Dagur - 11.09.1980, Page 5
DAGUR
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207
Simi auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Samgöngu-
og atvinnu-
hagsmunir
ráði ferðinni
Fátt er meira rætt um þessar
mundir en erfiðleikar í rekstri
Flugleiða. Þegar rætt er um mál-
efni félagsins má það aldrei
gleymast, að flugsamgöngur inn-
anlands og milli íslands og ann-
arra landa eru íslendingum lífs-
nauðsynlegar. Hvað sem öllum
öðrum umræðum um þetta um-
deilda fyrirtæki líður, verður að
hafa þetta í huga fyrst og síðast.
Hvort Islendingar eigi að halda
uppi taprekstri á flugi milli Evrópu
og Ameríku í samkeppni við risa-
stór erlend flugfélög er annað mál.
Það sem mestu máli skiptir í sam-
bandi við Atlantshafsflugið eru at-
vinnuhagsmunir, bæði starfs-
manna félagsins og þeirra sem
óbeint njóta góðs af þessum
flutningum.
Út frá þessum atvinnusjónar-
miðum er réttlætanlegt að ríkið
hlaupi undir bagga í sambandi við
Atlantshafsfiugið. Það er svo stór
þáttur í atvinnumálum okkar að
áhrifin gætu orðið alvarleg, ef það
legðist alveg niður. Því er það rétt
mat hjá Steingrími Hermannssyni,
samgönguráðherra, að veita því
einhvern reynslutíma með aðstoð
ríkisins. Sú aðstoð verður hins
vegar að vera háð skilyrðum um
meira og virkara eftirlit ríkisins
með stjórnun og rekstri fyrirtæk-
isins. Gífurlegir þjóðarhagsmunir
réttlæta slíkt eftirlit fyililega. Eftir-
litsaðilar ríkisins mega hins vegar
ekki hafa það að leiðarljósi að
kasta rýrð á fyrirtækið, eins og nú
virðist hafa gerst um annan
núverandi eftirlitsmanna ríkisins
með rekstri Flugleiða.
Við stöndum frammi fyrir svo
alvarlegum erfiðleikum í máli sem
varðar sjálfstæði þjóðarinnar, að
framapot og flokkshagsmunir
mega engu um það ráða, til hvaða
ráðstafana verður gripið. Sam-
göngu- og atvinnusjónarmið
verða þar ein að ráða ferðinni.
Þó að ekki megi líta á þær
ógöngur sem Flugleiðir hafa nú
ratað í sem einhverja sönnun
þess, að flugið eigi að þjóðnýta og
að það eigi að vera alfarið í hönd-
um opinberra aðila og einkafram-
takið eigi ekki að reka slík
þjóðþrifafyrirtæki sem flugfélög
eru, þá er á hitt að líta, að þetta
áfall í flugrekstri Flugleiða yfir
Atlantshafið er mikið kjaftshögg
fyrir þá sem aðhyllast óhefta sam-
keppni á öllum sviðum. Frum-
skógalögmálið gerir ekki ráð fyrir
að neinn sé annars bróðir í leik og
við slíkar aðstæður verður lít-
ilmagninn undir, þó stór sé á
íslenskan mælikvarða.
Hvar mun steinullar-
verksmiðjan rísa?
Árið 1975 hófust á vegum Sauðárkrókskaupstaðar,
frumathuganir á hugsanlegri byggingu steinullar-
verksmiðju á Sauðárkróki. Síðan hefur verið unnið
ötullega að þessu máli og lagt í það fé og fyrirhöfn.
Útlit fyrir steinullarverksmiðju á Sauðárkróki virtist
það gott að á árinu 1979 var stofnað sérstakt félag
um verkefnið, Steinullarfélagið h.f. og eru hluthafar
þess flestöll sveitarfélög í Skagafirði, auk nokkurra
fyrirtækja og einstaklinga í héraðinu. Verk-
smiðjunni hefur verið valinn staður við Sauðár-
krókshöfn, þar sem hún liggur vel við m.a. hvað
varðar hráefni, rafmagn og flutning, sem að mestu
yrði sjóleiðina.
En Sauðkræklingar eru ekki
einir um hituna því Sunnlend-
ingar hafa líka fullan hug á að
reisa steinullarverksmiðju í Þor-
lákshöfn. Marga er sjálfsagt farið
að lengja eftir svari við þeirri
spurningu hvar steinullarverk-
smiðjan títtnefnda verði staðsett.
Verður henni valinn staður í
Þorlákshöfn, í mesta þéttbýlis-
kjama landsins- eða verður
Sauðárkrókur fyrir valinu, þar
sem nýiðnaður getur skipt sköp-
um í atvinnumálum, auk þess
sem allar aðstæður þar eru eins og
best verður á kosið?
Meiri hagkvæmni
Til þess að fræðast nánar um
þetta mál hitti Dagur fyrir Þor-
stein Þorsteinsson, bæjarstjóra á
Sauðárkróki og spurði hann fyrst
hvar þetta mál stæði núna.
— í fyrravetur skipaði iðnaðr
arráðherra nefnd sem var falið að
gera tillögur um þá þætti sem
taka þyrfti til athugunar í sam-
bandi við staðarval fyrir steinull-
arverksmiðju. Það voru skipaðir í
nefndina einn frá hvorum þessara
aðila sem mestan áhuga hafa á
verksmiðjunni og síðan þrír aðrir.
Þessi nefnd skilaði í apríl sl. álili
um þennan fyrsta hluta eða þá
þætti sem taka átti til athugunar.
Rætt við Þor-
stein Þorsteins-
son, bæjarstjóra
á Sauðárkróki
★
Þá var farið í að greina þessa
þætti þ.e. að fara út í þá útreikn-
inga sem til þarf til að komast að
niðurstöðu og gera tillögu til ráð-
herra um staðsetningu á verk-
smiðjunni. Það er það sem þessi
nefnd hefur verið að vinna að í
sumar. Áætlað er að hún ljúki
störfum í október og verður þá
væntanlega búin að láta fara fram
þær athuganir sem þurfa til að
geta tekið afstöðu um staðsetn-
ingu.
Hverjar eru helstu röksemdirnar
fyrir þvi aö verksmiðjan skuli
staðsett á Sauðárkróki en ekki á
Þorlákshöfn?
Eins og flutningamálum er
hagað hér á landi þá er það
þannig að meirihlutinn af flutn-
ingum fer frá Reykjavík og út um
landið, þannig að það er hægt að
ná miklu meiri hagkvæmni með
því að skapa flutning hina leið-
ina, þ.e. utan af landi og til
Reykjavíkursvæðisins þar sem
stærstu markaðirnir eru. Það er
t.d. öruggt að það er hægt að
flytja steinull á ódýrari hátt frá
Sauðárkróki til Reykjavíkur með
skipi heldur en með bíl frá Þor-
lákshöfn.
Áhrif á byggðina
meiri
í sambandi við útflutning, þá á
það ekki að skipta neinu máli,
miðað við þá stærð af verksmiðju
sem hér er um að ræða, hvort flutt
er út frá Sauðárkróki eða Þor-
lákshöfn. Við höfum fengið
kostnaðartölur frá skipafélögum
sem benda mjög ákveðið til þess
að það verði enginn munur þar á.
Síðan bætist það náttúrlega við
að á Sauðárkróki verða hin
byggðalegu áhrif verksmiðjunnar
miklu meiri. Svona verksmiðja
eins og þessi hefur óbein áhrif,
margfeldisáhrif í sambandi við
atvinnutækifæri, þannig að einn
maður í iðnaði skapar atvinnu
fyrir aðra, í þjónustu, verslun og
þess háttar. Það er talið að í Þor-
lákshöfn verði margfeldisáhrifin
ákaflega lítil því þegar samgöng-
ur verða betri á Suðurlandi, eins
og þær verða sjálfsagt innan fárra
ára, þá verða þessi margfeldis-
áhrif í Reykjavík. Síðan bætist
náttúrlega við stærð staðarins.
Það búa yfir 2.000 manns á
Sauðárkróki og um 4.500 í
Skagafirði öllum, og ég held að
það verði að telja að Sauðár-
krókur sé miklu betur undir það
búinn að taka við steinullarverk-
smiðju, en Þorlákshöfn sem er
bær með helmingi færri íbúa og
skort á vinnuafli hluta úr ári. Þar
hefur t.d. verið mikið um erlent
fólk í vinnu. Og stærðin á stöð-
unum gerir það að verkum að öll
þjónusta verður hagkvæmari á
Sauðárkróki t.d. í sambandi við
heilsugæslu, skóla og ýmsa opim
bera þjónustu. Slík þjónusta má
segja að sé fyrir hendi hér hjá
okkur.
Atvinnan verður að
vera fyrir hendi
— En ef þið fáið svo ekki verk-
smiðjuna?
— Það yrði að sjálfsögðu mjög
slæmt, vegna þess að í Skagafirði
voru l. des. í fyrra í kringum
4.500 manns, þar af voru yfir 900
á aldrinum 10-19 ára þ.e. yfir
20%. Við vitum að á næstu tíu
árum koma u.þ.b. 700 manns út á
vinnumarkaðinn, það er að segja
70 á hverju ári. Það er að sjálf-
sögðu augljóst á stöðu atvinnu-
veganna, landbúnaðar og fisk-
iðnaðar að það er ekki mikils að
vænta þar, þannig að iðnaðar-
uppbygging er algjör forsenda
þess að engin röskun verði á
byggð og fólk fari að flytja í
burtu. Og meðal annars þess
vegna er ég nokkurn veginn viss
um að verksmiðjan verði staðsett
á Sauðárkróki.
(Framhald á bls. 6).
Hún var sérkennileg, hún Friður,
það voru einhverjir furðuglampar í
augunum á henni, hýrlegir og hlý-
legir þegar hún hló. Ég minnist
þess, er ég fyrst sá hana í eldhúsinu
að Vanabyggð 2b, þar sem ég var
staddur hjá tengdafólki mínu á
Akureyri, að ég sagði við sjálfan
mig eða hugsaði eitthvað í líkingu
við þetta: Hún hlýtur að verar úr
þjóðsögunum. Úr einhverju ís-
lensku ævintýri. Ekki löngu seinna
talaði ég við hana í fyrsta sinn, og
mér féll undir eins vel við hana. Er
ekki að orðlengja það, að hún varð
mikil vinkona okkar hjóna, og þó
ekki síst dóttur okkar sem var lítið
barn, þegar Frtður kynntist henni
og mér, en konu mína mun hún
hafa þekkt áður og hennar fólk.
Fríður tók sérstöku ástfóstri við
dóttur okkar. Við vorum jafnan
fyrir norðan á sumrin og það brást
ekki, að Fríður kæmi að finna
okkur hjá tengdafólki mínu, og
ævinlega skyldi hún færa dóttur
okkar einhverja gjöf, en ef það var
ekki kex eða sælgæti, heldur gling-
ur eða myndir, sem oftast var, þá
sagði hún að það stæði nú svoleiðis
á, að hún vissi ekkert hvað hún ætti
við þetta að gera, og þá væri alveg
eins gott að eitthvert barn nyti þess.
Hún gaf henni einnig brúður og lét
þess getið um leið, að hún sæi að
hún færi vel með brúðurnar sínar.
Það fór þvi ekki hjá því, að dóttur
okkar þætti mjög vænt um Fríði,
enda varð ætíð fagnaðarfundur,
þegar við hittum hana fyrir norðan
á sumrum.
t
Minning
Fríður Jónsdóttir
F. 8. janúar 1905. D. 26. ágúst 1980
Ekki löngu eftir að ég kynntist
Fríði, vakti konan mín athygli
mína á litlum gólfmottum sem hún
hafði saumað úr allavega litum
pjötlum og seldi kunningjum á
Akureyri fyrir hlægilegt verð. Það
var einkum hlægilegt sökum þess,
að fyrrgreindar mottur voru gerðar
af listfengi og einstöku næmi á liti
ogsamræmi. Við keyptum af henni
nokkrar af þessum mottum hennar
á því hlægilega verði sem hún taldi
yfirleitt of hátt, en auk þess gaf hún
okkur tvær eða þrjár mottur, þegar
hún fann, að okkur féllu þær vel.
Ég átti oft tal við Fríði eftir að ég
gerði mér grein fyrir, að hún var
ekki úr þjóðsögunum, heldur fyrr-
verandi bóndakona úr Eyjafirði, og
ævinlega fór vel á með okkur. Mér
varð ljóst af samtölum okkar, að
hún var greinargóð um ýmsa hluti,
ættfróð og langminnug. Má ég nú
naga mig í handarbökin fyrir að
hafa ekki spurt hana og látið hana
segja mér meira frá liðinni tíð. En
líf Fríðar hafði ekki verið dans á
rósum. Eitt sinn, er við töluðumst
við, sagði hún mér frá því, þegar
barn hennar nýdrukknað var lagt í
hendumar á henni, og þá fannst
mér ég skynja, að þess hefði hún
aldrei beðið bætur. Þó hafði hún
um það fá orð.
Stundum var Fríður að hvetja
okkur hjónin til að koma að heim-
sækja sig, en hún var þá ein í lítilli
íbúð í húsi Kaupfélags verka-
manna við Strandgötu. Einn góðan
veðurdag fórum við þangað í
heimsókn. Þá sáum við, að hún bjó
ekki einungis til mottur af list,
heldur einnig allskonar púða. Og
þeir voru ekki saumaðir eftir
munstrum úr erlendum blöðum,
heldur eftir hugmyndum hennar
sjálfrar, og hefðu sómt sér innan
um alþýðulist hvar sem.vari heim-
inum. Fríður hafði tvöJítil herbergi
og aðgang að eldhúsi. Annað her-
bergið, stofan, var allt undirlagt af
myndum, styttum og púðum. Þar
var hvergi hægt að setjast. Þar gaf
að líta myndvísi þessarar sérkenni-
legu konu, ást hennar á því sem
augað gleður. Ég fór að reyna að
virða fyrir mér allar þær ljósmyndir
sem hún hafði þarna ýmist uppi á
vegg eða á skápum og hillum, en
það var ekki hægt að komast yfir
það á stuttum tíma. Ég festi mér þó
í minni, að þarna voru myndir af
skáldum. Matthías, Káinn og fleiri
skáld voru þarna á veggjum og
hillum, enda var hún mikið fyrir
bóklestur, sagðist hafa vérið síles-
andi þegar hún var krakki, enda
var þarna líka slatti af bókum í
bókaskáp. Um skólagöngu hafði
hinsvegar ekki verið að ræða hjá
Friði fremur en mörgum öðrum af
hennar kynslóð. Myndirnar sem
þarna voru á veggjunum og hillum
og skápum, aðallega ljósmyndir af
fólki, sumar klipptar út úritílöðum,
hafði Fríður sett í ýmiskonar
ramma sem gaman var að virða
fyrir sér. Einn var gömul klukka
sem verkið hafði verið tekið úr, en í
kringlóttu opinu, þar sem úrskífan
hafði verið, hafði Fríður komið
haglega fyrir einni af myndum sín-
um.
í hinu herberginu svaf Friður og
4.DAGUR
Gaman og alvara
Hugleiðing um opinber gjöld
Undanfamar vikur hefur mörgum
hitnað I hamsi við móttöku og
skoðun skattseðla sinna. Hávaðinn
og ritað mál um efnið kom mér til
að glugga nánar í „plöggin“ min og
bera saman tölur á blöðunum frá
1979 og ’80. Og tilfellið var, — þær
höfðu þokast í áttina!
Reyndar skal viðurkennt, að mér
er ekki auðratað um feluskóga
skattseðlanna, — en vissir liðir eru
þó vel finnanlegir á beggja ára
blöðum, þótt að nokkru sé skipt um
heiti og felustaði.
Ég sé, t.d. að álögð þinggjöld
mín, sem í fyrra voru 359 þúsund
kr., eru þetta árið ein milljón og 62
þús. að auki! Fjandi er það nú
mikil hækkun — næstum þreföld-
uð upphæðin. Þar með hækkar því
(eðlilega?) mánaðargreiðslan úr 48
þús. í meira en 168 þús. næstu
mánuðina.
En þegar maðurinn er kominn á
80. aldursárið, á „Ríkið“ varla í
honum öruggan né varanlegan
tekjustofn framundan, svo að eðli-
legt mætti virðast að notað sé tæki-
færið, meðan það gefst!
Eignaskatturinn gerði þó betur í
útþenslunni. Hann var í fyrra kr.
8400, en nú, 1980, (á hjónunum)
104 þúsund krónur. Ég dirfist ekki
að reikna út hækkun þá í %-um!
Eru finnanleg sanngjörn rök, eða
réttlætanleg, fyrir slíkri hækkun?
Húsið (eignin) eldist og hrörnar,
eigandinn sömuleiðis. Hvorugu vel
við haldið.
Og svo mjakaðist útsvarið líka
upp — um nokkru meira en
kvart-milljón. Ég hefði nú scett mig
við minna.
Á skattstofunni reyndi gott fólk
að telja okkur trú um, að þetta væri
allt eðlilegt og lögum samkvæmt og
því tókst það furðanlega, — held
ég!
Og hver skyldi vera að kvarta yfir
því að hafa miklar tekjur og eiga
einhver ósköp og geta því látið
nokkuð af mörkum í bjargráðasjóð
eigin þjóðar, sem á villigötum ráfar?
— En myndum við ekki fáir, sem
óskuðum þess, að framlag okkar
færi til þess að greiða niður drykk-
inn í glösum forustuliðsins (svo að
brosið verði breitt við myndatök-
una. Heill Vilhjálmi og fordæmi
þar hafði hún saumavélina sína,
því hún saumaði einnig mikið fyrir
fólk, þótt hún hefði aldrei lært
fatasaum, og megum við vera
henni ævarandi þakklát fyrir
marga flíkina sem hún saumaði á
dóttur okkar. Þetta var vinnuher-
bergið hennar. Og í því var einnig
allt fullt af myndum og útsaum-
uðum púðum. Það var sannarlega
eins og að vera kominn í ævintýra-
heim. Já, eftir allt saman var hún
Fríður úr þjóðsögunum, hennar
lönd voru lönd ævintýranna. Og
þegar hún nú er komin yfir á þau
lönd sem við þekkjum ekki, vænt-
um við þess að hún sé komin í heim
fegurri ævintýra en hún kynntist í
jarðlífinu, og blessun okkar fylgir
henni inn í þann nýja heim.
Fríður fæddist í Rauðhúsum í
Eyjafirði 8. jan. 1905. Foreldrar
hennar voru Guðrún Einarsdóttir
og Jón Ólafsson. Hún ólst upp í
Rauðhúsum hjá móður sinni og
móðurforeldrum. Hún giftist árið
1929 Kára Guðmundssyni, og
bjuggu þau í Eyjafirði, lengst af á
Klúkum í Hrafnagilshreppi. Börn
þeirra eru þessi á lífi: Kristján Ní-
els, búsettur í Kanada, kvæntur
þarlendri konu, Rósamunda, gift
Ásgeiri Halldórssyni, þau búa í
Hrísey, Jón á Akureyri og Gunnar í
Árnessýslu. Síðustu áratugi átti
Fríður heima á Akureyri, eða þar
til hún vistaðist í Skjaldarvík eftir
að heilsa hennar var brostin. Þar
lést hún 26. ágúst síðastliðinn.
Jón Óskar.
hans?) Eða til þess að fullnægja
kröfum ósvífinna þrýstihópa, —
ellegar standa á bak við „lúxusinn"
í glæsibílum þeirra, er við stjórnvöl
þjóðarskútunnar standa hverju
sinni? — Allt slíkt ætti að strika út
— eitt skipti fyrir öll. Burt með alla
„bitlinga“.
„Mikið vill rneira." Það sannast
oft og víða. Við, íslendingar, erum
margir næsta hóflitlir í kröfum
okkar — til annarra. — Þó fannst
okkur hér „taka steininn úr“, þegar
„valin“ nefnd Alþingismanna
ákvað, að þeir sjálfir, og stallbræð-
ur þeirra í „leikhúsinu við Austur-
völl“ skyldu hækka vel í kaupi á
þessu herrans ári!
En eins og þá var — og er enn —
statt í launa- og kjaramálum þjóð-
arinnar, virðist okkur, að þeir
menn, sem að þessari ákvörðun
stóðu, séu alls ekki hœfir til að ráða
málum lands og þjóðar á erfiðum
tíma. í hendur slikra (?) viljum við
ekki senda skerf okkar eða framlag.
Það er af og frá.
— En alít frá upphafi hefi ég
ósjaldan undrast, hvað mér berast
miklir peningar í hendur. Átta ára
gamall eignaðist ég eina krónu, al-
veg óvænt: Þegar ég kom heim úr
sendiferð til næsta bæjar, sagði
mamma mér, að Jónas á Græna-
vatni hefði komið með hinum
Mývetningunum og hann hefði
beðið sig fyrir krónupening, gjöf
„til nafna litla“. Það var mér mikill
fjársjóður, mjög fallegur peningur,
sem ég geymdi vel og skoðaði oft.
Og þegar ég byrjaði farkennslu-
starfið, rúmlega tvítugur, fékk ég
600 krónur fyrir veturinn og var
harðánægður og hreykinn („Þing-
eyingurinn" að „taka við sér“) En
ég fékk líka breytilegt fæði, breyti-
legt húsnæði og breyfilega
„óværu“, allt frítt! Og fjölbreytnin
hefur sína kosti. — Og síðar, við
stærri skólana, í góðum félagsskap
úti og inni, var sem ég hefði „him-
ininn höndum tekið," er ég fékk
mánaðarhýruna í vasann!
Og enn í dag undrast ég
upphæðina, sem blessaður Lífeyr-
issjóðurinn sendir mér. Slíks þyrftu
sem flestir að njóta að áliðnum
æfidegi. Það er vonandi skammt
undan.
En þetta viðhorf mitt til pen-
ingamálanna byggist sennilega á
sannleika þeim, er gamalt orð
geymir: „Sá á nóg, sér nægja læt-
ur.“ — En skattahástökkið mitt nú,
frá einu ári til næsta, sýnist mér
varla ætlandi, svo fótfúnum, „ljós-
hærðum" og hjartaslökum! Og
reynist jafnöldrum mínum — yfir-
leitt — skattahækkunin hlutfalls-
lega slík, munu þeir margir hafa
fulla ástæðu til að kvarta.
— Nýlega rakst ég á útsvarsseðil
minn einn, frá þeim tíma, er ég var
farinn að bjargast nokkuð sjálfur,
allmiklu frískari til afreka en nú.
Útgjöld mín það árið til framfæris
heimabyggð minni og þjóð, var 7
krónur og 45 aurar. En árið 1980
mun upphæðin nálægt tveim
milljónum.
En hvað um það, ef til góðs, til
þjóðþrifa er varið.
Vitanlega hefi ég mörgum jafn-
öldrum betri aðstöðu til útgjalda,
því að þótt ég hafi tvívegis lamast
upp i mitti, og þá, í síðara skiptið,
verið skorinn upp — í tvísýnu — úti
í Kaupmannahöfn, get ég þó enn
— lof sé Guði — gert að gamni
mínu við framandi fólk, gesti og
gangandi á „Hótel jörð“, Tjald-
stæði Akureyrar, og í nafni „Borg-
arinnar við Pollinn“, leyst úr ýms-
um vanda þeirra.
Og ekki mun standa á bænum
þeim að borga vel sínu starfsliði.
Margt fleira gott til hjálpar væri
vert að nefna — og þakka.
„Hótel jörð“, Akureyri, l. sept.
1980.
Jónas Jónsson, „Brekknakoti. “
Þór vann KA
í skemmtilegum leik
Á þriðjudagskvöldið iéku Þór
og KA fyrri ieikinn í Akur-
eyrarmóti í knattspyrnu.
Leikur þessi átti að vera fyrr í
sumar en af ýmsum ástæðum
var honum margsinnis frest-
að. Búist var við að áhugi
leikmanna og áhorfenda yrði
í lágmarki þar eð keppnin í
deildinni er að mestu búin,
þegar leikið er svo seint. Þá
má geta þess að í Akureyr-
armóti eru leiknar tvær um-
ferðir, og ef sitthvort liðið
sigrar í leiknum þarf auka-
leik.
Blaðamaður íþróttasíðunnar
sá aðeins fyrstu tuttugu mínútur
leiksins, og síðan þær fimmtán
síðustu. Það verður að segjast
eins og er að eftir að hafa séð
fyrstu tuttugu mínúturnar, bjóst
undirritaður ekki við að Þórs-
liðið mundi veita KA mót-
spyrnu því á þeim mín. voru
yfirburðir KA algjörir. Fyrsta
markið kom á 5. mín. og kom
það eftir mjög góðan samleik
KA manna. Gefinn var langur
bolti upp vinstri kantinn og
Magnús bakvörður sótti alveg
upp að endamörkum, lagði síð-
an boltann fyrir markið þar sem
Gunnar Gíslason kom brun-
andi og afgreiddi boltann í netið
með hörkuskoti.
Þór: 3
KA: 2
Annað markið kom nokkrum
mín. síðar, eftir mistök í vörn
Þórs og boltinn barst til Óskars
sem stóð óvaldaður og skoraði
örugglega. KA fékk a.m.k. þrjú
góð marktækifæri næstu mín.
sem voru varin á línu af leik-
mönnum eða meistaralega af
Eiríki markmanni.
Smám saman fóru nú Þórs-
arar að taka við sér í leiknum og
fyrsta mark þeirra kom á 27.
min. frá Nóa Björnssyni.
Á 41. mín. afsannaði síðan
Hafþór það að hann gæti ekki
skorað á heimavelli Þórsara,
þegar hann gerði glæsilegt mark
og jafnaði nietin. I hálfleik var
staðan jöfn tvö mörk gegn
tveimur. í síðari hálfleik sóttu
Þórsarar betur og fimmtán mín.
fyrir leikslok var dænid víta-
spyrna á KA eftir að varnar-
maður hafði handleikið knött-
inn innan vítarteigs. Árni
Stefánsson fyrirliði skoraði ör-
ugglega mark sem nægði til sig-
urs í leiknum.
Ef frá eru taldar fyrstu
tuttugu mín. leiksins börðust
Þórsarar betur og unnu verð-
skuldaðan sigur.
Úrslit þessa leiks eru örugg-
lega kærkomin fyrir gjaldkera
knattspyrnudeildanna, þar eð
búast má við metaðsókn á síðari
leik félaganna sem verður um
miðjan þennan mánuð.
Barna-
mót
r
I
frjálsum
íþróttum
Fyrir skömniu hélt
frjálsiþrúttadcild KA
barnamót í frjálsum
íþróttum. Kcppt var í
kúluvarpi, langstökki og
100 m hlaupi. Keppcnd-
ur voru á annað hundr-
að, og fjöldi foreldra
kom og fylgdist mcð
börnum sínum. Á niynd-
inni sést einn af þcini
yngri í kúluvarpi. F.f-
laust hafa margir
íþróttamenn framtiðar-
innar vcrið þarna á mót-
inu. Mynd: Ó.Á.
Æfingar
skautamanna
í kvöld, fimmtudag, kl. 20.00 hefjast vetraræfingar
hjá Skautafélagi Akureyrar. Æfingarnar fara fram
á íshokkyvelli félagsins, og verða framvegis á
þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20.00.
Allir skautamenn eru hvattir til að mæta á æf-
ingarnar.
Hópferð til Húsavíkur
Stjórn knattspyrnudeildar KA
hefur beðið um að því verði
komið á framfæri að hópferð
verði farin á leik KA og Völs-
ungs til Húsavíkur um aðra
helgi. Farið verður frá bið-
skýlinu við Ráðhústorg á
laugardaginn kl. 12.00 og
komið aftur heim strax að leik
loknum.
Fargjald er kr. 5.000,- fyrir
manninn.
Þá hyggjast KA menn halda
skemmtun í Sjálfstæðishúsinu
það sama kvöld. Þar verða
knattspyrnumennirnir heið-
ursgestir, og margt verður þar
til skemmtunar. Miðaverð
fyrir þá sem vilja taka þátt í
sameiginlegu borðhaldi er kr.
10.000,00. Pantanir berist til
Stefáns Gunnlaugssonar sem
fyrst.
Næstu
leikir
Á föstudagskvöldið leikur KA
við Ármann á Akureyri, og er
það síðasti leikurinn i deild-
inni hér á Akureyri.
Ármenningar eru að berjast
fyrir tilveru sinni í deildinni,
og þurfa bæði stigin í leiknum
ef þeir eiga að hafa möguleika
Má því búast við hörkuleik,
þar sem ekkert verður gefið
eftir. Á leiknum verður
nýstárlegt happdrætti á veg-
um Knattspyrnudeildar KA.
Á laugardaginn leika Þórs-
ararvið Fylki í Reykjavík. Þar
þurfa Fylkismenn einnig stig-
in ef þeir eiga að sleppa af
fallsvæðinu.
Völsungar leika við ÍBI og
eins og í hinum leikjunum eru
þarna fallkandidatar og þurfa
Völsungar bæði stigin.
Keppa
í
Noregi
Nú um hclgina kcppa Kári
Elísson og Víkingur Trausta-
son á Norðurlandamótinu i
kraftlyftingum sem fram fer í
Drammen í Noregi.
Þeir eru í landsliði íslands,
en Halldór Jóhannesson var
cinnig valinn í landsliðið, en
hann er sjúkur og getur ekki
farið. Kári hefur áður keppt
með landsliði, en þetta er
fyrsta stórmót Víkings.
DAGUR.5