Dagur - 02.09.1980, Page 1

Dagur - 02.09.1980, Page 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 2. september 1980 60. tölublað Blönduvirkjun að missa forskotið? Blönduvirkjun kom talsvert til umræðu á fjórðungsþingi Norð- lendinga um heigina, þegar rætt var um orku- og iðnaðarmál, en Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, flutti framsögu um þá málaflokka. I máli Hjörleifs kom meðal annars fram, að nú væri unnið að því að afla jafn mikillar þekkingar á Fljótsdals- virkjun og fyrir hendi væri um Blönduvirkjun. Niðurstöðurnar yrðu síðan settar inn í hliðstætt kerfi og sömu aðilar ynnu síðan að því að meta hvor virkjunin kæmi fremur til álita. Norðlendingar hafa lengi haldið því fram, að næst lægi fyrir að virkja við Blöndu. Hún væri meðal hagkvæmustu virkjunarkosta utan eldvirku svæðanna, auk þess sem sem undirbúningur og hönnun Blönduvirkjunar væri lengst á veg komin. Nú er ljóst að þetta forskot verður ekki lengur Blönduvirkjun til framdráttar, ef miðað er við ummæli iðnaðarráðherra. Hjörleifur sagði ennfremur, að ekki þyrfti að fjölyrða um nauðsyn þess að greiða úr deilunum um Blönduvirkjun, þar sem Norðlend- ingar væru reynslunni ríkari í slík- um málum. Hann sagði að finna yrði hvaða möguleikar væru á málamiðlun varðandi þessa deilu. Það kom fram í umræðum að lokinni framsögu ráðherra, að ef ekki kæmi stórvirkjun á Norður- landi núna í nánustu framtíð, væri ljóst að Norðlendingar þyrftu að bíða mjög lengi enn. Þá kom fram sú skoðun, að ekki hefði verið tekið nógu rösklega á því að leysa deil- una um Blönduvirkjun og að ófært væri að þóknast örfáum aðilum, sem settu sig á móti þessari virkjun, þannig að hún yrði með málamiðl- un óhagkvæmari en Fljótsdals- virkjun. Þess vegna ætti að láta reyna á þessi mál. Ráðherra sagði að hann áliti að úr því yrði að skera næsta vetur, hvar næsta stórvirkjun yrði. Stórskemmdir á húsinu vegna þess að steypt var á freðna jörð í Glerárhverfi eru tvær nýbygg- ingar stórskemmdar og má rekja orsakir skemmdanna til að- gæsluleysis eða trassaskapar. Þess var ekki gætt þegar húsin voru steypt upp, að klaki var enn í jörð og því fór sem fór þegar klakinn hvarf úr jörðu. A.m.k. annað málið er komið til bygginganefndar og er að vænta bókunar frá henni á morgun. Sam- kvæmt þeim heimildum sem blaðið hefur aflað sér er líklegt að bygg- ingasaga hússins verði rædd á fundi hjá bæjarstjórn, þar sem svo virðist sem verktaki hafi ekki farið eftir fyrirmælum um frágang á undir- stöðum. I báðum tilfellum voru verktakar að smíða hús fyrir nokkra einstakl- inga. Búið var að reisa tvær íbúðir í raðhúsi í öðru tilfellinu (því sem komið er til bygginganefndar) og nú er unnið að lagfæringum og mun verktakinn bera skaðann að öllu leyti. Ljóst er að þarna er um að ræða gífurlegt tjón. Ekki tókst að afla upplýsinga um afleiðingar í hinu tilfellinu. Ófremdarástand í símamálum Fyrirsjáanleg ársbið eftir símum á Akureyri Miðbær Akureyrar hcfur löngum verið vinsælt myndefni. Hér sjáum við gatnamót Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis og skuggar kirkjunnar teygja sig niður stallana. Mynd: á.þ. Tæplega 9,2% ódýrara í Hrísalundi en Hagkaupi Fyrirsjáanlegur er skortur á símum á Akureyri. I dag eru til um 150 númer og má gera ráð fyrir að þau verði búin fljótlega eftir áramót. Eftir það verður ekki hægt að afgreiða síma til almennings fyrr en á árinu 1982. Gylfi Már Jónsson, tæknifræð- ingur hjá Pósti og síma, sagði að 1982 yrðu væntanlega teknar í notkun 1000 línur, en vegna pláss- leysis í gömlu stöðinni verður fyrst að byggja við húsið áður en við- bótin kemst í gagnið. Samkvæmt áætlun á að byrja byggingarfram- kvæmdir næsta sumar og á þeim að ljúka fyrir áramótin 1981-82. Um þau áramót ætti að vera hægt að hefjast handa um niðursetningu tækjabúnaðar, en það verk tekur a.m.k. þrjá mánuði. „Það er því í rúmt ár sem við getum ekki afgreitt síma. Svipað ástand skapaðist síðast fyrir um þrem árum,“ sagði Gylfi. En var ekki hægt að sjá fyrir þessa þróun og bregðast við vandanum? Gylfi sagði að það væri í sjálfu sér auð- velt, en fjárveitingar hins opinbera eru skornar við nögl og því var ekki hægt að ráðast í byggingarfram- kvæmdirnar fyrr og því síður að kaupa nauðsynleg tæki. Reynt verður að halda nokkrum númerum til haga fyrir þá aðila sem geta sannað að þeir þurfi nauðsynlega á síma að halda. í því sambandi má nefna lækna og hjúkrunarfólk, en tæplega verður starfsfólk Pósts og síma öfundsvert að þurfa að fara í gegnum þær umsóknir sem berast á næsta ári. Um þessar mundir er verið að leggja 100 lína streng í Glerár- hverfi, en vegna skorts á línum út í hverfið hafa nokkrir notendur þar ekki fengið síma sína tengda. Þessu verki er að ljúka og verður hægt að tengja símana í þessum mánuði. „Þessi strengur mun nægja þeirri byggð sem fyrirhugað er að rísi í Glerárhverfi næstu árin,“ sagði Gylfi Már að lokum. Vegna þeirrar miklu umræðu sem orðið hefur um vöruverð á Akureyri undanfarið, gerði Verðlagsskrifstofan á Akur- eyri könnun á vöruverði í stór- verslununum i Hrísalundi og Hagkaupi þann 11. ágúst sl. Niðurstaðan varð sú í megin- dráttum, að vöruverð í Hrísa- lundi reyndist 9,13% lægra heldur en í Hagkaupi. Ekki er hægt að fá nákvæmar niðurstöður úr könnuninni, þar sem þær hafa verið meðhöndlað- ar sem trúnaðarmál, nema hvað viðkomandi verslanir hafa fengið þær. Hins vegar hafði eitthvað kvisast um þessa könnun og var þá ákveðið 1 samráði við verð- lagsstjóra, Georg Ólafsson, að greina frá meginniðurstöðunum, þegar eftir því var leitað. Að sögn Níelsar Halldórssonar á Verðlagsskrifstofunni á Akur- eyri náði könnunin til sextíu og einnar vörutegundar. Af þessum tegundum voru 10 ekki fáanlegar í Hrísalundi og 6 voru ekki fáan- legar í Hagkaupi. Nákvæmlega sambærilegar vörur, bæði hvað varðar fram- leiðanda, pakkningu og gæða- flokkun, voru 39 talsins og er meginniðurstaðan miðuð við þessar vörur. Þetta eru matvörur að langmestu leyti, sem notaðar eru dags daglega. Meðalverð þessara 39 vörutegunda, þ.e. heildarverðið deilt með tegunda- fjölda, var 643,31 krónur í Hag- kaupi, en 589,44 krónur í Hrísa- lundi. Frekari upplýsingar feng- ust ekki hjá Verðlags$krifstof- unni. Samkvæmt þessu hefur heild- arverð þessara 39 vörutegunda numið 25.089,09 krónum í Hag- kaupi og 22.988,16 krónum í Hrísalundi. Starfsmenn bæj- ar og ríkis þinga um samningana I kvöld munu starfsmenn Akur- eyrarbæjar og ríkisins halda fund í Sjálfstæðishúsinu um kjara- samningana. Á fundinn kemur Haraldur Steinþórsson. At- kvæðagreiðsla um samningana fer fram n.k. fimmtudag og föstudag. Sjóstangaveiðimót Á laugardaginn var haldið sjóstangaveiðimót á Eyjafirði. Áflahæsta sveitin fékk 421,6 kíló, en í sveitinni voru: Konráð Ámason, Matthías Einarsson, Karl Jörundsson og Þorvaldur Nikulásson. Aflahæsta konan var Margrét Karlsdóttir frá Keflavík með 85.4 kíló, en aflahæsti karl- inn var Andri P. Sveinsson með 128.6 kíló. Flesta fiska dró Jó- hannes Kristjánsson — 100 stykki og stærsta þorskinn innbyrti Bjarki Arngrímsson. Þorskurinn sá arna vó fimm kíló eitthundrað og fimmtíu grömm. Alþingismenn Alþingismennirnir Stefán Val- geirsson og Guðmundur Bjarna- son verða með almenna stjórn- málafundi á ýmsum stöðum á Norðurlandi nú næstu daga. Héraðsfundur Héraðsfundur Eyjafjarðarpró- fastsdæmis verður haldinn sunnudaginn 7. september á Dal- vík. Fundurinn hefst í Dalvíkur- kirkju með guðsþjónustu klukkan 13.30. Minnst verður 20 ára af- mælis kirkjunnar. Á dagskrá fundarins verða venjuleg héraðs- fundarstörf. Erindi flytur Helgi Símonarson, safnaðarfulltrúi, Þverá, Svarfaðardal. Utsvör á Sauðárkróki Á fundi bæjarráðs Sauðárkróks, sem haldinn var fyrir skömmu, var lagt fram yfirlit yfir álögð út- svör 1980 og nema þau kr. 469.974.000. Álögð aðstöðugjöld á einstaklinga 1980 nema kr. 19.850.000. Álagning aðstöðu- gjalda fyrirtækja liggur hins vegar ekki fyrir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.