvinnulausir. Ég veit ekki til þess að nokkur vinnustaður hér á Akureyri myndi geta tekið á móti því fólki sem hér vinnur,“ sagði Guðlaug Jóhannsdóttir trúnaðarmaður verkafólks í Niðursuðuverksmiðju K. Jóns- sonar & Co. „Sem dæmi get ég nefnt að mjög margir eru á bið- lista hjá frystihúsinu svo það gæti ekki tekið við neinum.“ Flestir starfsmanna verk- smiðjunnar eru einnig hús- mæður, en að auki fær töluvert af skólafólki vinnu yfir sumarið. Meirihluti húsmæðranna vinn- ur hálfan daginn. Fæstar geta unnið heilsdagsstarf og sagði Guðlaug að illt væri fyrir þær að fá hálfsdagsstörf annars- staðar. Malbikunarstöð in komin í gang Starfsmenn Akureyrarbæjar hafa lokið uppsetningu á nýju malbikunarstöðinni og eru þessa dagana að reyna hana. Fyrsta malbikið var framleitt sl. mánudag. Ef að Iíkum lætur mun allri undirbúningsvinnu verða lokið fyrir helgi og fram- leiðsla getur þá hafist af fullum krafti. Stefán Stefánsson, bæjarverk- fræðingur, sagði í samtali við blað- ið að nýja stöðin gæti framleitt um 30 til 35 tonn á klukkustund, en sú gamla gat afkastað um 20 til 25 tonnum. Hún var orðin 15 ára gömul og sagði Stefán að rekstrar- öryggi hennar hefði verið lítið. „Við getum lagt út næstum helmingi meira en nemur fram- leiðslunni. Aukin framleiðsla á malbiki styttir útlagningartímann og kostnaður við mannahald í stöðinni verður minni,“ sagði Stef- án. Heimildarkostnaður vegna kaupa á stöðinni er á bilinu 130 til 150 milljónir króna. Stöðin er dönsk, af sömu gerð og malbikun- arstöð Reykjavíkurborgar. Veg hefill ýtir upp Ægisgötunni, en þar verður malbikað i sumar. BORAÐ EFTIR HEITU VATNI HJÁ RAUFARHÖFN: „ÞESSIHOLA RÆÐUR URSLITUM t í segir Kristján Sæmundsson, „Við höfum fengið fjárframlag til rannsóknarborunar við Rauf- arhöfn og verður líklega hafist handa síðar í sumar, en það fer nokkuð eftir verkefnum bors- ins,“ sagði Kristján Sæmunds- son jarðfræðingur hjá Orku- stofnun í samtali við Dag. Kristján sagði að skammt frá kauptúninu væru gamlar og ónot- aðar kaldavatnsholur, en dýpt þeirra er um 60 metrar. Ætlunin er að borinn haldi áfram niður úr einni þeirra og ef þörf krefur getur hann farið á allt að 600 metra dýpi — ef peningarnir endast svo lengi. „Þetta er fyrst og fremst rann- sóknarhola og eitt af því sem hún á að upplýsa okkur um er hiti í berg- lögunum og einnig um gerð þeirra. Við vitum að það er ung myndun ofan á basaltlagi og með 600 metra djúpri holu eigum við von á að komast niður í það, en þar gæti leynst heitt vatn. Það er háð niður- stöðum þessarar holu hvort ráðist verður í frekari boranir í nágrenni Raufarhafnar," sagði Kristján Sæ- mundsson jarðfræðingur að lokum. Danskur fimleikaflokkur í heimsókn Tveir danskir fimleikaflokkar frá „Arhus Amts Gymnastikforen- ing“ efna til sýninga á Akureyri 1. júlí og að Laugum í S.-Þingeyjar- sýslu 2. júlí. Flokkarnir sýna á íþróttahátíð ISl í Reykjavík, en koma síðan norður og fara einnig til Borgarness. Flokkarnir eru taldir með fremstu fimleika- flokkum í Danmörku. Sýndir verða almennir fimleikar með nútíma þáttum, s.s. rytmik, tján- ingu, fjölþættum stökkum og þar á meðal stökk á gormabretti (trampolín). Fóru á vina- bæjamót á Grænlandi Það eru ekki allir setn vita hverjir vinabæir Akureyrar eru. Einn þeirra er Narssak á Græn- landi og þann 23. júní fóru þangað sex börn og koma þau aftur 7. júlí. Börnin eru 11 ára, þrjár stúlkur og þrír drengir. Fararstjóri er Helgi Már Barðason. Tveir fulltrúar frá bænum fóru, þau Hermann Sig- tryggsson og Rebekka Guð- mann og verða þau í tíu daga. Börnin og fulltrúamir fóru í boði Narssak og eru því bæði ferðir og allt uppihald þeim að kostnaðar- lausu. Að sögn Haralds Hansen hjá (Framhald á bls. 2). Nýr framkvæmda- stjóri hjá Siglósíld Búið er að ráða nýjan framkvæmdastjóra og verkstjóra í lagmetisiðjunni Siglósíld á Siglu- firði, en Egill Torarensen hefur látið af störf- um sem framkvæmdastjóri. Nýi fram- kvæmdastjórinn heitir Pálmi Vilhjálmsson, frá Höfn í Hornafirði. Pálmi er útgerðar- tæknir að mennt. Sveinbjörn Ottesen hefur tekið við starfi verkstjóra. Sveinbjörn er Reykvíkingur. Hjalteyri: Unnið við hafnargarðinn í sumar er fyrirhugað að Ijúka við hafnargarðinn á Hjalteyri, en á fjárlögum í ár er áætlað að verja til þess 15 milijónum króna. Hreppurinn mun leggja 5 milijónir króna á móti ríkis- framlaginu. Nokkrir útgerðar- menn hafa aðsetur á Hjalteyri, en enn hefur enginn sýnt áhuga á að hefja þar annarskonar at- vinnurekstur. „Við bindum nokkrar vonir við að Kaupfélagið geri eitthvað fyrir okkur, en að svo komnu máli er ekkert hægt að segja um það,“ sagði Magnús Stefánsson, hrepps- stjóri í Arnarneshreppi, er Dagur innti hann eftir því hvort líf væri að færast í Hjalteyri. Magnús sagði ennfremur að hafnargarðurinn hefði verið byggður fyrir nokkrum árum og að nú yrði steypt á hann þekja og hann lagaður. ■ •• . - '.w;., .;■ ' . '.4-*-* íiÉC Ai./a1 Bekkir ra [Q MM Bæjaryfirvöld eiga þakkir skyldar fyrir að hafa komið fyrir bekkjum víðsvegar í bænum. Það er sérstaklega aldrað fólk sem kann vel að meta að geta tyllt sér niður, en ott er yngri kynslóðin ekki síður fegin. Einn er sá staður sem mætti setja niður bekki — en það er sunnan við elli- heimilið, þ.e. sunnariega við Þórunnarstræti. íbúar í Hlfð ganga ott suðureftir sér til heilsubótar og kynnu vel að meta el þar væru bekkfr. % Djúpar gryfjur Nú er byggt af miklu kappi í Glerárþorpi. Leikmönnum sýnast öll hjól snúast á fullu, en kunnugir segja að sam- dráttar gæti nú í byggingar- iðnaði. Það vekur athygli að sumir húsgrunnar yst í þorp- inu eru með eindæmum djúpir. Enrt meiri eftirtekt vekur að loks þegar verktak- arnir eru komnir á fast kepp- ast þeir við að fylla gryfjurnar með möl í stað þess að nýta þær fyrir kjallara undir húsin sem þeir eru að byggja. En leikmanninum finnst það einna furðulegast að ekki skuli vera notuð stórvirk tæki til að ná moldinni burtu um leið og skiþt er um jarðveg í götunni. # Auglýsingar og íslenskt mál Það fer tæplega fram hjá neinum að mjög algengt er að hengja upp auglýsingar í verslunarglugga, á húsgafla og víðar á almannafæri. Það vill æði ott brenna við að notkun íslensks máls á þessum augfýsingum sé eins og hún getur verst orðið. Það er ekki óaigengt að sjá staf- setningu eins og „knatt- spirna“, „allir á völlfn" og „skemtun" svo dæmi séu tekin. Þetta á sérstaklega við um handskrifaðar auglýsing- ar og þá er skriftin sjáif ekki alltaf upp á marga fiska. Menn ættu að vanda betur til þessara auglýsinga og hugsa ekki sem svo að þetta séu „bara“ auglýsingar. Það er lágmarks kurteisi við al- menning og ísienska tungu að skrifað mál sem birt er opinberlega sé fylgjandi þeim reglum sem eru t gildi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.