Dagur - 24.07.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 24.07.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIDIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI DAGUR LXni. árgangur. Akureyri, fimmtudagur 24. júlí 1980. 51. tölubiað Hvað borga menn í skatta í ár? Álagningarseðlar koma í næstu viku Skattaálagningu er nú að ljúka hjá Skattstofu Norðurlandsum- dæmis eystra og verða álagn- ingaseðlarnir sendir út um eða eftir næstu helgi, að sögn Halls Sigurbjörnssonar, skattstjóra. Gögnin eru nú í tölvuvinnslu i Reykjavík. Skattskráin verður hins vegar ekki lögð fram, eins og venja hefur verið, fyrr en í haust, þegar búið verður að úr- skurða kærur. Hallur sagði að skattskráin hefði Reiðhjólakeppni skemmtistaða Skemmtistaðirnir gera ýmis- legt til að auglýsa starfsemi sína og það nýjasta í þá átt er hjólreiðakeppni milli H-100 á Akureyri og Hollywood í Reykjavík. Tveir plötusnúðar munu þreyta kapp á leiðinni milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur á reið- hjólum og væntanlega mætast um það bil á miðri leið. Lagt verður af stað á sunnudags- kvöld um kl. 23 frá H-100 og Hollywood og hjólað í áföng- um. Er gert ráð fyrir að marki verði náð á miðvikudag. Keppendurnir verða Davíð Geir Gunnarsson fyrir H-100 og Halldór Árni fyrir Holly- wood. Nýja holan lofar góðu Nýja borholan að Ytri- Tjömum í Eyjafirði, sem í vetur gaf mjög góðar vonir, hefur ekki brugðist þeim vonum manna. Fljótlega er að vænta mikiis- verðs árangurs og áfanga, þegar nýrri gerð af dælu verður sökkt ofan í holuna, sem er 1540 metrar á dýpt. Að sögn Inga Þórs Jóhannssonar, skrifstofu- stjóra hjá Hitaveitu Akureyrar, hefur holan verið prófuð, og lofar hún góðu. Hún nær niður á nýja og dýpri vatnsæð én hinar holurnar, og því hefur vatnsrennslið í þeim gömlu ekki minnkað með tilkomu nýju holunnar. venjulega verið tilbúin í byrjun júlí, en það mikla starf, sem liggur henni til grundvallar, vannst mun seinna núna, vegna grundvallar- breytinga á skattalögum, sem auk þess voru síðbúnar. Kærufrestur er einn mánuður frá því að álagningu lýkur og skatt- stjóri hefur síðan tvo mánuði til að úrskurða kærur. Má því búast við því að allt að þrír mánuðir líði, þar til skattskráin verður lögð fram og þá jafnframt þar til birtur verður listi yfir hæstu greiðendur. Framtalsreglur fyrirtækja eru nú mun flóknari en áður, en Hallur sagðist ætla, að 70-80% launþega notuðu 10% frádráttarregluna, og sama gilti raunar um bændur. Það væru aðeins þeir sem skulduðu mikið og hefðu háan vaxtafrádrátt, sem reiknuðu út frádráttarliðina. Flestir mega gera ráð fyrir að opinber gjöld hækki frá því í fyrra, sem nemur verðbólgunni milli ára, nema hvað skattar tekjulágs fólks ættu að lækka eitthvað. Fullt af fiski en frystihúsin lokuð Siglufirði, 23. júlí. Togararnir báðir, Stálvík og Sigluvík, liggja hér í höfninni í Siglufirði. Annar var að koma úr siglingu og er að liggja af sér þorskveiðibann. Stálvíkin var á þorskveiðum í nokkra daga og kom með fullfermi. Hún þarf að liggja hér í tvo daga, áður en hún heldur í söluferð til Englands. Þetta finnst okkur bæjarbúum ansi hart að þurfa horfa á skipið hér, fullt af fiski en bæði frystihúsin lokuð. Það litla sem skrapað er á trillunum fer allt í saltfiskverkun, svo þeir sem unnið hafa í frysti- húsunum svo og margt skólafólk, hefur ekkert að gera. Sérstaklega er þetta hart þegar við fréttum að mörg frystihús, t.d. Ú.A. og frysti- hús í Reykjavík og víðar eru farin að vinna fisk af fullum krafti. Hér er norðaustan átt og rigning og fremur leiðinlegt veður. Ætlun- in var að mála Sigluvíkina að utan, hún er eins og skjöldótt belja, greyið, en ef veðrið heldur svona áfram verðum við líklega að senda hana svona á veiðar. S.B. Fyrsti laxinn á land ofan virkjunar Nú er verið að leggja síðustu núna, sem hálfeyðileggja laxinn. hönd á laxastigann í Laxá við Brúar. Vatni hefur nokkrum sinnum verið hleypt í stigann og teljara hefur verið komið fyrir. Nokkrir laxar hafa þegar gengið upp í Laxárdalinn og fyrsti laxinn veiddist þar í fyrradag, rétt neðan við Kasthvamm. Það var Karl Kristjánsson frá Akureyri, sem veiddi fyrsta laxinn, sem reyndist vera um 11 pund. Lax hefur ekki gengið þama upp áður. Góð veiði hefur verið í Laxá neðan laxastigans, að sögn Helgu Halldórsdóttur, í veiðihúsinu á~ Laxamýri. Rúmlega 900 laxar eru komnir á land og þar af fengu Reykvíkingar, sem voru í ánni á dögunum, 178 laxa á 12 stengur á 4 dögum. Laxinn var allur stór og jafn, 14—15 pund að meðaltali. Óvenjumikil netaför eru á laxinum Sumir telja að þau stafi af ýsunet- um í Skjálfandaflóa, sem mikið er af um þessar mundir. Þessi bryggjupolli á nyrðri Torf unefsbryggjunni hefur nú heldur betur sett niður f tfmans rás. Einu sinni var hann fallbyssuhlaup og spúði eldi og eimyrju. Það var á tfmum danskra hér á landi og líklega hefur verið skotið úr þessari byssu á þjóðhátfð 1874, til heiðurs kónginum. Nú er þessi stolti gripur notaður til að binda í ónýtt skip við ónýta bryggju, að þvf er flestir telja. Annars er lítið vitað um þetta fallstykki og þrjú önnur, sem einnig eru á Torfunefs- bryggju og væru ailar upplýsingar vel þegnar. Skyldi annars eiga aö varðveita þessa gripi ef bryggjan verður rifin? Mynd: H. Sv. Bflar skemmast í Strákagöngum sérstaklega ókunnugir, vara sig ekki og stórskemma bílana sína. Það er búið að kvarta við Vega- gerðina en ekkert hefur fengist út úr því ennþá, nema að það standi jú til að lagfæra þetta og e.t.v. gæti það orðið í haust. Siglfirðingar eru að vonum óánægðir með undir- tektir Vegagerðarinnar og finnst slæmt að þeir sem ætla að heim- sækja bæinn í sumarfríinu byrji á því að skemma bílana. Það er orðið þannig ástandið í Strákagöngunum við Siglufjörð að bílar, sérstaklega aðkomu- bílar, skemmast þegar þeir aka þar i gegn. Um síðustu helgi komu til Siglufjarðar tveir slík- ir, annar var með ónýta smur- pönnu og smurdælu og hinn hafði misst annað framhjólið. Þetta stafar af því að vegurinn gegnum göngin er orðinn svo slæmur og holóttur að ökumenn, 56% skiluðu niðurstöðum í þvagsykurskönnuninni Nú er ljóst, að aðeins um 56% þeirra, sem fengu send gögn varðandi þvagsykurskönnun Samtaka sykursjúkra á Akur- eyri, hafa skilað niðurstöðum. Þetta er mun minni þátttaka heldur en menn gerðu sér vonir um í upphafi, en um 5600 manns á Eyjafjarðarsvæðinu á aldrinum 25-65 ára fengu send þessi gögn. Að sögn Ólafs H. Oddssonar, héraðslæknis, skiluðu 3110 manns niðurstöðum þvagsykurs- könnunarinnar. Af þeim þurftu 200 nánari athugunar við og þeg- ar er lokið blóðsykursmælingum stórs hluta þessa hóps. Innan við 10 manns eru nú í áframhaldandi rannsókn, þar sem líkur eru á, að þeir séu með skert sykurþol. Nú hefur verið ákveðið að setja aftur upp kassana í lyfjabúðun- um á Akureyri, svo að þeir sem ekki skiluðu niðurstöðum eigi þess kost. Ólafur sagði, að þó menn hefðu e.t.v. hent blöðunum sem skila á niðurstöðum á; gætu þeir sett miða í kassana með nafni og upplýsingum um hvaða litur hafi komið fram við könnunina, hafi hún verið framkvæmd. Ólafur sagði, að þessi könnun væri einstök í sinni röð Hvatti hann menn því til að taka þátt í henni og skila niður- stöðum. Hestamannamót á Melgerðismelgjm jjjf H ■ . Margir fljótustu hlaupagæðingar landsins munu mæta til leiks á hestamannamóti, sem verður haldið á Melgerðismelum dagana 26. og 27. júlí. Keppt verður í sex hlaupagreinum og að auki í gæð- ingakeppni og gæðingaskeiði. Ættarmót í Hróarsdal Ættarmót niðja Jónasar Jónsson- ar, bónda og smáskammtalæknis, sem bjó í Hróarsdal í Hegranesi í Skagafirði, verður laugardaginn 9. ágúst og hefst kl. 12.30 með guðsþjónustu að Ríp í Hegranesi, en verður síðan fram haldið í Hróarsdal. Þeir sem hafa hug á því að gista, þurfa að hafa með sér viðlegubúnað. Búist er við fjölda manns víðs vegar að af landinu, auk nokkurra Vestur-fs- lendinga, sem eru niðjar Jónasar. Hluti Akureyrar í landsútsvörum Skattstjórinn í Reykjavík hefur tilkynnt bæjaryfirvöldum á Ak- ureyri að hluti Akureyrarkaup- staðar í landsútsvörum árið 1980 nemi samtals 38.727.079 krónum. Brauðgerð KEA flytur í nýtt húsnæði Bygginganefnd hefur samþykkt að breyta megi 3. og 4. hæð eldra húsnæðis Mjólkursamlags KEA við Kaupvangsstræti fyrir starf- semi Brauðgerðar KEA. Fylgirit um íþróttir Með Degi í dag fylgir blað, sem Knattspyrnudeild K.A. gefur út. í blaðinu er mikið af myndum og fróðleiksmolum um knattspyrnu félagsins. K.A.-menn eru nú efstir í II. deild í knattspyrnu með 17 stig og Þór í 2. sæti með 15 stg . m Mi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.