Dagur - 02.09.1980, Blaðsíða 8
S3ÖS
Bílaperar
6-12 og 24 volta
FLESTAR
TEGUNDIR
3 c
3 ? «
« ± a
eehí
Mjög merkur
silfurfundur
Egilsstöðum, 1. september.
Silfur frá söguöld fannst á
Egilsstöðum um hádegi í gær.
Ung hjón, sem eru nýbúin að
byggja sér hús, voru að vinna við
bygginguna í gær er þau rákust
skyndilega á silfurmuni — um er
að ræða heila skartgripi og
brotasilfur sem notað var sem
gjaldmiðill. Þetta er mesti silf-
urfundur á íslandi fyrr og síðar.
Sjálfvirkur
sími í
sveitir
Starfsmenn Landssimans eru
um þessar mundir að Ijúka
lagningu sjálfvirks síma í
Svarfaðardal. í sumar hefur
einnig verið unnið að lagn-
ingu jarðsímakerfis í
Hrafnagils- og öngulsstaða-
hreppi. Þar sem sjálfvirka
stöðin fyrir þessa tvo hreppa
verður ekki tilbúin fyrr en í
byrjun 1981 verða símar ekki
tengdir fyrr.
í sumar var lagður sjálfvirkur
sími í Vatnsdal, ásamt þeim
bæjum í Svínavatnshreppi, sem
eftir voru.
Nokkrar sjálfvirkar stöðvar á
Norðurlandi voru stækkaðar í
sumar og má segja að með þeim
framkvæmdum sé búið að
koma í veg fyrirskort á símum á
næstunni. Stöðin á Hvamms-
tanga var stækkuð um 100
númer og sömuleiðis voru
stöðvar stækkaðar á Blönduósi,
Sauðárkróki, Siglufirði og Dal-
vík. Ennfremur er búið að
stækka stöðina í Bólstaðarhlíð
um 30 númer og til stendur að
stækka á Kópaskeri og Greni-
vík um sama fjölda númera.
Eins og greint hefur verið frá í
blaðinu er fyrirsjáanlegur
skortur á númerum á Akureyri
og sama vandamál blasir við í
Varmahlíð og Reykjahlíð.
Kristján Eldjárn, fyrrv. forseti,
og Þór Magnússon, þjóðminja-
vörður, hafa unnið að rannsókn á
mununum, en gera má ráð fyrir að
meira geti átt eftir að finnast við
húsið. Alls er búið að finna silfur-
muni sem vega samstals um 600
grömm. Skartgripirnir, sem sumir
hverjir eru heilir, eru armbönd og
hálsfestar úr snúnum silfurvír.
Eins og nærri má geta eru forn-
leifafræðingamir himinlifandi yfir
því að þetta hafi fundist. Enginn
veit hvemig fjársjóður þessi er til
kominn. Það má vera að um sé að
ræða þýfi, en líka getur verið að
einhver fornkappinn hafi grafið
þama eign sína. Ekki er vitað að
þama hafi staðið bær á söguöld eða
síðar.
Það eru þau Hlynur Halldórsson
og Edda Björnsdóttir sem búa í
húsinu, Miðhúsum, er fjársjóður-
inn fannst við. Strax eftir að þau
urðu vör við munina í gær höfðu
þau samband við rétta aðila og nú
er rannsókn í fullum gangi eins og
fyrr sagði. Þess má geta að Edda og
móðir hennar fóru út í morgun og
eftir skamma leit fundu þær fleiri
muni til viðbótar þeim sem komu í
leitirnar í gær. Ef að líkum lætur
munu allar skóflur kaupfélagsins
hafa klárast fyrir kvöldið. E.H.
Gránu lokað
Fyrir skömmu var versluninni
Gránu við Skipagötu lokað.
Verslunin Grána var stofnuð
árið 1956 af Kaupfélagi Eyfirð-
inga, Slippstöðinni hf. og
nokkrum einstaklingum. Ýmsar
vörur, tengdar sjávarútvegi og
byggingariðnaði, voru seldar í
versluninni. Verslunarstjóri frá
upphafi til lokunardags var
Herluf Ryel.
Sigurður Jóhannesson, aðalfull-
trúi í Kaupfélagi Eyfirðinga, sagði
að þær vörur sem Grána hefði haft
á boðstólum væru nú annað hvort
seldar í Vöruhúsi KEA eða í bygg-
ingavörudeild félagsins. Sigurður
sagði að enn hefði ekkert verið
ákveðið hvað gert verður við hús-
næðið sem Grána var í.
Passíukórinn:
Leitað til Afríku
Passíukórinn á Akureyri hefur
nú 9. starfsár sitt. Helstu verk-
efni kórsins í vetur verða tvö. Á
efnisskrá fyrir aðventutónleika
verða miðnæturmessa eftir
franska tónskáldið Carpentier
ásamt jólasálmum frá ýmsum
löndum og tímum.
í vor er ráðgert að flytja afar
sérstæða messu eftir Bretann David
Fawnshaw. Þessi messa tengir
hefðbundið messuform og alþýðu-
tónlist frá Afríku. Kórinn með
raddskipaninni sópran, alt, tenór
og bassa syngur ásamt óperusópran
og popsópran hefðbundna messu-
textann. Hljóðfæraleik annast
rokkhljómsveit með trommum,
bassagítar og rafmagnsgítar ásamt
píanói og hammond orgeli auk
margvíslegra ásláttarhljóðfæra. Al-
þýðutónlist Afríku er fengin af
Nýja íþróttahúsið:
Nýja íþróttahúsið á vafalaust eftir að koma sér vel næstu áratugina. Mynd:
FOKHELT IHAUST
Litlu munaði að slæm meðferð á bitum yfir salinn tefði verkið
segulbandi. Vegna þessarar skip-
unar verður hljóðblöndun mjög
mikilvæg. Stjórnandi Passíukórsins
er Roar Kvam.
Fyrsta æfing kórsins verður á
miðvikudaginn kl. 20.00 í sal Tón-
listarskólans og á sama stað og tíma
framvegis. Síðan verða æfingar
tvisvar í viku frá og með október.
Allt áhugasamt söngfólk er hvatt til
að taka þátt í þessum spennandi
verkefnum. (Fréttatilkynning)
„Framkvæmdir við nýja íþrótta-
húsið hafa gengið mjög vel. Þeir
verktakar sem hafa annast
verkið hafa staðið sig frábær-
lega vel,“ sagði Hermann Sig-
tryggsson, íþróttafulltrúi Akur-
eyrarbæjar. Nú er vinna hafin
við uppsetningu þaksins yfir
íþróttasalnum, en límbitar í það
komu með skipi erlendis frá fyrir
skömmu. Um tíma leit út fyrir
að ekkert gæti orðið af uppsetn-
ingu bitanna, þar sem þeir fóru
ákaflega illa í skipinu er flutti þá
til landsins. Gert verður við bit-
ana hér og um leið komið í veg
fyrir stórkostlega töf sem hefði
mátt rekja beint til slæmrar
meðferðar.
„Við stefnum að því að gera
húsið fokhelt í haust. Ef fjármagn
fæst verður hægt að vinna inni í
húsinu í vetur, en fjárhagsáætlun
þessa árs gerir ekki ráð fyrir mikilli
vinnu innan húss,“ sagði Hermann.
„Ef allt gengur samkvæmt áætlun
ætti húsið að verða tilbúið eftir tvö
ár, en okkur langaði til að koma því
svo langt áleiðis að hægt verði að
nota það fyrir ungmennafélags-
mótið, sem haldið verður á Akur-
eyri næsta surnar."
Fjárveiting frá Akureyrarbæ til
hússins á þessu ári var 245 milljónir
króna, en fjárveiting ríkissjóðs var
aðeins 75 milljónir króna. Bygg-
ingarkostnaður þann 22. ágúst var
talinn vera tæpar 150 milljónir.
Byggingarkostnaður frá upphafi
(1973) til 22. ágústs á verðlagi hvers
árs talinn vera rösk 481 milljón
króna.
Iþróttahúsið er vegleg bygging
og mun vafalaust vera mikið notað
í náinni framtíð, en gert er ráð fyrir
að notkun hússins verði ekki ein-
göngu bundin við íþróttir. í aðal-
salnum, sem er 27x45 metrar, er t.d.
sena og hægt að halda þar veglega
tónleika og leiksýningar. Húsið er
skipulagt með það fyrir augum að
hægt sé að halda í því sýningar á
borð við Heimilið 80 og í kjallara er
góð aðstaða fyrir sýningar á lista-
verkum. í húsinu verður veitinga-
stofa.
Eins og fyrr var getið er salurinn
27x45 m og er hægt að skipta hon-
um í þrennt. Við austurhlið eru
áhorfendasvæði fyrir 800 manns og
að auki er gert ráð fyrir bekkjum
fyrir 600 manns, en þeim má renna
fram undan áhorfendasvæðinu,
þegar þörf krefur. Húsið er alls
4955 fermetrar að stærð, en lóðin er
18 þúsund fermetrar.
Snæfellið veitir vinnu
Hrísey, 29. ágúst.
Við hér í Hrísey segjum ósköp
lítið því hér gerist nánast ekki
neitt. Af aflabrögðum er það að
frétta að í síðustu viku landaði
Snæfellið 160 tonnum og er ver-
ið að vinna þann fisk núna.
Handfærafiskiríið er mjög tregt.
Einn bátur hefur verið með net og
það er sama sagan hjá honum,
nánast ekkert veiðist. En Snæfellið
heldur þó uppi vinnunni.
Við höfum átt ágætis berjaland
hér en nú bregður svo við að alls
ekkert sést af berjum. S.F.
T1 r-p T 'Tl (Tf ÐÍl f
11 m JIÖ OJ JJU.
£ Engin
leikstarfsemi
á Akureyri
fyrr en eftir
áramót?
Málefni Leikfélags Akureyrar
eru nú í biðstöðu og rnikil
óvissa ríkjandi um starfsem-
ina í vetur. Eins og kunnugt
er hefur fjárhagur félagsins
verið mjög bágur og er nú
beðið eftir því, að menn frá
menntamálaráðuneytinu og
fjármátaráðuneytinu komi
norður til skrafs og ráða-
gerða. Talsverðar líkur eru nú
taldar á því, að leikstarfsemi
verði engin hjá félaginu fyrr
en eftir áramót, þar sem fé frá
hinu opinbera liggur ekki á
lausu um þessar mundir,
fremur en svo oft áður, þegar
um menningarstarfsemi er að
ræða. Einhverjar vonir
standa þó til, að úr geti ræst
með nýju reikningsári eftir
áramótin.
0 Óvissan
mjög bagaleg
Þessi óvissa í málefnum
Leikféiags Akureyrar er mjög
bagaleg. Enn er beðið með
að haida framhaldsaðalfund
og verður það væntanlega
ekki gert fyrr en ráðuneytis-
mennirnir hafa gert grein fyrir
stöðunni. Þá mun hvorki vera
búið að ráða leikhússtjóra né
framkvæmdastjóra leikfé-
lagsins. Alla vega er Ijóst, að
leikstarfsemin hefst með
seinna fallinu á þessu leikári
og sumir velta því nú jafnvei
fyrir sér, hvort þetta séu
endalok atvinnuleikhúss á
Akureyri, að minnsta kosti að
sinni.
# Engin leiklist
í vetur
Það er Ijóst, að atvinnuleik-
hús verður ekki rekið nema tii
komi verulegur fjárstuðning-
ur ríkis og/eða bæjar. Að-
staðan á Akureyri er miklum
mun verri en á höfuðborgar-
svæðinu, vegna þess hve lítill
markaðurinn er fyrir norðan.
Menn verða því að gera sér
Ijóst, að ef áhugi er á að
halda uppi atvinnuleikhúsi á
Akureyri, þarf til að koma
hlutfallslega meiri fjárstuðn-
ingur en til leikhúsanna í
Reykjavík. Svo er á hitt að
líta, að þar sem atvinnuleik-
hús er, eiga áhugaleikfétög
mjög erfitt uppdráttar. Það er
maklegt umhugsunarefni fyr-
ir Akureyringa, hvort þeir ætla
að una því, að á Akureyri
verði engin lelklistarstarf-
semi í vetur. Þau eru ekki
mörg sveitarfélögin á land-
inu, þar sem engin slík starf-
semi er rekin.