Dagur - 02.09.1980, Síða 6

Dagur - 02.09.1980, Síða 6
Messað í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag, 7. sept. kl. 11 f.h. Earl Mors, umdæmisstjóri Gídeon félaganna predikar, Guðni Gunnarsson túlkar. Sálmar 294, 191, 295, 300, 248. B.S. Möðruvallaklaustursprestakall. Messað verður í Möðru- vallakirkju n.k. sunnudag 7. sept. kl. 11 f.h. (ath. messu- tíma) Sóknarprestur. MMKUMUK • Hjálpræðisherinn, krakkar! Sunnudagaskóli byrjar n.k. sunnudag 7. sept. kl. 13.30. Allir krakkar velkomnir. Al- menn samkoma verður á sunnudaginn kl. 20.30. Allir velkomnir. Lionsklúbburinn Hængur. Fundur verður að Hótel K.E.A. fimmtudaginn 4. sept. kl. 17.15. Lionsklúbburinn Huginn. Fyrsti fundur starfsársins verður að Hótel KEA fimmtudag- inn II. september klukkan 12.15. Annar fundur á sama stað fimmtudaginn 18. sept- ember klukkan 12.15. Stjórnin. Lionsklúbbur Akureyrar 1980- 1981. Fundardagar starfs- ársins 1980-1981: 1. fundur fimmtudagur II. september 1980. 2. fundur fimmtudagur 25. september 1980. 3. fundur fimmtudagur 9. október 1980. 4. fundur fimmtudagur 23. október 1980. 5. fundur fimmtudagur 13. nóvember 1980. 6. fundur fimmtudagur 27. nóvember 1980. 7. fundur fimmtudagur 11. desember 1980, (kvöldfund- ur). 8. fundur fimmtudagur 8. jan. 1981. 9. fundur fimmtudagur 22. jan. 1981. 10. fundur fimmtudagur 12. febrúar 1981. 11. fundur fimmtudagur 26. febrúar 1981. 12. fundur fimmtudagur 12. mars 1981. 13. fundur fimmtudagur 26. mars 1981. 14. fundur fimmtudagur 9. apríl 1981. 15. fundur miðvikudagur 22. apríl 1981. 16. fundur fimmtudagur 14. maí 1981. 17. fundur föstudagur 29. maí 1981, (Konukvöld). Konukvöld, er ekki lendir á fundi, seint í okt. 1980. Fjölskyldubingó snemma í okt. 1980. Barnaskemmtun 14. des. 1980. Blómasöludagur 22. febr. 1981. Afmælishátíð samkv. ákvörðun hátíðarnefndar. AUGLÝSIÐ í DEGI Frelsisbarátt- an í ráðstjórn- arríkjunum með ritgerðum eftir þrjá rússneska andófsmenn nýkomin út. Almenna bókafélagið hefur sent frá sér í samvinnu við íslenzku andófsnefndina bókina Frelsis- barátían í Ráðstjómarríkjunum. Hannes H. Gissurarson hefur séð um útgáfuna. Bókin er pappírskilja. Hér er um að ræða þrjár ritgerðir eftir sovéska andófsmenn, Hvers vegna varð ég andófsmaður? eftir Andrei Sakarof, Viðvörun til Vest- urveldanna, eftir Alexander solsénitsyn, og Mannréttindahreyf- ingin í Ráðstjórnanríkjunum eftir Vladimir Búkofski. Umsjónarmaður útgáfunnar, Hannes J. Gissurarson, ritar eftir- mála, þar sem hann fjallar um sov- ésku mannréttindahreyfinguna og orsakir hennar, og auk þess er andófsmannatal, þar sem gerð er grein fyrir 50 kunnum andófs- mönnum og framlögum hvers og eins í þágu hreyfingarinnar. Inga Jóna Þórðardóttir , for- maður íslensku andófsnefndarinn- ar, ritar formála fyrir bókinni og kynnir þar starfsemi í nefndinni og ástæðurnar til stofnunar hennar. Frelsisbaráttan í Ráðstjóran- ríkjunum er 77 bls. að stærð Kínverji í heim- sókn Á fimmtudaginn kemur kín- verskur unglingameistari í skák í heimsókn til Akureyrar. Um kvöldið er fyrirhugað að hann tefli hraðskák. en á föstudag og laugardag mun hann tefla við snjöllustu unglingana í Skák- félagi Akureyrar. Teflt verður i skátaheimilinu Hvammi við Hafnarstræti. Yfirlýsing vegna smá greinar Jónatans Bene- diktssonar, í Degi 24. júlí sl. þar sem hann minnist á auglýsingu þá sem birtist í Degi 5. júní sl. og fjallaði um netaveiðibann í sjó við vestanverðan Eyjafjörð og enn- fremur að við landeigendur að sjó á þessu svæði höfum gefið sport- veiðimönnum hluta af jörðum okkar og þar með afsalað okkur rétti. Ég kannast- og kann ekki við þetta og þess vegna vil ég gefa eft- irfarandi yfirlýsingu: Ég hef engum gefið hluta úr jörð minni og engum rétti afsalað og mun aldrei gera. En hitt mun rétt- ara að þessu var af okkur stolið og er það allt annað og alvarlegra mál. Sannleikurinn er sá að meirihluti sýslunefndarmanna Eyjafjarðar- sýslu tók bitann frá okkur sjávar- síðubændum og stakk honum upp í sjálfan sig og á ég þá við að þessi meirihluti eru landeigendur að án- um í sýslunni. Það var svo laumu- lega með þetta farið að við fengum ekkert um það að vita fyrr en feng- (Framhald af bls. 4). fyrir að hlutur þeirra, verði minni á Alþingi, en áður. f þessu sambandi er ekki nema ein leið fær, sem er sú að auka verði heimastjórn og þar með verkefnatilfærslu frá höfuðborg- arkjarnanum til landsbyggðar- innar. Það verður að skerpa að nýju mörkin á milli löggjafar- valds og framkvæmdavalds. í því sambandi hlýtur aukin valds- meðferð fólksins í landshlutum og sveitarfélögum að vega mjög þungt á metaskálunum. Við verðum að ræða þessi mál af fullri einurð og leita leiða til lausnar á þeim. Verkefnatilfærsla má ekki vera eingöngu bundin við að saman fari fjárhagsleg in var ráðherrasamþykkt fyrir því. Nokkuð harkalega að verki staðið og hvað kallast svona vinnubrögð lýðræðiskjörinna fulltrúa okkar sýslubúa? Þeir höfðu sínar ástæður. Þetta hafði verið reynt áður og sýslunefndarsamþykkt fengin. En Dagur gerði þeim óleik, hann kom með fréttina svo við gátum stöðvað það áður en til ráðherrasamþykktar kom. Það er óhagganleg staðreynd að allt frá fyrstu lögum þessa lands á hver sjávarjörð sína landhelgi og við eigendur þeirra getum ekki þolað að hróflað sé við henni á þennan hátt, fremur en þjóðin öll lætur ekki líðast að aðrar þjóðir séu með yfirgang og ráðsmennsku í okkar 200 mílna landhelgi. Hitt er svo annað mál að ég mun ávallt verða fús til umræðna um þessi mál á jafnréttisgrundvelli og jafnvel ganga til samninga ef við- unandi lausn fyndist. Bcncdikt Alcxandersson, Ytri-Bakka. ábyrgð og stjórnun. Það verður að fela fólkinu úti í landshlutum meðferð verkefna, sem að öllu eru kostuð af ríkinu, og eru best leyst heima fyrir. Með sama hætti þarf að tryggja heimaaðilum stjórnaraðild að rekstri opinberr- ar þjónustu á sínum svæðum. Góðir þingfulltrúar. Ég hefi hér í lok skýrslu minnar dregið fram tvö veigamikil mál, sem geta skipt sköpum. Ég er því ekki í neinum vafa um að uppbygging landshlutasamtaka er hyrningar- steinn nýrrar byggðastefnu. Því er orðið tímabært að landshluta- samtökin fái viðurkenningu að lögum svo að þau verði megnug að annast þetta verkefni, sem verður hlutverk þeirra. Mistakist að treysta landshlutasamtökin, sem nógu sterkt afl, til að vega á móti því valdaspili, sem kemur í kjölfar hlutfallabreytinga á Al- þingi og nýrrar iðnþróunaraldar er Ijóst að landsbyggðin er van- búin að aðhæfast breyttum við- horfum, með svo öflugum hætti að hlutur hennar aukist til fram- búðar.“ Norðurland eystra Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarmanna aö Hafnarstræti 90, Akureyri, verður opin frá 1. sept. 1980 á virkum dögum milli kl. 14 og 16., sími 21180. Auka verður heimastjórn ... Móðir mín, FRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, er lést að Dvalarheimilinu í Skjaldarvík 26. ágúst, verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. september klukkan 13.30. Fyrir hönd vandamanna. Rósamunda Káradóttir. f Minningarathöfn um bróður okkar HARALD ÞÓRARINSSON, fyrrum skólastjóra, sem lést 26. ágúst, fer fram í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 3. september kl. 13.30. Útförin fer fram frá Áskirkju í Fellum í Norður-Múlasýslu laugardaginn 6. september kl. 14.00. Jarðsett verður í heimagrafreit á Skeggjastöðum í Fellum sama dag. Gunnhildur Þórarinsdóttir, Hallgrímur Þórarinsson, Jón Þórarinsson. Mitt innilegasta þakklœti sendi ég börnum mínum, tengdabörnum og barnabörnum, gömlum sveit- ungum, vinnufélögum fataverksm. Heklu og öllum þeim er glöddu mig með gjöfum, blómum og skeyt- um á 60 ára afmœlinu mínu 24. júlí sl. Lifið öll heil. Það er mín ósk tilykkar. ÓLÖF R. HELGADÓTTIR. ALÞINGISMENNIRNIR Stefán Valgeirsson og Guðmundur Bjarnason verða með almenna stjónmálafundi á eftirtöldum stöðum: Hrísey, föstudag 5. sept. kl. 20.00. Ljósvetningabúð, laugardag 6. sept. kl. 14.00. Bárðardal,laugardag 6. sept. kl. 21.00. Þelamerkurskóla, sunnudag. 7. sept. kl. 21.00. OPIÐ til kl. 19 föstudaga og frá kl. 9-12 laugardaga. HAGKAUP Norðurgötu 62, sími 23999. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31., 35. og 37. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1980 á Böggvisbraut 9, Dalvík, þingl. eign Þórólfs Jónssonar, fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 5. sept. n.k. kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Dalvík. Alfl IDETVDADDATD ■ l*Cjflkl"CEp.ACI»l"C Frá Vinnuskóla Akureyrarbæjar Lokagreiðsla vinnulauna (orlof) verður í Gróðrar- stöðinni fimmtudaginn 4. september, milli kl. 10 og 12 og 14 og 16. Eftir þann dag, veröa ósótt laun til afgreiðslu á bæjarskrifstofunni. Vinnuskóli Akureyrarbæjar. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.