Dagur - 24.07.1980, Blaðsíða 6
Áheit á Akureyrarkirkju. Kr.
100.000 frá Herdisi Jónas-
dóttur og Hallgrími Vil-
hjálmssyni til minningar um
hjónin Katrínu Hallgrims-
dóttur og Vilhjálm Guð-
jónsson. Kr. 20.000 frá Á.Á.
Guð er beðinn að blessa
gefendur og minningu
mætra hjóna. Birgir Snæ-
bjömsson.
Gjafir er borist hafa í Bygg-
ingasjóð Sjálfsbjargar 1. 1. -
30.6. 1980: Verkalýðsfélag
Raufarhafnar kr. 200.000,
Saurbæjarhreppur kr.
250.000, Svarfaðardals-
hreppur kr. 250.000, ónefnd
kona kr. 25.000, A.R. Akur-
eyri kr. 5.000, Félag versl-
unar- og skrifstofufólks Ak.
kr. 1.000.000, Sveinn Jóns-
son, Kálfsskinni kr. 100.000,
Verkalýðsfélag Þórshafnar
kr. 100.000, Hiti s.f. kr.
68.387, Hannes Pálmason
kr. 405.000, Almennar
tryggingar hf. kr. 20.000,
Helga A. Geirmundsd. gefur
í minningu um foreldra í til-
efni af hundrað ára afmæli
móður sinnar kr. 50.000,
Yionskl. Sigurður Lúther kr.
200.000, Lionskl. Huginn,
Akureyri kr. 2.500.000,
Aðalgeir og Viðar hf. kr.
1.000.000, Lionskl. Hrærek-
ur kr. 20Q.000, Sveinafélag
jámiðnaðarmanna, Akur-
eyri, kr. 1.050.000, Kiwan-
iskl. Kaldbakur, Akureyri
kr. 2.000.000, Verkalýðsf.
Eining kr. 2.500.000, Sjó-
mannafélag Eyjafjarðar kr.
750.000, Jón Stefánsson,
Mývatnssveit 10.000, Dýrleif
Jónsdóttir, Akureyri kr.
10.000, Kvenfél. Voröld og
Aldan, Öngulsstaðahr. kr.
347.125, Lionskl. Vitaðsgjafi
kr. 400.000, Árskógshreppur
kr. 150.000, Akureyrarbær
kr. 1.000.000, Dalvíkurbær
kr. 500.000, Lionskl. Hæng-
ur kr. 2.000.000, Kristín
Sigurðardóttir kr. 15.000,
Frá Ösku kr. 100.000,
Kvenfél. Svalbarðsstrandar
kr. 100.000, Kökubasar 17.
5. kr. 125.110, E. S„ Akur-
eyri kr. 100.000. Samtals kr.
17.530.622.
Öllum gefendum, eru
færðar innilegar þakkir, fyr-
ir þeirra stórmyndarlegu
framlög, sem gera það
mögulegt, að halda bygg-
ingaframkvæmdum áfram.
Stjóm Sjálfsbjargar.
fÓRÐ DflGSlNS
’SÍMI
Gjafir og áheit: Til Akureyrar-
kirkju kr. 2.000 frá ónefndri
konu, kr. 10.000 frá N.N., kr.
5.000 frá sjómanni, kr. 6.000
frá Guðmundi Geir
Hannessyni. Til Stranda-
kirkju kr. 50.000 frá E.E., kr.
10.000 frá A.S. Til Minja-
safnskirkjunnar kr. 20.000
frá N.N. Styrktarsjóður Sól-
borgar kr. 7.800 (ágóði
hlutaveltu) frá Mörtu
Kristínu Hreiðarsdóttur,
Aðalheiði Guðmundsdóttur
og Sigrúnu Gylfadóttur.
Bestu þakkir, Birgir Snæ-
bjömsson.
Gjafir til Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri: Til minning-
ar um Jón Daníelsson frá
ættingjum kr. 230.000,
ónefnd kona kr. 10.000,
andvirði minningarkorta kr.
33.200, G.K.G. áheit kr.
1.000, Bríet ísleifsdóttir til
minningar um Guðmund
Tiyggvason kr. 100.000, til
minningar um Halldór Jó-
hannsson og Jónínu Jóns-
dóttur frá Bakkaseli í tilefni
100 ára fæðingarárs Hall-
dórs, frá afkomendum kr.
230.000, Kristján Jónsson og
böm til minningar um Auði
Ólafsdóttur, Akurgerði 1E
kr. 100.000, Lionsklúbbur
Akureyrar kr. 600.000,
Steinunn og Árni kr.
100.000, N.N. kr. 10.000,
Guðlaug Ósk, Valborg Inga,
Lilja Margrét, Heiðrún
Huld, hagnaður af hluta-
veltu kr. 10.000, Þórunn
Ágústsdóttir til minningar
um Eggert Þorkelsson kr.
100.000, J. Á. og Á. G. kr.
500.000, seld minningarkort
kr. 84.000, Jónína og Guð-
steinn til minningar um
Amheiði Guðmundsdóttur
og Þengil Þórðarson kr.
100.000.
Forráðamenn sjúkrahúss-
ins færa gefendum beztu
þakkir fyrir hugulsemina.
Gjafir til barnadeildar F.S.A.
Öskudagsliðið: Þóra I. Sig-
urjónsdóttir, Harpa Smára-
dóttir, Ama ívarsdóttir,
Kolbrún Sigurðardóttir,
Inga Þórisdóttir, Friðrikka
Tómasdóttir, Linda Tómas-
dóttir, Jónína Mjöll Þor-
móðsdóttir kr. 7.104, F.J. kr.
5.000, N.N. kr. 1.000.000,
Heiða, Elísabet, Þura og
Edda, hagnaður af hluta-
veltu kr. 6.400, Elsa, Anna
og Helga María, hagnaður
af hlutaveltu kr. 5.050.
Forráðamenn sjúkrahúss-
ins færa gefendum bestu
þakkir fyrir hugulsemina.
Bændur
Þeim bændum sem kaupa svína- og alifuglafóöur
er vinsamlega bent á aö útvega sér kjarnfóðurkort
frá framleiðsluráði Landbúnaðarins sem fyrst, þar
eð sala þess á lægra verði er óheimil, (50% skatt-
ur) nema gegn framvísun slíks korts.
Fóðurvörudeild K.E.A. og
K.S.Þ. s.f.
Brúðhjón. Hinn 19. júli voru
gefin saman í hjónaband í
Akureyrarkirkju Helga
Guðjónsdóttir afgreiðslu-
stúlka og Tryggvi Sveinsson
sjómaður. Heimili þeirra
verður að Seljahlíð 13 H,
Akureyri.
Hinn 19. júlí voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrar-
kirkju Kristín Sigtryggsdótt-
ir bankastarfsmaður og Karl
Friðrik Jónsson mat-
reiðslu.aður. Heimili þeirra
verður að Einholti 10 D,
Akureyri.
-1ERBAL0G 06 1)1^*
Ferðafélag Akureyrar. 26.-30.
júlí Austfirðir. 2.-4. ágúst
Gæsavatnaleið. Brottför kl. 8
f.h. Ekið um Bárðardal í
Gæsavötn, með viðkomu í
Gjóstu.
Gist við Gæsavötn. Á
sunnudag farið um Dyngju-
háls, gengið á Kistufell, um
Urðarháls í Dreka. Gist þar.
Á mánudag kl. 8 farið í
öskju eða Drekagil. Heim
um Herðubreiðarlindir og
Mývatnssveit. 9.-12. ágúst
Kverkfjöll. 15.-17. ágúst
Þeistareykir. Skrifstofan er
opin mánudaga og fimmtu-
daga kl. 18.00-19.30. Sími
22720.
Eiginmaður minn og faðir okkar
GARÐAR SIGURGEIRSSON,
Staðarhóli,
frá
sem andaðist aðfararnótt 21. júlí verður jarðsunginn
Munkaþverárkirkju mánudaginn 28. júlí kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri.
Kristín Guðlaug Sigurðardóttir og börn.
Tilkynning frá Hitaveitu
Akureyrar
Vegna ítrekaðra fyrirspurna og neytendum til
glöggvunar vill Hitaveita Akureyrar taka fram eftir-
farandi: Um breytingar á vatnsskömmtun stendur
m.a. í 3. grein gjaldskrár fyrir Hitaveitu Akureyrar:
„Hæsta stilling hemils gildir eitt ár í senn miðað við
1. september til 31. ágúst, þótt orkunotkun hafi
verið minni hluta úr ári.“ þá vill Hitaveita Akureyrar
taka fram að tekið verður sérstakt gjald fyrir hverja
breytingu á stillingu hemils, sem nemur gjaldi fyrir 1
1 /mín. pr. mánuð, þ.e. skv. núgildandi gjaldskrá kr.
14.563. Þó mun Hitaveitan breyta stillingu hemils
án gjaldtöku, hjá þeim sem þess óska, innan árs frá
tengingardegi.
Hitaveita Akureyrar
t
Sigurður Anton Friðþjófsson
MINNINGARKORN
F. 4. ágúst 1942. D. 3. júní 1980.
Við gengum stundum saman um
miðborgina þegar gott var veður,
og við hittumst auralausir af tilvilj-
un. Ég spurði þá gjama um kvæði
og þú sagðir mér undan og ofan af.
Alltaf græddust mér eitt eða tvö
kvæði og stundum fleiri. Að því
loknu léstu þess jafnan getið, að nú
færi næsta ljóðabók að koma út.
Það þótti mér vænt um að heyra,
því „Næturljóðin“ voru góð. Síðan
kvöddumst við virðulega, því fólk
er alltaf að kveðjast í þessum ein-
kennilega heimi. Og á heimleiðinni
rifjaði ég upp litla næturljóðið þitt:
Ég kveða vil ljóð um lífið,
ljósið og sumarsins blóm.
Gull og glitrandi veigar,
gígjunnar fegursta hljóm.
En myrkrið í sál mína sækir,
og sígur að huga mér hljótt.
Ég get ekki kveðið það kvæði,
sem kveða ég vildi í nótt.
Næst þegar við mættumst, aura-
litlir að minnsta kosti, og ég var
búinn að hlýða einu eða tveimur
kvæðum, sagðir þú mér að nú væri
ljóðabókin alveg að koma. Ég sagði
að það væri kominn tími til, eftir
fimmtán ára hlé. Það lagast bráð-
um, sagðir þú. Síðan kvöddumst
við jafn virðulega og áður, því að
við berum djúpa virðingu fyrir öllu
sem lífsanda dregur á þessari jörð,
og þar að auki stutt í ljóðin.
Én hvernig sem á því stendur,
eru ljóðin okkar afar lengi á leið-
inni, og misgóð méira að segja, þá
loksins þau koma úr prentverkinu,
og í þokkabót fáir sem taka eftir
þeim. Þetta hefur lengi verið okkur
hulin ráðgáta og við því er ekkert
að segja.
Þú lærðir margt af Davíð
Stefánssyni eins og við allir, hvort
sem við játum það eða ekki, og
rímleikni þín var með fádæmum
mikil. Og jafnan var samúðin með
hinum kúgaða rík í kvæðum þín-
um. Eitt af þessum kvæðum lærði
ég strax og hef ekki gleymt síðan:
Nótt í erlendri borg
Um myrk og malbikuð stræti
mannanna sporin liggja,
arka um gangstéttir glaðir
gefendur, aðrir þiggja.
Skilding er fleygt að fótum
fólks sem ölmusu biður.
Sífellt í eyrum ymur
umferðar þungur niður.
Geng ég til krár að kveldi,
kneyfa af dýrum vinum.
Klingjandi glasaglaumur
glymur í eyrum minum.
Sé ég hvar sífellt er haldinn
siðurinn ævafomi.
Konan sem blíðuna býður,
bíður á næsta homi.
1 upphafi lífs var okkur
æviþráðurinn gefinn.
Hennar var lífsþráður líka
lagður í sama strenginn.
Flestum er gjamt að grípa
grjótið og aðra lasta.
Sá þeirra er syndlaus reynist,
sjálfur má fyrstur kasta.
Á hennar auðnuleysi
okkur til gamans verða?
Hún sem bíður við hornið,
og hlustar til mannaferða,
er atvik frá köldu kveldi,
konan sem allir gleyma.
En myrk og malbikuð stræti
minningu hennar geyma.
Ég lét þess getið að lítið hefði
áunnist, þrátt fyrir góðar ábend-
ingar skáldanna. Þú sagðir: — Við
gerðum þó hvað við gátum, það er
ekki hægt að fara fram á meira. Og
það er auðvitað rétt. En hitt er jafn
satt, að hugsjónir vorar um fagurt
og heillandi mannlíf hafa ekki ræst.
Peningamenn hafa vinninginn og
við fáum ekki að gert. Því miður.
Þú varst mikill gleðimaður og
spilaðir gjarna á hljóðfæri á kátum
stundum og söngst sjálfur með. Ég
dáðist oft að þeim krafti sem þú
bjóst yfir á þessu sviði, og mér er
ekki grunlaust um að þú hafir verið
örlítið stoltur af honum sjálfur. Og
það er best þannig. Maður verður
að hafa trú á því sem maður er að
gera. En stundum varstu blendinn í
trúnni. „Einræða" þín ber vitni um
það.
Drekk eigi til botns, hið blikandi vín,
þó bikarinn freisti um stund.
En gakk þú á brott er gleðin dvín,
Já, gakk þú á sjálfs þín fund.
Og drekk þú með gleði hið dulspaka orð,
sem drunga úr huga fær eytt.
En sittu ekki lengi við sama borð,
nei, sittu helzt alls ekki neitt.
En drekk þú til botns, þó bragðið sé
rammt,
þann bikar, sem réttur þér er.
Og hugsaðu: áfram ég sæki samt,
og sjálfur vel leiðir mér.
Já drekk þú til botns, með brosi á vör,
þó bikarinn fyllist á ný.
En gleðinnar ætíð þó greiddu för,
því gæfan er fólgin í því.
í
Og nú ertu farinn á undan mér
yfir landamæri lífs og dauða, og
nýja ljóðabókin ókomin enn.
Þannig gengur þetta stundum fyrir
sig, og alltaf er mér það jafnmikil
ráðgáta, hvernig sem á því stendur.
Ég vil að lokum þakka þér fyrir
allt sem þú hefur fyrir mig gert.
Aliar kátu stundirnar, samveruna á
sjónum í gamla daga, rabbið á göt-
um borgarinnar, ljóðin þín og
kvæði. Og síðast en ekki síst þakka
ég fyrir sjálfan þig, manninn Sigurð
Anton Friðjófsson, sem sýndi mér
margt sem ég vissi ekki áður.
Farðu vel vinur góður,
Örn Bjarnason.
6.DAGUR