Dagur - 24.07.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 24.07.1980, Blaðsíða 8
Lauga- hátíð 1980 Um verslunarmannahelgina stendur H.S.Þ. fyrir hátíð á Laugum, svo kailaðri Lauga- hátið ’80. Hátíðin hefst föstudaginn 1. ágúst og stendur fram á sunnudags- kvöld. Dansleikir verða öil kvöidin, þar sem hljómsveitin Pónik leikur, auk þess sem diskótek verður í gangi. Þá má nefna kvikmyndasýn- ingar, tískusýningar Módel- samtakanna, íþróttaleiki, ungl- ingadansleik, gamanmál og fleira. Undanfarin ár hafa þátttak- endur á Laugahátíðum Héraðs- sambands Suður-Þingeyinga verið milli 4 og 5 þúsund. Öll meðferð áfengis er bönnuð á svæðinu. Flug- flotinn stækkar Innan skamms er væntanleg ný flugvél i flugfiota Akur- eyringa. Það er almennings- hlutafélagið Vélflug h.f., sem stendur að kaupunum. Vélin er af gerðinni Piper Warrior og er stefnt að því, að hún komi til Akureyrar frá Bandaríkjunum fyrir mán- aðamót, að sögn Óskars Steingrímssonar, gjaldkera félagsins. Hluthafar í félaginu eru orðnir 35 og fjölgar því mjög í hópi þeirra sem eiga einkaflug- vél. Hugmyndin er sú, að vélin verði aðeins leigð hluthöfum, sem þurfa þó ekki að hafa flug- próf, hafi þeir einhvern til að fjúga vélinni. Vélin er búin mjög fullkomnum tækjum, m.a. blindflugstækjum. Búið er að greiða vélina í Bandaríkjunum, og þessa dag- ana er verið að útvega peninga til að borga heimflutninginn. Heildarverð vélarinnar er um 18,5 milljónir. Að sögn Óskars hefur verið skortur á litlum vélum til afnota fyrir almenning. Hann sagði að vélin yrði líklega fyrst og fremst notuð til skemmtiflugs. Veitingaskálinn Brú: Bætt þjónusta Veitingaskálinn Brú í Hrúta- firði er þar sem Strandavegur og Norðurlandsvegur greinast hjá símstöðinni Brú, en þar er einnig pósthús. Veitingaskálinn er því í alfaraleið og segja má að vegir greinist þar, eða mjög nærri, til allra átta. Vaxandi umferð er um þessi vegamót m.a. vegna aukins ferða- mannastraums um Strandir og um heiðarnar sem tengja Strandaveg við Vesturland og Vestfirði. Góður vegur er þegar kominn yfir Laxár- dalsheiði, úr Hrútafirði í Búðardal. Þá er gamall þjóðvegur úr Kolla- firði í Gilsfjörð, sem er Steinadals- heiði. Tröllatunguheiði milli Stein- grímsfjarðar og Geiradals er mikið ekin á sumrin. Síðar mun umtöluð Steingrímsfjarðarheiði koma inn í myndina. Veitingaskálinn Brú, eins og hann er núna, hefur verið rekinn af Kaupfélagi Hrútfirðinga, Borðeyri frá árinu 1972, sem þjónustustaður fyrir ferðafólk yfir sumarmánuð- ina, þ.e.a.s. um 4 mánaða tíma, opinn alla daga frá kl. 9-23.30. Helstu þættir starfseminnar eru veitingar af ýmsu tagi: matur, kjöt- og fiskréttir útfærðir sem fljótaf- greiddir réttir; smurbrauð ýmiss konar, kökur, kaffi, te og mjólk. Veitingplássið rúmar um 50 manns við borð í björtum en fremur litlum sal. Þá er þar einnig verslun með hinar hefðbundnu - vörur ferða- mannsins. Má þar m.a. nefna nokkra þætti viðleguútbúnaðar, niðursuðuvörur, kex o.fl. o.fl. Bensín og olíur frá Olíufélaginu h/f eru til afgreiðslu. Nú í sumar veitir Þórey Jónas- dóttir, Borðeyri, skálanum for- stöðu. Þar vinna nú 10-12 konur, sumar í heilu starfi en aðrar að hluta til. Allar eru þær úr héraðinu. Sumar halda til á staðnum, en fleiri fara heiman og heim. Nokkur nýbreytni var tekin upp í byrjun starfstímabilsins, sem fólst m.a. í því að Þórey hélt fund með starfsfólkinu. Þá var matseðill tek- inn til endurskoðunar og hann færður til nýrra forms. Tveggja daga námskeið var haldið með starfsfólkinu sem eingöngu beind- ist að veitingaþættinum. Sigurjón Ásgeirsson, bryti að Reykjum í Hrútafirði, sá um það og skilaði því verki mjög vel, áhugasömum starfshópi til ánægju og halds og trausts við sumarstarfið. 1 gegnum árin hefur sérstök áhersla verið lögð á allt hreinlæti og segja má að þar hafi aldrei verið á slakað. Enda fjölmargir ferða- langar haft það á orði að þrifnaður væri til fyrirmyndar. Snyrtiher- bergi fyrir ferðafólk eru mjög rúm- góð og vel úr garði gerð. Veitingaskálinn Brú hefur ekki um dagana lagt í mikinn auglýs- ingakostnað, en reynt að ná árangri í lipru og góðu starfi fólksins sem þar hefur unnið og vinnur nú. Þeirra besta viðurkenning eru þeir mörgu sem koma aftur og aftur. (Fréttatilkynning). Engin fækkun ferðamanna „Við höfum ekki orðið varir við þessa fækkun ferðamanna sem talað hefur verið um nú í sumar“ sagði Gísli Jónsson hjá Ferða- skrifstofu Akureyrar í stuttu samtali við blaðið. „Hins vegar er minna um það núna að fólk ferðist i hópum en þeir koma aftur frekar sem einstaklingar á eigin vegum, þannig að f jöldinn er svipaður.“ Þetta má að nokkru leyti rekja til stóraukins fjölda ferðamanna sem ferðast með skipum og það eru aðallega einstaklingar. „Við erum með níu skipakomur hér í sumar, fimm eru þegar komnar en þar af hefur sama skipið komið tvisvar,“ sagði Gísli. F.A. er með umboð fyrir Færeyjaferjuna Smyril og sagði Gísli 'að íslenskum ferða- mönnum með ferjunni hefði tölu- vert fækkað nú í ár en hins vegar hefði útlendingum sem hingað koma með Smyrli fjölgað að sama skapi. Ferðir sem F.A. býður upp á eru aðallega ferðirnar austur í Mývatnssveit en einnig til Gríms- eyjar, bæði með flugi og sjóleiðina með Drangi. Auk þess er F.A. með áætlanir og útleigu á hópferðabíl- um. En það eru ekki einungis inn- anlandsferðir sem boðið er upp á. „Við seljum farseðla út um allan heim með flugi, bátum, bílum og lestum." Þess má geta að lokum að F.A. fer á laugardaginn með 30 Þórsara til Færeyja en þar ætla þeir að leika knattspyrnu og það eru enn einhver sæti laus. Upplyfting gefur Hljómsveitin Upplyfting er um þessar mundir að láta frá sér fara sína fyrstu breiðskífu. Hljómsveitin Upplyfting er upp- haflega upprunnin frá Sauðárkróki og Hofsósi, en sú Upplyfting sem á plötunni leikur var skólahljómsveit í Samvinnuskólanum að Bifröst síðastliðinn vetur. Tveir meðlima léku reyndar með norðlensku Upplyftingunni, þeir Kristján Bjöm Snorrason og Ingi- mar Jónsson, en þeir leika á hljómborð og trommur. Hinir þrír eru Sigurður V. Dag- bjartsson, gítar og hl/ómborð, Magnús Stefánsson bassagítar og út plötu Birgir S. Jóhannsson, gítar. Þessi fyrsta plata þeirra „Kveðjustund“ er gefin út af SG hljómplötum. Á plötunni eru 12 lög, þar af fjögur ný lög eftir Jóhann G. Jó- hannsson, fjögur eftír Hauk Ingi- bergsson og fjögur eftir meðlimi hljómsveitarinnar, sem hafa reyndar líka samið texta við tvö laga Hauks. Jóhann G. sá um upptökustjórn- ina, og hljóðblöndun ásamt Sigurði Ámasyni sem var tæknimaður, en platan var tekin upp í Tóntækni hf. Úr Veitingaskálanum Brú i Hrútafirði. Gáfu 51/2 milljón Mývatnssveit, 18. júlfi. Þann 7. júlí sl. afhenti Kvenfé- lagasamband Suður-Þingeyinga 5Vi milljón króna til Dvalar- heimilis aldraðra á Húsavík og eiga peningarnir að fara til byggingar sjúkraþjálfunar- stöðvar. Af þessum pcningum söfnuðust 3Vi milljón á spurn- ingakeppni og skemmtunum sem sambandið hélt í vetur en 2 milljónir voru árangur af merkjasölu undanfarinna ára. Áður var búið að afhenda rúma milljón til Dvalarheimilisins. K.V.S.Þ. varð 75 ára 7. júní sl. Aðalfundur þess var haldinn 5. og 6. júní að Skútustöðum og i fram- haldi af honum var haldinn al- mennur fundur um umhverfis- og ræktunarmál í héraðinu. Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri og Jó- hann Pálsson, forstöðumaður Lystigarðsins á Akureyri, fluttu þar erindi og svöruðu fyrirspurnum. Einnig voru almennar umræður. garðyrkjumanns í héraðið í sam- vinnu við Búnaðarsamband S.-Þingeyjarsýslu og Skógræktar- félag sýslunnar. Garðyrkjufræð- ingur, Benedikt Bjömsson, kom til starfa í vor og bíða hans mikil og fjölbreytileg verkefni í héraðinu. í tilefni afmælisins gáfu fimm félög út blöð í líkingu við þau, sem gefin voru út á fyrstu árum K.V.S.Þ. en þá voru þau handskrifuð og voru látin ganga bæ frá bæ til að efla tengsl á milli félagskvenna. Blöðin sem nú komu út eru ljósrituð og mjög skemmtileg. Von er á fleiri blöðum með haustinu. Sambandið og kvenfélögin voru í upphafi stofnuð til að koma upp húsmæðraskóla í héraðinu og unnu þau dyggilega að því þótt róðurinn væri þungur. Síðan hafa svo félögin unnið að alhliða menningarmálum og oft gert stórvirki með samstilltu átaki. Stjórn K.V.S.Þ. skipa nú Hólmfríður Pétursdóttir, for- maður, Elín Aradóttir, varafor- maður, Þuríður Hermannsdóttir, gjaldkeri, Jóhanna Steingrímsdótt- 0 Flutnings- kostnaður vegna mjólk- urflutninga Nú óttast margir, að mjólkur- laust verði á Stór-Reykjavík- ursvæðinu í haust, eða að mlnnsta kosti mjólkurskort- ur. Eyfirðingar munu þá væntaniega hlaupa undir bagga og senda mjólk á höfuðborgarsvæðið. Þá finna Reykvfkingar kannski fyrir því, hvernig það getur verið, að búa úti á landi og þurfa að greiða flutningskostnað inn- anlands á flestar vörur, hugsa sumlr e.t.v. En það er nú öðru nær. Flutnings- kostnaði er jaf nað niður á alla neytendur mjólkurvara, ef flytja þarf þær á milli fram- leiðslusvæða. Skrýtið hvernig óhagræðið getur virkað bara á annan veginn? En hitt er augljóst, að útflutn- íngsuppbætur sem sparast, vegna minnkandi mjólkur- framleiðstu og minni útflutn- ings, á að vera hægt að hag- nýta til að greiða flutnings- kostnaðinn innantands. § Stuttsagafrá Raufarhöfn Guðmundur örn Ragnars- son, prestur á RaufarhÖfn, hafði eftirfarandi sögu að segja blaðinu: Fyrir nokkrum árum var hætt að messa í kirkjunni í þorpinu, vegna þess að hún var í algjörri niðurníðsiu og var skólinn notaður sem guðshús í hennar stað. En þrátt fyrir það var alltaf jarðað í kirkjunni. Svo var það um það leyti sem viðgerðlr á kirkjunnf hófust að ekki nokkur maður á Raufarhöfn dó og var það svo þar til kirkjan var tekin í notkun aftur, eftir gagngerar viðgerðir. En þá dóu nokkuð margir og voru þeir jarð- sungnir i nýju kirkjunni. Það er eins og enginn hafi viljað deyja fyrr en kirkjan væri komin í lag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.